Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 31 Grundvallarbreyting á Verðjöfiiunarsjóði fiskiðnaðarins: Hver framleiðandi leggi sér inn á einkareikning Frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokks Matthías Bjarnason (S/Vf) mælti í gær fyrir frumvarpi til breyt- inga á lögum um Verðjö&iunarsjóð fiskiðnaðarins (nr. 72/1969), sem hann flytur ásamt Pálma Jónssyni, Olafi G. Einarssyni og Geir H. Haarde. Frumvarpið felur þá grundvallarbreytingu á gildandi lögum í sér, að hvert fyrirtæki skuli hafa sérreikning hjá jöfiiunarsjóðnum. Sú grein frumvarpsins, sem fjall- ar um þetta efni, hljóðar svo: „Hver framleiðandi fiskafurða, sem fluttar eru úr landi, skal hafa sérreikning hjá Verðjöfnunarsjóði fyrir hveija tegund fískafurða sem hann framleiðir. Seðlabanki Islands hefur á hendi bókhald og rekstur Verðjöfnunar- sjóðs. Framleiðandi getur mælt svo fyr- ir að innstæða á sérreikningi hans hjá Verðjöfnunarsjóði skuli ávöxtuð á sérstökum reikningi í tilteknum banka eða sparisjóði, en að öðrum kosti skulu innstæður á sérreining- um ávaxtaðar í Seðlabanka Islands í samráði við stjóm Verðjöfnunar- sjóðs. Ávaxta skal innstæður á sér- reikningum annaðhvort í erlendum eða íslenzkum gjaldeyri. Heimilt er þeim sem hefur innstæðu á sér- reikningi til ávöxtunar í erlendum gjaldeyri að lána jafnvirði slíkrar innstæðu með þeim lánslq'örum að endurgreiðsla höfuðstóls og vaxta sé háð breytingum á gengi erlends gjaldeyris gangvart íslenzkri krónu. Um vexti af þessum lánum, svo og önnur lánskjör, skal fara sam- kvæmt almennum reglum." Samkvæmt gildandi reglum greiða framleiðendur hverrar fram- leiðslutegundar í sameiginlegan sjóð. STUTTAR ÞINGFRETTIR Fundir vóru í báðum þing- deildum í gær. í efri deild vóru tvö stjórnarfrumvörp til ann- arrar umræðu: 1) jöfiiun á námskostnaði, 2) frumvarp til breytinga á erfðalögum. í neðri deild vóru og tvö mál rædd: 1) Stjóraarfrumvarp um vaxtalög og þingmannaframvarp um Verðjöfiiunarsjóð fiskiðnaðar- ins. Jöfhun námskostnaöar Stefán Guðmundsson (F/Nv) gagnrýndi það ákvæði stjómar- frumvarpsins að námsstyrkja- nefnd skyldi heimilt að skerða eða fellaniður styrk til einstakra nem- enda „ef þeir njóta umtalsverðra tekna samhliða námi“. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sagði þetta ákvæði ekki ná til þénustu í námshléum, held- ur launa samhliða námi. Ef þetta væri ekki nógu skýrt í frumvarp- inu þyrfti að skoða málið í með- ferð þingsins. Erfðalög Stjómarfrumvarp til breytinga á erfðalögum kveður á um rétt ekkju eða ekkils til að sitja í óskiptu búi með niðjum beggja eða annars, nema hið látna hjóna hafi mælti fyrir um annað. Máltilnefhda Neðri deild afgreiddi fjögur frumvörp til nefnda í gær 1) frumvarp sjálfstæðismanna um framkvæmdasjóð á sviði menn- ingarmála, 2) frumvarp um sölu notaðra bifreiða, 3) fmmvarp um lánskjör og ávöxtun spariflár og 4) frumvarp um stjóm umhverfis- mála. Kjartan Jóhannsson forseti neðri deildar: Akveðnari verklagsreglur Fundartími - atkvæðagreiðslur - viðvera þingmanna og ráðherra Kjartan Jóhannsson, forseti neðri deildar, tilkynnti þingdeild- inni í gær nýjar verklagsreglur, sem varða fundatima, tímasetn- ingu atkvæðagreiðslu, nærveru ráðherra, skipulag dagskrár o.fl. Tilgangurinn er að auðvelda störf þingdeildarinnar og gera þau ákveðnari og markvissari. Út af verður þó brugðið, sagði deildar- forseti, „í einhveijum tilvikum og einhverjum greinum við sérstakar aðstæður, einkanlega þegar annir eru miklar í deildinni". Fundatími Stefnt er að því að deildarfundir standi til um kl. 17 og ekki lengur en til klukkan 19 á þriðjudögum. Ennfremur að fundum ljúki kl. 16 á miðvikudögum (en þá hefjast þing- flokkafundir) og reynt verður að komast hjá fundum eftir þann tíma. Frávik verða kynnt í upphafi hvers fundar. Atkvæðagreiðslur skömmu fyrir kl. 16 á miðvikudög- um. Viðvera ráðherra Þingmenn tilkynni forseta við upp- haf hvers fundar, ef þeir óska við- veru ráðherra, annars eða annarra en þess sem er framsögumaður við- komandi þingmáls. Sama gildir ef óskað er nærveru einhvers þing- manns. Þess er óskað að síðar fram komnar óskir um viðveru ráðherra verði ekki til þess að tefja eða fresta umræðu. Viðvera þingmanna Þingmenn kappkosti að vera nær- staddir á fundum, einkum a) við setn- ingu fundar, b) við tímasettar at- kvæðagreiðslur. Skipulag dagskrár Forseti hefur samráð við fulltrúa úr öllum þingflokkum um skipulag dagskrár. Nefiidastörf Forseti áskilur sér, að höfðu sam- ráði við viðkomandi nefndaformenn og samráðshóp um skipulag dag- skrár, að áætla eða tiltaka eftir eðli máls og umfangi, hver sé hæfilegur umfjöllunartími nefndar um einstök mál. Endurskoðun Deildarforseti sagði að þessar verklagsreglur væru settar fyrst um sinn og yrðu til endurskoðunar í ljósi reynslu. Kristín Halidórsdóttir, Kvennalista: Vísa ber vaxtafrumvarp- inu til ríkisstjórnarinnar •Fastir atkvæðagreiðslutímar Tr? írupphTfffunda^bfuJb’ Frumvarpið okkur óviðkomandi, sagði þingmaður kiukkan i7 á þirðjudögum, c) Samtaka um jafiirétti og félagshyggju MMIHSI Allhart var deilt á stjórnar- frumVarp til breytinga á vaxta- lögum í neðri deild Alþingis f gær. Auður Eiríksdóttir, sem situr í þingdeildinni sem vara- maður Stefáns Valgeirssonar (SJF), sagði frumvarpið ekki flutt i samráði við SJF og þing- maður Samtakanna væri ekki skuldbundinn til að ljá þvi fram- gang í þingdeildinni. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) kallaði frumvarpið „hrákasmíð", sem verið hafi fullt af prentvillum, Húnavallaskóli í A-Húnavatnssýslu; Baltasar skreytir skólann Blönduósi. Listmálarinn Baltasar hefur nýlokið við að gera vegg- skreytingu á Húnavöllum í A-Húnavatnssýslu. Vegg- skreytingin eða freskan eins og þetta listform er kallað lýs- ir sögu Ingimundar gamla er nam Vatnsdal og styðst lista- maðurinn við Vatnsdælasögu. Það er liðið rúmt ár síðan Baltasar fór að vinna að þessari hugmynd og lauk hann verkinu um miðjan febrúar. Fjárveiting til þessa verks fékkst úr list- skreytingasjóði ríkisins og nam upphæðin 1,4 milljónum króna. Að sögn Torfa Jónssonar form- anns bygginganefndar Húna- vallaskóla verður listaverk Balt- asars ekki afhjúpað fyrr heldur en um sumarmál og er ætlunin að hafa opið hús af því tilefni. Jafnframt er skólinn tuttugu ára á þessu ári og verður þeirra tíma- móta einnig minnst. Til gamans má geta þess að til að greina frá sögu Ingimundar gamla allt frá landnámi þar til að synir Ingimundar hefna föður síns þurfti Baltasar um 42 fer- metra veggflöt. — Jón Sig. formgöllum og efhisgöllum. Þvi bæri að vísa heim til ríkisstjórn- arinnar. Matthías Bjarnason (S/VF) sagði megintilgang frumvarpsins að koma í veg fyrir ósanngjama vaxtatöku og misneytingu í lán- sviðskiptum. Hann kvaðst sam- mála þeim tilgangi frumvarpsins. Þá væri hann hlynntur þvi ákvæði frumvarpsins að ekki þurfi lengur að sundurliða dráttarvaxtakröfur í langri þulu. Hinsvegar hafí hann og Hreggviður Jónsson (B/Rn), sem skipi fyrri minnihluta fjár- hagsnefndar, ýmsar athugasemdir við frumvarpið og flytji þeir tvær breytingartillögur. Þær kveða m.a. á að hafi Seðlabanki hlutazt til um vexti útlána hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum á grundvelli 9. gr. langa nr. 36/1986 skuli gildandi vaxtamörk útlána þau sömu og Seðlabankinn ákveður. Þá vilja þingmennimir fella niður 7.-10. grein frumvarpsins. Krístin Halldórsdóttír (Kvl/Rn) taldi frumvarpið hafa komið illa unnið til þingsins. Það væri hrákasmíð og því bæri að vísa aftur til ríkis- stjómarinnar til endurvinnslu. Ef það fengist ekki fram myndu þing- menn Kvennalista sitja hjá við at- kvæðagreiðslu um þær greinar furmvarpsins, sem þeir hefðu ekki gert athugasemdir við. Þingmað- urinn sagði markmið frumvarpsins góðra gjalda verð, en dregur í efa að ákvæði þess séu fullnægjandi til að tryggja að markmiðinu verði náð. Auður Eiríksdóttir (SJF) sagði frumvarpið unnið og flutt án sam- ráðs við Samtök um jafnrétti og félagshyggju. Samtökin hefðu því engar skyldur á herðum um að fylgja því í þingdeildinni. Þingmað- urinn flytur breytingartillögu við frumvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.