Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 35
-ílÖááÖfcí^&IÐ ÞRmJUÍAbÍÍft'-1-7..1'dtídBEÍí’H^ Utandagskrárumræða um aðstoðarmenn ráðherra: Þeir verði reknir sem ekki var heimilt að ráða Frá utandag-skrárumræðum á Alþingi í gær. Fremstur á myndinni er 2. varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi, Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri í Biskupstungum. Hann tók sæti á þingi í fyrsta sinn í gær. - segirPálmi Jónsson STJÓRNARANDSTAÐAN með Pálma Jónsson (S/Nv) í broddi fylkingar gagnrýndi harkalega í utandagskrárumræðu Ijárrnála- ráðherra fyrir Ijárveitingar án heimilda og mannaráðningar án hcimilda. Var ráðherra sakaður um brot á ýmsum lögum og regl- um og þess krafist að þeim starfs- mönnum ráðuneytanna, sem ráðnir höfðu verið án heimildar, yrði sagt upp. Málshefjandi, Pálmi Jónsson gagnrýndi rikisstjórnina fyrir að hafa ráðstafað fé úr ríkissjóði án þess að að baki lægju heimildir frá Alþingi. Væri engu líkara en ríkis- stjórnin teldi sig hafa sjálfdæmi í þessum efnum og teldi sig ekki þurfa að fylgja ákvæðum fjárlaga. Pálmi kaus að taka ekki til um- ræðu ríkisíjármálin almennt, né heldur aukafjái’veitingar, heldur þær fjárveitingar og ráðstafanir sem hefðu útgjöld í för með sér og ekki hefðu lagaheimild að baki. Aukafjárveiting-ar trúnaðarmál Pálmi greindi frá því í fyrstu að í fjárveitinganefnd hefði fjármála- ráðherra lagt fram lista yfir auka- fjárveitingar á árinu en jafnframt farið þess á leit við nefndarmenn að farið yrði með upplýsingamar sem trúnaðarmál. Pálmi gagnrýndi þetta í ræðu sinni og benti á að ráðstöfun tekna ríkisins ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera trúnaðarmál; slíkt ætti að ger- ast fyrir opnum tjöldum. Hér væru forkastanleg viðhorf á ferðinni. Af þessu tilefni spurði þingmaðurinn ráðherrann hvort hann liti svo á að fara ætti með aukafjárveitingar sem trúnaðarmál. í svari sínu sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að hann liti ekki svo á að aukafjárveit- ingar ættu að vera trúnaðarmál, það sem hér væri á ferðinni væri misskilningur þingmannsins. Það sem hann hefði átt við væri það að ef það væri ætlan nefndarmanna að greina opinberlega frá þessum aukafjárveitingum, þyrfti að koma þessum upplýsingum í annan bún- ing, sem hæfði fjölmiðlum. I síðari ræðu sinni sagði Pálmi að hér væru á ferðinni útúrsnúning- ur og ósannindi ráðherra; viðkom- andi listi hefði verið í eins formi og áður og engra breytinga hefði verið þörf fyrir fjölmiðla. Áréttaði þingmaðurinn að á meðan fjái-veit- ingar væru til umræðu og ákvörð- unar væri unnt að líta á þær sem trúnaðarmál, en þegar ákvörðun hefði verið tekin væri ekki unnt að líta svo á. 800 milljóna heimildarlaus niðurskurður Pálmi gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt hefði verið síðastliðið sumar um 800 millj- óna niðurskurð á ríkisútgjöldum á þeim forsendum að engin heimild væri í fjárlögum fyrir ríkisstjórnina að standa fyrir slíkum niðurskurði á fjármagnstilfærslum eða fram- kvæmdafé. Ákvarðanir þessar hefðu verið teknar í algeru heimild- arleysi. Greindi Pálmi frá því að þegar hefði verið ákveðið að skera niður framlög til húsnæðiskerfisins um 500 milljónir og kvisast hefði út að samgönguráðherra væri með einhverja tilburði í þá átt að skera niður framkvæmdafé á vegaáætlun. Af því tilefni spurði þingmaðurinn ráðherra í fyrsta lagi hvaða verkleg- ar framkvæmdir yrðu skornar niður og í öðru lagi hvort ríkisstjórnin teldi siggeta ráðið þessu á eindæmi. Við fyrri spurningunni kom ekk- ert svar, en við þeirri síðari það svar frá fjármálaráðherra að í fyrsta sinn í langa tíð hefði sú ákvörðun verið tekin af ríkisstjórn- inni að leggja fram fjáraúkalög á þessu þingi fyrir þeim fjárveitingum sem ákveðnar hefðu verið fyrir utan fjárlög. Sagði ráðherra að ríkis- stjórnin hefði það alls ekki í hyggju að sniðganga flárveitingavaldið. Um það væri að ræða að ríkisstjórn- in tæki stefnumótandi ákvarðanir, sem síðar fengju staðfestingu í aukafjárlögum. Mismunun við söluskattsinnheimtu Pálmi tók því næst til umfjöllun- ar þær hertu innheimtuaðgerðir vegna ógoldins söluskatts sem fjár- málaráðherra hefði staðið fyrir síðastliðið sumar. Kvaðst þingmað- urinn fagna því að gengið væri hart á eftir skattinum, en hann gagmýndi hins vegar það sem hann kallaði mismunun einstakra gjald- enda og kvaðst þá eiga við þá ákvörðun ráðuneytisins að loka ekki þeim fyrirtækjum sem til meðferðar hefðu verið hjá millifærslusjóðum ríkisstjórnarinnar. Spurði hann ráð- herra þeirrar spurningar hvaðan honum hefði komið heimild til þess- arar mismununar. Ráðherra svaraði ekki þessari spurningu, en kvaðst hins vegar fagna því að sjálfstæðismenn hefðu nú ákveðið að styðja þessar hertu aðgerðir, þrátt fyrir fyrri yfirlýsing- ar þingflokksins í tilefni af þeim. Þorsteinn Pálsson (S/Sl) kvað ráðherra fara með rangt mál að þessu leyti, þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hefði ekki gagnrýnt hinar hertu aðgerðir sem slíkar, heldur þá mismunun sem í framkvæmd ráðuneytisins hefði verið fólgin. Söluskattur greiddur með húseignum Pálmi Jónsson kvað hafa kastað tólfunum þegar einu fyrirtæki hefði verið leyft að greiða söluskattsskuld sína með húseignum. Gagmýndi hann þetta að því leyti að í fyrsta lagi væri um að ræða brot á laga- ákvæðum um innheimtu söluskatts, í öðru lagi væri ekki fyrir hendi heimild til kaupa á viðkomandi hús- næði og í þriðja lagi hefði það sýnt sig að ríkissjóður hefði engin not fyrir þetta húsnæði, þar sem ráð væri fyrir því gert í fjárlagafrum- varpinu að viðkomandi húseignir yrðu seldar. Ólafur Ragnar kvað það alrangt að söluskattur hefði verið greiddur með húseignum í þessum tilvikum. Ríkissjóður og Kópavogsbær hefðu komið sér saman um kaup á hús- eignum fyrirtækis sem að hluta til væri eign Hagvirkis sem hefði skuldað söluskattinn. Vegna þess væri ekki unnt að líta á húseignirn- ar sem greiðslu söluskatts. Hluti húséignanna væri seldur aftur til Kópavogsbæjar. Pálmi greindi hins vegar frá því í síðari ræðu sinni, að samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins hefðu húseignir í Kópavogi og Hafnarfirði verið teknar upp í sölu- skattsskuld og væri um ótvírætt lagabrot að ræða. Heimildarlaust meðferðarheimili Pálmi tók einnig til umfjöllunar þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að koma á laggirnar meðferðarheimili fyrir unga fíkniefnaneytendur og af festa því tilefni kaup á húseign undir starfsemina. Fyrir hvorugu væri heimild. Spurði þingmaðurinn ráðherra hvort hann teldi sig geta tekið ákvörðun um slíkt án þess að leita heimildar Alþingis. Ólafur Ragnar svaraði því til að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um kaup og myndi slíkt að öllum líkindum verða í frumvarpi til fjáraukalaga. Hekluhúsið á Akureyri Pálmi spurðist einnig fyrir um kaup ríkisstjórnarinnar á svoköll- uðu Hekluhúsi á Akureyri. Ólafur Ragnar taldi kaupverðið vera á bil- inu 50-60 milljónir og væru áform uppi um að nýta húsnæðið fyrir Háskólann á Akureyri. Halldór Blöndal (S/Ne) kvað viðkomandi hús vera mjög illa farið og væri það í engu samhengi við Háskólann á Akureyri. Hér væri verið að bjarga Álafossi. Heimasendiherrar og afvopnunarsérfræðingur Pálmi tók því næst fyrir starfs- mannahald á vegum ríkisins. Beindi hann tveimur fyrirspurnum til ut- anríkisráðherra af því tilefni; ann- ars vegar hversu margir starfsmenn utanríkisráðuneytisins á heima- skrifstofum bæru nú starfsheitið sendiherra og hins vegar af hvaða tilefni væri nú ráðinn til ráðuneytis- ins sérstakur sérfræðingur í af- vopnunarmálum á sama tíma og ríkissjóður stæði straum af kostnaði við öryggismálanefnd sem ætti að sinna þessu hlutverki og að sú nefnd hefði starfsmann á sínum vegum. Jón Sigurðsson, sem nú gegnir störfum utanríkisráðherra í forföll- um Jóns Baldvins Hannibalssonar, svaraði þessum fyrirspurnum. Um þá fyrri sagði hann að heimasendi- herrum hefði ekki fjölgað síðan í mars og væru þeir innan fjárlaga. Yarðandi þá síðari réttlætti hann þessa ráðstöfun með því að nú legði ríkisstjórnin sérstaka áherslu á af- vopnun í höfunuip. Væri viðkom- andi aðili ráðinn ineð heimild fjár- málaráðuneytisins til timabundinna verkefna. Aðstoðarmönnum verði sagt upp Því næst kom að þeim hluta utan- dagskrárumræðnanna sem mestur tími fór í, en það er ráðning aðstoð- armanna ráðherra og fleiri aðila án heimildar í reglugerð um Stjórnar- ráð eða í fjárlögum. Pálmi Jónsson sagði að undan- farin ár hefði gætt vaxandi til- hneigingar til ráðningar pólitískra aðstoðarmanna í ráðuneytum og sniðganga við það reglugerð um Stjórnarráð Islands, en í þeirri reglugerð væri veitt heimild til ráðningar aðstoðarmanns ráðherra þann tíma er hann sæti og ætti slikur aðstoðarmaður að vera á kjörum deildarstjóra. Pálmi benti á að forsætisráðherra hefði bæði sérstakan aðstoðarmann og efnahagsráðgjafa, fjármálaráð- herra hefði bæði upplýsingafulltrúa, aðstoðarmann og efnahagsráðgjafa og menntamálaráðherra hefði ráðið sérstakan aðstoðarmann ásamt sér- stökum skólafulltrúa. - Tók Pálmi það fram að hann teldi óhjákvæmilegt að krefjast þess að þeim starfsmönnum ráðuneytanna sem ráðnir hefðu verið án heimildar af núverandi ráðherrum, með þeim hætti að reglugerð um Stjórnarráð- ið væri sniðgengin, yrði sagt upp. Aðstoðarmaður Stefáns Valgeirssonar Sérstaklega taldi þingmaðurinn ástæðu til að gagnrýna þá skipan mála sem væri á varðandi aðstoðar- mann Stefáns Valgeirssonar; tæki öllu fram að í forsætisráðuneytinu væri maður á launaskrá sem deild- arstjóri en starfaði ekki innan veggja ráðuneytisins heldur sem aðstoðarmaður Stefáns Valgeirs- sonar. „Hér er á ferðinni lögbrot og hneyksli!“ í máli fjármálaráðherra kom m.a. fram að hann tejdi rnikla nauðsyn til þess að ráðherrar nytu sem bestr- ar aðstoðar pólitískra aðstoðar- manna. Ólafur taldi ekki hafa verið farið út fyrir reglugerð um Stjórn- arráðið né lög um ráðningar ríkis- starfsmanna, þar sem hér væri um að ræða starfsmenn sem falin væru sérstök verkefni til skamms tíma en ekki fasta ráðningu. Kvað ráð- herra heimild vera í fjárlögum til ráðningar þeirra aðstoðarmarma sem ráðnir hefðu verið. Um aðstoðarmann Stefáns Val- geirssonar sagði fjármálaráðherra að þingskaparlög væru meingölluð að því leyti að ekki væri gert ráð fyrir því að þingmaður sem kosinn væri á þing af sérstökum lista væri þingflokkur, þar sem lágmark tvo þingmenn þyrfti í þingflokk. Væri því óeðlilegt að hann nyti ekki sama stuðnings og aðrir þingflokkar til þess að afla sér sérfræðiaðstoðar. Benti hann á að þar sem lýðræðið væri lengst komið væri lagt mikið upp úr stuðningi við þingmenn. Tók hann sem dæmi að á bandaríska þinginu hefði hver þingmaður tugi starfsmanna í kringum sig. Ólafur Ragnar gagnrýndi einnig lögin um Stjórnarráð að því leyti að aðilar að ríkisstjórn, sem ekki hefðu ráðherrasæti gætu ekki haft aðstoðarmann. Ljóst væri að Stef- áni Valgeirssyni veitti ekki af að- stoðarmanni vegna þeirra verkefna sem fylgdu því að taka þátt í ríkis- stjórnarsamstarfi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kvaðst myndu beita sér fyrir því að þingskaparlögum yrði breytt þannig að einn þingmað- ur gæti notið aðstoðar í sama mæli og þingflokkur. Ráðherrasæti eða aðstoðarmann Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) gagmýndi Pálma Jónsson fyrir hans orð og kvaðst ekki hafa átt von á slíku frá honum. Sagði hann að annaðhvort hefði verið um það að ræða af hans hálfu að fá ráð- herrastól eða aðstoðarmann. Kvað hann ummæli Pálma vera geymd en ekki gleymd. Þorsteinn Pálsson kvað fjármála- ráðherra ekki bera neina virðingu fyrir lögum eða reglu. Hann teldi þingsköp og stjórnskipun gagnrýn- isverða og framkvæmdi síðan eins og sér hentaði af því að hann teldi það rétt. Greiðsla fyrir stuðning Geir H. Haarde (S/Rv) benti á að reglugerðin um Stjórnarráðið væri ótvjræð að því leyti hverjir gætu ráðið sér aðstoðarmenn og þingsköp væru skýr um það hvað þyrfti til að um þingflokk væri að ræða. Vel gæti verið að núverandi fyrirkomulag væri gagnrýnisvert, en þá þyrftu menn að breyta lögun- um en ekki hunsa þau; með greiðsl- um til Stefáns Valgeirssonar væri verið að brjóta lögin. Pálmi Jónsson benti á í síðari ræðu sinni að Stefán Valgeirsson væri engu rétthærri en hánn; báðir væru þeir óbreyttir þingmenn. „Það er siðleysi að mismuna þingmönn- um með þessum hætti. Þingmönn- um er borgað til þess að styðja ríkis- stjórnina."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.