Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 39 hversu við skyldi bregðast því, sem að höndum bar. Hún var fróð og vel lesin í bókmenntum, íslenzkum sem erlendum. Hún var einkar tón- elsk og kunnug verkum hinna miklu meistara, einkum hinna þýzku, sem sköruðu fram úr öðrum á heims- mælikvarða. Sjálf spilaði hún á org- el og gítar og iðkaði þá list, eftir því sem ástæður leyfðu, sér til hug- arhægðar og upplyftingar. Hún var m.a. organisti í Flateyjarkirkju um 30 ára skeið. Mér er kunnugt um, að tengdamóðir mín var vel að sér til margra hluta. Hannyrðir léku í höndum hennar. Ég vissi til þess, að hún tók ofan af ull og valdi úr fínt þel, sem hún svo spann sjálf á rokk, sem hún átti, tvinnaði síðan bandið og pijónaði svo langsjöl og hymur, sem voru hreint listaverk. Ekki veit ég önnur dæmi slíks. Húsmóðir var tengdamóðir mín ýmsum öðrum fremri, enda þurfti hún lengi að stjórna stóru heimili af mikilli reisn. Ég kynntist því, að hún bjó til góðan mat, svo að af bar. Hún gat allt. Enginn var henni fremri. Kynni mín af tengdamóður minni eru mér minnisstæð. Ég mun alla tíð minnast hennar sem gáfaðrar konu, sem skaraði fram úr mörgum öðmm og var gædd höfðingslund og góðgirni, sem spruttu af göfugu og þroskuðu ættemi. Eftir að tengdamóðir mín missti maka sinn, Guðmund Bergsteins- son, sem var mikill hæfileikamaður og hélt uppi atvinnu og byggð í Breiðafjarðareyjum, fluttist hún til Reykjavíkur og hélt hús fyrir sig og tvo syni sína. Ég þakka tengdamóður minni fyrir góð kynni og ógleymanleg og allt gott á liðnum ámm. Sesselía Helga Jónsdóttir Þegar ég kynntist þeirri konu sem kvödd er í dag, Guðrúnu Jónínu Eyjólfsdóttur frá Flatey, hefur hún verið komin nokkuð á áttræðisald- ur. Þá gekk hún enn reist til sinna verka og lengi eftir það og allt fram um nírætt. Þegar hún lést hafði hún fyllt 102 árin. Þau síðustu var hún í Hátúni í góðri umönnun starfs- fólksins þar. Því em nú að lokum færðar sérstakar þakkir. Mætti það verða okkur öllum oftar þakkarefni hvemig þrátt fýrir allt er unnt að búa að öldruðu fólki hér á landi. Jónína Eyjólfsdóttir fæddist á Flatey á Breiðafirði 17. febrúar 1887. Hún var dóttir Eyjólfs Jó- hannssonar kaupmanns á eynni og konu hans, Sigurborgar Ólafsdótt- ur. Faðir Jónínu lést er hún var 13 ára og fór hún þá með móður sinni til Akureyrar. Þar dvöldu þær mæðgur um skeið í skjóli Ólafs Eyjólfssonar, bróður Jónínu, sem þá þegar stundaði verslunarstörf á Akureyri. Hann varð seinna skóla- stjóri verslunarskólans. Á Akureyri gekk Jónína í kvennaskóla í tvo vetur og stundaði auk þess nám í orgelleik hjá Magnúsi Einarssyni organista. 18 ára fór hún aftur vestur og varð nú kennari í tvo vetur í Svefneyjum og Hvallátrum. Eftir fyrsta veturinn í kennslu keypti hún sér orgel og dugði kenn- arakaupið nákvæmlega fýrir einu orgeli. Hún sagði mér frá þessu einu sinni og var létt yfir henni Blómastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ölt kvöld tii kl. 22,-einnig um helgar. þegar hún sagði þessa sögu. Seint á ápinu 1907 gekk hún að eiga Guðmund Bergsteinsson, lengi kaupmann og útgerðarmann í Flat- ey. Þar bjuggu þau allan sinn bú- skap í Ásgarði, stóm húsi sem var þá og áratugum saman eins konar hjarta eyjarinnar, miðstöð allra umsvifa á eyjunni. Þar stýrði hún húsi af skömngsskap. Er til þess tekið af öllum þeim sem hana þekktu hvílíkur höfðingi hún var í sjón og raun ekki aðeins meðan efnin vom mest heldur alltaf síðan. Einnig þegar hún bjó síðustu æviár- in á Vesturgötu 55 og seinna Grjótagötu. Þar sá á að fór höfð- ingskona sem Jónína Eyjólfsdóttir var. Guðmundur Bergsteinsson Iést 1941._ Eftir það stóð Jónína fyrir búi í Ásgarði í Flatey á annan ára- tug, er hún fór suður í vetrarvist, en sumram eyddi hún ásamt elsta syni sínum, Eyjólfi, og þeim yngsta, Guðmundi, vestur í Flatey meðan kraftar leyfðu. Hún hélt heimili í Reykjavík með þessum tveimur son- um sínum fram á tíræðisaldur. Tíu böm áttu þau Guðmundur og Jónína, eitt fæddist andvana og Bergsteinn náði aðeins að lifa fá- eina mánuði. Átta komust á legg og til fullorðinsára. Fá ár em síðan þeir dóu Eyjólfur og Guðmundur, en eftir lifa þau Kristín, Ólafur, Jóhann Salberg, Sigurborg, Regína og Erla. Jónína Eyjólfsdóttir kom mér ekki aðeins fyrir sjónir sem skör- ungskona; hún átti listamannseðli og listamannsnæmi. Hún var dálít- ill bóhem í aðra röndina. í ævisögu Árelíusar segir hann frá því að Jónína Eyjólfsdóttir hafi verið eins konar listráðunautur eyjarskeggja sem vildu fylgjast með því sem var að gerast í bókmenntum og listum. Bókakostur heimilisins var ótrúlega góður og framúrstefnulegur miðað við ísland þess tíma. Og tónlistin var partur af hinu daglega lífí; það kemur líka fram í bömum þeirra öllum og reyndar niðjum þeirra. Meðan tíminn rennur hratt fram gefa of fáir sér stundir til þess að spyija fullorðið fólk um fortíðina til að læra. Ég gerði það ekki held- ur og sé nú eftir því sáran að hafa ekki gefíð mér betri tíma til þess að spyija þessa konu og til þess að hlusta á hana. En hún var ein- mitt þeirrar gerðar að líf hennar vakti spurningar og forvitni. í fáein skipti fékk ég þó tækifæri til þess að inna hana fregna af liðnum tíma. Þær stundir eru góðar í endurminn- ingu minni. Ég var reyndar svein- stauli, 19 ára, þegar ég kom fyrst á heimili hennar sem fylgimaður dótturdóttur hennar og nöfnu. Ekki varð ég þess var að hún kæmi fram við dreng þennan öðmvísi en annað fólk; hún gerði sér áreiðanlega aldr- ei mannamun og lét sig einu gilda hvort til dyranna koma heldur hor- aður strákur að vestan eða stór- höfðingjar. Viðmót hennar var heil- steypt og það var gott að vera ná- lægt henni. Til er Ijósmynd tekin við Flatey af fólki mörgu um borð í bátnum Gusti. Myndin er tekin fyrir nærri 100 ámm. Framarlega í bátnum situr telpukorn, 5 ára eða svo. Það er Jónína dóttir kaupmannshjón- anna Eyjólfs og Sigurborgar. Nú er síðasti farþeginn í þessum báti farinn frá landi. Við sem enn emm í landi kveðjum þessa stúlku sem náði því að lifa í meira en eina öld, mestu sviptingatíma íslands- sögunnar. Svavar Gestsson t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Bjargi, Sandgerði, andaðist í Landspítalanum 29. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðalsteinn Guðmundsson, ingibjörg Hjörleifsdóttir, Ársæll Guðmundsson, ísabella Jónsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNMUNDUR ÓLAFSSON fyrrv. kjötmatsformaður, lést á heimili sínu föstudaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. apríl kl. 1 5.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Bústaðakirkju. Einar Hilmar Jónmundsson, Sigurður Rúnar Jónmundsson, Björk Sigurðardóttir, Harpa Sigurðardóttir, Sigurður Einarsson, Eyrún Einarsdóttir. t Faðir minn, afi og bróðir okkar, KARL GUNNLAUGSSON, Lynghaga 28, Reykjavík, andaðist á heimili sínu mánudaginn 10. apríl. Börkur Karlsson, Karl Trausti Barkarson, Jón Gunnlaugsson, Ottó Gunnlaugsson, Þórhalla Gunnlaugsdóttir. - ' ’ t Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA KARLOTTA KRISTJÁNSDÓTTIR, • Hrauntungu 58, Kópavogi, sem andaðist í Borgarspítalanum að morgni 29. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 11. apríl kl. 15.00. Karl Einarsson, Kristján Á. Bjarnason, Kristín Svelnbjörnsdóttir, Einar Karlsson, Sverrir Karlsson, Birgir Karlsson, Agnes Reymondsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Tómas Tómasson og bamabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FINNBOGA RÚTS VALDEMARSSONAR. Sveinn Haukur Valdemarsson, Hulda Jakobsdóttir, Auður Rútsdóttir, Elín Finnbogadóttir, Gunnar Finnbogason, Guðrún Finnbogadóttir, Sigrún Finnbogadóttir, Styrmir Gunnarsson, Hulda Finnbogadóttir, Smári Sigurðsson og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og fósturmóðir, ÞÓRHILDUR VIGFÚSDÓTTIR, Sölvholti, Hraungerðishreppi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtudaginn 13. april kl. 13.30. Jarðsett verður í Laugardælum. Þórður Jónsson, Vilborg Guðrún Þórðardóttir, Sólveig Vigdis Þórðardóttir, Bergur Ketilsson, Jón Þórðarson, Hjörleif ur T ryggvason, Sigfús Kristinsson, Gunnur Gunnarsdóttir. t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, VALDÍS ÞORGRÍMSDÓTTIR, til heimilis að Kleppsvegi 18, sem lést í Landspítalanum 2. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 12. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Gísli Jónsson, Jón Mýrdal Jónsson, Heiðbjört Dr. Jóhannsdóttir. Bróðir okkar, t DANÍEL STEFÁNSSON, múrari, Reykjahlið 14, Reykjavik, verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 14.00 miðvikudag- inn 12. apríl. Gunnar Stefánsson, Jón Hjörtur Stefánsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, BORGHILD ALBERTSSON. Dagný G. Albertsson, Birgir G. Albertsson, Borghildur Birgisdóttir, Gunnar F. Birgisson, Oddrún Jónasdóttir, Evlalía K. Guðmundsdóttir, Guðmundur A. Birgisson, Guðbjörg H. Birgisdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og dóttur, HELGU ÓSKARSDÓTTUR, Hvannalundi 17, Garðabæ. Ari Guðmundsson, Guðfinna Dröfn Aradóttir, Guðmundur Arason, Óskar Steinþórsson, Sævar Örn Arason Hörður Már Harðarson, Magnea Snorradóttir, Guðfinna Sigurðardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför RAGNARS SCHEVING JÓNSSONAR bifvélavirkja, elli- og hjúkrunarheimiiinu Grund. Kristjana Ragnarsdóttir, Tómas Sigurðsson, Kristin Svafa Tómasdóttir, Dísa Lind Tómasdóttir. t Þökkum innilega öllum er auösýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför VALDIMARS EYBERGS INGtMARSSONAR, Hverfisgötu 26, Hafnarfirði. Valný M. Benediktsdóttir, Kristján Valdimarsson, Kristfn Óskarsdóttir, Andri Kristjánsson, Ástheiður Guðmundsdóttir, Friðgeir Guðmundsson, Bragi Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.