Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Jarðarmerki Þegar við tölum um jörðina dettur okkur oft efnishyggja í hug. Vissulega vilja jarðar- merkin að lífið feli í sér viss jarðnesk þægindi. Þau vilja eiga góðan bíl og þægilega stóla, en ekki síður fínnst jarð- armerkjunum, Nauti, Meyju og Steingeit gaman að því að snerta moldina og mæla út veggi. Með því síðasta er átt við að þau vilja festa um- hverfi sitt niður, lflct og mark- maðurinn sem snertir stangir og slá áður en hann mætir vítaskoti andstæðingsins. Jörðin vill vita hvar hún er stödd. Hún vill vera á jörðinni. Nautið erafslappaö Jarðarmerkin eru ólík. Per- sónulega tel ég að Nautið sé afslappaðasta jarðarmerkið. Það á til að vera þijóskt, en er rólegt og vill hafa það huggulegt og náðugt. Nautið er ánægt ef það getur legið i hægindastólnum sfnum og drukkið mjólk og étið súkku- laðið. Ef þú lætur mig í friði þá læt ég þig í friði er mottó Nautsins. Það er hinn duglegi letingi sem vinnur af krafti fyrir sveitasetrinu sem á að skapa þvf rólega elli. Viö veljum Að sjálfsögðu byggjast öll skrif um stjömuspeki sem og önnur fög á vali, eða mótast af því hveiju við veitum at- hygli f það og það skiptið. Hvert merki býr yfír jákvæð- um og neikvaeðum eiginleik- um. Við veljum síðan úr. Í dag ætla ég t.d. að nefna nokkra neikvæða eiginleika jarðar- merkjanna. Þyngsli ogherpingur Hvað varðar Nautið þá á það til að vera fullþungt, sérstak- lega ef það gætir þess ekki að hreyfa sig og breyta til. Af athugun minni á neikvæð- um eiginleikum Meyjarmerk- isins hef ég orðið var við að hún brýtur sig niður, er sjálfs- gagniýnin. Hún á til að draga orku sína saman. Það orð sem kemurhelst í hugann er herp- ingur. f fullkomnunarleit sinni minnir Meyjan stundum á tré sem beygir sig undan norðan- áttinni, tálgað og kræklótt. Stífni Steingeilar Steingeitin á aftur á móti til að vera stíf, en á annan hátt en Meyjan. Sem dæmi má nefna Steingeitina sem missti vinnuna og sagði vinum sínum ekki frá því. Þegar hún var loksins spurð að því hvernig gengi í vinnunni, þremur vik- um eftir að hún hætti, sagði hún afundin: „Ég er ekki að vinna." Steingeitin á við það að stríða að geta ekki sagt frá vandamálum sínum. Hún lokast oft inni í sjálfri sér. Jöröin er pottþétt Það er kannski vandamál allra jarðarmerkjanna að þau vilja vera pottþétt og fullkomin: .Það kemur ekkert fyrir mig. Ég stend mig og klára mín mál án þess að barma mér.“ Og ef illa gengur: „Því miður, við ræðum það ekki hér.“ BorÖum góðan mat Sem gott Naut vil ég segja við Meyjur og Steingeitur. Af hveiju slöppum við ekki af og fáum okkur að borða? Hafra- grautur með rúsínum, rólegt kvöld í hægindastólnum með góða bók, nuddolía, gufubað og huggulegt umhverfi ættu að gera útslagið, eða bara það að taka lífinu með mátulegri ró. Þurfum við endalaust að véra fullkomin og án veik- leika? Svarið við þvf er ein- falt: Að sjálfsögðu ekki. Við megum eiga okkar veikleika og við megum njóta lífsins. GARPUR BR&ÐABI&GÐA... HBLDUfi UlLDIBS /M&TA 1/iK- IUGASVBIT BEINA GN fWW YW? slélinu SLarm? Héí? GRETTIR BREIMDA STARR í VATNSMÝRINNI FERDINAND SMÁFÓLK Mér er meinilla við að drekka úr slöngu... BRIPS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þvingun sem byggir á því að skapa skilyrði fyrir innkast er tiltölulega algeng við spilaborð- ið. Dæmi: vestur á hjartaás og Dx í laufi, en suður (sagnhafi) hjartakóng og KG í laufí. Vestri er kastað inn og hann verður að spila upp í gaffalinn. Hér er flóknara afbrigði af þessari kast- þröng. Norður ♦ D3 VG86 ♦ ÁD87542 *Á Vestur ♦ 75 V Á107 ♦ KG9 ♦ D10632 Austur li ▼ K9542 ♦ 1063 ♦ 975 Suður ♦ ÁKG10962 VD3 ♦ - + KG84 Suður spilar sex spaða og heldur velli þegar vestur velur að skjóta út trompi. Sagnhafi tekur á drottningu blinds, tekur tígulás og hendir niður hjarta. Trompar svo tígul. Fer næst inn á laufás og tromp- ai' aftur tígul. Stingur lauf með trompþristi blinds og fer heim með því að trompa tígul í þriðja sinn. (Tilgangurinn með tígul- stungunum var að hreinsa þann lit upp.) Staðan er nú: Norður ♦ - VG86 ♦ 8 ♦ - Vestur Austur ♦ - ♦ - VÁ10 11 VK95 ♦ - ♦ - ♦ dio Suður ♦ 10 VD ♦ - ♦ KG + 9 Síðasta trompið kemur vestri í vanda. Ef hann hendir hjarta- tíunni lendir hann inni á hjartaás og verður að spila upp í KG í laufí. Hann kastar því hjartaásn- um. En þá vendir sagnhafi sínu kvæði í kross, tekur laufkóng og spilar hjartadrottningu! Nú verður austur að gefa blindum síðasta slaginn á hjartagosa. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson I öðrum undanúrslitariðlinum fyrir næsta skákþing Sovétríkj- anna, sem háð voru í Simferopol í nóvember, kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Jud- asin og Kovalev, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 41. Bf5-re6?, sem mun hafa verið bið- leikur hans. Svartur virðist mjög illa beygð- ur, en honum tókst samt á undra- verðan hátt að halda jafntefli: 41. - Dxg6!I, 42. Dxg6 - Hg7, 43. Dxh5 - Hgl+, 44. Ka2 - Hfifl, 45. Dxe5+ og samið var jafn- tefli, því þrátt fyrir liðsmuninn verður hvítur að láta sér nægja þráskák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.