Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 20
28 MÖRGIJI'ÍBMMÐ ;ÞRIÐJUÐAaURHi7; MÍ-T.élSKR: Í9Ö9/ Fornleiferannsókn- ir í Heijólfsdal og upphaf landnáms eftir Margrétí Hermanns- Auðardóttur Jarðfræðingamir Margrét Hallsdóttir og Guðrún Larsen (M. Halls. og G.L.) birta langa grein í Morgunblaðinu 10. október vegna viðtals sem við mig var haft (en ekki greinaskrif eins og þær stöllur gefa í skyn) í sama blaði 1. októ- ber síðastliðinn. Upphaflega hafði Rikissjónvarpið haft við mig viðtal 24. september vegna nýafstaðinn- ar doktorsvamar minnar um fyrstu byggð á íslandi, þar sem fram kom að byggðin á Íslandi væri töluvert eldri en talið hefði verið. Þó svo M. Halls. og kannanir hennar á gróðurfari kringum landnámsg- jóskuna kæmu ekki til tals í við- tali Ríkissjónvaipsins við mig, þá var hún mætt í kvöldfréttum dag- inn eftir til að andmæla mér, án þess að mér (sem reyndar var til- efni fréttaflutningsins) væri sýnd sú sjálfsagða kurteisi að fá að svara athugasemdum hennar. Því næst hafði Timinn við mig viðtal 28. september og þar fannst blaða- manninum tilvalið að ég fengi tækifæri til að svara fyrir mig, hvað ég og gerði með óformlegum hætti, enda um blaðaviðtal að ræða. Að vörmu spori (30. sept.) var M. Halls. jarðfræðingur mætt með athugasemdir vegna viðtalsins í Tímanum, reyndar vissi ég ekki af þeim fyrr en eftir á, og hef nú nýlokið við að svara þungum ásök- unum hennar í sama blaði, sem birtist 12. okt. Ég vil í þessu sam- bandi geta þess að þegar M. Halls. lauk doktorsvörn sinni fyrir tveim- Margrét Hermanns-Auðardóttir ur árum, þá rauk hvorki ég né aðrir upp til handa og fóta þegar ritgerð hennar var kynnt hér í fjöl- miðlum, þó svo hún sendi mér og fleirum kaldar kveðjur þegar í inn- gangi ritgerðar sinnar, enda dag- blöð, hljóðvarp og sjónvarp yfirleitt ekki talinn réttur vettvangur til að útkljá fræðilegar deilur. Jarðfræðingarnir Margrét Hallsdóttir og Guðrún Larsen vitna í Mbl. 10. október til blaðaviðtal- anna i Tímanum (28. spet.) og Mbl. (1. okt.) eins og um vísinda- legan fyrirlestur eða fræðileg greinaskrif væri að ræða, en til- gangur viðtala af þessu tagi er auðvitað allt annar en að stunda vísindalegar rökræður. Þar sem Herjólfsdalur MOsfell þær stöllur hafa skrifað langa grein í Morgunblaðið, eins og áður segir, hvar þær gera fyrrnefnd við- töl við mig að umtalsefni, þá sé ég mig knúna til að svara þeim hér til að rétta hlut minn og forn- leifafræðinnar. Gróðurfarsbreytingar vegna landnáms og mannabúsetu í ritgerð minni um fyrstu Is- landsbyggð („Islands tidiga bosáttning") get ég þess að í ljósi Heijólfsdalsrannsókna og niður- staðna þaðan sé ekki ágreiningur milli mín og annarra um það, að hin svokallaða landnámsgjóska hafi fallið skömmu eftir landnám, sem og reyndar nafngiftin bendir til. Eins og M. Halls. og G.L. skrifa í grein sinni í Mbl. þá verður vart við gróðurfarsbreytingar undir landnámsgjóskunni sem rekja má til búsetu manna, samtímis því sem þær benda á það að að baki þeirri vitneskju liggi „allviðamiklar og tímafrekar“ ftjógreiningar, nokk- uð sem ég reyni hvergi að draga undan í ritgerð minni. Reyndar hefur breyting á gróðurfari vegna áhrifa frá búsetu manna (þ.e.a.s. þeim búskaparháttum sem tíðkast hafa hér í aldanna rás) haldið ótrauð áfram fram á þennan dag, og lýkur því ekki rétt ofan við land- námslagið eins og þær stöllur halda fram. Ég vil nota tækifærið hér og benda á það að af ritgerð Margrétar Hallsdóttur frá 1987 og eins nýútkominni ritgerð minni má ráða að fyrsta neistann að hinni geigvænlegu gróðureyðingu sem blasir við augum víðast hvar á ís- landi í dag,_má rekja alit aftur til fyrstu alda íslandsbyggðar, þó svo moldar- jarðvegur •***- LAL ■LAL» 90 100 no- 0.5'M Landsnámslagið (LAL) í jarðvegssniði sem tekið var í bæjarhólinn í Her- jólfsdal. Eins og sjá má er mannvistarlag að fínna undir landnám- slaginu og tel ég því hæstu NC-aldursgrein- ingarnar sem ná aftur á 7. öld gefa vísbendingu um aldur byggðarinnar undir landnámslaginu. Sjá má afstöðu landnámslagsins í jarð- vegssniðinu í Herjólfsdal (sbr. M.Halls. 1984;52 og ritgerð mína bls. 67) samanborið við afstöðu landnám- slagsins i jarðvegssniði M.Halls. frá Mosfelli í Grímsnesi (tekið úr Plate 3/frjólínuriti M.Halls. í ritgerð hennar frá 1987 — "C-aldursgreininguna Lu- 1170 (uppá 1290+50 ár frá ártalinu 1950) hef ég sjálf fært inn á myndina, sem og LAL/landnámslagið. M. Halls. sé greinilega á öðru máli en ég um það hversu langt aftur landnámið nái. Eins og fram kemur í ritgerð minni var mannvistarlag (þ.e.a.s. áþreifanlegar leifar um búsetu) að finna undir landnámslaginu á upp- graftarsvæðinu í Heijólfsdal (sjá 1. mynd), og þar með mátti sjá að landnám í Éyjum var eldra en landnámsgjóskan og við það vakn- aði áhugi minn á því að bera sam- an ' 'C-ajdursgreiningarnár úr Her- jólfsdal og sams konar aldursgrein- ingar á lífrænum leifum, sem tekn- ar voru undir landnámslaginu ann- ars staðar á Islandi, og kem ég að því síðar. Ég held því hvergi fram að í ljósi gróðurfarsbreytinga undir land- námslaginu hafi ísland allt byggst af norrænum mönnum á einu bretti, heldur segi ég í ritgerð minni að verulegur hluti landsins i lo (tor.) Myndræn uppsetning á þremur hæstu "C-aldurs- greiningunum frá Herjólfsdal, þar sem kúrfúrnar í efri myndflötunum sýna A. "C-aldurinn fyrir nútíma (=BP=Before Present= fyrir 1950). B. Tijáhringatí- matalskúrfa (dendrókrónólógía) og C. Líkindadreif- ing "C-aldursins með tilliti til leiðrétts trjáhringa- tímatals. í neðri myndfíötunum sýna gráu fletirnir dreifíngu aldursgreininganna (út frá 10 eða 68% líkindadreifíngu) í árum e.Kr. með tilliti til tijáhringa- tímatalsins (=cal AD. Tekið úr ritgerð minni bls. 48—50). f töflunni neðst má sjá "C-aldursgreiningarn- ar samkvæmt þeim trjáhringatímatalskúrfum, sem iðulega er tekið mið af. 400 7Ó0 8ÓO cal AO 900 e-Kr. 7Ó0 SÓO cal An fOO 1000 Lab nr. ”C-álder (ðre 1950 MASCA-kalibrerat Stuiver-kalibrerat Stuiver-kalibrerat (BP) (AD) - Kr(AD) -2tr(AD) U-2529 1260±60 720±80 670-850 645-935 U-2531 1060±65 915±85 895-1020 780-1150 U-2533 1240±60 735±85 680-870 655-975 U-2660 1390±60 - 595±55 600-670 545-770 U-2661 1340±60 630±60 645-765 585-845 . U-2662 ,1240±50 735+85 685-860 665-935 U-2663 1300±60 685±75 655-775 640-870 U-4402 1035±65 940±80 905-1025 785-1155 auk Vestmannaeyja sé byggður þegar á Meróvingertíma (tímabilið 600-800 e.Kr., næst á undan víkin- gatíma er nær frá 800-1000/1050 e.Kr.) og bendi ég í því sambandi á þá staði þar sem gróðurfars- breytinga gætir vegna mannabú- setu undir landnámslaginu á suð- vesturhluta landsins og eins á háar "C-aldursgreiningar á birkikolum (koluðum af mannavöldum) úr miðbæ Reykjavíkur og jafnvel víðar. Ég bendi sérstaklega á að samtímis séu stórir hlutar landsins óþekktir með tilliti til fyrsta land- náms, og það megi meðal annars rekja til þess að þar hafi fornleifa- rannsóknir verið af skornum skammti. Aldur landnámsgjóskunnar og elstu mannvistarleifa í grein þeirra M. Halls. og G.L. um aldur landnámslagsins (Mbl. 10. okt.) segir orðrétt: „Meðal ann- ars hefur verið reynt að tímasetja það ,,[landnámslagið]“ með tilliti til ritaðra heimilda um landnám norrænna manna hér, með því að nota þykknunarhraða jarðvegs til að afmarka á hvaða tímabili það féll og tengja upplýsingum um gos í ískjarna frá Grænlandi, og einnig hefur verið reynt að reikna út líklegasta gosárið út frá þykknun- arhraða jarðvegs“ [mínar letur- breytingar]. Ég vil taka það fram að ég tek enga afstöðu til þessara þátta í doktorsritgerð minni um fyrstu íslandsbyggð, sem lesendur greinar M. Halls. og G.L. skyldu ætla, heldur er komið óformlega inná þessa þætti í fyrrnefndum blaðaviðtölum. Þær stöllur segja með hliðsjón af tilvitnuninni hér að ofan að reynt hafi verið að tengja ritaðar heimildir um byggð norrænna manna á íslandi [hér er greinilega átt við hefðbundna byggð frá 874 e.Kr.] vitneskju um eldgos í kringum 900 e.Kr., sem sjá má í borkjarna úr Grænland- sjökli og þetta tvennt síðan borið saman við þykknunarhraða jarð- vegs, þar sem gefnar eru vissar forsendur sem M. Halls. og G.L. greina ekki frá. Mitt svar við þessu er þáð að hér er gengið út frá gefnum for- sendum um landnám (og þar með tilvist papa sem landnámsmanna greinilega hafnað), sem getið er í miðaldaheimildum, sem skráðar voru mörgum öldum eftir að viður- kenrít landnám á að hafa hafist (þ.e.a.s. 874 e. Kr.). Þó svo greina megi áhrif frá eldgosi í borkjarna úr Grænlandsjökli í kringum alda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.