Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Valdaránstilraunin í Eþíópíu: Mengistu lofar fram- göngu manna sinna BMberar oskast Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Hjallaveguro.fi. SELTJNES Unnarbrauto.fi. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Addis Ababa. Reuter. SVO virðist sem hermenn hlið- hollir Mengistu Haile Mariam, ofursta og forseta Eþíópíu, hafi brotið á bak aftur uppreisn nokk- urra foringja innan hersins. Mengistu sagði í útvarpsávarpi á fimmtudag að komið hefði verið Beit Ula. Reuter. SJO arabar og ísraelskur her- maður biðu bana á hernumdu svæðunum í gær þegar ísrael- skir hermenn áttu í átökum við palestínska skæruliða og mót- mælendur. ísraelski hermaðurinn og þrír palestínskir skæruliðar féllu í skot- bardögum á Vesturbakkanum eft- ir að hermenn höfðu verið kallaðir á heimili arabísks samstarfsmanns síns, en skotið hafði verið á hús hans. Talsmenn Fatah-hreyfingar- innar í Damaskus sögðu að skæru- liðar úr hreyfingunni hefði tekið þátt í bardögunum. Hermenn skutu síðan íj'óra araba til bana og særðu að minnsta kosti níu í átökum við íbúa Rafah-þorps á Gaza-svæðinu. Þijú lík palestínskra skæruliða liggja á götunni eftir skotbar- daga á Vesturbakka Jórdanár í gær. Auk Palestínumannanna féll einn ísraelskur hermaður og sjö særðust. í veg fyrir valdarán í landinu og í gær bárust fréttir þess efiiis að yfirmaður stjórnarhersins í Eri- treu, sem gengið hafði til liðs við uppreisnarmenn, hefði fallið í hörðum bardögum í höfuðborg héraðsins, Asmara. Eitt af fómarlömbunum var 50 ára gömul kona. Palestínumenn sögðu að átökin í Rafah hefðu brotist út eftir að unglingar hefðu virt útgöngubann að vettugi og reynt að hindra handtökur. Voru þetta mestu blóðsúthell- ingar á hemumdu svæðunum síðan uppreisn Palestínumanna hófst þar fyrir 17 mánuðum. Mengistu lofaði framgöngu fylg- ismanna sinna í ávarpinu og sagði að komið hefði verið í veg fyrir valdarán svikara innan hersins. Uppreisnin hófst á þriðjudag er Mengistu, sem er yfirlýstur marx- isti, var í opinberri heimsókn í Aust- ur-Þýskalandi. Daginn eftir hélt hann heim á leið en þá höfðu borist fréttir um að stjómarhermenn í Eritreu hefðu gengið til liðs við uppreisnarmenn og leitað eftir samningum um vopnahlé við skæruliða sem barist hafa gegn stjóm Mengistus. Í gær bárust síðan fréttir þess efnis að yfirmaður stjómarhersins í Eritreu, Demisse Bulto, hefði fallið er liðsmenn Mengistus létu til skarar skríða gegn uppreisnarmönnum í höfuð- borg héraðsins, Asmara. Tveir leiðtogar uppreisnarmanna féllu í bardögum við stjómarmenn í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, en áður höfðu andstæðingar Meng- istus tekið vamarmálaráðherra landsins af lífí. Allt var með kyrrum kjömm í höfuðborgnni í gær. Erlendir stjómarerindrekar í ná- grannaríkjunum sögðu að svo virt- ist sem rekja mætti valdaránstil- Mengistu, forseti Eþíópíu. raunina til óánægju innan hersins vegna borgarastyijaldarinnar í Eri- treu og Tigray í norðurhluta lands- ins á undanfömum árum. Skærulið- ar aðskilnaðarsinna í Eritreu hafa unnið umtalsverða sigra í bardögum við stjómarhermenn undanfarið eitt og hálft ár. Mun baráttuþrek stjóm- arhermanna vera tekið að þverra af þessum sökum. Ekki er vitað til þess að tilraun hafí verið gerð áður til að koma Mengistu frá völdum en hann hefur ríkt í skjóli hervalds í 11 ár. Herinn tók völdin í Eþíópíu árið 1974 er keisara landsins, Haile Selassie, var steypt af stóli. Atburðarásin í Kína: Andlát Hu Yaobangs hratt andófsaðgerðum af stað Peking. Reuter. MÓTMÆLIN í Kína hófiist þ. 15. aprfl er Hu Yaobang, fyrrum flokksleiðtogi, lést, 73 ára að aldri. Stúdentar töldu Hu vera ákafasta umbótasinnann í for- ystu landsins en Deng Xiaoping, raunverulegur leiðtogi Klna, lét Hu víkja úr embætti í janúar 1987 vegna þess að honum hafði ekki tekist að hafa hemil á an- dófi stúdenta gegn stjómvöld- um. Er andlát hans spurðist hófii stúdentar i mörgum háskólum mótmælasetu gegn yfirvöldum. Talið er að Deng hafi átt frum- kvæði að því að aðgerðir þeirra voru fordæmdar í Dagblaði al- þýðunnar og sagðar „andbylt- ingaráróður." Hér verður stikl- að á helstu atburðunum í baráttu stúdenta sem kinverskur al- menningur hefiir stutt i sívax- andi mæli í vikunni. ■ 17. apríl: Mótmæli heijast á Torgi hins himneska friðar í miðborg Peking; stúdentar kre§- ast lýðræðis og ýmiss konar umbóta. Allt að hundrað þúsund manns halda til miðborgarinnar þrátt fyrir aðvaranir yfírvalda. 122. apríl. Minningarathöfti um Hu Yaobang í Alþýðuhöllinni miklu rétt við friðartorgið. 50 þúsund stúdentar ögra lögreglu- mönnum en ekki kemur til átaka. Átök og verslanir rændar í borg- unum Xian og Changsha. Gagn- rýninn ritstjóri rekinn af opiberu dagblaði í Shanghai. 126. apríl. Dagblað alþýðunnar birtir harðar árásir á stúdenta. 113. maí. Um þúsund stúdentar, talan hækkaði síðar í 3.000, heQa mótmælasvelti á friðart- orginu til að krefjast lýðræðis. Zhao Ziyang flokksleiðtogi hvet- ur stúdenta í sjónvarpsávarpi til að hætta mótmælunum vegna fyrirhugaðrar heimsóknar Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleið- toga en árangur er enginn. 115. maí. Móttökuathöfn vegna komu Gorbatsjovs fer fram á flugvelli Peking en ekki friðar- torginu vegna mótmælahópanna þar. 116. maí. 250.000 manns safnast saman á fríðartorginu í Peking og næstu götum um leið og Gorbatsjov og Deng lýsa yfír sáttum Sovétmanna og Kínveija í Alþýðuhöllinni. Mótmæli í Shanghai auk fimm annarra hér- aðshöfuðborga. 117. maí. Milljón manns mótmæl- ir yfirvöldum á götum Peking. Skýrt frá fjöldafundum í Shang- hai og fleiri borgum. Heimsókn Gorbatsjovs til Forboðnu borgar- innar, hallarþyrpingar gömlu keisaranna i Peking, aflýst. 118. maí. Mótmælum fram haldið í Peking og fleiri borgum. ■ 19. maí. Stúdentar hætta mót- mælasvelti. Herlög sett. ísrael: Átta falla á her- numdu svæðunum OPNUNAR TILBOf) , TIL15.JUNI %afslóttwrá | TILBOÐ: EIKNAR HANDAR- i BLONDUNNAR TÆKI 4690.-: Ódýrardanskarbað og I eldhúsinnréttingarí | traustumskandinavískum stíltegundum. Margar ^ gerðir og viðartegundir rRÍRÍMNÍÐÚR~GAMALT ! OG SETJUM UPP NYTT | Við fjarlægjum gömlu eldhús eða baðinnréttinguna | ogsetjumuppnýjameðöllu. Þú færð málningarvinnu , msalögn,adkaeðaparkettog ný tækiíeinumpakka. Góðgreiðslukiör áöllu...í al ailtað 18mánuði. OPIÐIDAGTILKL. 4 SUNNUDAG OPIÐ1-5 L=Lc BÆJARHRAUNI8 HAFNARFIRÐI SÍMI651499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.