Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Niðurskurður a sjúkrahúsum Harðar deilur eru að blossa upp milli starfsmanna sjúkrahúsa annars vegar og fjár- málaráðherra og heilbrigðisráð- herra hins vegar um þá kröfu ríkisstjórnarinnar, að kostnaður við rekstur sjúkrahúsanna, þ.e. launakostnaður, verði skorinn niður um 4%. Viðbrögð lækna hafa orðið til þess, að fjármála- ráðherra hefur hvatt þá til þess að byija á sjálfum sér með því að draga úr kostnaði við náms- ferðir, sem um er samið í kjara- samningum lækna. Kröfur á hendur hinu opinbera um niðurskurð á ríkisútgjöldum hafa orðið æ háværari á undan- fömum árum. Morgunblaðið hef- ur hvað eftir annað lýst þeirri skoðun, að í uppgjöf hvers fjár- málaráðherrans á fætur öðmm frammi fyrir þessu verkefni felist einn helzti efnahagsvandi þjóðar- innar. Það er segin saga, að þeg- ar ráðherrar hafa uppi tilburði til þess að draga úr ríkisútgjöld- um, rísa einstakir starfshópar upp og gera grein fyrir því af mikilli sannfæringu, að ekki sé hægt að skera niður á þeirra starfssviði. Heilbrigðiskerfið er einna við- kvæmast í þessum efnum. Ann- ars vegar er það rflq'andi skoðun almennings, að þjóðin hljóti að halda uppi fullkomnu heilbrigðis- kerfí, sem jafnist á við það bezta, sem þekkist annars staðar. Hins vegar stendur mönnum ógn af þeim kostnaði, sem því er sam- fara. Nú hefur það gerzt hvað eftir annað á undanfömum ámm, að sjúkrahúsin hafa orðið að taka ákveðinn fjölda sjúkrarúma úr notkun yfír sumarmánuði vegna þess, að ekki hafa fengizt til starfa í sumarleyfum fastra starfsmanna þjálfaðir starfs- kraftar. Þessi lokun einstakra deilda hefur oft komið afar illa við þá, sem hafa þurft á þjónustu sjúkrahúsanna að halda. Hver er hin sanngjama lausn í þessu deilumáli? Læknar og hjúkmnarfólk halda því fram, að ekki sé hægt að skera niður út- gjöld án þess, að það komi niður á þjónustu. Ráðherramir krefjast 4% niðurskurðar á launakostnaði. Þeir em að framfylgja hávæmm kröfum almennings um niður- skurð á ríkisútgjöldum. Nú er það svo, að starfsfólk sjúkrahúsanna á ekki síður mikið undir því en aðrir skattgreiðend- ur, að takast megi að ná tökum á hallarekstri ríkissjóðs. Jafn- framt er ljóst, að engir þekkja rekstur spítalanna betur en starfsmennimir sjálfir. Þeir vita betur en aðrir hvar um óhófs- eyðslu er að ræða. Auðvitað er óþarfa eyðsla í rekstri spítalanna eins og í öðmm rekstri. Þetta era stórar stofnanir, með mikinn fjölda starfsmanna og mikil um- svif. Það fer ekki hjá því í slíkum rekstri, að smátt og smátt verður til kostnaður, sem hægt er að vera án. í stað þess að deila sín í milli um það, hvort hægt er að skera niður útgjöld spítalanna, eiga ráðherrar og starfsmenn sjúkra- húsanna að koma sér saman um, að hinir síðamefíidu, sem þekkja rekstur spítalanna betur en aðrir, geri sjálfír tillögur um það til ráðherranna, hvemig markmið- um ríkissljómarinnar um niður- skurð í útgjöldum til sjúkrahús- anna verði bezt náð. Þá er það falið þeim, sem bezta þekkingu hafa á þessum málum að gera tillögur um samdrátt í útgjöldum. Starfsfólk sjúkrahúsanna ætti að taka slíkum tilmælum frá ríkis- stjóm vel og sýna í verki vilja til þess að ná settum markmiðum. Það væri allra hagur. Hins vegar þjónar það engum tilgangi, að læknar, hjúkmnarfólk og sljóm- málamenn rífíst um það ffarn á vorið, hvort þetta sé hægt eða ekki. Það er hægt að gera flesta hluti, ef viljinn er fyrir hendi. Það hafa lengi verið skiptar skoðanir um þau ákvæði kjara- samninga lækna, að skattgreið- endur greiði kostnað þeirra við námsferðir til útlanda. Spyija má, hvort læknar, sem yfírleitt hafa háar tekjur miðað við það sem tíðkast hér, hafí ekki efni á því að greiða sjálfír kostnað við framhaldsnám. Á hinn bóginn er auðvitað ljóst, að það skiptir höf- uðmáli, að læknar geti fylgzt reglulega með þeirri öm þróun, sem verður á þeirra sérsviði frá ári til árs. Af þeim er krafízt al- þjóðlegrar þekkingar. Þess vegna er hér um að ræða annað og meira en kostnað við venjulegt framhaldsnám, enda áreiðanlega engin tilviljun, að þessi ákvæði em komin inn í kjarasamninga lækna. í deilum af þessu tagi verða sjuklingar fómarlömbin og það er heldur ógeðfellt, svo að ekki sé meira sagt. Rflrisstjómin á að óska eftir skilmerkilegum tillög- um frá starfsfólki sjúkrahúsanna um niðurskurð á kostnaði við rekstur þeirra og starfsfólkið á að ganga til þess verks með opnu og jákvæðu hugarfari og gera sér grein fyrir því, að þar, ekki síður en annars staðar, er áreiðanlega hægt að ná fram spamaði í út- gjöldum skattgreiðenda. I heimsókn í Boeing-verksmiðjimiim: Flugleiðir fyrsta félagið sem tekur Boeing 757-þotur í notkun á flugleiðinni yfir Atlantshaf Boeing 737-400 þotu Flugleiða langt komin í Seattle FLUGLEIÐIR verða fyrsta flugfélagið til þess að hefja áætlunarflug milli Evrópu og Norður-Ameríku á tveggja hreyfla þotum af gerðinni Boeing 757, að sögn Martins Dailey, fulltrúa i markaðs- og söludeild Boeing-verksmiðjanna. Að hans sögn hyggjast nokkur evrópsk leigu- flugfélög fljúga leiguflug yfir hafið á þotum sömu gerðar og kynnu einhver þeirra að taka þær í notkun á undan Flugleiðum. Og í ljósi góðrar reynslu af úthafsflugi á tveggja hreyfla þotum af gerðinni Boeing-767 væri ekki ástæða til annars en ætla að 757-þotur myndu einnig spjara sig vel. Vegna millilendinga Flugleiða i Keflavík á leið- inni milli Bandaríkjanna og Evrópu færu þotur félagsins líklega aldr- ei lengra frá næsta flugvelli en sem næmi tveggja stunda flugleið á öðrum hreyfli þangað. Boeing-verksmiðjumar buðu Flugleiðum 767- þotur til þes að leysa DC-8 þotumar af hólmi i Ameríkufluginu. Ann- ars vegar buðu verksmiðjumar 263 sæta 767-200 þotur eða 313 sæta 767-300 þotur með um 6.000 milna flugdrægi. Akveðið var hins vegar að kaupa 757-þotumar þar sem stærð þeirra þótti henta markaði Flug- leiða betur. Hafa Flugleiðir samið um smiði tveggja þotna af þeirrí gerð er afhentar verða eftir ár og tryggt sér kauprétt að þeirrí þríðju. Þá sömdu Flugleiðir á sfnum tima um smiði á þremur Boeing 737-400 þotum fyrir Evrópuflug félagsins og er smíði hinnar fyrstu nú langt komin í Boeing-verksmiðjunum. Verða tvær afhentar og teknar i notk- un í vor og sú þriðja að ári. Morgunblaðiö/Ágúst Ásgeirsson Starfsmenn Boeing-verksmiðjanna leggja raflagnir i farþegaklefa fyrstu 737-400 þotu Flugleiða, en smiði þotunnar er nú langt komin. Smíði fyrstu nýju eftír Agúst Asgeirsson Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Þegar um er að ræða smíði fyrstu flugvélar af viðkomandi tegund merkja Boeing-verksmiðjumar hana flugfélaginu svo sem og hér má sjá þegar búkurinn hefiir verið settur saman. Morgunbiaðið/Ágúst Ásgeirsson Þotulireyfill er mikil völundarsmið. Hér er CFM56-hreyfill kominn undir 737-400 þotu í Boeing-verksmiðjunum. Þegar íslenzkir blaðamenn heim- sóttu Boeing-verksmiðjumar við Se- attle í Bandaríkjunum á dögunum var samsetningu búks fyrstu Flug- leiðaþotunnar lokið. Einangrun útveggja var lokið og flugvélasmiðir vom í óðaönn að leggja raflínur í farþega- og stjómklefa, en þær skipta tugum kflómetra. í næsta áfanga átti að setja vængi á þotuna, síðan stél, hjólabúnað og loks hreyfla. Jafnóðum átti að vinna við frágang innan í þotunni, ganga frá stjómtækjum, klæðningu, sætum eldhúsum o.þ.h. Til stóð að hún yrði fúllbúin og tilbúin fyrir tilraunaflug og málningu um miðjan marz. Um það leyti verður kjölur lagður að næstu 737-400 þotu Flugleiða. Fyrsta þotan verður afhent um 20. aprfl. Þá tekur við þjálfunarflug flugmanna og er miðað við að hún komi til íslands um miðjan maí og hefji þegar áætlunarferðir. Burðarmestu 737-þoturnar Boeing 737-400 þotumar, sem verið er að smíða fyrir Flugleiðir, verða burðarmeiri en þotur sömu gerðar, sem hingað til hafa verið smíðaðar og um leið burðarmestu þotumar af 737-gerðum. Til að auka burðargetuna verða vængir þeirra og miðbúkur sérstaklega styrktur, miðað við aðrar 737-400 þotur, og hreyflarþeirra aflmeiri. Flugleiðaþo- tumar verða knúnar tveimur CFM56-3C hreyflum, sem frönsku og bandarísku hreyfilverksmiðjumar SNECMA og General Electric smíða í sameiningu. Þeir eru mun hljóðlát- ari og um 25% spameytnari en hreyflar 727-þotna Flugleiða. Flugleiðir verða eitt allra fyrsta flugfélagið til að taka stærri gerðina af 400-þotunni í notkun. Smíði fyrstu flugvélarinnar er nýlokið og er tilraunaflugi ólokið. Hefúr hún því ekki ennþá hlotið Iofthæfísskír- teini. Að sögn Marlins Dailey í mark- aðsdeild Boeing verður tilraunaflugi lokið í marz og Flugleiðaþotumar því afhentar á umsömdum tíma. Sæti verða fyrir 158 farþega í hinum nýju þotum Flugleiða, þar af 60 á Saga-farrými, en koma má allt að 172 sætum fyrir í þeim. Með því að brúka sams konar innréttingu og hönnuð var fyrir 757- og 767-þotur sagði Dailey að þægindi farþega í nýju 737-þotunum hefðu verið aukin frá því sem verið hefði í Boeing 737-100 og -200. Tekist hefði að breikka farþegarýmið með nýrri hönnun klæðningar á útveggjum. Þá yrðu farangursgeymslur ofan við sætin rúmbetri en samskonar skápar í nokkurri annarri farþegaþotu. Ný tegund stjórntölvu Stjómklefi Flugleiðaþotnanna verður búinn nýjustu og fullkomn- ustu stjómtækjum, sem völ er á. Tölvur og rafeindatæki verða þar allsráðandi, en þau eru sögð ömgg- ari en mekanísk mælitæki, sem tölv- umar hafa leyst af hólmi. Meðal nýjunga frá fýrri þotum félagsins verður ný tegund stjómtölvukerfís (FMCS), sem tekur við stjóm flug- vélarinnar rétt eftir flugtak og skipuleggur flugið þannig að hún fari hagkvæmustu leið á áfangastað. Velur tölvan flugstefnur, heppileg- asta hreyfílafl, hæð og hraða, og sér þessi sjálfvirki stjómbúnaður þannig um að eldsneytisspamaður verði sem mestur í hverri ferð, flugtími sem minstur og álag á flugmennina í lágmarki. Vinnur tölvan úr upplýs- ingum frá hinum ýmsu stjómtækj- um, s.s. siglingatækjum og hreyflum þotunnar. Meðal annars er hægt að gefa henni upp æskilegan komutíma á áfangastað og fari þotan í loftið innan ákveðins tímaramma, ef svo má að orði komast, sér tölvustjóm- kerfið um að það standi sem stafur á bók. Flugmennimir taka venjulega ekki við stjóm aftur fyrr en rétt fyrir lendingu. Búnaður þessi á m.a. sinn þátt í því að ekki er lengur þörf fyrir flugvélstjóra í farþegaþot- um, m.a. em aðeins tveir menn í stjómklefa nýjustu gerðar 747- breiðþotu Boeing. Tölvumar munu varðveita ýmsar upplýsingar sem koma munu að notum varðandi við- hald og eftirlit með flugvélunum. Það og innbyggður prófunarbúnaður mun m.a. hafa í för með sér að ekki verður þörf fyrir jafn mikið viðhald og áður og það verður ekki eins tímafrekt. Hefur það spamað í för með sér fyrir flugfélögin. Tæki sem vara við hættulegum vindum Auk stjómtölvunnar verða Flug- leiðaþoturnar búnar tækjabúnaði, sem varar flugmenn við ef höggvind- ur (windshear) verður á leið þeirra, en það er óvænt og öflugur ofan- vindur, niðurstreymi lofts, sem breytir snögglega um stefnu og hraða við jörðu. Getur hann reynst hættulegar í flugtaki og lendingu. Hin nýju mælitæki nema aðstæður, sem geta haft höggvind í för með sér, vara flugmennina við þeim og benda þeim á beztu leiðina út úr þeim. Flugleiðaþotan var í smíðum í risastórum sal, sem í voru tuttugu Boeing 737-400 þotur á ýmsum stig- um samsetningar. Frá því kjölur er lagður að þotu af þessari tegund líða 32 dagar unz samsetningu og frá- gangi innanvert er lokið og henni er rennt út. Þá er henni flogið yfir á Boeing Field, flugvöll fyrirtækisins skammt frá miðborg Seattle. Þar tekur við tilraunaflug, lokafrágang- ur og fínstilling allra tækja og stjóm- kerfa. Loks er hún máluð áður en afhending fer fram. 757-þotumar eru málaðar á Renton-vellinum fyrir fyrsta flug, en það er þriggja daga verk að sprauta hvetja þotu. Fyrir afhendingu er hverri þotu ekið upp á þijár stórar vogir og hún viktuð. Reynist hún þyngri en um var samið verða Boeing-verksmiðj- umar að borgar kaupanda sekt, því þar með yrði burðargeta þeirra minni og reksturskostnaður því hlutfalls- lega hærri. 757-þotan ein sú hijóðlátasta Nýju þotumar, sem Flugleiðir taka í noktun í Ameríkufluginu að ári, em bæði hljóðlátustu og spar- neytnustu þotur, sem nú er völ á. Á sínum tíma settu Boeing-verksmiðj- umar sér það takmark að 757-þotan yrði 40% spameytnari en Boeing 727-200 þotan, en Flugleiðir eiga tvær þotur af þeirri gerð. Þær áætl- anir hafa staðizt og gott betur því reynslan sýnir að þær eyða 76% minna eldsneyti á hvert sæti en 727-200 þotumar. 757-200 þotur Flugleiða verða knúnar Rolls Royce-hreyflum eins og meirihluti flugvéla af þessari teg- und. Einnig er hægt að fá á hana Pratt & Whitney hreyfla, sem em spameytnari en háværari en Rolls Royce-hreyflamir. Til marks um það hve hljóðlát Boeing 757-þota með Rolls Royce- hreyflunum er, þá var hún um tíma eina farþegaþotan sem leyft var að fljúga að næturþeli til og frá flug- vellinum í Washington D.C., höfuð- borg Bandaríkjanna, þar sem mjög strangar hávaðareglur em í gildi. Nú hefur hún fengið félagsskap af British Aerospace 146-þotunni, sem er helmingi minni flugvél. 757- þotum með Pratt & Whitney hreyfl- um er ekki leyft að fljúga að nætur- þeli til Washington D.C. Sjónvarpstæki í sætisbökum Sæti verða fyrir 206 farþega í 757- þotum Flugleiða, þar af 39 á Saga- fariými. Samið hefur verið um kaup á sætum og er þar gert ráð fyrir að sjónvarpsskjár verði á hverju sætisbaki þar sem farþegar geta fylgst með kvikmyndum. Einnig munu þeir geta stytt sér stundir með því að hlusta á tónlist í heymartækj- um. Sex sæti verða á þverveginn en að innanverðu er farþegarýmið jafn- breitt og í 737-þotum. Útgöngudyr verða rétt framan við vængi auk dyra fremst á þeim. Með því að hleypa farþegum um aftari dymar tekur mun skemmri tíma að koma þeim í sæti eða frá borði. Aðeins tveir flugmenn verða í stjómklefa 757-þotunnar, en enginn flugvélstjóri. Örar tækniframfarir hafa leyst hann af hólmi. Nýjasta rafeinda- og tölvutækni verður brúk- uð í stjóm- og mælitækjum 757- þotna Flugleiða. Flugmenn fá t.a.m. allar upplýsingar um stefnu, hæð og hraða vélarinnar, starfsemi hreyfla og stjómtælq'a, á litaskjám. Ennfremur verða 757-þotur Flug- leiða búnar samskonar stjómtölvum og verða í 737-þotunum og áður er lýst, svo og tækjum er segja fyrir um höggvind. Þarf stuttar flugbrautir Þá mun 757-þotur Flugleiða þurfa álíka flugbrautir og 737-þotur, eða innan við 2.000 metra. Þær munu t.d. geta notað um 1.700 metra lang- ar brautir ef þær em að leggja upp í allt að 3.200 km langa flugferð, en til Lundúna eru t.d. 1.895 km, til Kaupmannahafnar 2.130 og 2.326 til Lúxemborgar en 4.184 til New York. Vængur þotnanna er mjög háþró- aður og tóku til dæmis tilraunir með hann í svokölluðum vindgöngum 25.000 klukkustundir. Lyftigeta hans er það mikil að þotan getur klifrað mjög bratt og kemst mun hraðar í farflugshæð en t.a.m. Bo- eing 727-200. Vegna lítillar loftmót- stöðu og mikillar lyftigetu vængj- anna þarf í raun ekki að beita jafn miklu afli i flugtaki og lendingu og á mörgum öðmm þotum. Leggur því nær engan hávaða frá 757-þotunni, miklu fremur lágan hvin. Hægt er að velja um mismunandi burðargetu með hámarks flugtaks- þyngd á bilinu 99,9 til 113,5 tonn. Að sögn Marlins Dailey yrðu Flug- leiðaþotumar í efri kantinum. Þarfir félagsins væm ólíkar þörfum ann- arra flugfélaga vegna veðurs við Island og meðan varaflugvöllur þess þyrfti að vera í Glasgow. Af þeim sökum yrði flugdrægi Flugleiðaþotn- anna 3.800 sjómílur eða 7.000 kíló- metrar. Að sögn Dailey vom Boeing 757- og 767-þoturnar hannaðar með það í huga að allt viðhald yrði mun auð- veldara og fljótlegra en á eldri þotum fyrirtækisins. Með tilkomu nýrra málma og vamarefna, sem t.a.m. nær útilokuðu tæringu, svo og með notkun kol- og annarra gerviefna, sem væm léttari en málmar ogtækju þeim fram að styrkleika, væri ekki eins mikil þörf á viðhaldi og áður. Góð reynsla af tveggja hreyfla þotum á Atlantshafi Að sögn Donalds Brown, mark- aðsstjóra fyrir 767- og 747-þotur hjá Boeing-verksmiðjunum, er kom- in góð reynsla af úthafsflugi á tveggja hreyfla 767-þotum, sem mega fljúga á leið sinni í allt að tveggja flugstunda fíarlægð, miðað við flug á einum hreyfli, frá næsta flugvelli. Þannig geta þær valið hag- stæðustu leiðina yfir hafið með til- . liti til vinda. Frá í febrúar 1985 hafa verið famar tæplega 1.900 út- • hafsflug á mánuði á 767-þotum, þar af um 1.100 á mánuði yfir Norður- Atlantshafíð. í september sl. höfðu þotur American Airlines farið 10 þúsund ferðir yfir hafið. Af samtals um 45.000 ferðum á tímabilinu frá í maí 1985 þar til í september sl. höfðu komið upp bilanir í 111 ferð- um, eða aðeins 0,25% þeirra. Aðeins 18 þeirra urðu yfir úthafi í tveggja flugstunda fjarlægð frá velli og reyndist unnt að halda áfram flugi í 8 ferðanna en í aðeins 10 ferðum af 45.000 varð að sveigja af leið og lenda á næsta velli. Auk Boeing- þotna hafa tveggja Airbus-þotur verið notaðar til farþegaflugs yfir Atlantshafíð um árabil. Donald Brown sagði við íslenzka blaðamenn að mikil aukning ætti eftir að verða á langflugi tveggja hreyfla þotna í náinni framtíð. Áuk Flugleiða hafa brézku leigu- flugfélögin Monarch, Air Europe og Air 2000 svo og hollenzka félagið Air Holland ákveðið að nota þotur af gerðinni Boeing 757 í leiguflugi á flugleiðum yfir Atlantshaf, að sögn Marlins Dailey. Boeing 757-þotan var hönnuð samtímis 767-þotunni, sem er lang- drægari og stærri. Þær em þó eins að vemlegu leyti og er t.d. nær helm- ingur varahluta eins. Þurfa flugfé- lög, sem reka báðar tegundir, því ekki að liggja með eins dýran vara- hlutalager og þau sem reka ólíkar þotur. Allt er nákvæmlega eins í stjómklefum þeirra og em flugeigin- leikar þeirra svo keimlíkir, að flug- maður, sem hlotið hefur þjálfun á 757-þotuna, öðlast um leið réttindi á 767-þotuna. Nýtast áhafnir flugfé- laga, sem reka báðar tegundimar, þannig betur. Nákvæmnisverk Boeing-verksmiðjumar smíða 14 737-þotur á mánuði en fyrirhugað er að auka afköstin þannig að þau verði komin í 17 vélar á mánuði að ári. Lætur nærri að 40% hverrar þotu séu smíðuð af verktökum utan Bandaríkjanna. Em þeir dreyfðir um heim allan. Tekur um 18 mánuði að smíða öll þau stykki, sem fara í eina þotu af gerðunum 737 og 757, en lokasamsetning 737-þotu tekur síðan um mánuð. í hveija flugvél fara milljónir stykkja og smáhluta. Smíði annars vængs á 757-þotu tek- ur t.a.m. um 60 daga en hann er samsettur úr rúmlega 60 þúsund stykkjum og 30 þúsund hnoð halda honum saman. Sum þeirra em kæld niður í mínus 25 stig á Celcius áður en þeim er skotið í málminn. Þegar kælingin hjaðnar við herbergishita bólgna þau og verða því enn stífari í en ella. Hvert handtak bókfært Mikil pappírsvinna fylgir flugvél- asmíðinni. Hvert handtak er bókfært og síðan stimpla skoðunarmenn gæðaeftirlits verksmiðjunnar þegar þeir taka hvem verkþátt út. Skoðun- armenn flugfélaga fylgjast einnig grannt með að samsetningin sé rétt og hefur Ólafur Marteinsson úr verk- fræðideild Flugleiða haft það hlut- verk með höndum í Renton frá því smíði hófst. Með skýrslugerðinni verður til nákvæm skrá yfir hvert einasta smáverk og sjá má á auga- bragði hver herti hvaða ró eða tengdi hvaða vír o.s.frv. í hverri einustu flugvél. Höfundur er blaðamaður á Morg- unblaðinu. Morgunblaðið/Ágúst Ásgeireson Margrét Hauksdóttir úr kynningardeild Flugleiða og Einar Sigurðs- son, blaðafúlltrúi Flugleiða, kíkja inn í skrokk fyrstu 737-400 þotu Flugleiða í Boeing-verksmiðjunum. Horfa þau inn um neyðarútgöngu- dyr, en þekkja má Boeing 737-400 frá öðrum 737-þotum á því að tvær neyðarútgangar verða yfir hvorum væng. Við mælingar hefúr komið í Ijós að nýju Boeing 757-200 þotur Flug- leiða verða margfalt hljóðlátari en 727-200 þotur félagsins. Á mynd- inni sést að 95 desibela hljóðfar 757-þotu er ekki nema 6% af hljóð- fari 727-þotu, eða 0,9 ferkílómetrar á móti 14 ferkm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.