Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 11
11 111 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 Kvikmyndahátíð Listahátíðar: Ekki gráta elskan mín Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Pleure pas my love. Leikstjóri og handritshöfund- ur Tony Gatlifif. Aðalleikendur Fanny Ardant, Rénii Martin, Jean-Pierre Sentier. Frakk- land 1989. Höfundur þessa erótíska þríhyrnings er Tony Gatliff sem ólst upp við erfið kjör í Alsír, þar sem eina lífsflóttameðalið voru kvikmyndir og er Ekki gráta elskan mín tileinkuð þeim. Fred (Martin) er ungur maður sem saknar sárt móður sinnar, fyrrum leikkonu sem öllum var gleymd og er nýlátin af of stórum skammti eiturlyfja. Hann hefur þá uppá leikstjóranum (Sentier) sem uppgötvaði hana á sínum tíma, sá er orðinn frægur og Fred veit að er faðir hans. Senti- er býður syni sínum að dvelja á heimili hans og ástkonu sinnar (Ardant). Ardant fær fátt að starfa, en húri er kvikmyndaleik- kona, vegna ráðríkis sambýlis- mannsins en Martin hvetur hana til dáða. Kemur einsog frískandi andblær í líf hennar. Óhjákvæmi- Samlokur með meiru! Til sölu er fyrirtæki í miðbænum sem býður skyndirétti af ákveðnu tagi auk sérbúinna málsverða í mjög vistlegum húsakynnum. Mánaðarvelta 3,0-4,0 millj. Upplýsingar eingöngu á skrifstofunni. FYRIRTÆKJASTOFAN Varslah/f. Ráógjöf, bókhald, skattaöstoó og sala fyrirtækja Skipholti 5, Reykjavík, sími 622212 lega laðast þau hvort að öðru. Gatliff lukkast vel að skapa blóðheitt andrúmsloft í kringum samdrátt Martins og Ardant. Hinn ungi leikari, sem heitir þessu ágæta og minnisstæða nafni, er athyglisverður fyrir einkar fijálslega framkomu, má þó vara sig á að falla ekki um of niður á Guloise-töffaraleik. Ardant á þó mestan heiður skii- inn fyrir að vekja myndina til lífsins, hún er ekki aðeins ómót- stæðilega heillandi kona heldur engu síðri leikkona — sem við verðum einnig vitni að í Fjöl- skyldulífi — senr gerir persónu sína trúverðuga og eftirsóknar- verða. Myndir sýnd- ar í dag Blóðakrar, Salaam Bombay, Vitnisburður, Verndareng- illinn, Billy Budd, Stutt mynd um dráp, Lestin leyndar- dómsfulla, Æskuástir og Geggjuð ást. KVENSKÓR * Litir: Svart og brúnt Stærðir: 36-41 Verð: 4.690,- Sendum í póstkröfu. Opið á laugardögum frákl. 10-14 Laugaveg 95 S. 624590 Kammertónleikar ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Fjórir félagar úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands, Szymon Kuran, Andrzej Kleina, Sarah Buckley og Gary MacBretney hófu vetrar- dagskrá Kammermúsikklúbbsins og léku tvo kvartetta eftir Mozart og einn eftir Shostakovitsj. Líklegt er að kvartett félaganna eigi sér stuttan æfingatíma, sem einkum mátti heyra í „smálegum" atriðum eins og styrkleikabreyt- ingum, hraðavali og túlkun, þó margt væri fallega gert, eins t.d. niðurlagið í kvartettinum eftir Shostakovitsj og að flutningurinn í heild var skýr. Fyrri kvartettinn eftir Mozart er sá fyrsti í „Haydn“-kvartettun- um, K.387, sem Mozart tók til við að semja eftir að hafa kynnst „Rússnesku" kvartettunum eftir Iiaydn. G-dúr-kvartettinn (K.387) er, auk þess að vera frábær tón- list, merkilegur fyrir. pólífónískan rithátt, bæði í fyrsta þættinum og þeim síðasta, sem er í raun tvöföld fúga í sónötuformi. Flutn- ingur þess verks var nokkuð „beint af augum“ og lítill munur gerður á styrkleikabreytingum og sérkennilegum áherslum, sem bregður fyrir víða í verkinu og hafa t.d. sérstakt vægi í menúett- þættinum, er var of hraður og leikandi léttur. Síðasti kaflinn var of mjúklega leikinn og vantaði meiri hrynræna skerpu. Tíundi kvartettinn eftir Shosta- kovitsj er um margt skemmtileg tónsmíð og er „fúríóso“-kaflinn frægastur en hann hefði mátt vera meira „fúríóso“, þó hann væri all vel leikinn. Tónleikunum lauk svo með fjórða „Haydn“-kvartettinum (K.458) sem nefndur er „Veiði- kvartettinn" vegna upphafsstefs- ins er minnir á „hornsignal" veiði- manna og einkennir allan fyrsta þátt. Þriðji þátturinn „Adagio“ var of hratt leikinn en í þessum kafla er að heyra „þögulan og dulinn grát þess sem felur sorg sína með glaðværð og galsa“. Stutt en sársaukafull smástef voru aðeins fallega leikin en ekki meir. Lokakaflinn var um of laus í sér og án hrynrænnar spennu. Þarna mátti ef til vill merkja hversu stutt hefur verið æft, þó margt væri annars fallega gert, enda eru flytjendur góðir tónlist- armenn. Laxveiðin í sumar var 39% minni en í fyrra Heildarlaxveiðin hér á landi á nýliðnu sumri var um 92.000 lax- ar, sem er 39% minni veiði held- ur í fyrra, en 19% minni heldur en meðalveiði áranna 1974 til 1988. Alls veiddust um 30.000 laxar á stöng, um 12.000 laxar í net, en um 50.000 laxar skiluðu sér úr hafbeit í sumar. Þetta eru bráða- birgðatölur sem Veiðimálastofnun hefur sent frá sér. Aflahæst er Laxá í Kjós með 2126 laxa, en næstar koma Elliðaárnar með 1763 fiska. Veiðin er svipuð og sumrin 1980 og 1983. Þrátt fyrir minni veiði en í fyrra . og minni veiði en meðalveiði ofan- greindra ára, var sveiflan mismikil eftir landshlutum. í fréttatilkynn- ingu frá Veiðimálastofnun segir: -Á Suðvesturlandi var veiðin 15% meiri heldur en meðalveiði fyrrnefndra ára. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra var stangaveiðin um 20% undir meðaltali og 36% á Norðurlandi vestra. Veiðin á Aust- urlandi að Vopnafírði meðtöldum var í jafnvægi, en á Suðurlandi var hún um 10% undir meðaltali. Netaveiðin var um 12.000 laxar sem er 30% afli en meðalveiði fyrr- nefndra'ára. Á Suðurlandi veiddust um 6.200 laxar og 5.500 á Vesturl- andi. Hafbeitarstöðvar endur- heimtu um 50.000 laxa á móti 64.000 í fyrra. Endurheimtuhlutfall af slepptum seiðum var almennt með lægra móti í ár að sögn Veiði- málastofnunnar. Þorsteinn og Davíð Á SÍLFOSSFUNDI UM ÞJÓÐMÁUN Fundur verður haldinn í Hótel Selfossi miðvikudaginn 18. október kl. 20.30. Þarmunu Þorsteinn Pálsson alþingis- maður, formaður Sjálfstæðisflokksins og Davíð Oddsson borgarstjóri, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræða um þjóðmálin og væntanlegar sveitarstjórnakosningar. Fundurínn er öUum opinn Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi og kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.