Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 O'JO'i nf.'-uorLo .7i—í: tI‘'Þ? Munar ekki um milljarðinn, megi þeir drepa hvalinn eftir Rósu R. Blöndals 68 langreyðar veiddar í ár, 10 sandreyðar einnig. „Vona að hvalveiðum verði hald- ið áfram næsta sumar,“ segir einn hvalfangarinn. Óbreyttir hvalfang- arar og öll þeirra orð um varlegar veiðar eru, hjá vorum ráðamönnum of mörgum, tekin og flutt í fjölmiðl- um, sem hinn merkasti vitnisburður í hvalfriðunarmálinu. Hvers vegna kölluðu vorir æðstu ráðamenn ekki dr. Sturlu Friðriksson í sjónvarps- viðtal, eftir framúrskarandi merki- legan útvarpsfyrirlestur, þar sem hann m.a. talaði um hvalam'álin? Hann harmaði afstöðu íslands í þessu máli. Hann harmaði, að íslenskir ráðamenn skyldu ekki taka þátt í alþjóða hvalfriðun. Er það samboðið íslenskum ráðamönnum að hirða ekki um að fá þennan merka vísindamann til þess að kynna málstað Alþjóða hvalveiði- ráðsins í sjónvarpi? Þorðu þeir ekki að eiga það á hættu að dómgreind almennings snerist gegn þeim eftir að hafa hlustað á hógværa vísinda- menn skýra málið? Sérstaklega hefðu ráðamenn vorir átt að taka meira mark á dr. Sturlu heldur en hvalföngurum. Það liggur nú við að vera hlægilegt, þegar hvala- og seladrápsáhugamenn tala um sjálfa sig sem verndara lífskeðjunnar. Það er jafn mikið öfugmæli eins og þeg- ar ort var í gríni: „Fiskurinn hefur fjögur hljóð, finnst hann oft á heið- um“. Hvers vegna minnast þessir hvaladrápsverndarar lífskeðjunnar aldrei á íslandssléttbakinn, þegar þeir eru að telja almenningi trú um það að þeir séu sérlegir lífsríkis- verndarmenn? Sannleikurinn er sá, að 400-500 sandreyðar og álíka margar langreyðar voru ekki neitt varlegar veiðar fyrir friðun. Hvað margir ófæddir hvalir fóru þar með, og sumir áttu máski skammt eftir til fæðingar? Hvað margir ófæddir hvalir í ár voru meðal þeirra 68 sandreyða, sem veiddar voru? Hvað margir ungar meðal þeirra 10 langreyða, sem veiddar voru? En veiðin á þessum fáu sandreyðum í ár virðist gerð til þess að láta ekki undan. Það er ákaflega hörmu- legt íslands vegna og íslensku þjóð- arinnar, að ráðamenn þessarar þjóðar skyldu taka sig til að leggja metnað sinn í það að spilla þeirri hvalfriðun, sem stærri þjóðir eins og Japanir töldu ekki neina skömm að sætta sig við. Það var hastar- legt, að ísland var látið bregðast þeirri þjóð, sem studdi íslendinga í þorskadeilunni og spurði ekki um höfðatölurétt í alþjóða atkvæða- greiðslu. Enginn góður bóndi býr þannig, að hann setji ekki lífslömb á. Það er hógvær krafa, að biðja um hval- friðun í 4-5 ár. En hvalveiðibændur vilja ekki setja nein lífslömb á fyrir framtíðina. Hvalfriðun þyrfti að verða í 21 ár minnst. Og það myndi sannast, að fiskveiðar minnka ekki við þá friðun. Hlýindi eða kuldi í sjó mun þar hafa meira að segja. Hvað er framundan hjá Lagmeti? Það virðist eitt mesta ábyrgðarleysi hjá ráðamönnum, þegar þeir liika ekki við að spilla markaði utan- lands. Hverjir borga fyrir það tjón? Er það ekki almenningur? Hveijir borga allan kostnað af sendiferðum háttsettra manna og vísindamanna, sem farið hafa út um allan heim til þess að staglast á hvalvísinda- veiðum ár eftir ár? Hvenær urðu hvalfangarar vísindalega þenkjandi menn? Ekki fyrr en íslendingar samþykktu á Alþingi að hlíta friðun Alþjóða hvalveiðiráðsins. Hvernig stendur á því, að enginn áhugi á hvalvísindum vaknaði hjá hafsvís- indamönnum á meðan langreyðar og sandreyðar voru veiddar í hundr- aða tali og hrefnur hvað mest og steypireyður þótti mikill fengur? Óvíst um þann merkilega stofn, hvernig háttað er. Hvort friðun kemur of seint, þótt hún komi strax. Tvær steypireyðar voru veiddar hér í fyrra. Hvers vegna höfðu vísindamenn engan áhuga á þessum hvalvísind- um á meðan veiðin var í fullum gangi? Það var þó fyrir sanna vísindamenn meiri ástæða til vísindaiðkana á þeim tíma heldur en þegar átti að friða hvalinn. Stækkaður hvalastofn hleypur ekki frá vísindamönnum. Það er spurn- ing, sem vísindamenn séttu að svara, hvers vegna vísindaáhugi þeirra um hvali vaknaði fyrst við friðunaraðgerðir. Allir menn sem heyrt hafa rakalaust stagl, sem ráðamenn íslands stagla með stein- andliti framan í útlenda vísinda- menn, fyrirlíta náttúrulega þeirra málflutning og blygðunarleysi gagnvart sannleikanum. Allir skynsamir menn út um heim, sem á það hafa hlustað, forsmá þessa málsmeðferð nema íslendingar sjálfir, of margir. Allt skynsamt fólk veit að hvalkjötssalan til Jap- ans er vísindamálið. Einkum ættu nú sanngjarnir íslendinga að geta gjört sér grein fyrir því. Það tekur því líka fyrir íslendinga að gjöra sig að óvini allra þjóða nema Rúss- lands og Japans eftir síldai-viðskipt- in við Japani. Japanir eru vel stæð milljónaþjóð, sem dregið hefur samninga við ísland svo á langinn Rósa B. Blöndals „Það virðist eitt mesta ábyrgðarleysi hjá ráða- mönnum, þegar þeir hika ekki við að spilla markaði utanlands. Hverjir borga fyrir það tjón? Er það ekki al- menningur?“ að ótta vekur og vafa um hvað gjöra skuli. Milljónaþjóðin að pína niður verð hjá smáþjóð, svo að stefnir í háska, eins og þegar einokunar- verslunin réð bæði vöruverði og vörugæðum hér á landi sjálf, er þeir keyptu vörur af landsmönnum. Sögðu ekki Rússar eins? Við viljum sjálfir meta vöruna og sjálfir ákveða vei-ðið. Hvernig var með ullarpönt- un Rússa hjá einu íslensku fyrir- tæki? Keyptu ekki nema það sem þeim sýndist af eigin pöntun. Ég man ekki eftir neinum gífuryrðum vinstriflokkanna né þeirra sem sviknir voi-u. Þar hefði fremur átt við en í svari til Þýskalands að segja að viðskiptum við þá væri lokið í eitt skipti fyrir öll. Eða þá brigð Rússa í stórfelldum fiskkaupum. Það hefur ekki heyrst mikiu meira um það mál. Við þessar þjóðir ættu íslendingar að sýna þá hörku, sem þeir hafa frá byijun sýnt í hvalfrið- unarmálinu. En í viðskiptum við Rússa og Japani hefur mér skilist að samningalipurð og eftirgjöf væri nauðsynleg. í einu dagblaði stóð: Sovétmenn hætta við fiskkaup fyrir 285 millj- ónir. Þeir keyptu fisk af öðrum - löndum, eftir að þeir sömdu við ís- land, fengu ódýrari fisk annars staðar. Og töldu sig ekki þurfa að standa við sína samninga. Kunna sumir íslendingar e.t.v. best við „einokunarverslun"? Vilja þeir aftur fá að lúta einveldi? Ungur sjómaður gerði svofellda uppástungu í Mbl. 24. nóv. 1988: „Hvalveiðar íslendinga." „Það má líka beina þeirri spurningu til grænfriðunga, hvort þeir telji málinu betur borgið ef við þurfum að selja Rússum og Japönum hval- og hrefnuveiðaréttindi : íslenskri lögsögu." (Gr. Karlsson) Þetta var óvenju hreinskilin til- laga. En mig minnir að þessi háska- legu orð kæmu fyrst, eða líking þeirra, í sjónvarpsræðu fyrir nokkr- um árum, frá manni sem hafði meira vald og meiri ábyrgðar að gæta gagnvart landi og þjóð, heldur en einn ungur sjómaður. Það myndi varla hryggja útlenda grænfrið- unga jafn mikið að íslendingar seldu slík réttindi eins og þjóðina sjálfa, sem aldrei næði þeirri lög- sögu aftur, né neinum réttindum framar. Þá þyrftu íslendingar hvorki að deila við grænfriðunga né aðra um lífríki sinnar lögsögu framar. Sumir menn til forna deildu svo hart út af hvalkjöti, að þeir hnigu dauðir við hvalinn. Vonandi verða það ekki örlög íslensku þjóð- arinnar að deyja á hvalskurði. Minnst er vert um mavkaðinn, mjog ev þjóðin alin. Munar ekki urn milljarðinn, megi þeir drepa hvalinn. Höfundur er rithöfundur. Þessar stöllur færðu Hjálparsjóði Rauða kross íslands 1.340 kr. Þær höfðu lialdið hlutaveltu. Þær heita Þórunn Hannesdóttir og Sjöfn Kristinsdóttir. Þessi strákur, Guðmundur Þ. Þrastarson, tók sig til og liélt hlutaveltu til styrktar Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra. Hann safnaði nær 3.300 kr. til félagsins. A myndinni eru Anna Guðnadóttir, Anna María Gísladóttir og Garð- ar Páll Gíslason. Þau efndu til hlutaveltu fyrir Hjálparsjóð Rauða Kross íslands og söfnuðu til hans 988 kr. FELAGSSTARF Kópavogur - spilakvöld Fyrsta spilakvöld sjálfstæðisfélaganna I Kópavogi verður i Sjálfstæð- ishúsinu, Hamraborg 1, þriðjudaginn 17. október kl. 21.00 stundvís- lega. Góö kvöld- og heildarverðlaun. Mætum öll. Stjórnin. Sauðárkrókur - sjálfstæðiskonur Fundur verður i Sjálfstæðiskvennafélagi Sauðárkróks i Sæborg mið- vikudaginn 18. október kl. 20.30. Fundarefni: 1. Ný afstaðinn landsfundur. 2. Jólabasar. 3. Önnur mál. Sjálfsteeðiskonur verið velkomnar og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Aðalfundur Þorsteinn og Davíð á Selfossfundi um þjóðmálin Fundur verður haldinn í Hótel Selfossi miðvikudaginn 18. okt. kl. 20.30. Þar munu Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, formaður Sjalfstæðisflokksins, og Davið Oddsson, borgarstjóri, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræða þjóömálín og væntanlegar sveitarstjórna- kosningar. Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi og kjördæmisráð sjálfstæðisflokksins á suðurlandi. Aöalfundur Stefnis, félags ungra sjálfstæöismanna í Hafnarfirði, verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu þriðjudaginn 17. október kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjulega aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Stefnisfélagar fjölmennið á fundinn. Stjórnin. Wélagslíf □ HAMAR 598910177 - 1 Frl. □ EDDA 598917107 = 2 I.O.O.F. Rb. 4 = 13910178 - I.O.O.F. Ob. 1P. = 17117108V2 = 9III. O HELGAFELL 598910177 VI ADKFUK Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstig 2b. Forskot á sæl- una I. Séra Siguröur Pálsson sér um bibliulestur. 2. □ FJÖLNIR 598910177 - 1 Atk. Frl. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samverustund verður fyrir eldri meðiimi safnaðarins kl. 15.00. Kaffiveitingar. Ungt fótk l!5íia með hlutverk Iflg YWAM - island Almenn samkoma með Teo van der Weele Almenn vakningar- og lofgjörð- arsamkoma verður í Grensás- kirkju i kvöld kl. 20.30. Hinn áhrifamikli predikari og fyrirbiðj- ' andi Teo van der Weele frá Holl- andi, predikar. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.