Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 48
Swf'BWE 0SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ ÞEGAR MESTÁ REYNIR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. í gæsluvarðhald vegna nauðgunar: Hafði verið laus úr fangelsi í tæp- an sólarhring Afplánaði þá dóm fyrir nauðgun 28 ÁRA gamall maður var hand- tekinn snemma að morgni sunnu- dags grunaður um að hafa nauðgað konu um þrítugt. Maður þessi hafði á laugardag, tæpum sólarhring áður, verið látinn laus til reynslu úr fangelsi eftir að hafa afþlánað 18 mánuði af 2 'k árs dómi, sem hann hafði hlotið fyrir nauðgun. Hin meinta nauðgun átti sér stað í húsi í austurbænum á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins. Maðurinn hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 21. þessa mánaðar. -Samstaða á Alþingi uni kaup á Hótel Borg Kostnaður við breytingar 60 milljónir í Sameinuðu þingi í gærkvöld var lögð fram þingsályktunartil- laga af forsetum Alþingis og fyrstu varaforsetum þess e&iis að Álþingi veiti forsetum þingsins heimild til að leita samninga um - -%:aup á Hótel Borg. I samtali við Morgunblaðið sagði Guðrún Helgadóttir, forseti Samein- aðs þings, að hér væri um bráða- birgðalausn til nokkurra ára að ræða, því fyrr eða síðar þyrfti Alþingi að komast undir eitt þak með alla sína starfsemi. Guðrún kvað skipulega hafa verið unnið að þessu máli. Forsetar kusu flögurra manna nefnd til að kanna ástand hússins verð og hugsanlega nýtingu. Formaður nefndarinnar var Sigurður Þórðarson, vararíkisendur- skoðandi, Gunnar Pálsson, verk- fræðingur, Dan Wium fasteignasali, og Gunnar Ingibergsson, eftirlits- maður húsa Alþingis. Greinargerð nefndarinnar var kynnt fyrir þing- "Tíokksformönnum og síðan þing- flokkum og þeir beðnir um álit. Fjór- ir þingflokkar samþykktu einróma en í tveimur voru skiptar skoðanir. Ljóst var hins vegar, að mati Guðrún- ar, að þetta ýrði samþykkt. Hún vildi ekki tjá sig um verðhugmyndir, en varðandi nýtinguna sagði hún að þama yrði aðstaða fyrir 42 þingmenn og skrifstofur þeirra, bókasafn Al- þingis og tvo til þijú fundarherbergi fýrir allt að 60 menn. Gert er ráð fyrir að selja Skólabrú sem þykir óhentugt húsnæði. Áætlaður kostnaður við breytingar er um 60 milljónir og sagði Guðrún að breytingar miðuðu að því að auð- velt yrði framtíðinni að breyta húsinu aftur til gistihúsareksturs. Grímseyingar mokfíska Morgunblaðið/Rúnar Þór BJARNAREY EA frá Grímsey var að landa 10 tonnum af góðum fiski á Dalvík á laugardaginn. Grímsey- ingar hafa aflað mjög vel upp á síðkastið. Bjamarey landaði afla sínum hjá Fiskmiðlun Norðurlands því þar er betra verð að fá en heima í Grímsey. Orlofsferðir launþegasamtakanna: Samið við Flugleiðir um flug til Kaupmannahafiiar Fallið frá málshöfðun vegna verkfalls verslunarmanna Flugleiðir hafa samþykkt að falla frá málshöfðun gegn Versl- unarmannafélagi Suðurnesja, vegna framkvæmdar verkfalls félagsins í Leifsstöð í fyrra. Á móti samþykkir Alþýðusamband íslands og fímm aðildarfélög þess að vinnustöðvanir, sem koma niður á millilandaflugi Flugleiða, komi ekki til fram- kvæmda fyrr en í fyrsta lagi fjór- um sólarhringum eftir að al- mennt verkfall viðkomandi stétt- arfélaga hefst. í framhaldi af Alvarlegar viðræður loks komnar í gang - segir Páll Halldórsson, formaður BHMR Samninganefndir Bandalags háskólmenntaðra ríkisstarfs- manna og stjórnvalda hittust um miðjan dag í gær f fyrsta skipti frá þvi siðastliðið fímmtudagskvöld, er BHMR lagði fram gagntil- boð sitt, þar sem meðal annars er boðið upp á samning til þriggja ára. Neftadirnar ákváðu að setja niður smærri vinnuhópa til að fara yfír málin og þeir munu funda áfrarn í dag. í gærkvöldi ftandaði síðan sameiginleg samninganeftid BHMR. „Þetta var jákvæður og gagn- legur fundur. Ég held ég geti orð- að það þannig að það séu alvarleg- ar viðræður loks komnar í gang. Það er mikill áhugi á að leysa deiluna og við erum að reyna að koma okkur niður á sameiginleg- an grundvöll," sagði Páll Hall- dórsson, formaður BHMR, í sam- tali við Morgunblaðið um kvöld- matarleytið í gærkveldi. Indriði H. Þorláksson, formað- ur Samninganefndar ríkisins, sagði að á fundinum hefði verið farið yfir tilboð BHMR, sem lagt var fram fyrir helgi, lið fyrir lið. Að mati stjómvalda væri ekki grundvöllur til að gera samninga um launaliði til langs tíma, en hugsanlegt væri að endurskoða uppbyggipgu launakerfisins og ákveðna þætti þar til lengri tíma. Dýralæknafélag íslands bættist á miðnætti í hóp þeirra ellefu aðildarfélaga BHMR sem fyrir voru í verkfalli, en rúmlega tvö þúsund háskólamenntaðir ríkis- starfsmenn hafa verið í verkfalli frá því á fimmtudag. Þá er at- kvæðagreiðslu lokið í félagi há- skólakennara og verða atkvæði talin í dag. Kjörsókn var á bilinu 65-70%. Kosið er um verkfall, sem hefjast skal hinn 28. apríl, verði það samþykkt. Vinnuveitendur hafa óskað eft- ir mati Þjóðhagsstofnunar á því hvað samningar stjórnvalda og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja þýða fyrir hinn almenna vinnumarkað. Ekki er búist við samningafundi með Alþýðusam- bandi íslands fyrr en það mat ligg- ur fyrir, sem væntanlega verður í lok vikunnar. Alþýðusambandið verður með miðstjórnarfund á morgun, miðvikudag. þessu munu svo hefjast samn- ingaviðræður milli Samvinnu- ferða/Landsýnar og Flugleiða í dag um orlofsferðir launþega- samtakanna til Kaupmannahafta- ar. Um er að ræða 1.500-1.600 sæti en nánast var búið að ganga frá samkomulagi um þessar ferð- ir er fyrrgreind deila koma upp. Að samkomulaginu standa, auk Flugleiða, Verslunarmannafélag Suðurnesja, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Verkalýðs og sjó- mannafélag Keflavíkur og nágrenn- is, Verkamannafélagið Hlíf og Verkamannafélagið Dagsbrún. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði að verkalýðsfélögin hefðu nú viðurkennt sérstöðu milli- landaflugsins, með því að veita verkfallsfrest í fjóra daga, og það væri talið nægilegt tilefni til að gera þennan samning. Ágreiningur- inn, um það hveijir megi vinna í verkfalli, væri þó alls ekki úr sög- unni. Þegar Einar var spurður hvort samningar ASÍ við erlend flugfélög um orlofsferðir hefðu átt þátt í að þessi samningur var gerður, sagði hann svo ekki vera. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði að verkalýðsfélögin hefðu í gegnum tíðina tekið tillit til þeirr- ar viðkvæmu stöðu, sem væri í millilandafluginu. ASÍ hefði frá upphafi talið, að eðlilegast væri að aðilar gerðu samkomulag um það hvernig farið væri með vinnudeilur. Þarna væri slíkt samkómulag gert um að Flugleiðir fengju ákveðið svigrúm eftir að verkfall skylli á, og þetta væri skynsamleg ráðstöfun af hálfu beggja aðila. Gunnar J. Friðriksson formaður VSI sagði að Vinnuveitendasam- bandið harmaði að Alþýðusamband- ið hefði ekki viljað láta þetta mál ganga sína leið fyrir dómstólum. Skoðun VSÍ væri óbreytt, að um ólöglegar aðgerðir hefði verið að ræða gegn Flugleiðum, í verkfalli verslunarmanna í fyrra. Hins vegar hefðu Flugleiðir talið sig sig hafa hag af þessum málalokum og VSÍ hefði ekki getað haldið málinu áfram gegn vilja umbjóðanda síns. Launþegasamtökin sömdu við danska Stirling-flugfélagið um leiguflug til Kaupmannahafnar, eft- ir að deilan við Flugleiðir kom upp. Helgi Jóhannsson forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar, sem séð hef- ur um orlofsferðimar, staðfesti að upp hefði komið vafi af hálfu Stirl- ing um hvort flugfélagið gæti stað- ið við samninginn um leiguflugið. Hins vegar hefði annað danskt flug- félag, Merc Air, verið tilbúið til að taka að sér leiguflugið, en nú kæmu Flugleiðir aftur inn í myndina. Helgi sagðist eiga von á að samningarnir við Flugleiðir myndu taka mjög skamman tíma enda væri grund- völlur þeirra þegar til staðar frá í vetur. Helgi sagði að er þeir slitu samningaviðræðunum var farið að ræða verðhugmyndir. Ásmundur Stefánsson sagði um þetta, að nú væri ekkert því til fyrir- stöðu að skipta við Flugleiðir í sam- bandi við orlofsferðirnar, og sér þætti það raunar æskileg niður- staða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.