Morgunblaðið - 09.10.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 09.10.1988, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1988 Stjörivu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Rannsóknir á stjörnuspeki Þó stjömuspeki sé gömul hafa ekki verið gerðar margar vísindalegar rannsóknir á henni. Þær hafa þó verið ein- hveijar. Niðurstöður þeirra hafa verið misjafnar, bæði nei- kvæðar og jákvæðar fyrir stjömuspeki. Fræg rannsókn sem hefur sýnt fram á jákvæða niðurstöðu er rannsókn franska sálfræðingsins Michel Gauquelin. Michel Gauquelin Gauquelin hóf starf sitt á sjötta áratugnum og birti niðurstöð- ur sínar fyrst árið 1955 í bók; inni L’Influence des Astres. I stuttu máli má segja að Gauqu- elin hafi komist að því að fylgni var á milii stöðu pláneta á himni við fæðingu og árangurs í starfi. Framlag Napóleons Napóleon keisari lét setja það í lög í kringum 1805 að skrá- setja skyldi fæðingartíma allra ■ bama á fæðingarvottorð þeirra. Gauquelin hafði því úr miklu úrvali tíma að velja og var í þeirri aðstöðu að geta athugað stjömukort allra sem hann hafði áhuga á. Hann skrifaði því til hagsýsluskrif- stofa víðsvegar um Frakkland og bað um að sér yrði sendur fæðingartími manna í hinum ýmsu starfsstéttum. Árangur- inn lét ekki á sér standa. Þeg- ar pláneta var nýlega risin yflr sjóndeildarhring eða í há- göngu virtist sem hún hefði áhrif á starfsval og árangur í starfl. Mars Mars Rísandi og við Miðhimin var algengur í kortum lækna, íþróttamanna, hermanna og athafnamanna, en áberandi var að hann var ekki á þessum slóðum í kortum rithöfunda, listmálara og tónlistarmanna. Tungl Rannsóknir á stöðu Tunglsins sýndu að það var \ið Risandi og á Miðhimni, eða í 12. og 9. húsi, í kortum rithöfunda og stjómmálamanna en var sjaldan á þeim stað í kortum íþróttamanna og hermanna. Júpíter Júpíter var á fyrrgreindum stöðum í kortum hermanna, stjómmálamanna, blaða- manna, leikara og leikritahöf- unda. Hann var hins vegar sjaldgæfur í kortuni lækna og vísindamanna. Satúrnus. Satúmus var á hinn bóginn algengur í kortum vísinda- manna og lækna, en sjaldgæf- ur í 12. og 9. húsi í kortum leikara, listmálara, biaða- manna og rithöfunda. Frœgt fólk Það sem er athyglisverðast við þessar niðurstöður er að þær sýna fyrst og fremst virkni í kortum frægs fólks og svo það að níunda og tólfta húsið skyldi vera svo áberandi sem raun varð á. Þessar rannsóknir hafa síðan verið margendurteknar, ekki einungis í Frakklandi, heldur öðrum ríkjum Evrópu, eins og Italíu, Belgíu og Þýska- landi. Líkumar gegn því að niðurstöður rannsóknanna byggi á tilviljunum eru ýmist frá 1 á móti 200, upp í 1 á móti 5 milljónum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér verk Gauquelins er bent á enska þýðingu á tveim fyrstu bókum hans, Written in the Stars, útgefln af The Aquarian Press 1988. :::: rDCTTID uKb 1 1 IK PEIR ERU SJALFSAGTA£> WAKTA HÚSlp OKKAR NÚN A.VlP VEfZ£>UM AV FLÝJA Of? LANPl / ! £f?M PAVfS 9-Z BRENDA STARR þu sk/lo/z luclega sötr/ HVA& ÞaD SALAfZPfSEPAMD/ AD VlTA EKHER.T UM AFPtS/F' A*AMNS/NS x v SEAA \x\ AAA£>U!Z slska/z. SMÁFÓLK PONT TALK TO ME.. I'M HAVING MV P0ST-CURI5TMAS LETPOUN Talaðu ekkl við mig, ég er að ná mér eftir jólahald- ið. I JUST WANTEP TO TWANK YOU A6AIN FOR TUE WONPERFUL PRE5ENT YOU 6AVEME..IT UUA5 JU5T WHAT 1 WANTEP... Ég vildi bara þakka þér aftur fyrir dásamlegu gjöfina sem þú gafst mér____ það var einmitt það sem mig vantaði... LUHY PO YOU ALUUAY5 WAVE TO SAY 50METMIN6 NIŒ? Fjárinn! Af hverju þarftu alltaf að segja eitthvað fallegt? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Menn ofmeta oft „slagkraft- inn“ í trompsamningum á 4-4 samlegu. Samgangsvandræði koma oft í veg fyrir að hægt sé að fá marga slagi á þannig tromplit. Norður gefur, NS á hættu. Norður ♦ KD76 ♦ Á942 ♦ ÁD863 ♦ - Austur .. 482 .. :sr ♦ KDG10 Suður ♦ ÁG105 ▼ G6 ♦ K105 ♦ 5432 Vestur Norður Austur Suður - 1 tígull Pass 1 spaði Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass Pass 7 spaðar Pass Pass Útspil: laufás. Norður slær hvergi af í sögn- um og þegar hann sér að félagi á tígulkóng og einn ás freistast hann til að reyna alslemmu. En suður á lítið í varasjóði í þetta sinn. Hann á þó eitt mikilvægt spil - tígultíuna. Án hennar væri slemman vonlaus. Það er Ijóst að spilið verður að liggja vel. Tígullinn þarf að gefa fimm slagi og trompið heila sjö. Innkomur á spil suðurs eru af skomum skammti svo það verður að svína tígultíunni strax í öðrum slag. Þegar sú svíning gengur er hægt að trompa lauf tvisvar í viðbót. Síðan verður að yfirdrepa síðasta spaðann til að aftrompa andstæðingana. Vestur ♦ 932 ▼ K105 ♦ 72 ♦ Á9876 Umsjón Margeir Pétursson Á sovézka meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák aldurs- forsetans, Vassily Smyslov, sem hafði hvítt og átti leik, og stór- meistarans Vyacheslav Eingom. 42. Hxc6! — bxc6 43. Hxc6 — He5 44. Hc7 - Hd8 45. Rxe6! — Hxe6 46. h4! Glæsileg staða, þótt svartur sé heilum hrók yfir í endatafli þá eru allir menn hans rígbundnir og hann getur engu leikið. Eingom gaf því stöðuna. Smyslov byijaði mjög illa á sovézka meistaramótinu, en þótt hann sé orðinn 66 ára, þá virtist úthaldið ekki há honum, því hann vann sig upp f 9.-13. sæti af 18 keppendum. •

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.