Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 7. MAÍ 1989 MATUR OG DRYKKUR//W er samnefnarifyrir tannhreinsun, lostavaka, œbakölkun ogmargvíslegan mat ogdrykkf Skumin brotin LOÐVÍK XIV sólkonungur át gjarnan harðsoðin egg til að hreinsa tennurnar eftir að hafa innbyrt Qórar tegundir af súpu, sykur- hjúpaða fasana í fjólurótarsósu, akurhænu með moskusósu, ávexti og sitt hvað fleira, enda reyndust þarmar hans tvöalt lengri og sverari en vísitöluþarmar þegar hann var krufinn; sexmaníakinn Casanova svolgraði í sig nokkrum hráum eggjum jafiivel eftir að hafa snætt málsverð sem sæmt hefði sólkonungnum — þegar hann bjóst til stórafreka á kynlífssviðinu, enda voru hrá egg löngum talin efla kyngetu manna; (ég hefði frekar haldið að þau hefðu þveröfúg áhrif, þ.e. að kólesterólhvati þeirra hægði á blóðsreymi til allra útlima með pínlegum afleiðingum fyrir tiltekinn lim ...); þá þykir víst ýmsum hrá egg afar lostavekjandi í ástarleikjum, samanber kvikmyndina 9A vika. Já, það er margt sem er eggjandi. Vísast þurfa þó fæstir á eggjum að halda við tannhreinsun og ástarlíf og reyndar er vel hægt að komast af án þeirra; þau eru býsna kólesterólaukandi (þ.e. rauðumar) og því er ágætt að setja sér þá reglu að borða ekki nema þijú egg í viku. En þau eru nú samt nauð- synleg í ýmsu samhengi. Og góð. í nafni sann- girninnar er og rétt að taka fram að egg innihalda aðeins 12% af mettuðum fitusýr- um. Aftur á móti inniheldur smjör um 80% og kjöt upp undir 50%. „Galdurinn" við eggjakökur og frauð Margir standa í þeirri trú að það þurfi að beita galdri til að fá eggja- kökur eða frauð — soufflé — til að heppnast, en það er eins og hver önnur vitleysa. Að vísu má almennt segja um egg að maður þurfi að sýna þeim meiri aðgát en t.d. hinum harðsoðnu kartöflum, en samt sem áður . .. „Galdurinn" við eggjafrauð er einna helst sá að fara ekki of nákvæmlega eftir uppskriftinni og ekki búa til stærri skammt en handa sex í einu. Og eggjakökur eru ágætlega viðráðanlegar sé pannan með sæmilega þykkum botni. Þið þeytið saman tvö egg þar til þau freyða lítillega. Á meðan hitið þið steypu- jámspönnu og bræðið á henni 2 msk af smjöri. Þegar það fer að taka lit hellið þið eggjunum út í og steikið við sæmilegan hita, bijó- tið eggjakökuna á meðan að miðja hennar er enn rök, saltið hana og borðið samstundið. Búið bara aldr- ei til eggja köku úr fleiri en sex eggjum í senn. Nú, svo fyllið þið hana að vild, með steiktum tómöt- um, skinku, sveppum, spínati, osti, afgöngum af kjöti, fiski eða græn- meti. Hveiju sem er. Nánast. Hrærið t.d. rifnum osti saman við eggin áður en þið steikið þau, eða kryddjurtum. Og prófið endilega „omelette confiture", þ.e. eggja- köku með sultu sem er indælis eftirréttur. Þá steikið þið eggja- kökuna eins og að framan greinir, brjótið hana saman utan um slettu af uppáhaldssultunni ykkar, stráið sykri yfir og borðið sjóðandi heita. Þá eru-eggjasamlokur upplagð- ar á hlaðborð, í útilegur, sem nátt- verður eða í nestispakkann. Til dæmis þessar: í tólf samlokur þarf eftirfarandi: Saxið sex harðsoðin egg smátt, hrærið saman við þau 6 msk af majónesi, 6 msk af ijóma- skyri, 1 msk Dijonsinnepi, bragð- bætið með salti, pipar, karrý, vínediki og miklum karsa. Smyijið blöndunni á tólf brauðsneiðar. Leggið þær saman tvær og tvær, pakkið samlokunum inn í rakt viskustykki og látið standa undir fargi í a.m.k. tvo tíma. Svo má t.d. nota egg sér til uppvakningar: á morgnana og fram eftir án áfengis, á kvöldin með áfengi, fyrir nú utan í bakstur- inn, salötin, ofnréttina og eftirrétt- ina, samaber eftirfarandi upp- skriftir. 1. Hanagal 1 egg 2 msk flórsykur eftir Jóhönnu Sveinsdóttur 3-4 dl appelsínusafi nokkrir ísmolar Hrærið egg og flórsykur kröft- uglega saman, gjarnan í hræri- vél. Deilið í tvö glös, hellið 1/2/2 dl af appelsínusafa í hvort glas og setjið 2—3 ísmola út í. 2. Hanagal 1 egg 3 msk sykur 1-2 msk sítrónusafi 2 dl vatn Þeytið egg og sykur vel sam- an, bætið þá sítrónusafanum út í. Hitiö eplasafa og vatn í potti. hellið eggjahrærunni í tvö glös og jafnið síðan heitum vökvanum saman við. Eggjapúns 2 dl púrtvin eóa sjerri 2 dl sjóöandi vatn 2 egg 2 tsk hunang Þeytið saman egg og hunang, hrærið þá vatninu saman við og að lokum víninu og hellið í tvö glös. Japansk eggjasalat Fallegur forréttur handa íjórum. 200 g túnfiskur 3 mandarínur (eða litil dós afnió- ursoónum) 4 harösoóin egg 50 g fylltar ólífur. Sósa: 2 msk ólifuolia 2 msk sítrónusafi 2 msk sojasósa salt og pipar steinselja Látið drjúpa af túnfisknum og ólífunum. Skerið eggin í sneiðar, losið túnfiskinn í litla bita og sker- ið ólífurnar í þunnar sneiðar. Blandið þessu saman í skál. Hrærið saman olíu, sítrónu- safa, sojasósu, saltið og piprið og hellið yfir salatið. Látið standa í ísskáp í a.m.k. 10 mínútur. Setjið salatið í fjórar skálar, gjarnan úr gleri, og skreytið með steinselju. Ofnbökuð egg í þennan rétt má t.a.m. nota ýmsa afganga. Uppskrift handa Qórum. 2 dl saxað, soöió grænmeti, t.d. púrrur eöa spínat smávegis af rækjum, nautatungu eða skinku '/2 dl rjómi . salt, pipar og múskat 4 egg u.p.b. 1 dl. rifinn ostur Hrærið grænmetinu saman við SUMARTIMI Frá 8. maí til 18. september verður heildversl- unin opin: mánud.-fimmtud. frá kl. 8.30-16.30 Föstudaga frá kl. 8.00-16.00 HUV HALLDÓR JÓNSSON /VOGAFELL HF Ódýrt sumarleyfí 600.- á dag. Vió bjóóum tvö yndisleg, vel búin sumarhús (samliggjandi) í Danmörku. Hvorthús tekur 6/8 manns. Húsin eru á fögrum stað á Fjóni, þarsem Dan- irnireiga sjálfirsín sumarhús (ekki ferðamanna- þorp) með bestu baðströnd Danmerkur á aðra hönd og friðaðan skóg með miklu dýralífi á hina. Það erstutt íallaráttir, Kaupmannahöfn, Jót- land (Legoland) og Þýskaland. Leigan á mann erca. 600.- á dag (miðað við 6 íhúsi), þannig að vikan kostar 4.200,-plús flug sem er frá 11.600 til 20.600 eftir möguleikum. Sé um langtímaleigu, t.d. starfsmannafélög, er hægt að gefa verulegan afslátt. Athugið að húsin eru rafhituð með tvöföldu gleri þannig að hægt erað búa þar mestallt árið. Einnig er hægt að leigja bíla fyrir dkr. 200.-á dag, ótakmarkaður akstur. Vinsamlega sendió nöfn, heimilisföng og síma í pósthólf 1037, 121 Reykjavík, eóa hringió ísíma 91-17678. SÁLARFRÆÐI/Z> hœgt ab koma í vegfyrir andlega hrómunf Svo lengi lærir sem lifir Talsvert er rætt og ritað í seinni tíð um aldraða og málefni þeirra — eða „eldri borgara“ eins og snyrtilegra þykir að orða það. Stofnuð eru samtök og landssamtök og ýmsum nýmæl- um hrundið af stokkunum. Þetta er að sjálfsögðu þarft og gott og skyldi síst lasta. Eitt af því sem oft ber á góma er nauðsyn þess að þeir sem rosknir eru orðnir hugi vel að líkamsheilsu sinni. Þar á meðal er lögð áhersla á að aldrað fólk stundi reglulega líkamsæfingar eða þjálfun, göngu- ferðir, sund, léttar leikfimisæfingar o.fl. Hætta er á að líkaminn stirðni um of án þessa og ellin sæki fastar á og geri fólki lífið leitt. Þetta er hveiju orði sannara. Á hitt er sjaldnar minnst að fleira getur stirðnað en vöðvar og liða- mót. Andleg hæfni manna kann einnig að stirðna, dofna og sljóvg- ast, ef ekki er undir þann leka sett. Þeir sem lengi hafa lifað í sama fari, stundað sama starfið um ára- bil, lítið lesið (annað en léttmeti), lítið sem ekkert spreytt sig á við- fangsefnum sem reyna á hugann, verða sljóir með tímanum. Menn kalla þetta að líkindum ellimerki, en í raun er það fremur öðru afleið- ing þjálfunarleysis hliðstætt því sem er um. líkamann. Og aiveg eins og er um kroppinn er hægt að tefja eða koma í veg fyrir andlega hrörn- um með réttum aðgerðum. Til þess að halda sér andlega vakandi og við fulla hæfni má maðurinn í raun aldrei hætta að læra. Hann þarf sífellt að sækja á brattan í glímu við andleg viðfangsefni. Ekki skipt- ir meginmáli hvað það er, sem hann fæst við. Af nógu er að taka og margt í boði, hvort sem fólk vill iðka slíkt eitt síns liðs eða á nám- skeiðum og í annarri kennslu. Höf- uðatriðið er að viðfangsefnið höfði til nemandans, sé honum ánægju- auki og reyni eitthvað á hann. Sumt roskið fólk og gamalt er haldið þeirri firru að það geti ekki lært lengur. Það gleymi öllu jafnóð- um. Yfirleitt er þetta vitleysa sé fólk á annað borð heilt heilsu. Oft- ast þarf þó viðkomandi að fara hægt af stað, gæta þess að reisa sér ekki hurðarás um öxl, átta sig vel á undirstöðuatriðum og rifja oft upp fyrir sér meðan hann er að þjálfast og ná tökum á viðfangsefn- inu. En svo tekur hann að síga æ fastar á. Og sígandi lukka er best, segir máltækið. Orð er á því gert að þeim sem er í góðri líkamsþjálfun og vel á sig kominn líði mun betur en ella. Þetta á ekki síður við um þann sem legg- ur rækt við þjálfun vitsmuna sinna, eykur þekkingu sína, dýpkar hugs- un sína og skilning. Það eykur ekki aðeins vellíðan, heldur fær tilvera mannsins merkingarfyllra inntak, verður tilgangsríkari og auðugri á alla lund. Fátt vinnur betur gegn þeirri einmanakennd, sem sögð er algengur fylgifiskur ellinnar, en ástundun andlegra hugðarefna. eftir Sigurjón Bjömsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.