Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐŒ) ÍÞRÓTTIR IAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 59 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ urinn að byvja Þrír í banni og strangttekið á grófum leik Á morgun hefst íslandsmótiö í knattspyrnu með þremur leikjum í 1. deild karla. Hinir lelklrnir í 1. umferö fara fram á mánudag og þriöjudag, en 18. og síðasta umferð veröur leikin laugardaginn 16. sept- ember. Eins og undanfarin ár spáðu þjálfarar, fyrirliðar og for- menn fyrstu deildar liðanna í spil- in um endanlega röð. Samkvæmt skoðanakönnuninni verja íslands- meistarar Fram titilinn, fengu 287 stig af 300 mögulegum. Vals- menn voru ekki langt undan með 261 stig, en síðan komu KR (228), ÍA (199), KA (198), Víkingur (124), FH (114), Fylkir (92), Þór (82) og ÍBK (65). Á blaðamannafundi, sem félag 1. deildar liða stóð fyrir kom fram að dómarar munu taka mjög strangt á grófum leik, „við ætlum að stöðva hann,“ sagði Ingi Jóns- son, sem er í dómaranefnd KSÍ. Slagurinn hefst klukkan 14 á morgun. Þá leika KR og ÍA á KR-velli, FH og KA í Kaplakrika og Þór og Víkingur á Þórsvelli. Á mánudag leika ÍBK og Valur í Keflavík og á þriðjudag verður viðureign Fram og Fylkis í Laug- ardalnum. Þrír leikmenn taka út bann i fyrsta leik; Erlingur Kristjánsson, KA, Óli Þór Magnússon, ÍBK, og Sigurður Björgvinsson, KR. Morgunblaöiö/Bjami Ragnar Margelrsson fékk besta marktækifæri fslands og átti möguleika á að jafna, en Dave Beasant varði skot hans utan teigs í slá. Sem þrekæfing við verstu aðstæður og það seinna gerði útslagið. Skömmu áður kom besta marktæki- færi íslands, Ragnar Margeirsson átti upphafíð og endinn, plataði mótheija með einfaldri gabbhreyf- ingu, skaut frá vítateig gegn rok- inu, en Dave Beasant, markvörður, náði að veija í slá og út. Jafnræði var með liðunum án umtalsverðrar hættu í fyrri hálfleik; Halldór Áskelsson átti tvö langskot framhjá, en Gary Mabbutt, fyrir- liði, fékk hættulegasta færi mót- heijana á 30. mínútu eftir hom frá Paul Gascoigne, en Bjami Sigurðs- son varði skalla hans frá markteig í hom. Englendingar vom ákveðnari, unnu flest návígi, léku á stundum vel samán, en endahnútinn vantaði þar til f lokin. Vöm íslenska liðsins var traust, en gerði tvö aídrifarík mistök. I fyrra skiptið náði Sævar Jónsson ekki að hreinsa í fyrstu snertingu, knötturinn barst út fyrir teig og Hurlock skoraði með góðu skoti. I seinna skiptið sendi Andy Mutch knöttinn af löngu færi undan vind- inum í átt að íslenska markinu, vamarmennimir hikuðu, misskiln- ingur virtist á milli Guðmundar Hreiðarssonar og Atla Eðvaldsson- ar og Steve Bull skoraði af stuttu færi. Sigi Held: „Megum aldrei sofnaá verðinum“ Siegfried Held, landsliðsþjálfari, var ánægður með að hafa fengið þennan leik. „Þetta var mik- ilvægur leikur og við hefðum þurft fleiri til að slípa af vankantana. Við megum aldrei sofna á verðinum og vomm minntir tvisvar á það — bæði mörkin komu eftir mistök. En þetta endurspeglar muninn á at- vinnumennsku og áhugamennsku. Áhugamenn geta gert mistök án þess að vera refsað fyrir í inn- byrðis viðureignum, en atvinnu- menn nýta sér mistök mótheijanna í ríkara mæli. En svoha leikir em til að læra af og vonandi læmm við af mistök- unum. Við vitum betur við hveiju verður að búast í Moskvu og verðum að nýta næstu daga vel fyrir þau átök,“ sagði Held. Hann fer í dag til Austur-Þýskalands til að fylgjast með leik heimamanna gegn Aust- urríki, sem em f sama riðli og ís- land í undankeppni HM. Sigurður í viðræðum við enskt lið Önnurfélög í myndinni Sigurður Jónsson kom ekki til landsins í leikinn gegn Englendingum. Hann tilkynnti forráðamönnum KSÍ að hann kæmist ekki frá Englandi, en f gær átti Sigurður viðræður við forráðamenn ensks 1. deildarfé- lags, sem vill kaupa hann frá Wednesday. í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi vildi Sig- urður ekki upplýsa um hvaða félag væri að ræða. „Málið er á mjög viðkvæmu stigi — það em 3-4 félög inni í myndinni hjá mér ennþá," sagði Sigurður. Sheffíeld Wednesday vill halda Sigurði, og var honum boðinn nýr samningur f fyrra- dag. Hann neitaði honum hins vegar strax, og sagðist ákveðinn í að skipta um félag, eins og áður hefur komið fram. VART var hundi út sigandi f Laugardalnum í gœrkvöldi vegna kulda, úrhellis og roks, en engu að sfður lótu tæplega þúsund manns sig hafa það að mæta á völlinn og fylgjast með leikmönnunum, sem höfðu skildum að gegna. Allir eiga hrós skilið fyrir viljann, nema 15-20 enskir áhorfendur, sem höguðu sér vægast sagt ósiðlega, einkum gagnvart enska landsliðsmanninum Paul Parker, sem er svartur á hör- und, en veðrið gerði það að verkum að landsleikurinn var sem þrekæfing við verstu að- stæður. Samleikur er oft hluti af erfíðum æfíngum og þó undarlegt megi teljast aðstæðna vegna örlaði af og til á spili hjá báðum liðum. Besti kafli íslands var Steinþór fyrri hluti seinni Guðbjartsson hálfleiks, en heldur skn'far dofnaði yfír mönn- um við fyrra markið Ísland-England O : 2( 0:0 ) Vináttulandsleikur (knattspymu i Laug- ardalsvelli fostudaginn 19. maí 1989. Mörk Englands: Terry Hurlock (71. mln.) og Andy Mutch (81. mln.). Áhorfendur: 776. Dómari: Kim Milton Nielsen, Danmörku. Lfnuverðir. Ólafur Sveinsson og Gisli Guðmundsson. Lið íslands: Bjami Sigurðsson (Guð- mundur Hreiðarsson 60. mfn.), Atli Eð- valdsson, Pétur Anþórsson (Viðar Þor- kelsson 37. min.), Agúst Már Jðnsson, Guðmundur Torfason, Guðni Bergsson, Gunnar Gíslason, Halldór Askeisson (Þorvaldur örlygsson 78. mln.), Ólafur Þórðarson, Ómar Torfason (Sævar Jóns- son 60. min.). Lið Englands: Stuart Naylor, Dave Be- asant, Gary Mabbutt, Tony Mowbray, Gary Pallister, Alan Mcleary, Tony Dor- igo, Paul Parker, Paul Gascoigne, Paul Allen, David Platt, Terry Hurlock Steve Bull, Andy Mutch, Paul Stewart, Tony Ford, Stuart Ripley, David Pearee. KNATTSPYRNA / VINÁTTULANDSLEIKUR ■ EVERTON og Liverpool eig- ast við í úrslitaleik ensku bikar- keppninnar í dag og hefst leikurinn klukkan 14.00. Sjónvarpað verður beint frá leiknum og hefst íþrótta- dagskráin 20 mínútum fyrr, klukk- an 13.40. ■ SÍÐAST þegar þessi lið áttust við í úrslitaleik bikarkeppninnar, árið 1986, sigraði Liverpooi og það árið vann það einnig deildakeppn- ina. Livei’pool virð- ist einnig nú vera á góðri leið með að leika sama leikinn aftur og yrði það þá fyrst liða til að sigra tvöfalt oftar en einu sinni. Frá Bob Hennessy íEnglandi ■ TOTTENHAM og Arsenal eru einu liðin fyrir utan Liverpool, sem hafa sigrað tvöfalt á þessari öld; Tottenham árið 1961 og Arse- nal árið 1971. ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool sagði við blaðamenn á dögunum að lið gætu' ekki valið sér mótheija í bikar- keppni, en hefði Liverpool átt val um mótheija hefði það valið Ever- ton. „Liðið hefur lagt mikið af mörkum til borgarinnar hér í Liver- pool og hefur hjálpað fólki í þreng- ingum," sagði Dalglish, sem lagt hefur áherslu á einingu þessara tveggja liða frá Liverpool og áhangenda þeirra, fyrir úrslitaleik- inn. ■ LEIDIN á Wembley hefur, verið þymum stráð. Everton lagði að velli West Bromwich Albion 1:0, Plymouth 4:0, Barnsley 0:1, Wimbledon 1:0 og Norwich 1K). Liverpool sigraði hins vegar Carl- isle 0:3, Miliwall 0:2, Hull 2:3, Brentford 4:0 og Nottingham Forest 2:1. ■ EVERTON hefur flórum sinn- um orðið bikarmeistari; 1906,1933, 1966 og 1984. Liverpool hefur unnið bikarinn þrisvar; 1965, 1974 og 1986. ■ VEÐBANKI einn stendur frammi fyrir því að þurfa að borga út um eina miiljón punda, um 90 milljónir króna, ef Liverpool sigrar bæði deild og bikarkeppni. Tals- maður veðbankans, Graham Sharp sagðist hins vegar vonast til að nafni sinn Greame Sharp, einn framheija Everton, næði að skora nokkur mörk í leiknum í dag og koma í veg fyrir að fyrirtækið þurfi að greiða út þessa fjárhæð. ■ BJARTSÝNISMAÐUR einn veðjaði 5 pundum á að Bruce Grob- belaar, markvörður Liverpool gerði fyrsta mark ieiksins. Líkumar eru hins vegar manninum mjög í óhag svo ekki sé meira sagt. ■ STEVE Nicol , sem er 27 ára, leikur sinn þriðja bikarúrslita- leik á Wembley með Liverpool í dag. ■ JOE Worrow, sem var aðal- dómari á Reykjavíkurleikunum vorið 1986, dæmir leikinn í dag. Worrow er 43 ára og hefur dæmt í 13 ár í ensku deildinni, og síðustu átta árin hefur hann verið alþjóðleg- ur dómari. „Hápunktur ferils míns verður að dæma bikarúrslitaleikinn í dag, en að dæma slíkan leik er draumur allra knattspymudóm- ara,“ sagði Worrow, sem fær 60 pund, sem er um 5400 krónur, fyr- ir dómgæsluna í dag. ■ RONNIE Whelan fékk að vita í búningsherberginu fýrir bikarúr- slitaleikinn á Wembley fyrir ári að hann yrði hvorki í byijunarliðinu né á bekknum gegn Wimbledon, en þá hafði hann átt við meiðsli að stríða í þijá mánuði. Hann verður hins vegar fyrirliði Liverpool í leiknum í dag. ■ STEVE Staunton, sem er 17 ára, horfði á bikarúrslitaleikinn í fyrra í sjónvarpi á írlandi. í dag verður hann líklega í byijunarliði Liverpool.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.