Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 17 Kaffidagur Dýrfirðinga- félagsins Dýrfirðingafélagið í Reykjavík heldur árlegan „kaffi- dag“ félagsins í Bústaðakirkju á morgun, sunnudaginn 19. mars. Hefst hann með messu í kirkj- unni klukkan 2 og kaffiveiting- um í samkomusal kirkjunnar að lokinni messu. Allir velunnarar félagsins og Dýraíjarðar eru velkomnir og þeir sem eru 65 ára og eldri eru sérstak- lega boðnir. Þessi samkoma hefur tvíþættan tilgang, sem er, að allur ágóði af kaffisölu rennur til fyrirhugaðrar byggingar aldraðra heima í Dýra- fírði, sem félagið hefur safnað til á síðustu árum, og í öðru lagi, að styrkja samheldni þeirra Dýrfirð- inga sem flutt hafa að vestan á liðn- um árum. Er árvekni sjómanna í öryggis- málum á undanhaldi á ný? eftirMagnús Jóhannesson Sl. ár hefur verið mikil umræða um öryggismál sjómanna og mörg- um fundist gæta aukinnar árvekni meðal þeirra um öryggismál. Stjómvöld hafa beitt sér fyrir marg- háttuðum aðgerðum og má í þvi sambandi nefna skipun 9 alþingis- manna í öryggismálanefnd sjó- manna árið 1984 af þáverandi sam- gönguráðherra, sem lagði fram fjöl- margar tillögur til úrbóta, sem unn- ið hefur verið að, stofnun Slysa- vamaskóla sjómanna í samvinnu við Slysavamafélag íslands og ný ákvæði um öryggisbúnað skipa, sem hafa komið til framkvæmda. Þá hefur almenn fræðsla um örygg- ismál sjómanna verið aukin með útgáfu bæklinga og myndbanda. Slys við nótaveiðar Það vakti því óneitanlega athygli undirritaðs og vissulega vonbrigði er Siglingamálastofnun barst nú nýlega bréf frá Atla Amasyni, heilsugæslu- og sjúkrahúslækni á Seyðisfirði, þar sem hann skýrir frá því að sl. haust hafi 3 sjómenn (2 af síldarskipum og 1 af loðnuskipi) verið fluttir undir læknishendur með skurð á höfði og heilahristing eftir högg frá snurpuhring, en eng- inn þessara manna var með hjálm á höfði þegar slysin urðu, þrátt fyrir reglur sem skylda sjómenn til að vera með hjálm á höfði þegar nótin er dregin. Læknirinn telur að tilviljun ein hafi ráðið þvi að við- komandi menn hlutu ekki höfuð- kúpubrot og jafnvel dauða af. Þessa ábendingar læknisins eru mjög lofsverðar og væri vonandi að meira af slíkum upplýsingum bærust með einum eða öðrum hætti til þeirra sem um öryggismál sjó- manna fjalla. Með því móti mætti e.t.v. koma í veg fyrir slys. Ekki er hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að slys gera ekki boð á undan sér og allt of margir telja að ekkert geti hent þá. Reynsl- an hefur sýnt að notkun öryggis- hjálma hefur bjargað mönnum frá stórslysum og jafnvel dauða. Því verður að gera þá kröfu til skip- stjómarmanna að þeir sjái svo um að skipveijar noti lögskipaðan ör- yggisbúnað, búnað sem þeir sjálfír og samtök þeirra hafa jafnvel bar- ist fyrir að yrði lögskipaður. Fýrir nokkmm ámm varð að gefnu tilefni mikil umræða um notkun hjálma og líflína við vinnu á opnu þilfari skuttogara. Mér er minnisstætt að haft var viðtal við skipstjóra á einum af skuttogurum Útgerðarfélags Akureyringa og hafði hann eftirfarandi um málið að segja: „Þegar nýir menn hefja störf í mínu skipi þá kynni ég þeim við upphaf ferðar allan öryggis- búnað skipsins og læt þá vita að þennan búnað eigi þeir að nota eft- ir því sem við á. Taki þeir ekki til- lit til þessara leiðbeininga þá segi ég þeim einfaldlega í lok fyrstu sjó- ferðar, að þeir skuli leita sér að vinnu annars staðar. Ég hef oft vitnað til þessara orða þó þau séu e.t.v. ekki orðrétt eftir höfð, en mér finnst þau bera vott „Reynslan hefiir sýnt að notkun öryggis- hjálma hefiir bjargað mönnum frá stórslysum og jafiivel dauða. Því verður að gera þá kröfu tíl skipstjórnarmanna að þeir sjái svo um að skipverjar noti lögskip- aðan öryggisbúnað.“ um rétt viðhorf til notkunar örygg- istækja og fmmkvæðis skipstjóra í því sambandi. Siglingamálastofnun ríkisins hvetur alla starfandi sjómenn til þess að íhuga þau skilaboð sem heilsugæslu- og sjúkrahúslæknirinn á Seyðisfirði hefur vakið athygli okkar á. Eina raunhæfa leiðin til þess að fækka slysum á sjó er að allir leggi sitt af mörkum til þess að svo megi verða. Höfundur er siglingumálastjóri. Magnús Jóhannesson Lactacyd háisápan iyrir viókvæman harsvörð! Lactacyd hársápan vemdar hár- svörðinn og ver hann þurrki, jafnframt því sem hún vinnur gegn ertingu og flösumyndun. Húðin er í eðli sínu súr og er það vöm hennar gegn sýklum og sveppum. Mikilvægt er að eðlilegt sýmstig húðarinnar raskist ekki við þvott. Þetta þarf að hafa í huga við val á sápu. Flestar te'gundir „venjulegrar" sápu hafa hátt sýmstig (hátt pH-gildi, 10-11) og vinna gegn náttúrulegum vömum húðarinnar. Lactacyd hársápan er mild og hefur hina góðu eiginleika Lactacyd ' léttsápunnar. Lactacyd hársápan hefur lágt pH-gildi (5,2), áþekkt náttúrulegu pH-gildi hársvarðarins og eflir þar með vamir hans. I Lactacyd hársápunni em: Lacto- semm sem gefur hársápunni lágt pH gildi og inniheldur vítamín, steinefni og eggjahvítuefni; laurylsúlföt sem gera hana að virkri sápu; Lactabas til næringar; Cocoamid MEA sem er mýkjandi; propylenglycol sem mýkir hárið og viðheldur raka þess; rotvamarefni. Lactacyd hársápan gerir hárið létt, mjúkt og meðfærilegt. Lactacyd hársápan fæst með og án ilmefna í helstu stórmörkuðum og að sjálfsögðu í næsta apóteki. lonotí ífist-bmcades (Fréttatilkynning)..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.