Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR aUNNUIIAGUU 7. MAl 1989 lC ?29 Stefán Ogmunds- son - Kveðjuorð Ég hafði óttast að Stefán Ög- mundsson kveddi okkur fyrr en í raun gerðist. Hann hafði barist við alræmdan sjúkdóm í mörg ár en vágestur sá sigrar manneskjuna jafnan að lokum. Vitaskuld glödd- umst við gamlir og nýir samstarfs- menn og vinir Stefáns yfir þessari seiglu, en hún var í góðu samræmi við skaphöfn bóndasonarins af Grímsstaðaholtinu er helgaði ævi sína málstað lítilmagnans og verka- lýðsstéttarinnar bæði hér heima og úti um löndin. Því Stefán sá óvenju- lega vítt • yfir allt frá æskuárum sínum. Svo lengi sem ég þekkti til hans og hafði spurnir af var hann á sífelldum ferðalögum eftir því sem ástæður leyfðu og sóttist eftir að kynnast nýjum hugmyndum og sann- anlega lifandi fólki. Ég kynntist Stefáni fyrst vorið 1961 — gott ef ekki var á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní — þegar við vorum báðir skikkaðir til að taka sæti í stjórn Listasafns Alþýðusambands íslands, hann sem fulltrúi Alþýðu- sambandsins en ég tilnefndur af stofnandanum Ragnari Jónssyni. Fyrstu árin hittumst við tæplega nema á stjórnarfundum eða þegar efnt var til sýninga endrum og sinn- um á hinni einstæðu gjöf Ragnars og ijölskyldu hans. En svo gerðist það einn góðan veðurdag haustið 1969 að höfundur þessara orða var beðinn að taka að sér daglega starf- ið á Laugavegi 18. Einmitt um þær mundir lögðu menn smiðshöggið á stofnun menningar- og fræðslusam- bands íslenskrar verkalýðshreyfmg- ar. Stefán var kjörinn fyrsti stjórnar- formaður þess og satt best að segja get ég ekki komið auga á neinn ann- an sjálfsagðari í embættið á þeirri tíð. Hann var í huga mínum og fjöl- margra annarra óumdeilanlegur menningarleiðtogi fólksins sem kennir sig við verkalýð í landi okkar — vel að merkja innan hreyfingarinn- ar sjálfrar: sívökull, hafði söguna og fortíðina „í hendi sér“ og aldrei á því að slá af kröfunum til menning- arlífs, þótt menn væru að beijast fyrir efnalegri tilveru sinni. Að þessu leyti virðist hann hafa átt samleið með ýmsum merkustu sósíalistum aldarinnar. 'Það æxlaðist svo til að samstarf okkar Stefáns varð fljótlega náið í húsakynnum Listasafnsins og MFA að Laugavegi 18. Hann ýtti mér smámsaman út í með lagni að ann- ast fleiri og fleiri störf fyrir fræðslu- sambandið því að hér þurfti að mörgu að hyggja frá upphafi: annast dag- legan rekstur svo sem fjármálin, bréfaskriftir innlendar og erlendar, bókhald sem var handfært í þá daga, undirbúa námskeið og fundi í fræðslusalnum sem nú var fullbúinn og notaður jafnframt til listsýninga, hafa samband við verkalýðsfólkið, ekki síst utan Reykjavíkur. Síðan bættust fjölmörg atriði á þennan umræðu- og framkvæmdalista svo sem vísir að félagsmálaskóla. Ég var í fyrstu dálítið feiminn við að taka að mér störfin sem sum hver að minnsta kosti kröfðust allnáinna kynna af verkalýðshreyfingunni en Stefán gerði sem minnst úr því og hélt að ég yrði fljótur að átta mig í framandlegu umhverfi. Á því varð nokkur bið að Stefán kæmi sjálfur til launaðra starfa hjá menningar- og fræðslusambandinu. Ýmsir tortryggðu hann fyrst í stað vegna þess orðspors sem af honum fór sem byltingamanns og sósíalista af gamla skólanum. Sú tortryggni átti síður en svo við rök að styðjast. Stefán beitti samstarfsfólk sitt hvorki pólitískri ýtni né klækjum. Þótt hann héldi hugsjónaeldinum lif- andi innra með sér og þeytti slitrum hans út á milli tannanna endrum og sinnum var hann þó fyrst og fremst raunsæismaður í viðkynningu og starfi með félögum sínum. Faglegu efnin, menningarmiðlunin, verka- lýðsfræðslan í víðasta skilningi þess orðs var honum heilagt baráttumál og þar kom stjórnarfólkið af vinstra, mið og hægra kantinum fullkomlega til liðs við hann í allstrembinni sókn á frumbýlisárunum. Þessa jákvæða andrúmslofts innan stjórnarveggj- anna nutum við starfsmennirnir í ríkum mæli, Baldur Óskarsson og Tryggvi Þór auk undirritaðs. Samstarf okkar Stefáns Ög- mundssonar stóð á tíunda ár meðan við báðir fjölluðum um málefni Lista- safnsins og MFA. Lengi sátum við andspænis hvor öðrum á sömu skrif- stofunni á sjöttu hæðinni á Lauga- vegi 18 þar sem Alþýðusambandið hafði bækistöðvar ásamt hliðarstofn- unum sínum er voru að vaxa úr grasi. Stefán lagði áherslu á þetta fyrirkomulag og ég man vel að ég var dálítið uggandi um að við trufluð- um hvor annan við afgreiðslu dægur- málanna. En þegar til kom reyndist þetta vera hin besta aðferð til að leysa ýmiskonar vanda eins fljótt og vel sem kostur var eftir símtal, við- ræður úti í bæ eða kannski rabb við ASI-fólkið. Þetta vissi hinn lífsreyndi og félagsklóki maður en honum var ef til vill ekki eins ljóst að um leið var hann að uppfræða mig um mikils- verða hluti sem hvorki var að finna í umræðum á ráðstefnum né bókum eða tímaritsgreinum. Ég fylgdist í hálfgildings laumi með því hvemig hann samdi ræður sínar og erindi og gat ekki komst hjá því að upp- götva að sumar hápraktískar hliðar þeirrar athafnar voru sprottnar úr starfi hans sem prentara. Stundum bað hann mig um að lesa yfír ritsmíð- ar sínar og óskaði eftir að ég gerði við þær athugasemdir. Stefán var prýðilega ritfær maður eins og ætt- menni hans fleiri. Hann flutti mál sitt sköruglega, allt að því hátíðlega á stundum. Yfirleitt var hann þolin- móður og sanngjam í málflutningi en snerist til varnar og beittrar sókn- ar þegar honum fannst málatilbúnað- ur öfugsnúinn og aðferðir ódrengi- legar. Stefán hafði gjarnan mörg járn í Guðrún Jónsdóttir Fosskoti - Kveðjuorð Fædd 1. október 1904 Dáin 20. apríl 1989 Við viljum með örfáum orðum minnast ömmusystur okkar Guð- rúnar Jónsdóttur frá Fosskoti í Miðfirði. Við kynntumst henni fyrst er hún flutti til Hafnarfjarðar árið 1965 ásamt Jóni bróður sínum. Þau bjuggu fyrst í kjallaranum hjá afa okkar og ömmu að Hverfisgötu 13b. Síðar fluttu þau að Álfaskeiði 1 en Jón dó árið 1971. Guðrún eða Gunna frænka eins og við ávallt kölluðum hana var einstaklega góð kona og gott að sækja hana heim. Ófáar ferðirnar fórum við til hennar, sérstaklega er leið lá heim úr skólanum. Hún var dugleg að vinna í höndunum, sérstaklega við pijónaskap og vom þeir ómissandi vettlingarnir frá Gunnu frænku. Gunna kom úr sveit en er á mölina var komið breyttist ekki hennar lífsstíll. Hún lagði ekki mikið upp úr veraldlegum gæðum en mótaði heimili sitt og umhverfi sem henni var einni lagið. Alltaf var hægt að sjá gömlu góðu sveita- siðina, hvort heldur sem það var innandyra eða utan. í raun var al- veg einstakur blær í kringum allt hjá Gunnu frænku sem við systurn- ar upplifðum á sérstakan hátt og þykir okkur vænt um að hafa feng- ið að kynnast henni. Er það ekki hvað síst fóður okkar, Baldri Jóns- syni, að þakka, því að hann var mjög umhyggjusamur í hennar garð og reyndist henni sem besti sonur. Við kveðjum Gunnu frænku eldinum. Á skrifstofunni gat ég ekki komist hjá að fylgjast með því hversu félagsmál prentarastéttarinnar voru honum hjartfólgin. Raunar tók hann þátt í þeim af lífi og sál þegar til átaka dró, til að mynda við stjórnar- kjör og var víst aldrei í vafa um hvorumegin hann ætti að standa í baráttunni. Það er athyglisvert hversu þétt hann studdi við bakið á ungu og álitlegu fólki, hvatti það til dáða og valdi það til forustustarfa úr stórum félagshópi. Sjaldap skjátl- aðist honum í þeim efnum. Á meðan austur-þýska Alþýðulýðveldið naut ekki viðurkenningar sem sjálfstætt ríki sótti hann það heim með jöfnu millibili og studdi það af ráðum og dáð. Þegar líða tók á vorið var það segin saga að Stefán fór að garfa í undirbúningi Eystrasaltsvikunnar, svara bréfum sem aðrir höfðu trass- að og tala við einhveija menn í Kaup- mannahöfn. Og áður en margir tímar voru liðnir var búið að hnýta endana traustlega saman. Ég hef enn ekki minnst á tvo lífræna og skemmtilega þætti í sam- skiptum okkar Stefáns Ögmundsson- ar: Annar snertir það er stjómir MFA og Listasafnsins ákváðu að rugla saman verkalýðsfræðslu og listsýn- ingum og leiksýningum af ýmsu tagi. Við fórum um Suður- og Vestur- landið allt vestur á ísafjörð með gild- um flokki manna og boðuðum til vinnustaðafunda af líku tagi í höfu- borginni. Hér var Stefán í essinu sínu. Hann þekkti ýmsa forustumenn verkalýðsfélaganna í kaupstöðum og kauptúnum og tengdist öðrum með ítarlegum símtölum áður en af stað var haldið. Og þegar kom á áfanga- stað var hann óspar á að miðla við- stöddum af reynslu sinni og þekk- ingu. Ég held að þessi tilraun hafi að ýmsu leyti brotið ísinn í menning- arviðleitninni. Hinn þátturinn voru utanlands- ferðirnar. Tengsl MFA við fræðslu- sambönd verkalýðsfélaganna á hin- um Norðurlöndunum gerðu það að verkum að um 1970 hófust alltíðar ferðir fulltrúa héðan að heiman á fundi og ráðstefnur í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Fyrst í stað var þetta samstarf heldur laust í reipunum en breyttist eftir því sem árin liðu í norræn verkefni og um- ræður sem allir töldu sig hafa hag og gagn af. Við Stefán lentum sam- an í slíkum ferðum oftar en einu sinni og þá kynntist ég nýjum hliðum skapgerðar hans og fortíðar. Hann hinstu kveðju. Guð fylgi henni. Sólveig, Hafdís og Snædís sagði mér af ævi sinni, menningar- heimilinu á Hólabrekku, þar sem al- vörubókmenntir voru ræddar í eld- húsinu um leið og sögumar komu út. Hann sagði mér frá tímaritinu Perlum sem hann stofnaði og gaf út ásamt öðrum árið 1930 og förinni til Rússlands aðeins nokkrum árum eftir byltinguna. Hann rifjaði upp gamlar hugmyndir sínar og nýjar um manneskjulegra þjóðfélag og sagðist aldrei hafa lagt sig mjög fram um að nema kennisetningar sósíalismans eða fara blint eftir þeim. Trú hans á framtíðarríkið byggðist að lang- mestu leyti á reynslu hans sjálfs á íslandi kreppunnar, heimsstyijaldar- áranna og kalda stríðsins. Eftir þessi samtöl okkar skildi ég betur en áður að hann hafði kosið sér að vera í minnihluta í stað þess að slá af kröf- unum og stefna á pólitískan frama eins og honum hefði verið í lófa lag- ið. Kannski var það gæfa hans að sleppa að talsverðu leyti við þras á æðstu stöðum en leggja þeim mun meiri skerf til menntunar- og menn- ingarmála verkalýðsstéttarinnar og þar með þjóðar okkar í heild. Ógley- manleg er mér ferð okkar til Finn- lands árið 1972, að ég held. Við Norðurlandabúarnir hittum þá Sov- étmenn að máli og ræddum um fræðslu og menntun alþýðu manna á býsna breiðum grundvelli. Tjáning- arfrelsið bar einnig á góma en ósköp er ég hræddur um að margt hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá ráðstefnugestum eins ogjafnan verð- ur þegar menn geta ekki talað milli- liðalaust hver við annan. Á undan sendu hinir ágætu gestgjafar okkur til borgarinnar Kuopio í Mið-Finn- landi og þar lifðum við í góðum fagn- aði, ræddum saman og fræddumst, skoðuðum verkalýðsskóla og stofn- anir og blönduðum geði, stundum langt fram eftir nóttunni. Bæði þá og síðar undraðist ég bæði andlegt og líkamlegt þrek Stefáns. Hann þuífti stundum að halla sér en spratt svo upp eins og fjöður til nýrra átaka. í Kuopio hrifumst við mjög af safni rétttrúnaðarkirkjunnar. Gripirnir þar og klæðin sameinuðu dýrðlega list og fagurt handbragð. Stefán Ögmundsson prentari var fyrir margra hluta sakir óvenjulegur og ógleymanlegur maður. Hjörleifúr Sigurðsson Stefán Ögmundsson prentari an- daðist að kvöldi 2. apríl 1989, 89 ára að aldri. Ég sá Stefán síðast á fundi herstöðvaandstæðinga í Há- skólabíó þennan sama dag. Á glæsi- legum fundi var þess minnst áð 40 ár voru liðin frá þeim atburði að Islandi var þröngvað inn í hernaðar- bandalagið NATO. Stefán var með- al þeirra sem hlutu dóma fýrir mótmæli 30. mars 1949 gegn inn- göngunni í NATO. Fyrir mér 11 ára unglingnum og fjölmörgum öðrum varð hann hetja, eins og aðrir þeir sem þá stóðu á rétti þjóð- arinnar gegn þeim landsölusamn- ingi. Þjóðin átti líka eftir að sýkna þessa menn, og dómsvaldið heyktist á að framfylgja ranglátum dómum sínum. Síðan man ég eftir Stefáni á ein- um fyrsta fundi sem ég sótti í Sósía- listafélagi Reykjavíkur. Þá var tek- ist á um framtíð Sósíalistaflokks- ins, og Stefán einarðlega í flokki þeirra, sem voru á móti því að sá flokkur yrði lagður niður. Slíka ræðu tsem Stefán hélt á þessum fundi hafði ég aldrei heyrt fyrr. Hún var flutt af tilfinningahita, sem ég hélt að væri bara til miklu sunn- ar á hnettinum, og rökvísi sem þess- um gömlu kommum einum var lag- in. Þetta flaug í gegnum hugann, þegar ég frétti um andlát Stefáns. Ég átti undanfarið ár talsvert sam- starf við Stefán á Útvarpi Rót. Hann var þar með í þætti fyrir rúmu ári um 30. mars ’49. Upp úr þessum þætti vann hann svo viðamikið efni sem nýlega birtist í tímaritinu Rétti. En ég leitaði oftar til hans eftir ráðleggingum þegar ég var að rifja upp verkalýðssögu í þáttum sem ég sé um á Rótinni, og hann lagði mér til efni og flutti það jafn- vel. Við Stefán höfðum rætt það að hann kæmi miklu meira inn í þessa þætti með pistla úr verkalýðs- sögu. Hann var áhugasamur um hana, og var auk þess einn merk- asti forystumaður íslenskrar verka- lýðshreyfingar um langt skeið. Ég flyt aðstandendum Stefáns samúðarkveðjur. Ég vona að andi þessa góða og einlæga baráttu- manns megi lengi lifa. Ragnar Stefánsson Blömostofa Friöjinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar Framieiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 1 S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SŒMMUVEGI 46-SlMI 76677 Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.