Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 HÖFUM OPHAÐ! Höfum opnað hótelið og ueitingasalinn fyrir sumargesti 1989. Það er einstök ánægja allra íslendinga að koma á Þingvöll. Til að kóróna þá ánægju er heimsókn á hótei Valhöll sjálfsögð. mm aj'j Síminn er 98-22622 Við bjóðum upp á kaffihlaðborð af bestu gerð allar helgar í sumar. Huernig uæri að bregða sér á Þinguöll og drekka kaffi eða fá sér góðan mat á Hótel Valhöll? Það er engin spurning - uið tökum uel á móti ykkur. \ <y HÓTELVALHÖLL Gleðilegt sumar! / Stjórnarkonur í Dagsbrún í A-Landeyjum. Agnes Antonsdóttir með litlu dótturina, Guðrún Jónsdóttir og Guðbjörg Ámadóttir. Stjómin sá um félagafjölgunina Frá Sigurði Jónssyni á Það þykir ekki tiltökumál þótt konur veljist til stjómarstarfa, jafnvel ekki þótt stjórn einhvers félags sé eingöngu skipuð konum. Við algjört stjómunarlegt kvenna- veldi getur samt komið upp staða innan stjómarinnar sem alls ekki kemur upp í karlaveldi. Þær gætu allar orðið ófrískar í einu. Slík staða kom upp í stjóm Ung- mennafélagsins Dagsbrúnar í Austur-Landeyjum sl. sumar. Þar sitja þrjár konur í stjóm og hafa tögl og hagldir og þykir slíkt ekki tiltökumál í þeim uppgangshreppi. Þar er mikil fijósemi til landsins gæða sem sést best á því að þar er búskapur í sókn og liður í honum síaukin komrækt bændanna. Fijó- semin er uppspretta auðsins í þeirri sveit. Þessari tilviljun hjá konunum þremur í stjóminni var sagt frá í blaðinu Skarphéðni sem kom út á Suðurlandi í nóvember. Þá hafði formaður félagsins, Agnes Antons- dóttir, húsfreyja í Hólmahjáleigu, eignaðist dóttur í september. Guð- rún Jónsdóttir frá Hólmi, gjald- keri félagsins og Guðbjörg Arna- dóttir, ættuð frá Skíðabakka en búsett á Hellu, em nú einnig orðn- ar léttari. Agnes á tvo stráka fyr- ir, Guðrún á strák og stelpu en Guðbjörg gekk með sitt fyrsta bam. í fyrra voru líka þijár konur í stjórn félagsins og í svolitlu kaffi- spjalli við þær kom það til tals, um leið og Bergur bóndi í Hólmahjá- leigu renndi nýlöguðu kaffí í boll- ana, að það hefði nú verið eins gott að ekki var neinn karl í stjóm- inni. Þær voru allar sammála um það konumar að það hefði nú verið svolítið sniðug uppákoma að svona skyldi hittast á. Það vakti auðvitað nokkra kátínu meðal þeirra þegar þær uppgötvuðu hvernig komið var. Þó sögðu þær að öðrum hefði þótt þetta mun sniðugra en þeim sjálfum. Forveri Agnesar í formanns- embættinu eignaðist líka bam í sinni formannstíð og þá vildi þann- ig til að það voru líka þijár konur í stjóm. í blaðinu Skarphéðni er íað að því að konur í hreppnum muni nú ýmist sækjast eftir formanns- kjöri eða forðast það alfarið, allt eftir því hvernig hugur þeirra stendur til bameigna. Undir kaffíspjallinu í stofunni á Hólmahjáleigu voru leiddar líkur að sams konar aðstæðum í lands- stjórninni þegar sú tíð hugsanlega kæmi að konur hefðu þar meiri- hluta. „Mikið væri það nú heimilis- legt,“ sagði ein konan. „Já, og sýnir hugsanlega mögu- leika á því að koma þeim frá án vantraustsyfirlýsingar," varð öðr- um karlinum í kaffispjallinu að orði. TlltVRÓPU JM» tlMSKIP ----vikulegar siglingar með farþega, bíla og vörur - Sigling með Eimskip er ferðamáti sem margir fagna Laxfoss og Brúarfoss sigla vikulega með farþega, bíla og vörur til og frá Reykjavík. Siglt er frá Reykjavík á miðvikudögum. Viðkomustaðir skipanna eru Hamborg í Þýskalandi, Antwerpen í Belgíu, Rott- erdam í Hollandi og Immingham á Eng- landi. Þœgindi um borð Aðstaða farþega um borð er mjög þœgi- leg. Farþegar hafa sér setustofu, matsal, tómstundaherbergi og gufubað. í hverri káetu geta tveir fullorðnir og tvö börn gist. Ferðaskrifstofan Úrval annast bókan- ir og farmiðasölu vegna farþegaflutn- inga Eimskips. FLUTNINGUR ER OKKAR FAG EIMSKIP FERDASKRIFSTOFAN URVi - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900. YDDA F12.62/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.