Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 23 Bandarísk skýrsla um utanríkismál: Ekki róttækar breytingar á afstöðunni til Sovétmanna Washington. Reuter. I SKÝRSLU, sem leyniþjónustan og sérfræðingar Bandaríkjastjórnar í utanríkismálum hafa tekið saman, er lagt til, að engar meiriháttar breytingar verði á afstöðu Bandaríkjastjórnar til sljórnvalda í Kreml. Er George Bush forseta ráðlagt að hafa á sér fullan andvara gagn- vart Sovétmönnum og reyna um leið að taka í sínar hendur frum- kvæðið á alþjóðavettvangi. Innilegt þakklœti til þeirra Jjölmörgu er minnt- ust mín með símleiðs viðtölum, heimsóknum, góðum gjöfum og heillaskeytum í tilefni 90 ára afnœlis míns 5. apríl sl. Jón Sigurðsson, Htepphólum. „Stórveldi eins og Bandaríkin ber að forðast skyndilegar stefnubreyt- ingar,“ sagði Brent Scowcroft, ör- yggismálaráðgjafi Bush, í sjón- varpsviðtali á sunnudag. „Þessar tillögur okkar eru þó ekki fullmót- aðar eða endanlegar og því hafa engar stefnumarkandi ákvarðanir verið teknar enn.“ Scowcroft sagði ennfremur, að enn væri ekki fullljóst hvort Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi stefndi að raunverulegum breytingum í Sov- étríkjunum og nefndi, að Banda- ríkjastjórn væri ánægð með brott- flutning sovéska hersins frá Afgan- istan en ekki með afstöðu Sovét- stjórnarinnar til málefna Mið- Stjórnvöld í Eistlandi: Hyggjast einnig bera fram frekari sjálfstæðiskröfiir á hendur Kremlverjum Moskvu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Sovétlýðveldinu Eistlandi hafa kynnt drög að nýjum áætlunum þar sem kveðið er á um róttækar efnahagsum- bætur og aukið sjálfsforræði inn- an Sovétrikjanna. Drögin verða lögð fyrir eistneska Æðsta ráðið, þing landsins, i næsta mánuði en margir telja að líkur séu nó á nýjum deilum milli Kremlverja og stjómarinnar í Tallinn. í nóv- ember síðastliðnum samþykkti eistneska þingið að það hefði neitunarvald gagnvart lögum sem samþykkt væm í Æðsta ráði Sovétríkjanna í Kreml en Kreml- veijar sögðu samþykktina stang- ast á við stjórnarskrána. Tillögur eistnesku stjórnarinnar gera ráð fyrir því að ýmiss konar sjálfstæður atvinnurekstur verði gerður löglegur en ekki er búið að fastákveðá takmörk á umfangi rekstrarins og fjölda starfsmanna í slíkum fyrirtækjum. Leiðtogar Eystrasaltslandanna þriggja, Eist- lands, Lettlands og Litháens, hafa gagnrýnt efnahagsumbætur Sovét- stjórnarinnar og bent á að sam- kvæmt þeim verði allur þungaiðnað- ur áfram háður miðstýringarvald- inu í Moskvu og einstök Sovétlýð- veldi fái aðeins takmarkað vald yfir eigin fjárlögum. Eistlendingar ráð- gera að láta allt jarðnæði samyrkju- og ríkisbúa í hendur sjálfstæðra bænda, koma á fót ráðuneyti er takmarki innflutning fólks frá öðr- um hlutum Sovétríkjannna og jafn- framt að náttúruauðæfi landsins verði lýst eign lýðveldisins en ekki sameign allra Sovétríkjanna. í drögunum er borin fram sú krafa að Eistlendingar fái að gera sjálfstæða samninga við alþjóðlegar stofnanir. Lofað er að undirbúin verði löggjöf um sérstakan, eist- neskan ríkisborgararétt en horfið frá kröfum um sjálfstæðan gjald- miðil. í staðinn fá landsmenn sér- staka skömmtunarmiða er munu verða notaðir að verulegu leyti sem peningar. Fyrirhuguð er nýjung án fordæmis í Sovétríkjunum; Eist- lendingar verða framvegis að fylla út skattaskýrslur. Indrek Toome, forsætisráðherra Eistlands, sagði nýlega í sjónvarps- -Hiofaeóio'iffsxl tubfiitnify j-o cxno .vojisyíí núl .imlaoM i Taa.incntí BMW 3161 FYRIR ÞÁ SEMGERA MIKLAR KRÖFUR. Bíiaumboöiö hf BMW einkaumboð á íslandi Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 .Apglýsinga- síminn er 2 24 80 hann hitti Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, að máli í Moskvu um miðjan maí. Ameríku. Þar hefði engin breyting orðið á. Sovétmenn hafa gagnrýnt Bush og stjórn hans fyrir að vilja ek'ki setjast strax að samningaborði um afvopnunarmál en James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudag, að þessar að- finnslur væru út í hött. „Við höfum lagt á það áherslu frá upphafi, að við ætluðum ekki að hrapa að neinu. Við erum nú að vinna að endurskoð- un utaníkisstefnunnar og munum taka til við samninga þegar við er- um tilbúnir til,“ sagði Baker en fyrir mánuði skýrði hann sovéskum stjórnvöldum svo frá, að hann vildi ræða um samskipti ríkjanna þegar Allur samyrkjubú- skapur lagður niður viðtali að þótt umbætur Sovét- stjórnarinnar vísuðu fram á við þá gengju þær of skammt og allt of hægt fyrir sig. Eistneskur blaða- maður fylgdist með er forsætis- nefnd eistneska þingsins og ríkis- stjórnin samþykktu umbótatillög- urnar og sagðist vart hafa trúað eigin eyrum eða augum. „Þetta er risaskref fram á við. Nú eigum við eftir að sjá hver viðbrögðin verða í Moskvu.“ . Úí> ,->1 ð&iaö lo BENIDORM HVITA STRÖNDIN féeúrf (féctý c dá£c*ut V)PP' seW 5. . þPR'1 i \ 5. »31. MAÍ !■ NVÁl \ 21 JUNÍ I 2.123. JULI WIÁGÚST /•"IIÁGÚST * _ *________í kstpi. 4. OKT. 1 i 25l | OKT. j ÓDÝRAR VOR- OG SUMARFIRDIR! Losaðu þig við vetrarslenið og komdu með í apríl- og maíferðirnar okkar í sólina og sandinn á Benidorm. Hjá okkur er sveigjanleiki í ferðalengd og veröi. 8. apríl — 22 eða 53 dagar 15. apríl — 16 eða 46 dagar 22. apríl 10 eða 39 dagar 5. maí — 27 dagar 13. maí — 19 dagar 20. maí — 12 dagar Góðar og glæsilegar íbúðir með dagstofu, svefnherbergi, eldhúsi, baði og góðum svölum. Gemelos I — Vinsælasta gistingin á Benidorm síðustu árin. .Sérstaklega vel staðsett við ströndina. Evamar - Nýtt íbúðahótel. Öll útiaðstaða sérstaklega góð. Þar er alltaf eitthvað um að vera. Mediterraneo - Giæsiieg, splunkuný gisting á besta stað á Benidorm. Fararstjóri á Benidorm er Signý Kjartansdóttir, sem er öllum hnútum kunnug. Hugsaðu þig ekki lengi um, því nú fyllast ferðirnar óðfluga. Fáðu upplýsingar hjá okkur, því við gjörþekkjum Benidorm. Reynsla og þekking í fyrirrúmi. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVIKUR Aðalstræti 16, Reykjavík, SÍMI 621490 kiXB / mUBlUT • jj OgUIJitíU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.