Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 34
M MORG.UJ'jBLA,ÐIÐ ÞRIÐJUþ>AGUR;,17. ,01jT,QBER f1989 Sláturhús Kaup- félags Eyfírðinga: Búið að selja um 26 þús- und slátur „ÞETTA er í annað skipti í haust sem ég tek sex slátur,“ sagði Þorsteinn Jónatansson, sem var að versla í slátursölu Kaupfélags Eyfirðinga. Slátur- sala hefur gengið mjög vel á þessu hausti og var búið að selja um 26 þúsund slátur fyrir síðustu helgi. Þorsteinn sagðist allan sinn búskap hafa keypt slátur á haust- in. „Fyrir þá sem vanir eru slátri, er þetta ódýr og góður matur,“ sagði Þorsteinn. Hann bætti við að aldrei væri að vita nema hann tæki slátur í þriðja sinn þetta haustið. „Eg hafði reyndar hugsað mér að kaupa nokkur kíló af nýr- um handa hundunum mínum, en þau voru öll búin.“ Oli Valdimarsson sláturhús- stjóri sagði að slátursala hefði gengið mjög vel í haust og um helgi var búið að selja um 26 þúsund slátur, en alla sláturtíðina í fyrra voru seld um 28 þúsund slátur. Slátrað verður alia þessa viku og að líkindum tvo daga í næstu viku. Um 4000 slátur hafa verið fengin frá Húsavík vegna mikillar sölu á Akureyri. Óli sagði sölu- metið vera 2.100 slátur á einum Hitaveita Akureyrar: Borim nokkiiira rann- sóknarhola að heíjast BORUN rannsóknarhola fyrir Hitaveitu Akureyrar á Hrafna- gili annars vegar og Laugalandi á Þelamörk hins vegar hefst öðru hvoru megin við helgina. Tvö til- boð bárust í verkið, annað frá Jarðborum hf. og hitt frá ísbor hf. Við samanburð sem unnin var af Orkustofnun þótti tilboð Jarð- borana hf. hagstæðara og var því tekið. Franz Árnason hitaveitustjóri sagði menn frá Orkustofnun hefðu í gærmorgun mælt út hvar stað- setja ætti holurnar og síðan væri reiknað með að borun hæfist öðru hvoru megin við næstu helgi. Um er að ræða tvær holur við Hrafna- gil og tvær til fjórar holur á Lauga- landi á Þelamörk. Holurnar verða frá 200 til 400 metra djúpar. „Þessar tilraunaholur eru fyrst og fremst boraðar til að viðhalda rannsóknarstarfi á vegum Hitaveitu Akureyrar," sagði Franz. Hann sagði að vatnsbúskapur veitunnar væri góður um þessar mundir. „Við reiknum ekki með að lenda í vand- ræðum á næstu árum, en við verð- um að búa í haginn fyrir framtíð- ina. Það eru í sjálfu sér litlar líkur á að þessar holur verði nýttar, en það gæti þó komið til greina ef nið- urstöður verða jákvæðar," sagði Franz. „Við eigum nóg vatn miðað við óbreytta stærð bæjarins, en menn horfa til þess að bærinn stækki.“ Tveir óku alltofhratt TVEIR ökumenn voru teknir rétt utan við bæjarmörk Akureyrar á all ríflegum hraða um helgina. Annar ökumaðurinn mældist á 137 kílómetra hraða þar sem há- markshraði er leyfður 90 og hinn var á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 70 kílómetrar. Alls voru 6 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri um helgina. Þá voru tveir teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Verslunin Skapti stækkar Morgunblaðio/Runai Þór Breytingar hafa verið gerðar á versluninni Skapta á Akureyri og hefur gólfilötur verslunarinnar stækkað um 160 fermetra, sem er um 35% aukning á húsnæði miðað við það sem áður var. Breytingarnar hafa staðið yfir síðustu þrjá mánuði og var verslunin opnuð nýlega eftir endurbætur. Að sögn Jóns Ævars Ásgrímssonar eins af eigendum Skapta hefur vöruúrval aukist í kjölfar stækkunarinnar, en Skapti er alhliða byggingavöruverslun. Verslunin var sto'fnuð árið 1971 og hefur alla tíð verið til húsa að Furuvöllum 13 á Akureyri. Jón Ævar segir að á þeim tíma sem verslunin hafi starfað hafi hún smám saman verið að færa út kvíarnar og draum- urinn sé að auka enn á vöruúrvalið í framtíðinni. Á myndinni er starfsfólk verslunarinnar, frá vinstri Jón Ævar og Jórunn sem reka verslunina, Lína, Björn Ævar, Helgi og Birgir. Efnir til borg- arafiindar um umferðarmál JC-AKUREYRI ætlar að efna til opins borgarfundar um umferðar- mál í Borgarbíói á næstunni. Borg- ariúndurinn verður haldinn undir yfírskriftinni „Búum börnuni betri framtíð." Erindi á fundinum halda Guðrún Ágústsdóttir fyrir hönd menntamála- ráðuneytis, • Trausti Þorsteinsson fræðslustjóri Norðurlands eystra, og Ólafur H. Oddsson héraðslæknir sem fjallar um ungt fólk, áfengi og ábyrgð foreldra. Unnið er að því að fá aku- reyskan ungling til að halda erindi á fundinum og einnig verður fulltrúi bæjaryfirvalda á staðnum sém vænt- anlega íjallar um stefnumál bæjarins varðandi þennan málaflokk. Allir þessir aðilar munu síðan taka þátt í pallborðsumræðum ásarnt Sigrúnu Sveinbjömsdóttur sálfræðingi. Sex sóttu um SEX sóttu um starf forstöðu- manns öldrunarþjónustu Akur- eyrarbæjar, en umsóknarfrestur rann út um helgina. Sigfús Jónsson bæjarstjóri mun kynna öldrunarráði umsóknirnar á næsta fundi ráðsins. Bjarni Krist- jánsson sem gegnt hefur starfi for- stöðumanns öldrunarþjónustunnar hefur sagt starfinu lausu frá og með næstu áramótum og mun taka við sínu fyrra starfi sem forstöðu- maður Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Norðuriandi eystra. Plasteinangrun hf.: Greiðslustöðvun ítanu lengd um tvo mánuði Greiðslustöðvun Plasteinang- runar hf. hefur verið framlengd um tvo mánuði og rennur hún út 10. desember næstkomandi. Áfram er unnið að endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Sigríður Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri Plasteinangrunar sagði að verið væri að skoða ýmsa kosti sem til greina koma, en of snemmt væri að skýra frá þeim að svo stöddu. „Við erum að framleiða vörur fyrir sjávarútveginn og höfum fund- ið óneitanlega fundið fyrir sam- drætti frá því á miðju síðasta ári,“ sagði Sigríður. Hvað útflutning fyr- irtækisins varðar hefur einnig orðið samdráttur í sjávarútvegi í mark- aðslöndum Plasteinangunar, eins og til dæmis í Kanada. Nú eru starfsmenn fyrirtækisins 12 og hefur þeim fækkað um helm- ing frá því sem var. Sigríður sagði að ekki væri fyrirhuguð frekari l'ækkun starfsmanna. „Starfsemin hjá okkur er í fullum gangi eftir sem áður og við höldum okkar striki varðandi framleiðslu og sölu á þeim vörutegundum sem við höfum verið að framleiða. Greiðslustöðvunin set- ur þar ekkert strik í reikninginn," sagði Sigríður. F orstöðumaður öldrunarþjónustu; Tjaldstæðið á Akureyri; Morgunblaðið/Rúnar Þór Þorsteinn Jónatansson á Akureyri kemur slátrinu fyrir í bíl sínum, en þetta var í annað sinn í haust sem hann kaupir slátur og íhug- ar hann jafnvel að kaupa slátur í þriðja sinn til að vera vel birgur. og sama deginum og þá hefði Húsavíkurslátrið komið sér vel, þar sem húsið framleiðir 14-15 hundruð slátur á dag. Sunnan- menn hafa einnig leitað norður eftir slátri og um helgina voru seld 250 slátur suður vegna skorts á þeim slóðum. Óli sagðist eiga von á að eitthvað myndi róast í slátursölunni þessa síðustu viku og þá yrði unnt að pakka og frysta slátur og senda suður til Reykjavíkur þar sem vantar slát- ur. Um síðustu helgi var búið að slátra rúmlega 33 þúsund fjár af rúmlega 44 þúsund og var meðal- vigt dilkanna 15,6 kíló, sem er um 700 grömmum meira en mældist fyrir sama tíma í fyrra. Um 8,5% dilkanna hafa farið í fituflokk. Skilaði meiri tekjum en gert var ráð fyrir TEKJUR af rekstri tjaldstæðisins á Akureyri voru um 800 þúsund krónum meiri en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun, sem stafar af rúiftlega 3.500 fieiri gistinótt- um á tjaldstæðinu í sumar miðað við fyrra sumar. Gistinætur á tjaldstæðinu voru um 16 þúsund í sumar, en voru í fyrrasumar liðlega 12 þúsund. Áætlað var að tekjur af rekstri tjaldstæðisins í áryrðu um 2,4 millj- ónir króna, en þær urðu um 3,2 milljónir, eða um 800 þúsund krón- um meiri en búist var við. Umhverfisnefnd hefur Iagt til að heimilað verði að gera endurbætur á tjaldstæðunum fyrir mismuninn, en bæjarráð hefur hafnað tillög- unni. Ivar Sigmundsson forstöðu- maður tjaldstæðisins sagði að síðasta vor hefði verið lokið við gerð skýlis á neðra svæðinu, en skýli þetta er með glerþaki og er eins konar skjólveggur fyrir norð- anáttinni. Farið hefði verið fram á að samskonar skýli yrði gert á efra svæðinu. Kostnaður við gerð slíks skýlis væri um 400 þúsund krónur. Auk þess þyrfti að laga tún svæðis- ins, þar sem það væri afar óslétt. Gerðahverfi: 25 hús tengst Hitaveitunni Um 40 umsóknir liggja fyrir TENGINGAR húsa í Gerðahverfi við Hitaveitu Akureyrar ganga vel og er þegar búið að tengja 25 hús veitunni. Franz Árnason hitaveitustjóri sagði að fyrir lægu um 40 umsóknir íbúðareigenda sem vildu láta tengja hús sín veitunni og hefðu starfsmenn sem og pípulagningarmenn því í nógu að snúast. I hverfinu öllu eru um 180 íbúðir og hús og eru því um einn þriðji hluti annað hvort þegar búinn að tengjast veitunni eða bíður eftir því. Þeir notendur sem tengja hús sín veitunni á næstu fimm árum njóta afsláttar á orkugjöldum og sagði Franz því til nokkurs að vinna. „Þessi afsláttur sem mönnum býðst er í raun eini hvatinn á menn að tengjast Hita- veitunni, við höfum ekki haldið uppi áróðri fyrir slíku," sagði Franz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.