Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 1
52 SIÐUR OG LESBOK 65. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Holland: Eiturleifar í snuð- um og naghringjum Amsterdam. Reuter. í HOLLANDI hefur verið bannað að selja tvo þriðju þeirra teg- unda af snuðum og svokölluðum naghringjum, sem verið hafa fáanleg í landinu. Skýrði talsmaður hollenska heilbrigðisráðuneyt- isins frá þessu í gær. Vegna fjölmargra kvartana um ofnæmi og útbrot í börnum gekkst hollenska heilbrigðisráðuneytið fyrir rannsókn á fyrrnefndum vör- um og kom þá í ljós, að 36 tegund- ir af 49 hafa inni að halda of mikið af eiturleifum, sem raktar eru til gúmmívinnslunnar. Sagði talsmaður heilbrigðisráðuneytis- ins, Annette Dijkstra, að hinar tegundirnar 13, sem eru að tveim- ur undanskildum úr gagnsæju sili- kongúmmíi, hefðu rétt sloppið fyr- ir horn og yrðu bannaðar um næstu áramót ef framleiðslan yrði ekki bætt. Sovéskur landbúnaður: Greinir á um úrbætur Skokkað á skóla- slitum GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur átt nokkuð undir högg að sækja að undan- förnu, einkum vegna Tower- málsins, og hafa sumir andstæð- inga hans sakað hann um að veita ríkisstjórninni ekki þá forystu, sem vera ber. Bush hefur nú snúist til varnar og sakað þingið, sem demó- kratar ráða, um óhófseyðslu og andstæðinga sina um ástæðulaus upphlaup. Bush var í gær viðstadd- ur skólaslit í Chey- enne-framhalds- skólanum í Col- orado Springs í Colorado og var myndin tekin þeg- ar hann skokkaði um stund . með nemendunum. Samdægurs fékk hann þá frétt af þingi, að það hefði einróma samþykkt þingmanninn Dick Cheney sem nýjan vamarmálaráð- herra. Reuter Lockerbie-slysið: Er vitað hver stóð að baki hermdarverkinu? London. Reuter. BRESK blöð sögðu í gær, að lög- reglan vissi hver staðið hefði að hryðjuverkinu í Skotlandi í des- ember síðastliðnum þegar sprenging varð í Pan Am-þotu með þeim afleiðingum, að 270 manns fómst. Yfirvöld í Bret- landi og Vestur-Þýskalandi vildu þó ekki kannast við, að rétt væri með farið. Dagblaðið Scottish Daily Record sagði, að lögreglumenn hefðu kom- ist að því hvaðan sprengjan kom, hvemig hún var gerð og í hvaða tösku hún var í flugvélinni. Sagði ennfremur, að taskan hefði komið með flugvél frá Miðausturlöndum til Frankfurt og þar verið flutt um borð í Pan Am-flugvélina. í Times og Guardian var haft eftir heimildum innan ríkisstjórnar- innar, að lögreglan vissi hver hefði sent sprengjuna og hvar hann væri niðurkominn nú. Þá sagði í Times, að Paul Channon samgönguráð- herra hefði rætt málið við starfs- bróður sinni vestur-þýskan, Jiirgen Warnke, og ætlaði að upplýsa í næstu viku hver hermdarverkamað- urinn væri. Talsmaður Channons kvaðst hins vegar ekki vita um neina slíka fyrirætlun og talsmaður vestur-þýska innanríkisráðuneytis- Channon neitaði því í fyrradag, að breska stjómin hefði varað flug- félög of seint við hugsanlegum hryðjuverkum með útvarpssprengj- um en talsmenn Pan Am segja, að viðvörunin eða bréfið hafi verið sent tveimur dögum áður en þotan fórst en tafist í jólaönnunum. Moskvu. Reuter. MIKILL ágreiningur virðist hafa ríkt á ráðstefhunni, sem sovéski kommúnistaflokkurinn hélt í vik- unni um úrbætur í landbúnaðar- málum, þrátt fyrir yfirlýsingar Jegors Lígatsjovs, fyrrum hug- myndafræðings flokksins, um að allir hefðu verið á einu máli. Kom þetta firam í dagblaðinu Prövdu í gær. Á ráðstefnunni vom tillögur Míkhaíls Gorbatsjovs sovétleiðtoga um umbætur í landbúnaðarmálum samþykktar einróma en þær fólust í því, að samyrkjubúakerfið yrði áfram homsteinn landbúnaðarins en auk þess yrðu einstaklingar og samvinnufélög hvött til að hefja búskap á leigulandi. Lígatsjov, sem er formaður í landbúnaðarnefnd stjómmálaráðsins og helsti and- stæðingur Gorbatsjovs í landbúnað- armálunum, sagði að ráðstefnunni lokinni, að fullur einhugur hefði verið með honum og Gorbatsjov um þessi mál og önnur. í Prövdu sagði, að á ráðstefnunni hefðu skoðanir verið mjög skiptar. Hefðu fulltrúar Eystrasaltsríkjanna viljað ganga lengst, kasta sam- yrkjubúunum út í ystu myrkur og taka aftur upp fjölskyldurekstur og einkaeign á landi, en Lígatsjov hefði aftur á móti verið talsmaður óbreytts ástands. Ekki hefur verið skýrt nákvæm- lega frá fyrirhuguðum umbótum í landbúnaðinum í sovéskum fjölmiðl- um og enn sem komið er virðast þær flestum heldur óljósar. Miðausturlönd: Friðarráð- stefna í Ung- verjalandi? Búdapest. Reuter. STJÓRNVÖLD í Ungverjalandi sögðu í gær, að þau væru reiðubú- in að halda alþjóðlega ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum að ósk Yassers Arafats, leiðtoga PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna. Ungverska fréttastofan MTI sagði í gær, að Arafat hefði sagt á fundi með Miklos Nemeth, forsætisráð- herra Ungveijalands, að hann væri sammála tillögu Sovétmanna um að friðarráðstefnan yrði haldin eftir sex eða níu mánuði og farið þess á leit, að Ungveijar héldu hana. Féllst Ne- meth á það og sagði einnig, að Ung- veijar ætluðu að taka upp fullt stjómmálasamband við ísraela fyrir mitt þetta ár. Sjá „Ungveijar vilja ..." á bls. 22. Þýsku ríkin: Landskjálfid veldur versnandi vinskap Völkershausen. Reuter. LANDSKJÁLFTAR eru ekki algengir í Vestur-Evrópu en síðastliðinn mánudag skókst samt og hristist bærinn Völkershausen í Austur-Þýskalandi með þeim afleiðingum, að 80% allra mannvirkja þar skemmdust og eru sum húsin gjöró- nýt. Jarðskjálftinn, sem var af mannavöldum, vegna sprengingar í austur-þýskri námu, virðist nú einnig ætla að draga dilk á eftir sér fyrir samskipti þýsku ríkjanna. Jarðskjálftinn, sem mældist 5,8 stig á Richter-kvarða og fannst í flestum ná- grannaríkjanna, hlaust af sprengingu í pottöskunámu en við hana hrundu víðáttu- mikil námagöngin að mestu saman. Bær- inn Völkershausen er rétt við námuna og þar skemmdust 80% allra húsa og eru sum svo illa farin, að rústimar verða jafnaðar við jörðu. Fyrstu viðbrögð austur-þýskra stjórn- valda voru að kenna Vestur-Þjóðverjum um skjálftann. Sögðu þau, að vestur-þýsk námafyrirtæki hefðu fyllt gamlar námur með vatni, sem aftur hefði valdið spennu í jarðveginum og magnað upp áhrif sprengingarinnar. Þessu vísa Vestur- Þjóðveijar algerlega á bug og segja, að vegna jarðfræðilegra aðstæðna á þessum slóðum renni vatnið frá landamærum ríkjanna en ekki að þeim. Segja þeir enn- fremur, að þessar ásakanir austur-þýskra yfirvalda beri vitni um óvenjulega rætni. Hefur þetta mál ásamt ýmsum öðrum, sem upp hafa komið að undanfömu, valdið því, að samskipti ríkjanna em nú með stirð- asta móti. Hugað að hálfliruninni hlöðu. Reuter ins vísaði fréttunum einnig á bug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.