Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 2
L !•’ 2 Síðasti Japanstogar- inn kominn frá Póllandi Fáskrúdsfírði. LJÓSAFELL SU 70 kom til heimahafhar á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi, eftir gagngerar endurbætur í Póllandi. Mót- tökuathöfn verður klukkan 17 í dag. Ljósafellið er síðasti íslenski skuttogarinn sem gert er við í Póllandi í sameiginlegu verkefni eigenda skuttogara sem smíðað- ir voru í Japan. — Albert Samgöngnr: Víðast feert ut- an VestQarða HELSTU vegir landsins, utan Vestflarða, eru nú færir. Sam- kvæmt upplýsingum frá vega- eftirlitinu er fært úr borginni um Suðurland og austur á firði og flestir vegir á Aust- Qörðum eru færir. Þá er fært norður til Akureyrar og þaðan áfram f Kelduhverfi. Frá Kelduhverfi og austur á Vopnaflörð er hinsvegar þungfært öðrum en jeppum og stórum bílum. Búið er að moka veginn til Hólmavíkur en Steingrimsfjarð- arheiði er lokuð, svo og flestir heiðarvegir á Vestfjörðum. 111- fært, eða þungfært er á flestum vegum milli helstu staða á Vest- ijörðum en Breiðadalsheiði og Botnsheiði hafa verið opnaðar. LÍÚ styrkir „Lífsbjörg" STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna ákvað á fimmtudag að styrkja gerð og dreifingu myndarinnar Lífebjörg í norðurhöfum með 500.000 króna framlagi. Var styrkurinn afhentur Magnúsi Guðmundssyni, framleiðanda myndarinnar, í gær. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og sagði stjóm LÍÚ hafa talið þá viðleitni, að vekja athygli á því á hveiju við lifðum hér á norðurhjara veraldar þess virði, að styrkja hana með þessu fram- lagi. Akranes: 1,4 tonnum af ólöglegu kjöti hent TOLLVERÐIR, í samráði við fulltrúa bæjarfógetans á Akranesi, eyðilögðu 1,4 tonn af kjöti, sem var um borð f togaranum Sturlaugi Böðv- arssyni AK 10, þegar skipið kom frá Þýskalandi fyrir skömmu. Skipveijar reyndu ekki að leýna kjötinu, en þar sem ólöglegt er að flytja það inn var því öllu hent. Togarinn kom til heimahafnar á Akranesi þann 11. mars frá Þýskalandi. A skýrslum skipsins mátti sjá, að um borð voru 1,4 tonn af ýmsu kjöti í eigu skip- verja. Tollverðir tóku allt kjötið og það var eyðilagt. Hermann Guðmundsson, skrifstofustjóri embættis Toll- gæslustjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið að óheimilt væri að flytja til landsins Jrjötmeti, sem ekki hefði fengið fullkomna suðumeðferð. Hann sagði að toll- verðir færu eftir leiðbeiningum yfirdýralæknis um það hvaða kjöt væri óheimilt að flytja inn. Þar með væri einnig talið kjöt, sem aðeins hefði verið reykt, svo sem beikon, spægipylsur og fleira. MorguNblaðið lÁúgárdágúr' ik1 maRz 'i989 Verðkönnun á vínveitingastöðum: Morgunblaðið/Þorkell Requem í Kristskirkju Söngsveitin FUharmónía flutti Requem, Sálu- messu eftir Wolfgang Amadeus Mozart, í Krists- kirkju í gærkvöldi, og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Verður verkið einnig flutt i dag, laugardag klukkan 17 og á morgun, sunnudag, á sama tíma. Einsöngvarar eru Signý Sæmunds- dóttir, sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt, Jón Þorsteinsson, tenór og Guðjón Óskarsson, bassi. Stjómandi er Úlrik Olason. Tuttugu og fimm manna hljómsveit tekur þátt í flutningi verksins og er konsertmeistari Szymon Kuran. Almenn vaxtalækkun 1-2% á verðbrélamarkaði AUKIÐ framboð á fjármagni og góð lausaflárstaða innlánsstofnana um þessar mundir er talin hafa leitt af sér 1—2% raunvaxtalækkun á fijálsum markaði á síðustu vikum. Verðbréfasalar segja að þar skipti mestu máli minni kaup lffeyrissjóða undanfamar vikur á skuldabréfum Húsnæðisstofiiunar ríkisins en þar hafi munað frá áætlun um hálfum milljarði f febrúar. Davíð Bjömsson deildarstjóri verð- bréfadeildar Kaupþings sagðist telja að l-lVz% vaxtalækkun hafi orðið á síðustu vikum. Bankabréf hafí t.d. áður verið seld með 9,5-10% vöxtum til stórra kaupenda en séu nú boðin með 8,5% vöxtum. „Mér finnst and- inn hafa breytst á markaðnum en auðvitað er hann alltaf háður miklum sveiflum og þetta getur sveiflast jafnhratt til baka. Þetta sýnir líka að frjáls markaður þarf ekki alltaf að vera í hámarki og getur farið á hinn veginn," segir Davíð. Gunnar Óskarsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins sagði að við það að lífeyrissjóðimir hættu að kaupa skuldabréf Hús- næðisstofnunar, hafí streymt Qár- magn inn á frjálsa markaðinn og raunvextir lækkað þar, um 1-2%. „Þetta er vísbending um það hvaða áhrif það hefur, ef eitthvað af hólfun- um á markaðnum er opnað. Við höf- um bent á, að sú leið að opna markað- inn meira og gera hann frjálsari, sé sú sem færust er fyrir ríkisstjómina til að lækka raunvexti. Vextimir myndu þá fara niður af eðlilegum ástæðum, en handaflsaðgerðir ganga ekki upp að okkar mati,“ sagði Gunn- ar. Þegar Gunnar var spurður hvort húsbréfakerfið gæti haft þau áhrif að vextir lækki almennt sagði hann að upphaflega hefði verið vonast eft- ir því að það hefði í för með sér vaxtalækkun, með því að aflétta, eða Allt að 202% verðmunur á kjötréttum ÓDÝRASTI kjötréttur dagsins kostar 420 krónur á Hótel Óð- insvéum og sá dýrasti 1.270 krón- ur á Hard Rock Café, eða á 202% hærra verði samkvæmt verðkönn- un Verðlagsstofiiunar. Á sérrétta- matseðlum kemur einnig fram mikill munur á verði, þar kostar ódýrasti kjötrétturinn 570 krónur á Úppanum á Akureyri og sá dýr- asti 1.680 krónur á veitingastaðn- um Við tjörnjna í Reykjavík, eða 195% hærra. í könnuninni er ekki lagt mat á magn, samsetningu eða gæði vörunnar, né heldur á þjón- ustu eða umhverfi. Könnunin var framkvæmd í janúar og febrúar og nær til matsölustaða á höfuðborgarsvæðinu, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Neskaupstað. Kannað var verð á ódýrustu réttunum sem í boði voru, baeði af réttum dagsins og sérréttar- matseðlum. Ódýrasti fiskréttur dagsins kostaði 370 krónur á Veitingahúsinu Lauga- vegi 22 og sá dýrasti kostaði 890 krónur á Naustinu, 140% hærra. Hlaðborð kostaði minnst 490 krónur hjá Fógetanum og hæsta verðið var 1.190 krónur á Skrúði á Hótel Sögu, eða 143% dýrara. Ódýrasti eftirrétturinn, annar en ís, kostar 130 krónur á Hominu, sá dýrasti 580 krónur á Kaffi Óperu, munurinn er 346%. minnka verulega, kaupskyldu lífeyr- issjóðanna á skuldabréfum Hús- næðisstofnana. Þá kæmi meira fjár- magn á fijálsa markaðinn og raun- vextir lækkuðu í kjölfarið. „í frumvarpinu eins og það liggur fyrir í dag, er aðeins sagt að sá hluti ráðstöfunarfjár, sem lífeyrissjóðimir nota til að kaupa húsbréf, verði dreg- inn frá kaupskyldunni. Það er því aðeins verið að búa til eitt hólf á markaðnum til viðbótar, í stað þess að opna hann. Við teljum því, að ef frumvarpið fer í gegn eins og það liggur fyrir núna, muni raunvextir ekki lækka, eins og þeir ættu að gera miðað við upphaflegu hugsun- ina,“ sagði Gunnar Óskarsson. MS vann í Morfís Menntaskólinn við Sund vann Menntaskólann ( Hamrahlíð í úrslitakeppni Morfis, mælskukeppni fram- haldsskólanna, í Háskólabíó í gærkvöldi. Umræðuefiii kvöldsins var „Hafa visindin bætt heiminn". Einnig var keppt til úrslita í Spumingakeppni framhalds- skólanna í gærkvöldi. Þar tókust á Menntaskólinn í Kópavogi og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Lyktaði þeirri rimmu þannig að MK bar sigur úr býtum með 32 stigum gegn 24. Drög að nýjum útvarpslögum: Aftiotagjöld RÚV miðist við íbúð en ekki viðtæki NEFND sem unnið hefur að endurskoðun útvarpslaga skilaði drögum að nýjum útvarpslögum til Svavars Gestssonar, menntamálaráð- herra, í gær. Verulegar breytingar eru lagðar til í frumvarpsdrögun- um, m.a. á stjórnskipan Ríkisútvarpsins og afnotagjöldum þess. Er til dæmis lagt til að afhotagjöld Ríkisútvarpsins miðist við íbúð en ekki viðtæki eins og nú er. Þá er lagt til að stofnaður verði Fjöl- miðlasjóður í stað Menningarsjóðs útvarpsstöðvanna sem allir fjöl- miðlar greiði 12% af auglýsingatekjum sínum í. í frumvarpinu er lagt til að Ut- BHMR: Fjögur féiög boða verkfall Bókasafnsfræðingar, iðjuþjálf- ar og matvæla- og næringarfræð- ingar, sem starfa hjá rikinu, hafa samþykkt í almennri atkvæða- greiðslu að fara í verkfall frá og með 6. apríl næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tfma. Félag fslenskra fræða var fyrst til að ákveða verkfall og hafa því samtals fjögur félög inn- an BHMR samþykkt að fara í verk- fall. Atkvæðagreiðsla stendur yfir eða er lokið f mörgum öðrum að- ildarfélögum og verða atkvæði talin um og eftir helgina. Hjá bókasafnsfræðingum greiddu 27 atkvæði með verkfalli af 47 sem þátt tóku, eða 57,4%. Iðjuþjálfar samþykktu verkfall með 9 atkvæðum gegn 6. varpsráð verði lagt niður og í stað- inn stofnað Dagskrárráð, skipað einum fulltrúa frá hverjum þing- flokki, fulltrúum sveitarfélaga og Neytendasamtakanna auk þess sem útvarpsstjóri, framkvæmdastjórar hljóðvarps og sjónvarps og fulltrúi starfsmanna eigi sæti í ráðinu. Dagskrárráð á ekki að vera um- sagnaraðili um mannaráðningar eða skipan mála innan stofnunar- innar heldur fjalla um útsenda dag- skrá. Menningarsjóð útvarpsstöðva, sem 10% auglýsingatekna renna í í dag, vill nefndin leggja niður en í staðinn stofna Fjölmiðlasjóð. í sjóðinn á að leggja 12% af auglýs- ingatekjum allra fjölmiðla, jafnt ljósvaka- sem prentmiðla. Þriðjung- ur fjárins á að renna til ljósvaka- miðla til að efla innlenda dagskrár- gerð, þriðjungur til prentmiðla og þriðjungur til sjálfstæðra aðila, sem geta sótt um í samráði við tiltekinn fjölmiðil. Einnig telur nefndin eðli- legt, að greiddir verði styrkir til dagblaða, til að jafna aðstöðu þeirra. Einnig eru lagðar til breytingar á fjármögnun Ríkisútvarpsins. Eru því ætlaðir tveir megintekjustofnar, afnotagjald óg auglýsingatekjur. Á afnotagjöldunum er lögð til sú meg- inbreyting að þau verði bundin við íbúðir og atvinnuhúsnæði, eftir því sem við á, í stað viðtækja. Fylgi hverri íbúð réttur til að nýta sér þjónustu RÚV. Telur nefndin ljóst að nú séu ekki greidd afnotagjöld af 15.000 íbúðum. Þá er lagt til að Útvarpsréttar- nefnd verði lögð niður og mennta- málaráðherra falið að veita öðrum aðilum en Ríkisútvarpinu leyfi til útvarpsreksturs. Stofnað verði Not- endaráð er taki við eftirlitshlutverki Útvarpsréttarnefndar. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar er samdi frumvarps- drögin, sagði mikla áherslu hafa verið lagða á að íslenskir §ölmiðlar gætu brugðist við vaxandi sam- keppni frá útlöndum. Það ætti að gera með aukinni innlendri dag- skrárgerð og íslensku menningar- efni, en það efni vildi þjóðin helst heyra og sjá ætti hún þess kost. Einnig væri öll stjómskipan Ríkisútvarpsins færð í lýðræðis- legra form með frumvarpinu. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.