Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 Hún kemur rétt bráðum. Hún er með rakvélina ... Með morgunkaffínu að gólfið ...? Kaghýðing Til Velvakanda. Dæmi verða mörg fundin um það í annálum, að sakborning- ar voru hýddir svo hélt við bana, eins og það er oft orðað. Þingmað- ur, sem sótti síðasta aðalfund Seðla- banka íslands, hafði á orði að ein slík kaghýðing hefði farið þar fram. Formaður bankaráðsins, Ólafur Thors, hafi látið orðasvipuna ganga svo miskunnarlaust á varnarlausum búk Jóns Baldvins Hannibalssonar að fá dæmi munu um slíka og þvílíka meðferð á einum manni, jafnvel þótt leitað sé í annálum. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra, sat einnig undir demb- unni, og mátti taka til sín, sem hann gerði, enda sögðu menn að flest hafi farið úr skorðum á honum nema englahárið. Eins og menn muna var það á rauða ljósinu þeirra lagsbræðra, Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars, að blýantaát Seðlabankamanna varð þeim að innihaldsríkum um- ræðum, þegar aðra álíka visku þraut. Þetta gerði Ólafur Thors að umræðuefni og þakkaði fyrir sig með eftirminnilegum hætti. Taldi hann að með ummælum sínum hefðu þeir kumpánar verið að gera bankann og starfsemi hans tor- tryggilega í augum almennings. Teldu þeir ráðherrarnir greinilega að slíkt háttalag yrði þeirn til pólitísks ávinnings. Bað bankaráðs- formaðurinn menn um að íhuga sérstaklega hvort sleggjudómar og strákslegar háðsglósur Jóns Bald- vins og Ólafs Ragnars myndu vera til þess fallnar að efla virðingu al- mennings fyrir stjórnvöldum. Svo segja sérfróðir mann, að andleg hirting geti verið svo geipi- leg að brjótist út á líkamanum. Er sagt að Bryndís hafi haft orð á því um kvöldið, heima hjá sér — enda gaf ekki í Heiðmörk fyrir sjóalög- um. Melamaður Á FÖRNUM VEGI ....að sumu leyti vera á móti því að lögð væri braut í gegnum dalinn. „Þetta er þannig staðurað hann á að vera útivistar- svæði Ágústsson. Fossvogsbraut eða útivistarsvæði Eins og komið hefiir fram í fréttum undanfarna viku eru Reykjavíkurborg og Kópa- vogsbær ekki eitt sáttir um hvernig nýta skuli svæðið í Fossvogsdalnum. Davíð Odds- son, borgarsljóri vill leggja þar braut og beina þannig umferðinni upp í Breiðholt í gegnum dalinn, en Kópavogs- bær er ekki eins hrifinn af hugmyndinni. Við báðum nokkra vegfarendur að segja sína skoðun á málinu. Skarphéðinn Jónatansson sagði að það ætti að vera samkomu- lag um það hvað gera ætti við Foss- vogsdalinn, en taldi þó að við yrðum að hafa einhvern grænan blett. „Ég er ekki hrifinn af Fossvogsbrautinn, en ef hún er talin nauðsynleg þá þarf það ekkert að vera svo slæmt,“ sagði Skarphéðinn. Aðspurður hvort hann teldi ekki hættu á meng- un hvað hann svo ekki vera. „Eg er ekkert hræddur við mengunina. Rokið bjargar okkur.“ Á að vera útivistarsvæði Þórdís Hreggviðsdóttir sagðist ekki hafa kynnt sér málið nægi- lega, en varðandi samninginn milli Morgunblaðið/Inga María Hjördís Hreggviðsdóttir. borgarinnar og Kópavogsbæjar sem Kópavogur rifti sagði hún „að samningar væru alltaf samningar og við þá bæri að standa." Hún sagðist að sumu leyti vera á móti því að lögð væri braut í gegnum dalinn. „Þetta er þannig staður að hann á að vera útivistar- svæði." Víkverji skrifar Afengisneyzla Islendinga hefur dregizt saman um 8% fyrstu þrjá mánuði þessa árs, miðað við sama tímabil 1988, ef bjór er und- anskilinn. Þessi reynsla bendir ekki til þess, sem betur fer, að bjórdrykkjan verði hrein viðbót við aðra áfengisneyzlu, eins og sumir staðhæfðu. Mestur er samdrátturinn í sölu hvítvíns, eða rúmlega 21%, en þar næst í sölu brennivíns, eða 15,7%. Víkveiji hefði að vísu talið betur fara á því að samdrátturinn, sem sala bjórs leiðir af sér í sölu ann- arra áfengistegunda, bitnaði alfarið á hinum sterkari tegundunum. Það má hins vegar stuðla að því að svo verði með verðstýringu sölunnar. Það má stýra neyzlunni með tvennu móti. í fyrsta lagi með fræðslu, áróðri. Í annan stað með verðákvörðunum. Síðari aðferðin er fljót- og gagnvirkari. Verðmismun borðvína og sterkari drykkja á að auka. xxx Víkveiji sér og í fréttum frá ÁTVR að tóbakssala hefur dregizt saman fyrstu þijá mánuði ársins. Sala á vindlingum hefur minnkað um 6,6%, sala á vindlum um 8,38% og sala á reyktóbaki um tæp 2%. Þessu ber að fagná. Læknavísindin — og dánarskýrsl- ur — hafa fært sönnur á að hjarta- og lungnasjúkdómar, sem leiða til ótímabærs dauða, eiga að dijúgum hluta rætur í tóbaksneyzlu og öðr- um óheilnæmum lífsmáta. Tóbaksneyzla leiðir til veikinda og vanlíðunar, auk þess sem hún styttir lifslíkur verulega. Ekki ein- ungis þeirra sem sjálfviljugir fylla eigin lungu tóbaksreyk; heldur og hinna, sem óviljugir dvelja í reyk- mettuðu lofti. Þess vegna verða naumast settar of strangar reglur þeim til varnar. Heilsan er dýrmæltasta eign hvers einstaklings. xxx á las Víkveiji það í Mogganum sínum á dögunum að sala á kjúklingum hafi minnkað úr 1.800 tonnum 1986 i 1.200 tonn 1988. Hvers vegna? Víkveiji dvaldi í Flórída fáeinar vikur í desember sl. Þar kostaði kjúklingur úr kæliborði stórmark- aðar rétt rúma tvo dali — eða dulít- ið yfir hundrað krónur! Hér kostar hvert kíló rúmar sex hundruð krón- ur; heill kjúklingur eitthvað meira, eftir stærð. Verðmunur sex- til sjö- faldur! í sexhundruð króna verði hvers kílógramms af kjúklingi munu tæp- ar tvö hundruð krónur vera opin- berar álögur, að söluskatti með- töldum. Hátt matvælaverð hér á landi er að dijúgum hluta ríkis- skattar, „framlag" í kassann hans Olafs Ragnars. Það skýrir þó hvergi nærri þann verðmismun sem hér er tilgreindur. Engum dettur i' hug að rétt sé að leyfa innflutning á kinda-, nauta-, eða svínaketi, að öðru óbreyttu, enda viðskiptahalli ærinn og atvinnuöryggi tæpt í landinu. Víkverja finnst þó meir en tíma- bært að draga úr milliliðakostnaði þessarar vöru [geymslu- og dreif- ingarkostnaði] sem og ríkissköttum í verði vörunnar. Annað mál er hvort leyfa eigi innflutning á kjúklingaketi, a.m.k. tímabundið til reynslu. Einokunar- tilburðir, sem eru hluti hins háa vöruverðs, hafa ekki aukið á „kaup- mátt“ almennings í landinu. Kjara- barátta neytandans felst ekki ein- vörðungu í kröfunni um fleiri verð- bólgukrónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.