Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARP FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 16.45 ► 17.30 ► Með Beggufrænku. Endurtekinn þátturfrá 19.00 ►- Santa Barbara. síðastliðnum laugardegi. Umsjón: Guðrún Þórðardóttir. Myndrokk. 19.19 ► ym STOÐ2 19:19. SJÓNVARP / KVÖLD 19:30 20:00 20:30 21:00 21:30 22:00 22:30 23:00 23:30 24:00 jO. 19.45 ►- Tommi og Jenni. 19.55 ► Átak íland- græðslu. 20.00 ►- Fréttirog veður. 20.30 ► Úr fylgsnum fortíðar. 8. þáttur. Ljósfæri og lýsing. Litið inn á Þjóðminjasafnið. 20.45 ► Matlock. Bandariskur myndaflokkur um lögfræðing í Atlanta. Aðalhlutverk Andy Griffith. 21.35 ► íþróttir. 22.00 ► Hjólað yfir fjall- garða Noregs. Fylgst er með 20 ferðalöngum sem hjóluðu gamla veginn milli Oslóarog Björgvinjar. 22.25 ► Vernd- arenglarnir íNew York. Sjálfboðalið- aríNewYorkí baráttu við eitur- lyfjasölu og fl. 23.00 ► Ellefufréttir og dagskrárlok. 19.19 Þ- 19:19. Fréttir og f réttatengt efni. 20.00 ►- Brakúla greifi.Teikni- mynd. 20.30 ► Það 21.00 ► Af kemur íljós. bæíborg. Umsjón: Helgi Gamanmynda- Pétursson. flokkur. 21.30 ► Söngurinn lifir (Lady Sings The Blues). Sannsöguleg mynd sem byggð er á lífi jazzsöngkonunnar Billie Holliday. Foreldrar Billie voru á unglingsaldri þegar hún kom í heiminn. Hún átti erfiða æsku og var að eigin sögn orðin fullþroska kona réttra sextán ára. Aðalhlutverk: Diana Ross, Billie Dee Williams og Richard Pryor. Leikstjóri: Sidney J. Furie. 23.45 ► Jazzþáttur. 00.10 ►Síðustudag- ar Pattons. Bíómynd. Aðalhlutverk: George C. Scott og fl. 2.35 ► Dagskrárlok. ÚTVARP RÍKISÚTVARPIÐ FM 92,4/93,5. 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Bragi Skúla- son flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorláks- syni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Sigurður G. Tómasson talar um daglegt mál laust fyrír kl. 8.00. Lesið úr forustu- greinum dagblaðanna að loknu fréttayfir- liti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.03 Litli barnatíminn: ,Hanna María" eftir Magneu frá Kleifum. Bryndis Jónsdóttir les (9). (Einnig útvarpaö um kvöldið kl. 20.00.) 9.20 Morgunleikfimi með Halldóru Björns- dóttur. 9.30 Landpósturinn. Umsjón: Þorlákur Helgason. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Leifur Þórar- insson. (Einnig útvarpað að loknum frétt- um á miðnætti.) 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 í dagsins önn. Verðbólgumenning Umsjón: Asgeir Friðgeirsson. 13.35 Miðdegissagan.l sama klefa" eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Höfundur lýkur lestrinum. 14.00 Fréttir. Tikynningar. 14.05 Miðdegislögun Snorri Guðvarðarson blandar. (Frá Akureyri.) (Einnig útvarpað aðfaranótt þriðjudags að loknum fréttum kl. 2.00.) 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Draugaskip leggur að landi" eftir Bernhard Borge. Fram- haldsleikrit f fimm þáttum, annar þáttur: ,Makt myrkranna". Útvarpsleikgerð: Egil Lundmo. Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Tónlist: Asmund Feidje. Þýðing: Margrét E. Jónsdóttir. Leikendur: Halldór Björns- son, Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Val- geir Skagfjörð, Hallmar Sigurðsson, Sig- urður Karlsson, Arnar Jónsson og Hanna María Karlsdóttir. (Endurtekið frá þriðju- dagskvöldi.) 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Pjotr Tsjækovskí ,Haml- et", fantasíuforleikur. Filharmoníusveitin í israel leikur; Leonard Bernstein stjórn- ar. Fiðlukonsert í D-dúr Op. 35. Gidon Kremer leikur með Fílharmoníusveit Berlínar; Lorin Maazel stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Einnig útvarpað að loknum frétt- um kl. 22.07.) 18.10 Á vettvangi Umsjón:. Bjarni Sig- tryggsson og Páll Heiðar Jónsson Tón- list. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnír. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni í umsjá Sigurðar G. Tómassonar. 19.37 Kviksjá. Umsjón: Freyr Þormóðsson og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. (Einnig útvarpað á sunnudagskvöld kl. 21.10.) 20.00 Litli barnatíminn: ,Hanna Maria" eftir Magneu frá Kleifum Bryndís Jónsdóttir les (9). (Endurtekinn frá morgni.) 20.15 Tónlistarkvöld útvarpsins. Tónleikar Musica Nova í Gamla bíói í janúar sl. Nýi músikhópurinn leikur verk eftir Kjartan Ólafsson, Pietro Borradori, Hilmar Þórð- arson, Atla Ingólfsson, Snorra Sigfús Birgisson og Hans Abrahamsen; Guð- mundur Óli Gunnarsson og Hákon Leifs- son stjórna. Örn Magnússon leikur á pianó verk eftir Joseph Haydn og Wolf- gang Amadeus Mozart. Kynnir: Bergljót Haraldsdóttir. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi.) 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Bjargvættur Guðs. Lífsferill Nikos Kazantzakis. Umsjón: Gísli Þór Gunnars- son. Lesarar með umsjónarmanni: Helga Jónsdóttir og Torfi Hjartarson. 23.10 Gestaspjall. Samt ertu systir min. Umsjón: Steinunn Jóhannesdóttir. (Einnig útvarpað mánudag kl. 15.03.) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Leifur Þórar- insson. (Endurtekinn frá morgni.) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15ogleiðarardagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir. Rugl dagsins kl. 9.25. Neytenda- horn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Sérþarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni sem leikur þrautreynda gullaldartónlist. 14.05 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvaru. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu kl. 18.03. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram Island. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins. Við hljóðnem- ann eru Vernharður Linnet og Atli Rafn Sigurðsson. 22.07 Sperrið eyrun. Anna Björk Birgis- dóttir leikur þungarokk á ellefta tímanum. 23.00 ,Blús-hátíð á Borginni". Bein útsend- ing frá blústónleikum á Hótel Borg. Með- al þeirra sem fram koma eru: Halldór Bragason, Þorleifur Guðjónsson, Guð- mundur Pétursson, Ásgeir Óskarsson, Hjörtur Howser, Andrea Gylfadóttir, Mick- ey Dean, Tryggvi Hubner, Björgvin Gísla- son og Jens Hansson. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 ,Blítt og létt . . ." Gyða Dröfn Tryggvadóttir. (Einnig útvarpað í bítið kl. 6.01 ). 2.00 Fréttir. 2.05 Paul McCartney og tónlist hans. Skúli Helgason fjallar um tónlistarferil Paul McCartney í tali og tónum. Þættirn- ir eru byggðir á nýjum viðtölum við tónlist- armanninn frá breska útvarpinu BBC. (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi.) 3.00 Rómantíski róbótinn. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi fimrntudagsins. 4.30 Veðurfregnir. 4.35 Næturnótur. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 ,Blítt og létt . . Endurtekinn sjó- mannaþáttur Gyðu Drafnar T ryggvadóttur á nýrri vakt. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt — Fréttir kl. 8.00 og 10. 9.00 Páll Þorsteinsson. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Fréttir kl. 12.00: 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Fréttir kl. 14.00 og 16. 18.10 Reykjavík síðdegis. Hvað finnst þér? Arnþrúður Karlsdóttir stýrir umræðunum. 19.00 Freymóður Th. Siguðrsson 20.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. 24.00 Næturdagskrá. RÓTFM 106,8 9.00 Rótartónar. 13.30 Mormónar. Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. 14.00 Við og umhverfið. E. 14.30 Elds er þörf. E. 16.00 Fréttirfrá Sovétríkjunum. Maria Þor- steinsdóttir. 16.30 Umrót. Tónlist, fréttir og upplýsingar um félagslíf. 17.00 i hreinskilni sagt. PéturGuðjónsson. 18.00 Kvennaútvarpið. Ýmis kvennasam- tök. 19.00 Neðanjarðargöngin 7-9-13. Óháður vinsasldarlisti. 21.00 Úr takt. Tónlistarþáttur með Hafliða Skúlasyni og Arnari Gunnari Hjálmtýs- syni. 22.00 Tvífarinn. Tónlistarþáttur í umsjá Ásvalds Kristjánssonar. 23.30 Rótardraugar. Lesnar draugasögur fyrir háttinn. 24.00 Næturvakt. STJARNAN FM 102,2 7.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt. 9.00 Jón Axel Ólafsson. 10.00 Jón Axel Ólafsson. Fréttir kl. 12.00 og 14.00 14.00 Gunnlaugur Helgason. Fréttir kl. 18.00. 18.10 (slenskir tónar. íslensk lög leikin ókynnt í eina klukkustund. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. 20.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. 24.00Næturstjörnur. ALFA FM 102,9 14.00 Orð Guðs til þín. Þáttur frá Orði Lífsins. Umsjónarmaðurer Jódís Konráðs- dóttir. 15.00 Blessandi boðskapur í margvíslegum tónum. 21.00 Biblíulestur. Frá Krossinum. Gunnar Þorsteinsson. 21.45 Miracle. 22.00 Blessandi boðskapur í margvíslegum tónum. 24.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.10— 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03—19.00 Svæðisútvarp Austurlands. JACKSONS 2380 JACKSON STREET Strandgata37 s t E i n a r Póstkrafa: 91-11620 Flöskuskeyti Fjölmiðlamir afhjúpa stundum skuggahliðar mannlegs eðlis. Nærtækasta dæmið er frá Kína þar sem alþýðan í sveitunum á ekki um aðra fjölmiðla að velja en ríkissjón- varpið. Þar dynur áróðurinn um glæsileg afrek morðsveitanna á Torgi hins himneska friðar. Hvergi er minnst á skriðdrekana er óku yfir ungmennin í svefnpokunum og jarðýturnar er ruddu líkunum i hrúgur þar sem hermennimir kveiktu í þeim. Og kannski fær þetta fólk aldrei að vita sannleikann því hver veit nema kommúnistaleið- togarnir stýri Kínaveldi um aldur og ævi í skjóli hervalds og mið- stýrðra fjölmiðla? Hvarvetna í hin- um kommúníska heimi stynur al- þýðan undan jámhæli leiðtoganna en samt ráða þeir lögum og lofum enda sviptir kommúnisminn hinn almenna mann eignarréttinum og þar með því litla valdi er fylgir því að eiga skjól yfír höfuðið og máski smá bankainnstæðu. Aðallinn í kommúnistaríkjunum þarf hins veg- ar ekki á slíku að halda því hann liflr kóngalífi á kostnað alþýðunnar. í Kína er fréttamaðurinn er birt- ir handtökuskipanimar og les lyga- þvæluna bara strengjabrúða stjórn- valda. Hér heima hvílir hins vegar sú ábyrgð á ljósvíkingum að spyija stjórnmálamennina spjömnum úr þannig að sannleikur hvers máls komi í ljós. Sigurður G. Tómasson, sem er nýsestur við hljóðnemann á rás 2, brá á það ráð í fyrradag að kalla á Svavar Gestsson mennta- málaráðherra og Viktor A. Guð- laugsson skólastjóra í Árbæjarskóla að ræða niðurskurðinn í skólakerf- inu. Sigurður er notalegur útvarps- maður en þarna brást honum boga- listin því hann fór eins og köttur í kringum heitan rauðgraut og hafði greinilega ekki kynnt sér nýjustu .stórákvarðanir menntamálaráðu- neytisins, til dæmis þá að reisa múra um skólahverfi borgarinnar er valda því meðal annars að nem- endur í ákveðnum hlutum Breið- holtshverfis verða að sækja nám í Ármúlaskóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þá var ekki minnst á hinn alvarlega glundroða er skap- ast brátt á grann- og framhalds- skólastiginu við afnám grunnskóla- prófs er gæti leitt til afnáms stúd- entsprófs er aftur leiðir til þess að nemendur verða að þreyta inntöku- próf við erlenda háskóla. Sumir reyndir skólamenn telja að afnám þessara flöskuhálsa geti veikt mjög skólakerfið. Heldur léttist brúnin á undirrit- uðum er Ólafur Ragnar mætti skömmu seinna til Stefáns Jóns er spurði all vasklega, en svo tók gamli ráðherrasöngurinn völdin: Enn eitt „flöskuskeytið" var nefnilega fund- ið í ráðuneytinu og hafði það að geyma lista yfir 100 tekjuhæstu ríkisstarfsmennina. Fjármálaráð- herra var mjög hress yfír því að þar fundust engir ráðherrar, en það er gamla sagan að þar gleymist öll skattfría risnan, fría bensínið, veisl- urnar og utanlandsferðirnar. Óbreyttir ríkisstarfsmenn geta stöku sinnum skotist upp í launum með þrefaldri vinnu en þeir borga fyrir sinn mat, bensín og utanlands- ferðir eins og aðrir launþegar. En slíkt er ekki talið með í samneyslu- paradísinni. Ólafur Ragnar var reyndar nýkominn af fundi með „norrænum samráðherrum" í Viðey og hann var staðgengill nokkurra Alþýðuflokksráðherra er voru að hitta „samstarfsráðherra" á hinum Norðurlöndunum. Er nema von að þessum mönnum vaxi ekki í augum skattaflóðið er kaffærir senn alþýðu þessa lands og sópar varnarlausum ekklum og ekkjum og einstæðum mæðrum úr íbúðunum. Já, það skiptir miklu að Ijósvíkingarnir vandi sig og læðist ekki líkt og kettir kringum heitan graut þótt það sé vissulega einfaldara að lesa bara upp tilkynningar stjórnvalda líkt og þeir stunda í Kína. Ólafur M. Jóhannesson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.