Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 25 fförogputiMitttáfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. EFTA-ftindur um Evrópubandalagið Mikil gerjun er í Evrópu um þessar mundir. í austur- hluta álfunnar eru þjóðimar sem hafa lifað undir oki komm- únisma og Sovétríkjanna í tæp- lega hálfa öld að snúa aftur til sögu sinnar og uppruna, eins og sést best í Ungveijalandi. Haldi þessi þróun áfram getur hún ekki orðið til annars en að lina sovésku tökin og ýta marx- ismanum til hliðar. í vestur- hluta Evrópu þar sem þjóðimar hafa notið frelsis og friðar í rúma fjóra áratugi er stefnt að æ nánari samvinnu á sem flest- um sviðum. Ber þar hæst yfír- lýst markmið Evrópubanda- lagsins (EB) um sameiginlegan markað aðiídarríkjanna 12 frá árslokum 1992. í þessari viku var síðan fundur forsætisráð- herra aðildarlanda Fríverslun- arsamtaka Evrópu (EFTA), sem markar tímamót í þróun þess félagsskapar. EFTA-ríkin eiga það helst sameiginlegt, að þau hafa ekki viljað ganga eins langt í efíia- hagssamstarfínu og EB-löndin, sem hafa myndað félagsskap, er getur tekið fram fyrir hend- umar á ríkisstjómum og þing- um einstakra landa, yfírríkja- stofnun. EFTA-ríkin eru á eins- konar sporbaug utan um Evr- ópubandalagið og vilja nálgast það sem mest þau mega án þess þó að hverfa inn í EB- hópinn. Fundurinn í Ósló sner- ist einmitt um það, hvemig haga ætti framtíðarsamskipt- unum við EB. Þegar til hans var boðað af Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, lá ekki eins mikið á fyrir EFTA að ræða þessi mál eins og þegar til fundarins kom. Það sem knúði á voru hug- myndir sem Jacques Delors, forseti framkvæmdastjómar EB, setti fram í Evrópuþinginu 17. janúar síðastliðinn. Þar velti hann fyrir sér ýmsum kostum í samstarfí EB og EFTA, sem tóku mið af því að efla EFTA sem stofnun, er stæði skipu- lagslega næsta jafnfætis EB, yrði einskonar vasaútgáfa af EB. Á fundinum í Ósló var ekki gengið svo langt að breyta EFTA í yfírrílgastofnun. Hins vegar var ákveðið að efla og styrkja samtökiri og svara hug- myndum Delors með jákvæðum hætti. Þannig lýstu EFTA-ríkin yfír vilja til að færast nær EB. Sða eins og Gro Harlem Brundtland orðaði það: „Mikil- vægasti boðskapur okkar frá Ósló er sá að við emm reiðubú- in að styrkja samstarfíð milli EFTA og EB.“ Eins og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins af EFTA-fundinum er meira en blæbrigðamunur á afstöðu tals- manna einstakra ríkja til þeirra markmiða, sem sett eru í loka- ályktun Óslóar-fundarins. Norðmenn og Svíar vilja greini- lega ganga lengst í áttina að EB, Svisslendingar vilja hins vegar síst allra sætta sig við EFTA sem yfírríkjastofnun, enda hafa þeir ekki einu sinni gengið í Sameinuðu þjóðimar vegna hlutleysisstefnu sinnar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segist hallast á sveif með Svisslendingum. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra benti á í Morgun- blaðssamtali, að við atkvæða- greiðslur í EFTA yrði meiri- hluti látinn ráða niðurstöðu og yrðu ríki þá að sætta sig við vilja meirihlutans eða skerast úr leik á einhveiju sviði. Verði þessi vinnuregla tekin upp verð- ur það fljótt hámákvæmt skil- greiningaratriði, hvort EFTA sé yfírríkjastofnun eða ekki. Hvað sem því líður er ljóst, að skrifstofa EFTA verður efld og bendir flest til þess að samtökin eigi eftir að þróast eftir svipuð- um línum og EB. Megineinkenni Óslóar-yfir- lýsingar EFTA er, að þar er öllum leiðum haldið opnum. Á grundvelli hennar geta ríkin í senn nálgast EB og einnig átt útgönguleið, ef þau telja of nærri sér gengið. Þetta er skyn- samleg niðurstaða eins og mál- um er háttað. Nú er það hlut- verk ríkisstjómanna, sem áttu fulltrúa í Ósló, að ákveða, hvar þær vilja skipa sér innan þeirra marka sem ályktun þeirra þar mótaði. Fyrir okkur íslendinga var sérstaklega mikilvægt, að í Ósló tókst að fá endanlegt sam- þykki innan EFTA við fríversl- un með físk. Þetta gamta bar- áttumál er komið í höfn. í við- skiptum okkar við EFTA-ríkin breytir það ef til vill ekk( miklu en fríverslunarákvæði Óslóar- ályktunarinnar verður unnt að nota sem fordæmi í viðræðum við Evrópubandalagið. Það var jú í raun frekar um EB en EFTA sem fundurinn í Ósló snerist. Draumur og veruleiki eftir Þorstein Pálsson Fyrir skömmu urðu ráðuneytis- stjóraskipti í viðskiptaráðuneytinu. Þórhallur Ásgeirsson lét þá af störf- um eftir að hafa haldið um stjóm- völinn í ráðuneytinu í fjóra áratugi. Öllum sem til þekkja ber saman um að þá hafí áhrifamikill embættis- maður lokið giftudijúgum störfum. En af þessu tilefni voru rifjuð upp nöfn allra þeirra viðskiptaráð- herra sem Þórhallur Ásgeirsson hafði starfað með á ferli sínum. Þeir skilja eftir sig misjafnlega djúp spor, en vafalaust hafa þeir allir viljað vel. Allan þennan tíma hafa menn verið að keppa að því að auka frelsi í verslunar- og viðskipta- málum, en stærstu skrefín L þeim efnum voru stigin I tíð Viðreisnar- stjómarinnar og svo aftur á tíma þeirrar ríkisstjómar sem Geir Hallgrímsson myndaði fyrir Steingrím Hermannsson 1983. Á móti straumi tímans Hvarvetna í heiminum sjá ríki það ráð helst til þess að örva hag- vöxt og bæta lífskjör að rýmka um allar þær reglur sem gilda um versl- un og viðskipti og snúa þannig frá miðstýringu. En hér á íslandi höfum við ríkisstjóm sem snýr öllu öfugt í þessum efnum. Það er kaldhæðnislegt að sá við- skiptaráðherra sem fékk það hlut- verk að kveðja Þórhall Ásgeirsson er sennilega kominn í þá stöðu að hafa flutt fleiri mál og tekið þátt í fleiri ákvörðunum en nokkur annar viðskiptaráðherra síðastliðna fjóra áratugi, sem miða að aukinni mið- stýringu og minna viðskiptafrelsi. Það er efsti maður á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík sem hefur tekið að sér að synda á móti tímans straumi í þessum efnum. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur undanfamar vikur verið að beijast fyrir því að fá samþykkt á Alþingi framvarp sem miðar að því að auka miðstjómarvald við- vaxtaákvarðanir. Við ríkjandi að- stæður hefði þó verið nær að losa um höft og knýja íslenska banka til samkeppni við erlendar flármála- stofnanir rétt eins og höfuðatvinnu- vegimir verða að gera. I annan stað hefur Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra verið að knýja í gegn breytingar á bankalög- gjöfinni sem miða að því að gera bankaráðin pólitískari, draga völd frá bankastjórum yfír til banka- ráða, sem síðan eiga að lúta í aukn- um mæli boðvaldi ráðherra. Jón Sigurðsson er fyrsti við- skiptaráðherrann, a.m.k. um ára- tugaskeið, sem kallar bankaráðs- menn ríkisstjómarflokka fyrir sig til þess að gefa þeim fyrirmæli um einstakar ákvarðanir. Og fyrir skömmu birti Tíminn forsíðufrétt um að ráðherrar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags kölluðu fyrir sig bankaráðsmenn í einum ríkisbank- anna til þess að gefa þeim fyrir- mæli um lánveitingar til einstaks fyrirtækis. Þá má geta þess að Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra hefur beitt sér fyrir því að orkufyrirtækin séu sett undir verðlagshöft, en einmitt þessi fyrirtæki hafa á undanfömum áram hækkað taxta sína minna en almennar verðbreytingar í þjóð- félaginu hafa gefíð tilefni til. Með öðram orðum, þau hafa nýtt sér frelsið á þann veg að orkukostnaður hefur í raun lækkað. Það er ein- mitt þessi lækkun raunveralegs orkukostnaðar sem er helstu rök Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra fyrir því að setja þessi fyrir- „ Jón Signrðsson er fyrsti viðskiptaráð- herrann, a.m.k. um ára- tugaskeið, sem kallar bankaráðsmenn ríkis- stjórnarflokka fyrir sig til þess að gefa þeim fyrirmæli um einstakar ákvarðanir. Og fyrir skömmu birti Tíminn forsíðufrétt um að ráð- herrar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags köll- uðu fyrir sig banka- ráðsmenn í einum ríkis- bankanna til þess að gefa þeim fyrirmæli um lánveitingar til einstaks fyrirtækis.“ tæki á ný undir verðlagshöft. Það sem hann vill gerir hann ekki ... Loks er þess að geta að Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra hefur verið helsti talsmaður uppbóta- og millifærslukerfís þar sem skatt- greiðendum er ætlað að standa undir rekstrartapi grandvallarat- vinnuveganna. Engum vafa er und- irorpið að það verður fyrsta verk nýrrar fijálslyndrar ríkisstjómar að bijóta þetta uppbóta- og styrkja- kerfí niður. Og rfkisstjómin hefur enn fyrirvara um þann kafla í efna- hagsáætlun Norðurlanda, sem lýtur að auknu fi-elsi á fjármagnsmark- aði, en þau mál heyra sem kunnugt Þorsteinn Pálsson er undir viðskiptaráðherra. Þannig mætti sjálfsagt lengi telja enn. Þetta er veraleikinn sem við- skiptaráðherra og efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík lifír og hrærist f. í draumheimi sinum skrifar hann á hinn bóginn góðar greinar og flytur skilmerki- legar ræður um nauðsyn aukins frelsis og aðlögunar íslands að þeirri alþjóðlegu þróun í þeim efnum sem nú á sér stað. En ráðherrann ætti að huga að því að það era verkin í veraleikanum sem era stað- reyndir en ekki óskimar í dag- draumunum. Með nokkram sanni má segja að viðskiptaráðherrann sé orðinn eins og hver annar framsóknarmaður þvf: Það sem hann gerir vill hann ekki og það sem hann vill gerir hann ekki. Verkstjórnarlaust Alþingi Óhætt er að fullyrða að sjaldan hefur verið jafn léleg verkstjóm á Alþingi eins og um þessar mundir. Ábyrgð á því hvílir auðvitað á ríkis- stjóm hveiju sinni. Eitt gleggsta merkið um ráðleysi ríkisstjórnarinn- ar er að fyrsta málið sem hún lagði fyrir Alþingi í haust sem leið hefur ekki enn verið afgreitt frá þinginu. Þar er um að ræða löggjöf um verð- bréfaviðskipti. Undirbúningur að þessari lagasetningu hófst reyndar í tíð fyrri ríkisstjómar og var mjög vel að honum staðið, en það er kunnara en frá þurfí að segja að góður undirbúningur þingmála auð- veldar Alþingi störfín og flýtir mjög fyrir Alþingi við afgreiðslu mála. Það hefur lengi verið ljóst að brýnt væri að setja almenna löggjöf um verðbréfaviðskipti í landinu til þess að treysta þessa starfsemi og auka öryggi þeirra sem á þeim vett- vangi eiga viðskipti. Það er einmitt megintilgangur þessarar lagasetn- ingar eins og fram kemur í athuga- semdum með framvarpinu. Fæstum kom annað til hugar en ríkisstjómin stefndi að því að af- greiða þetta framvarp á fyrstu vik- um þinghaldsins. En hún hefur ekki enn komið því í verk og í þessari viku lýsti formaður þingflokks Framsóknarflokksins því yfír að hann ætlaði að nota aðstöðu sína sem formaður ijárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar til þess að teija enn fyrir samþykkt fram- varpsins. Hann vill tengja afgreiðslu þess samþykki Seðlabankaframvarps sem ríkisstjómin er með á pijónun- um. Hann virðist ekki treysta sam- starfsflokkunum til þess að standa að samþykkt þess framvarps. Þann- ig er tortryggnin á milli stjómar- flokkanna farin að leiða til þess að einn stjómarflokkurinn setur þetta framvarp í gíslingu í dag af ótta við að annar hvor hinna stjómar- flokkanna ætli að setja annað fram- varp í gíslingu daginn eftir. Þess er ekki að vænta að árangur náist í löggjafarstarfinu þegar andrúms- Ioftið á milli stjómarflokkanna, sem verkstjómina hafa með hendi, er með þessum hætti. LánsQárlög óafgreidd Annað mikilvægt mál, sem ríkis- stjómin hefur ekki enn getað af- greitt, era lánsfjárlögin. Lögum samkvæmt ber að afgreiða láns- fjárlög samhliða fjárlögum fyrir áramót. Sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn til þess að fresta janúarfríi þingsins til þess að ljúka afgreiðslu lánsQárlaga í beinu framhaldi af afgreiðslu fjárlaga. Þá var ríkis- stjómin ekki tilbúin til þess að af- greiða lánsflárlögin. Nú er auðvitað komið iangt fram yfír alla eindaga í þessum efnum. Lánsfjárlagaframvarpið er komið langt fram úr upphaflegum áætlun- um og sýnir að ríkisstjómin hefur misst öll tök á lánsfjármálum ríkis- ins; I síðustu viku var ekki unnt að vinna í málinu vegna dvalar fjár- málaráðherrans erlendis og í þess- ari viku hefur ekkert gerst vegna dugleysis eða sinnuleysis ríkis- stjómarflokkanna. Allt eykur þetta á lausung, skapar óvissu og sýnir gleggst það ráðleysi sem nú er í stjóm efnahagsmála og að því er varðar verkstjóm á Alþingi. Skuld ríkissjóðs við Seðlabank- ann er nú orðin 10 milljarðar króna og enn era ekki þrír mánuðir liðnir af nýju ári. Það er enn ein vísbend- ingin um lausatökin á efnahags- stjóminni og ríkisfjármálunum. Eft- ir að forsætisráðherra lýsti því yfír að það væri grundvallaratriði hinn- ar nýju efnahagsstefnu að hverfa frá almennt viðurkenndum vest- rænum aðferðum við stjóm efna- hagsmála hefur öllum vandamálum verið mætt með auknum erlendum lántökum. Þessar erlendu lántökur geta tímabundið haldið atvinnulíf- inu gangandi. Alvarlegt atvinnu- leysi er því tæpast yfírvofandi. Líklegt er að erlendar lántökur munu þegar líður fram á árið auka þenslu og stuðla á nýjan leik að misgengi milli framleiðslu- og þjón- ustugreina. Vinstri stjórn og kjarasamningar Við þessar aðstæður er nú unnið að endumýjun kjarasamninga. Fyr- ir skömmu mátti lesa á forsíðu Þjóð- viljans í fímm dálka fyrirsögn að kaupmátturinn yrði ekki til í kassa. í fyrstu hélt ég að þetta væri tilvitn- un í Þórarin V. Þórarinsson en þeg- ar betur var að gáð kom í ljós að hin tilvitnuðu ummæli vora höfð eftir Ólafí Ragnari Grímssyni. Kennarar hafa nú í fyrsta skipti í áraraðir talið aðstæður vera með þeim hætti að ekki væri ástæða til þess að fylgja kröfugerð eftir méð hótun um verkfall. Forystumenn BSRB og Verkamannasambandsins hafa margsinnis lýst því yfír að þeir settu á forgangslista aðrar kröfur en þá að bæta kaupmáttinn. Sumir hafa haldið því fram að með yfirlýsingum og ákvörðunum af þessu tagi megi sjá pólitíska af- stöðu verkalýðsforystunnar. Ég held á hinn bóginn að þessar yfírlýs- ingar sýni raunhæft mat verkalýðs- forystunnar á aðstæðum í þjóðarbú- skapnum þegar afleiðingar vinstri stjómar era famar að segja til sín. Verkalýðsforystan metur einfald- lega afleiðingar vinstri stefnunnar á þann veg að við slíkar aðstæður sé ekki unnt með raunhæfum hætti að bæta lífskjörin í landinu. Á það verður að fallast að þetta er raunhæft mat og sennilega hafa engir sýnt betur fram á vonleysi vinstri steftiunnar við að bæta lífskjörin f landinu en þeir verka- lýðsforystumenn sem hafa kvatt sér hljóðs um samningamál á undan- fömum vikum. Ytri aðstæður í þjóðarbúskapn- um era um rnaigt hagstæðar Fiskafli er mikill, mokveiði um allt land og forsætisráðherra hefur lýst þvf margsinnis yfir að á næstu vik- um sé þess að vænta að verð á erlendum mörkuðum muni hækka stórlega. Það era því ekki ytri áföll sem að þessu sinni gera það verkum að verðmætasköpunin í þjóðfélag- inu er ekki nægjanleg til þess að bæta lífskjörin með veralegum kauphækkunum. Þær era fyrst og fremst að kenna afleiðingum stefnu núverandi vinstri stjómar. Engar líkur era því til þess að hér skapist skilyrði til þess að bæta lífskjör fyrr en fijálslynd stefna sem miðar að því að örva atvinnulífíð í landinu er farin að skila árangri. Þetta er í raun og vera kjami málsins og mjög mikilvægt og athyglisvert að helstu foiystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar skuli skynja þetta og viðurkenna með jafii afgerandi hætti og nú hefur átt sér stað. Sigtir lýðræðis- sinnaðra stúdenta Urslitin í kosningum háskóla- stúdenta vora um margt athyglis- verð. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, vann afdráttarlausan sig- ur bæði í kosningum til stúdenta- ráðs og háskólaráðs. Þessar kosningar era sannarlega mikill ósigur fyrir vinstri öflin. Menntamálaráðherra reyndi á síðustu stundu að kaupa stúdenta til fylgis við vinstri menn í háskóla- pólitíkinni með nýjum námslána- reglum, sem ótraustur fjárhags- grandvöllur er fyrir. Úrslitin eru ekki síst athyglisverð f ljósi þessar- ar tilraunar. Vaka var á sfnum tfma stofnuð til þess að treysta samstöðu lýðræð- issinna og beijast gegn öfgaöflum til hægri og vinstri. Vökumenn hafa því jafnan í samræmi við upphafið lagt áherslu á faglega hagsmuna- baráttu f háskólapólitíkinni. Kosn- ingaúrslitin era augljós trautsyfir- lýsing við þessa stefeu. Foiystumenn lýðræðissinnaðra stúdenta hafa uppskorið ávöxt af kraftmiklu starfi og málefaalegri og faglegri pólitík. Höfundur er formaður Sjálf- stæðisflokksins. Aðalfimdur SPRON: Hagnaður 31,7 millj- ónir á síðastliðnu ári Engin lausn betri en að selja sparisjóðunum Útvegs- bankann, sagði Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri 403 m.kr. Eigið fé SPRON er nú 245 m.kr. og hlutfall eigin fjár af niðurstöðutölu efeahagsreiknings 10,7%. Heildareignir jukust úr 2,3 milijörðum króna í 3,1 mifijarð eða um tæp 32%. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri, fjallaði mikið um málefai Út- vegsbankans í ræðu sinni á aðal- fendi SPRON í gær. Sagði hann að því hefði verið lýst yfir af hálfu spari- sjóðanna fyrir margt löngu, bæði opinberlega og í beinum viðræðum við bankamálaráðherra og nefad þá sem hann hefði skipað til að annast viðræður um sölu hlutabréfa ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. að spari- sjóðimir væru reiðubúnir til alvar- legra viðræðna um kaup á meirihluta hlutabréfanna í bankanum. „Við höf- um ávallt sagt að við vildum kaupa meirihluta bréfanna, jafavel 2/3. Við höfem sagt að við værum reiðubúnir til að halda þeim möguleika opnum að einhver hlutafélagabanki væri með í kaupunum t.d. Alþýðubankinn. Frá því í október 1988 höfem við haft ákveðið viiyrði frá mjög sterkum erlendum sparisjóði um að hann komi inn f viðræðumar um hlutabréfa- kaupin og þessi erlendi sparisjóður hefer rætt um að kaupa allt að 10% hlutafjárins. Þetta tilkynntum við stjómvöldum þegar f stað og höfem margítrekað síðan," sagði Baldvin Tryggvason. Aðalfundur Iðnaðarbankans: Hagnaður 137,1 milljón ásíðasta ári HAGNAÐUR Iðnaðarbankans að meðtöldum dóttur- og hlutdeildarfélög- um varð á sfðaatliðnu árí tæplega 137,1 m.kr. eftir skatta samanboríð við 107 m.kr. hagnað árið áður. Framlag f afskriftarreikning útlána var hækkað verulega eða úr 37,2 m.kr. 1987 f 114 m.kr. Afekriftareikn- ingur bankans nemur nú 2% af útlánum, áfollnum vöxtum og ábyrgð- um. Þá hækkuðu tekju- og eignaskattar verulega milli ára eða úr tæp- lega 30 m.kr. f rúmlega 100 m.kr. Ráðstöfenarfé bankans þ.e. innlán og bankabréf námu samtals 8,6 milljörðum króna og jukust um rúmlega tvo milljarða á árinu eða tæplega 32%. Á aðalfendi Iðnaðarbankans sem haldinn var í gær kom ennfremur fram að útlán að frádregnum af- skriftareikningi námu 8,7 milljörðum króna f lok síðasta árs og höfðu auk- ist um 2,1 milljarð á árinu. Heildar- eignir bankans í árslok voru 11,7 milljarðar króna og höfðu aukist um 31%. Eigið fé nemur nú tæplega 950 milljónum króna og jókst það á árinu um 37%. Heildartekjur bankans árið 1988 námu 3.299 m.kr. og er það 46,5% hækkun frá fyrra ári. Heildar- gjöld vora 3.058 m.kr. en þar af nam launakostnaður og önnur rekstrar- gjöld bankans 902 m.kr. Heildargjöld jukust um 44,6% frá fyrra ári. Hlut- hafar samþykktu tillögu bankaráðs um að greiddur verði 10% arður alls 51,1 m.kr. og að gefín verði út jöfa- unarhlutabréf fyrir tæplega 102 m.kr. sem samsvarar 19,94% af hlutafénu. Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður bankaráðs, sagði í ræðu sinni á fandinum að endurskoðend- ur, bankaráð og bankastjóm hefðu talið einsýnt að hinir miklu erfiðleik- ar sem steðjuðu að atvinnulífi í landinu almennt myndu óhjákvæmi- lega hafa áhrif á starfsemi viðskipta- bankanna á næstu misserum. Þeir yrðu að vera við þvf búnir að taka á sig einhver útlánatöp. „í þessu skyni var afskriftareikningur bank- ans hækkaður árið 1987 úr 1% í 1,25%. Að athuguðu máli nú þótti skynsamlegt að hækka þennan reikning enn frekar og er því nú Iögð til hliðar fjárhæð sem nægir til að afskriftareikningurinn nemi 2% af útlánum, áföllnum vöxtum og ábyrgðum. Á þennan hátt er bankinn vel búinn undir hugsanleg áföll vegna rekstrarerfiðleika margra viðskipta- vina hans,“ sagði Davíð. Davíð greindi einnig frá viðræðum Iðnaðarbankans og Verslunarbank- ans og sagði að eftir nokkurt hlé á þeim hefði bankaráðið talið tímabært að við þeim yrði hreift fyrir nokkram vikum. Kvað hann bankaráðið hafa ritað bankaráði Verslunarbankans bréf þann 8. febrúar sl. og lagt til að efat yrði til sameiginlegs fendar bankaráðanna og bankastjóma til að ræða stöðuna í bankamálum og um hugsanlega samvinnu þessara tveggja banka. Bankaráð Verslunar- bankans hefði svarað þessu bréfí nokkru síðar og þáð boð Iðnaðar- bankans um sameiginlega fund. Væri nú áformað að halda fendinn 10. apríl n.k. og hefðu bankastjóm- imar hist að undanfömu til að und- irbúa fundinn. „Af fenginni reynslu veit ég að tíma getur tekið að koma slíkri samvinnu eða sameiningu á. En það er einlæg von mín að á næst- unni verði stigin skref að þessu marki, báðum bönkunum, hluthöfum þeirra, viðskiptavinum og starfs- mönnum til heilla." Davíð tilkynnti hluthöfum að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér I bankaráðið þar sem hann hefer gegnt formennsku í 7 ár. Á bankar- áðsfundi að afioknum aðalfundinum var Brynjólfer Bjamason kjörinn formaður en aðrir í bankaráði eru Haraldur Sumarliðason, Magnús Helgason, Sigurður Kristinsson og Sveinn Valfells. Morgunblaðið/Júlíus Frá aðalfundi Iðnaðarbankans. Haraldur Sumarliðason i ræðustól og við borðið sitja bankastjórarnir: Bragi Hannesson, Valur Valsson og Ragnar Önundarson. HAGNAÐUR Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis varð 31.7 m.kr. á síðastliðnu árí og greiddi sparisjóðurínn tæplega 27.8 m.kr. í tekju- og eignarskatt. í árslok voru heildarinnlán tæpir 2,4 milljarðar króna og höfðu auk- ist á árínu um rúmar 502 m.kr. eða 24,1%. Heildarútlán voru 1.864 m.kr. án afekriftareiknings útlána og án útlána veðdeildarínn- ar, og jukust á árinu um tæpar Morgunblaðið/Bjami Frá adalfundi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Björn Bjarnason fandarritari, Birgir Isleifar Gunnarsson fandarstjóri í ræðustóli, Jón G. Tómasson formaður sparisjóðsstjórnar og Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri. Hann benti á að til samans hefðu sparisjóðimir meiri innlán en Versl- unarbankinn og Iðnaðarbankinn samtals. Um síðustu áramót hefðu innlán þeirra beggja verið samtals um 10,6 milljarðar króna og þótt Alþýðubankinn bættist við með inn- lán sín 2,7 milljarða væra þeir allir til samans með 13,3 milljarða eðs sömu heildarinnlán og sparisjóðim— ir.„Við ráðum yfir meira eigin fé en þeir allir til samans og höfem því betri efni á að kaupa hlutabréf I Útvegsbankanum en nokkrir hlutafé- lagsbankar og ættum því að geta ekki síður en hlutafélagsbankamir greitt það verð sem um yrði samið við kaupin." Baldvin sagði ennfremur að ráð- herra hefði ekki verið lofað að spari- sjóðimir myndu renna saman i eina heild á mjög skömmum tíma. Þeir væru sjálfseignarstofaanir sem störf- uðu eftir ákveðnum lögum sem Al- þingi hefði sett 1985. Gætu þeir ekki rannið saman eða sameinast nema að litlu leyti nema að lögunum yrði breytt. Hann sagði sparisjóðina hafa sterklega bent á að ef þeir fengju að kaupa meirihlutann í Út- vegsbankanum myndi þróunin til aukins samstarfs hjá þeim taka stór- an kipp fram á við til aukins sam- starfs og veraiegrar hagræðingar fyrir bankakerfíð, og að á tiltölulega skömmum tíma myndi sú þróun f raun leiða til einnar rpjög sterkrar heildar í peningakerfí íslendinga. Þessari peningastofaun yrði þá stjómað á mjög lýðræðislegan hátt með aðild sparisjóðanna og hugsan- lega einhvers einkabanka en þó að litlu leyti erlends sparisjóðs, en án afskipta stjómvalda eða stjómmála- flokka og sérstakra hagsmunahópa í þjóðfélaginu. „Það er vægast sagt torvelt fyrir okkur í sparisjóðunum að skilja hvaða ástæður liggja að baki því að vilja ekki einu sinni hefja alvariegar viðræður við okkur um kaup okkar á meirihluta hlutabréfaeignar ríkis- ins í Útvegsbanka fslands hf.“, sagði Baldvin. „Varia ættu það að vera hagsmunir skattborgaranna í landinu sem hindra viðræður við okkur, né það að sparisjóðimir eru sjálfseignarstofnanir, sem gersam- lega era óháðir öllum hagsmunasam- tökum. Við skiljum ekki þessa af- stöðu stjómvalda en vonum að hún sé á misskilningi byggð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.