Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 17 hana sem eðlilegast öðrum náms- þáttum og daglegu lífi í skólanum." Síðan er gerð grein fyrir helstu þáttum mannréttindafræðslunnar og markmiðum hennar. Nú er það alls ekki aðfinnsluvert að skipa fræðslu um mannréttindi veglegan sess í skólum. Hins vegar sýnist lýsingin á þessum nýja námsþætti (bls. 236—238) benda til þess að hér sé hugsanlega kominn vettvangur fýrir ýmislegt „vinstra brölt“, enda er mannréttindafræðslunni ætlað að vera geysilega víðfeðm. Til hennar telst „friður og afvopnun", „þróun og umhverfisvernd“, „efnahagsleg þróun og velferð" fyrir utan „rétta- röryggi", „félagsfrelsi" og „mál- og trúfrelsi“ svo nokkuð sé nefnt. (At- hyglisvert er að hugtök eins og „ein- staklingsfrelsi", „atvinnufrelsi" og „tjáningarfrelsi" virðast vera bann- orð.) Mannréttindafræðslan á líka að hjálpa upp á sakirnar í jafnréttis- baráttunni og það á hinn broslegasta máta: „greining leikfanga eftir kyni notanda“ er nefnt sem einn þáttur daglegs lífs er stuðlað geti að mis- rétti. Vissulega er það ágætt að menntamálaráðherra hefur ekki fyr- irskipað „friðarfræðslu" eins og „vinstri uppeldisfræðingar" og for- ystumenn kennarasamtakanna hafí lengi verið að panta, en hin víða skilgreining mannréttindafræðslunn- ar gefur sem fyrr segir svigrúm til þess að fara með stjórnmál inn í skólana með hætti sem foreldrum kann að mislíka. Þegar búið er að stroka út fyrirvara um óhlutdrægni í umfjöllun um ólíkar lífs- og stjóm- málaskoðanir, eins og fyrr var bent á, er hætt við að freistingin verði enn sterkari. Og-önnur hætta er hér á ferð: Mannréttindi eru skilin ákveðnum skilningi í stjómarskrá okkar — sem frelsisréttindi, einstaklingsréttindi. í mannréttindafræðslu Svavars Gests- sonar er þessum mikilvægu réttind- um hrært saman við alls konar rétt- indakröfur hagsmunahópa og ein- staklinga á hendur ríkisvaldinu svo hin eiginlegu mannréttindi falla í rauninni í skuggann. Þetta.er í sam- ræmi við þann skilning á mannrétt- indum sem tíðkaður er meðal sósíal- ista en þeir telja „efnahagsleg rétt- indi“ og „velferðarréttindi" mikil- vægari en frelsisréttindjn. Kristilegt siðgæði Eins og upphafi var nefnt er eitt og annað í nýju drögunum til bóta miðað við fyrri drög, einkum ýmis konar hagræðing efnis og fyllri um- ijöllun um einstaka þætti. Enda má lengi bæta rit af þessu tagi! Líka er ástæða til að hrósa því að í umfjöllun nýju draganna um starfs- hætti skóla skipar kristilegt siðgæði enn veglegri sess en í fyrri drögum. í því sambandi er vert að rifja upp að þegar frumvarp að lögum um grunnskóla kom fram á Alþingi 1973—1974 var gert ráð fyrir því að starfshættir skólans mótuðust af umburðarlyndi og lýðræðislegu sam- starfi. Menntamálanefnd þingsins gerði það að tillögu sinni að kristi- legu siðgæði yrði bætt inn í. Við atkvæðagreiðslu í þinginu 4. apríl 1974 var nafnakall um þessa tillögu en nokkrir alþýðubandalagsmenn voru henni andvígir. Tillagan var samþykkt með 28 atkv. gegn 4. Þeir sem voru á móti ákvæðinu um kristi- legt siðgæði voru m.a. Magnús Kjart- ansson, Svava Jakobsdóttir og Garð- ar Sigurðsson. Er ánægjulegt að sjá að Svavar Gestsson menntamálaráð- herra lætur gamla andúð flokks- bræðra sinna á kristinni trú og sið- ferði ekki ráða gjörðum sínum. Brotalamir þarf að lagfæra Aðalnámskráin í núverandi bún- ingi er tvímælalaust til mikilla bóta þegar miðað er við gildandi nám- skrár og drögin frá 1983. Hún er til marks um uppgjöf og ósigur „vinstri uppeldisfræðinga" á ýmsum sviðum skólamálaumræðu undanfarinna ára. í henni eru hins vegar enn ýmsar brotalamir og þær þarf að lagfæra eins og bent hefur verið á í þessari grein. IKfundur var aðstoðarmaður fyrrverandi menntamálaráðherra og einn afritstjórum aðalnám- skrár grunnskóin 1987-1988. i'i TÖLURNAR ÞÍNAR? ÞAR KOM Þetta eru tölumar sem upp komu 8. apríl. Heildarvinningsupphæð var kr. 9.409.150,- 1. vinningur var kr. 5.580.626,-. Tveir voru með fimm tölur réttar og þvi færi hvor kr. 2.790.313,-. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 567.760,- skiptist á 8 vinnings- hafa og fær hver þeirra kr. 70.970,- Fjórar tölur réttar, kr. 979.264,- skiptast á 208 vinningshafa, kr. 4.708,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 2.281.500,- skiptast á 6.500 vinningshafa, kr. 351á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mfnútum fyrir útdrátt. •| BÓNUSTALA |--- Sími6851 11. Upplýsingasímsvari681511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.