Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 LÖGFRÆÐI/£r hœgt ab grœba á því ab skilja? Málamytula- skilnaöur Á undanfömum misserum hafa stjómvöld verið gagnrýnd nokkuð fyrir að gera hlut þeirra sem em í hjónabandi hlutfallslega lakari en annarra. Einkum hefur verið bent á skatta- og almannatryggingar- lög í þessu sambandi. Hefur því heyrst fleygt að málamyndaskilnaðir hafí af þessari ástæðu færst nokkuð i aukana. Það hugtak er að vísu óþekkt í lögfræði, en er hér notað yfir það þegar fólk gengur form- lega firá skilnaði en býr eftir sem áður saman eins og hjón, án þess þó að vera skráð með sameiginlegt heimilisfang. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um það hversu algengt þetta er og er við getgátur einar að styðjast í því sambandi. Tilgangurinn með skilnaðinum er að njóta þeirra sérstöku kjara sem löggjafinn býður einstæðum foreldrum. Hér er einkum um að ræða rétt til mæðralauna (feðra- launa) skv. 14. gr. 1. um almanna- tryggingar nr. 67/1971 og reglur um barnabætur og bamabótauka skv. 69.gr. 1. 75/1981 um tekjuskatt og einarskatt, ásamt síðari breytingum, og reglugerðum nr. 566-567/1989. Til að sýna hvað hér er í húfi er tekið dæmi af hjónum sem eiga tvö böm undir 7 ára og konan hefur tekjur sem eru við skattleysismörkin þegar tekið hefur verið tillit til per- sónuafsláttarins. Einstæð móðir með tvö böm fær skv. núgildandi reglum kr. 9.751.- á mánuði í mæðralaun, kemur hér að framan. Eftir þessu að dæma tapar konan miðað við árið 1989 samtals kr. 229.221,- við hjónabandsstofnunina ef miðað er við óbreytta fjárhæð bamabótaauk- ans. Samkvæmt því ætti að vera hægt að græða samsvarandi upphæð með málamyndaskilnaði. Þess ber að geta að hér hefur ekki verið tek- ið neitt tillit til þeirra kjara sem ein- stæðir foreldrar njóta í dagvistunar- málum né annarra kjara sem þeir kunna að njóta. Þetta gæti virst einföld leið til að græða peninga, a.m.k. fyrir þá láta sig það litlu varða hvort þeir búi saman í löglegu hjónabandi eða ekki. Þess ber þá að geta að til þess að verða aðnjótandi þessa hagnaðar verða „hjónin" að fremja lögbrot og geta átt yfir höfði sér refsingar. I fyrsta lagi gerast menn brotlegir við skattalög og almannatryggingalög eftir Davíð t>ór Biörgvinsson Móðir með tvö börn— getur grætt kr. 229.221 með mála- mynda- skilnaði. eða kr. 117.012 eftir árið. Frá þessu dregst staðgreiðsla skatta kr. 44.160.- Bamabætur með tveimur bömum eru nú kr. 150.978.- á ári. Vegna lágra tekna verður bama- bótaaukinn kr. 102.448.- Ef þessi kona væri í hjónabandi ætti hún í fyrsta lagi ekki rétt til mæðralauna. Af þeirri ástæðu yrði að minnka ráðstöfunartekjur um kr. 72.852.- í öðru lagi lækka bamabætumar í kr. 97.057.- og tekjumissir vegna þeirra yrði kr. 53.921. í þriðja lagi hefur þetta áhrif á bamabótaaukann og fara þau eftir sameiginlegum tekjum mannsins og konunnar og eignar- stöðu þeirra. Þar sem skerðing bam- bótaaukans er miðuð við tekjumark og eignamark sem breytist skv. láns- kjaravísitölu er á þessu stigi ekki hægt að segja nákvæmlega til um /það hvar þau mörk liggja á árinu 1989. Þó má reikna með að réttur til bamabótaauka falli alveg niður ef sameiginlegar tekjur aðila er um 1.850.000.- eftir árið og aðilar eiga ekki eignir sem leiða til skerðingar. Samkvæmt þessu feilur réttur til bamabótaauka alveg niður ef eigin maðurinn hefur um 110.000.- kr. í mánaðarlaun og er þá gert ráð fyrir að konan afli þess sem upp á vant- ar. Ef við gerum ráð fyrir að maður- inn hafi a.m.k. þessar tekur missir konan rétt til barnabótaaukans, sem er óskertur miðað við tekjur ársins 1988 kr. 102.448.- eins og fram með því að segja rangt til um raun- verulega félagslega stöðu sína og afla sér þannig fjárhagslegs ávinn- ings, enda teljast aðeins þeir ein- stæðir þegar um er að ræða bama- bætur, bamabótaauka og mæðra- laun sem raunveralega búa einir með bömum sínum. I þessu sam- bandi hefur óvígð sambúð sömu rétt- aráhrif og hjúskapur. Að auki bijóta menn gegn reglum um tilkynningar um aðsetursskipti. Þeir aðilar sem um þessi mál fjalla reyna með ýms- um hætti að fylgjast með því að fólk fari ekki í kringum lögin á þenn- an hátt. í ljósi þessa er tæplega hægt að mæla með því að fólk fari þessa leið til að auka ráðstöfunar- tekjur sínar. Þrátt fyrir að höfundur þessa pist- ils mæli ekki með þessari tekjuöflun- arleið er þetta engu að síður um- hugsunarefni fyrir stjómvöld. Við- leitni þeirra til að jafna fjárhagslega aðstöðu einstæðra foreldra við að- stöðu hjóna má ekki verða til þess að fólk sjái sér beínlínis hag í því að skilja eins og nú virðist raunin á, a.m.k. ekki svo lengi sem þau telja það æskilegt að viðhalda hjóna- bandinu yflrleitt sem heppilegri umgjörð um íjölskylduna og uppeldi bama. Um það markmið má að sjálf- sögðu deila eins og flest annað. En telji menn það æskilegt á annað borð verður að sníða löggjöfína að því. Ambroise Paré. I*ÆKNISTRÆÐI/Bre/ma eba binda fyrir? Saga herlæknis sínum. Á hinn bóginn dregur hann enga dul á þá skoðun að hann hafi öðlast meiri reynslu í spítala- vinnu og herferðum en aðrir sem stunduðu lækningar fremur sem fræðigrein en starf og sömdu lærðar ritgerðir á latínu. Sjálfur kunni hann „ekki par“ í því máli fremur en samtíðarmaður hans Jón Arason og allar hans bækur eru skrifaðar á frönsku. Þegar hér var komið mann- kynssögunni hafði hernaður breyst æðimikið frá því sem gekk og gerðist eitt eða tvö hundrað áram áður. Púðrið var svo til óþekkt í Evrópu þar til í byijun 14. aldar en notkun skotvopna í hemaði og þróun þeirra var her- konungum mikið áhugamál. Af þessu leiddi að viðfangsefni sára- lækna urðu æ vandasamari; fall- stykki og handbyssur voru öflugri drápstól en gamaldags sverð og spjót og skotsár höfðust illa við. Menn kenndu það púðrinu og töldu að í því væri eitur sem þyrfti að eyða með miklum hita og helltu því sjóðheitri olíu í sár- in. í Ítalíuförinni varð herlæknir- inn ungi uppiskroppa með olíu og greip þá til þess ráðs að blanda saman eggjarauðu og terpentínu og búa um sárin með þess konar bökstrum. Fljótlega kom í ljós að þessi nýja meðferð gaf miklu betri raun en heita olían. Særðu her- mönnunum leið betur sem skiljan- legt er, þeir sluppu við olíubran- ann og það kom líka á daginn að þeim batnaði betur en hinum þeg- ar frá leið. Sennilega hefur það ekki síst verið umbúðunum að þakka sem hindruðu að sýking bærist jafnt og þétt í opin sárin. „Ég batt um hann, Guð græddi hann,“ sagði Paré einhvem tíma og þau orð eru skráð á styttu hans í París. Á næsta ári verða liðnar fjórar aldir frá dánardægri læknis sem sagan hefur skipað í fremstu röð starfsbræðra sinna á þeirri skálm- öld sem ól hann. Ambroise Paré vildi vel og kom miklu góðu til leiðar. Hann var ekki sjálfhælinn maður, en stoltur var hann — og mátti vera það — af framlagi sínu til fræðigreinar sem þá var í reif- um. En fyrir því gerði hann sér ekki grein og átti ekki von á að skurðlækningar tækju miklum breytingum eftir hans dag. I því efni var hann eins og fleiri bam síns tíma. Erum við það ekki öll? Sextánda öldin var mikil umbrota- og hemaðaröld i Evrópu, eins og raunar allar hinar sem á eftir komu. Mannskæðar or- ustur vom háðar og fallnir og sárir lágu í valnum að kvöldi. Lítið var gert upp á milli lifenda og dauðra í þeim hópi enda hvorirtveggju til lítils gagns, eins og komið var. Margir herstjór- ár kvöddu þó til liðs við sig kunnáttumenn í aðhlynningu sára sem auk þess höfðu reynslu í að beita eggjárni í öðmm tilgangi en þeim að drepa menn. Það vora bartskerarair, skurðlæknar þeirra tíma sem annars unnu fyrir sér með því að skera hár manna og skegg, eins og starfsheiti þeirra gaftil kynna. Sumir bartskerar öfiuðu sér menntunar sem leiddi til þess að þeim var leyft að kalla sig handlækna. Slík leyfi voru útgefin af hinni einu og sönnu læknastétt sem aldrei dýfði hendi í kalt vatn, og enn síður í heitt blóð, en fékkst við lærdómsiðkanir Qarri sjúkum og særðum. Þegar upp komst árið 1536 að franskur njósnari dvaldist við hertogahirðina í Mflanó var hann óðara gerður höfðinu styttri. Kóngurinn í Frakklandi varð þá öskuvondur og sendi her manns suður yfir Alpa- §öll til þess að klekkja á hertog- anum. Með í þeirri för var 26 ára gamall bart- skeranemi sem hét Ambroise Paré og var þetta fyrsti herleið- angur af átján sem hann tók þátt í, þau þijátíu ár eða þar um bil sem hann stundaði þess háttar ferðalög. Eftir það og einnig milli herferða var hann önnum kaflnn handlæknir í París, gerði að sáram og beinbrotum, kippti í lið, lokaði kloflium gómi og skarði í vör, lagði á ráðin um smíði gerviiima og líknaði konum í bamsnauð. Á herlæknisdögum hans réðu fjórir konungar rflqum í Frakklandi: Frans fyrsti, Hinrik annar, Frans annar (sonur Frans fyrsta og eig- inmaður Maríu Stuart) og loks Karl níundi, sem var sonur Hin- riks annars og þeirrar margfrægu Katrinar af Medici. Paré lauk aldrei prófi, en viður- kenningu sem meistari í hand- lækningum fékk hann hjá Hin- riki, vini sínum og húsbónda og þótti þeim fínu í „yfírlæknaráð- inu“ súrt í brotið að kóngur skyldi taka fram fyrir hendumar á þeim og veita óverðugum þann heiður og þau réttindi sem þeir einir þóttust færir um að úthluta. í náminu vann Paré þijú ár á Hotel Dieux sem þá og lengi síðan var frægasti spítali í Parísarborg. Á ferðum sínum hafði hann stundað fleiri særða stríðsmenn en aðrir læknar og náð lengra í þeirri við- leitni að bjarga því sem bjargað varð. Hann var því í sannleika sagt lærður í lífsins skóla og allra manna fúsastur að taka upp gaml- ar og gegnar aðferðir sem höfðu að mestu fallið í gleymsku og ber þar hæst ráð hans til að stöðva blóðrás úr stóram æðum. Hann hafði lesið í ævagömlum lækn- ingabókum að blæðingar væri best að stöðva með því að binda fyrir slitnar eða sundurskomar æðar. Þessu höfðu menn gleymt og báru heitt jám að blæðandi sáram. Þótt Ambroise Paré hefði ekkert afrekað annað á ferli sínum en að taka upp þennan gamla sið hefði það nægt til að frægja nafn hans um ókomnar tíðir. Útsjónarsemi hans virðist hafa verið óvenju skörp. Hann segir í einu af ritum sínum frá háttsett- um foringja í franska hemum sem fékk byssukúlu í öxlina í orustu. Kúlan fór ekki í gegn og læknam- ir í herdeild særða foringjans fundu engin merki þess hvar hún væri niðurkomin. Paré var feng- inn til að líta á sjúklinginn og lét hann standa á fætur og halda kastspjóti á lofti eins og hann hafði gert þegar skotið reið af. Læknirinn gerði ráð fyrir að byssukúlan færi beina braut og þannig miðaði hann út á bakinu á manninum þann stað þar sem kúlunnar væri helst von. Hann þreifaði gaumgæfilega og fann þá eitthvað hart eins og steinvölu djúpt í holdinu. Þeir þurftu enga röntgenhjálp, þessir karlar, enda hennar langt að bíða! Sagan hermir líka að hann hafí fyrstur manna greint brot á lærleggs- hálsi. Paré skrifaði mikið um ferðir sínar og lækningar og lýsir því sem fyrir hann bar og á daga hans dreif skýrt og skilmerkilega en miklast aldrei af verkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.