Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 Opið hús Háskólans á sunnudaginn: Starfsemi lækna- og tannlæknadeildar kynnt á Opnu húsi: Steftit að því að allt lækna- nám fari fram á einu svæði BYGGING Háskólans að Vatnsmýrarvegi 16 verður miðpunkturinn í Opnu húsi Háskólans að þessu sinni og starfsemin sem þar fer fram sérstaklega kynnt. Framkvæmdir við þessa stærstu byggingu Háskólans Iiófust í nóvember 1976 og er stefnt að því að þeim ljúki á næsta ári. Upphaflega átti húsið að vera hluti af stórri samstæðu og var m.a. steyptur upp grunnur við norðurenda hússins sem átti að tengja bygginguna við aðrar. Nú er óvíst um frekari framkvæmd- • ir, að minnsta kosti í bili. Neðsta hæð hússins er enn óinnréttuð, og einnig hluti annarrar og þriðju hæðar. Fyrir 3 árum síðan flutti Tannlæknadeildin inn í aðra og þriðju hæð byggingarinnar og á síðasta ári flutti svo læknadeildin inn i fjórðu og fímmtu hæð húss- ins Fer þar nú fram kennsla í lífefiiafræði, lífeðlisfræði, líffæra- fræði og innan skamms iæknisfræðilegri eðlisfræði. Einnig hefur skrifstofá Iæknadeildar flust að Vatnsmýrarvegi. Stefitt er að því að allt læknanám muni einhvem tímann í framtíðinni fara fram á þessu svæði, ef frá er skilið það nám, sem fer fram á spítölum, þó enn sé langt í land með að það verði að veruleika. Sem stendur fer kennsla í læknisfræði fram á þrettán stöðum. Lífefnafræðin, sem áður var til húsa að Armúla 30, og lífeðlis- fræðin, sem var til húsa að Grensás- vegi 12, fluttu á Vatnsmýrarveginn í apríl og maí á síðasta ári. Líffæra- fræðin fluttNnn sl. haust en fjórða greinin sem þama verður til húsa, læknisfiæðilega eðlisfræðin, hefur ekki getað flutt inn þar sem lyftan í húsinu er enn í uppsetningu og án hennar er ekki hægt að koma fyrir tækjum þeim er kennslunni fyigja. Algjör bylting „Þetta er algjör bylting fyrir okkur. Bæði hvað húsnæðið varðar og svo hitt að losna við þá erfíð- leika sem fylgja því að vera með þessar einingar allar í mikilli fjar- lægð frá Háskólanum og spítölum," sagði Hörður Filippusson, dósent og forstöðumaður Lffeftiafiæði- stofu læknadeildar, við Morgun- blaðið þegar hann var spurður hvað áhrif það hefði fyrir læknadeildina að flytja inn í þessa nýju byggingu. Þegar hann var spurður hvað gestum myndi standa til boða á hinu opna húsi sagði Hörður að tæki og tól þau sem notuð væru við kennslu og rannsóknir yrðu sýnd og notkun þeirra útskýrð auk þess sem gerð yrði grein fyrir ýmsum þeim rannsóknarverkefnum sem verið væri að vinna. Á vegum Lífefnafræðistofnunar læknadeild- ar er m.a. unnið að rannsóknum á eiginleikum og hagnýtingu kyrr- settra lífefna og ensím eru unnin úr sauðfjárvefjum og könnuð til að meta hvort til greina komi að hag- nýta þessa vefí til lífefnavinnslu. Einnig sagði Hörður að til sýnis yrðu nokkur gömul tæki, sem hætt væri að nota, en væru samt enn til staðar sem minjagripir. Eins og áður sagði fer nú fram kennsla í ijórum greinum að Vatns- mýrarvegi 16. í fyrsta lagi lífefna- fræði en viðfangsefni hennar er efnasamsetning lífvera og þau efna- skipti og efnahvörf sem eiga sér stað í lifandi verum. í öðru lagi líffærafræði þar sem kennd er bygging líkamans. í þriðja lagi lífeðlisfræði en viðfangsefni hennar er starfsemi líffæra og líffærakerfa, þ.e. hlutir eins og nýmastarfsemi og vöðvasamdráttur. Hörður sagði greinar læknis- fræðinnar vera að tengjast meira og meira og skilin milli þeirra að dofna. Það væri því mikilvægt að þær væru að flytjast í sömu bygg- inguna og opna þar með möguleika á aukinni samvinnu og samskiptum við kennslu og rannsóknir. Daglegt líf tannlæknanema Á annarri og þriðju hæð verða nemendur og kennarar til skrafs og ráðagerða um nám í tannlækn- ingum og tannlækningar almennt. Að sögn Karls Amar Karlssonar, hjá tannlæknadeildinni, verður þó ekki um neina áróðursherferð fyrir námi í tannlækningum að ræða heldur verður leitast við að gefa gestum nasasjón af því hvemig hið daglega líf { deildinni gengur fyrir sig. Síðast þegar opið hús var í tannlæknadeildinni buðu nemendur á sfðasta ári gestum upp á einfalda skoðun og gáfu góð ráð varðandi tannhirðu og fyrirbyggjandi að- gerðir gegn tannskemmdum. Má búast við því að eitthvað svipað verði upp á teningnum nú. Þá verða Morgunblaðið/Þorkell Verklegt nám tannlæknanema er mjög umfangsmikið og fer að mestu leyti fram í lækningastofunni að Vatnsmýrarvegi. MA búast við þvi að tannlæknanemar muni bjóða gestum hins Opna húss upp á einfalda skoðun á sunnudaginn. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarf ulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laug- ardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 11. mars verða til viðtals Magnús L. Sveinsson, forseti borgar- stjórnar og formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Helga Jóhanns- dóttir, í stjórn umferðarnefndar og í stjórn SVR. sýnd myndbönd í einni kennslustof- unni um ýmsa þætti tannlækna- starfsins. Á efri hæð tannlæknadeildarinn- ar er að fínna aðstöðu kennara, rannsóknaraðstöðu, kennslustofur og tannsmíðaskólann, sem er á veg- um Iðnskólans. Nýta tannlækna- deildin og Iðnskólinn ýmsa aðstöðu á þeirri hæð í sameiningu og nem- endur þeirra sækja sameiginlegar kennslustundir. Tannsmíðaskólinn verður opinn á sunnudaginn og gefst gestum kostum á að fylgjast með kennslustund í tannsmíðum og ýmsum öðrum undirbúningi sem nauðsynlegur er áður en tann- læknanemum er hleypt upp í munn- inn á fólki. Það má líka búast við því að einhverjir kennarar kynni sérstaklega sín rannsóknarverk- efni. Sjö nemendur í árgangi Þrjátíu nemendur heija að jafn- aði nám í tannlæknadeild á hveiju hausti. Um áramót er haldið sam- keppnispróf sem 20-25 af þeim sem byijuðu að hausti fara oftast í og fá þeir sjö efstu í prófínu að haida áfram námi. Heyrir það til undan- tekninga að nemendur detti út eftir fyrsta námsárið en kemur það þó fyrir t.d. ef fólk uppgötvar að tann- læknastarfið eigi ekki við það. Ekki er talið mögulegt að hafa fleiri nem- endur en sjö í hveijum árgangi þar sem einungis 21 tannlæknastóll er á lækningastofunni þar sem verk- lega námið fer fram. Verklega námið er mjög um- fangsmikið og þar sem þrír árgang- ar þurfa að nýta stólana yrðu fleiri en sjö nemendur á ári til þess að minnka heildarkennslu á hvem nemanda. Námið tekur sex ár en að því loknu fara margir erlendis í sérhæfíngu þar sem ekki er boðið upp á framhaldsnám hér á landi. Háskólinn má ekki verða lokuð stofiiun - segir Páll Sigurðsson formaður Kynningarnefodar Háskólans OPIÐ HÚS verður í Háskóla íslands á sunnudag en það er hugsað sem vettvangur fyrir almenning, og þá kannski sér i lagi fram- haldsskólanema, tD að kynna sér starfsemi Háskólans. Verða nemend- ur og kennarar hinna ýmsu deilda Háskólans til skrafs og ráða- gerða. Til að mæta þörfum framhaldsskólanema á sem breiðustum vettvangi, verða einnig, nítján aðrir skólar sem taka við að loknum framhaldsskóla með kynningarfulltrúa. Þetta er Qórða árið i röð sem Opið hús er haldið á vegum Háskólans og er það að þessu sinni í húsi lækna- og tannlæknadeildar að Vatnsmýrarvegi 16. Verður lögð sérstök áhersla á að kynna starfsemina sem fram fer í því húsi. Páll Sigurðsson, prófessor, formaður Kynningarnefiidar Há- skólans, segir að Opna húsið sé liður í viðtækri kynningarstarfsemi Háskólans. Mikilvægt sé að Háskólinn, stærsti skóli landsins, verði ekki lokuð stofiiun. Nítján aðrir skólar Aðrar deildir Háskóla íslands en tannlækna- og læknadeild munu einnig kynna starfsemi sína þennan dag við sérstök kynningarborð í húsi tannlækna- og læknadeildar, en þær eru guðfræðideild, náms- braut í hjúkrunarfræðum, lyfja- fræði lyfsala, námsbraut í sjúkra- þjálfun, lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild, verkfræðideild, raunvísindadeild og félagsvísinda- deild. Þá verða eftirfarandi nítján sérskólar með kynningarborð á hinu opna húsi: Tækniskóli íslands, íþróttakennaraháskóli íslands, Há- skólinn á Akureyri, Stýrimanna- skólinn í Reykjavík, Iðnskólinn í Reykjavík, Fósturskóli íslands, Fiskvinnsluskólinn, Garðyrkjuskóli ríkisins, Kennaraháskóli íslands, Tölvuháskólinn, Leiklistarskóli ís- lands, Myndlista- og handíðaskóli íslands, Tónlistarskólinn í Reykjavík. Þroskaþjálfaskóli ís- lands, Lyfjatækniskóli íslands, Söngskólinn í Reykjavfk, Vélskóli íslands, Hótel- og veitingaskóli ís- lands og Samvinnuskólinn. Tvíþætt markmið Það má segja að markmið hins Opna húss sé tvíþætt. Annars vegar er verið að kynna Háskólastarfsem- ina almenningi, kennarar og nem- endur hinna ýmsu deilda og skóla verða á staðnum og tala við gesti og dreifa upplýsingum. Hins vegar er verið að kynna framhaldsskóla- nemum þá kosti sem þeim standa til boða að loknu stúdentsprófi. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á það sem er að gerast innan læknisfræði og tannlæknisfræði. Læknisfræðin flutti á síðasta ári í nýtt húsnæði í Vatnsmýrinni þar sem tannlæknadeildin var áður til staðar og tók því kynningamefnd Háskólans þá ákvörðun í vetur að leggja áherslu á þá starfsemi sem fram fer í þessu húsi, en Vatnsmýr- arvegur 16, eða Bygging 7, er stærsta háskólabyggingin í fer- metrum talið. Á þriðju hæð hússins er töluvert af óinnréttuðu rými sem enn hefur ekki verið tekið í notkun og þar verður komið upp kynningar- básum fyrir hina fjölmörgu kynn- ingaraðila. Pyrsta Opna húsið 1986 Fyrsta Opna hús Háskólans, sem tók til allrar stofnunarinnar, var haldið árið 1986 á 75 ára afmæli skólans. Opin hús vom síðan haldin árin 1987 og 1988 og er nú búið að móta þá stefnu að Háskólinn allur sé kynntur á þriggja ára fresti. Nú er þó það nám sem boðið er upp á að loknu framhaldsskólanámi kynnt á breiðari grandvelli en nokk- um tímann áður með þátttöku sér- skólanna. Morgunblaðið tók tali nokkra aðstandendur Opins húss, þau Pál Sigurðsson, prófessor, formann Kynningarnefndar Há- skóla íslands, Ástu Kr. Ragnars- dóttur, deildarstjóra Námsráðgjafar HÍ, og Ingibjörgu Eyþórsdóttur, starfsmann Opins húss HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.