Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 39
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 ajBÉÍ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteihn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Andrej Sakharov kvaddur Andrej Sakharov er látinn í Sovétríkjunum. Með hon- um er genginn einn helsti and- stæðingur alræðis kommúnista í landinu. Hann ávann sér frægð og virðingu sem vísinda- maður og var kallaður faðir sovésku vetnissprengjunnar. Árið 1967 var hann hins vegar sviptur öllum opinberum störf- um, eftir að hafa gagnrýnt stjórnkerfið og Kremlverja. Hann hlaut margvíslega viður- kenningu fyrir andóf sitt og baráttu fyrir frelsi og lýðræði. 1975 hlaut hann friðarverðlaun Nóbels og um þær mundir var heimili hans og eiginkonu hans, Jelenu Bonner, í Moskvu eins- konar miðstöð fyrir andófs- menn. 1980 var Sakharov handtekinn og fluttur til borg- arinnar Gorkí, þar sem hann var í útlegð til 23. desember 1986. Frá þeirri stundu hefur hann verið virkur talsmaður nýrra stjórnarhátta í Sovétríkj- unum og var kjörinn á fulltrúa- þing þeirra. Er í fersku minni myndin af honum í ræðustól á fundi þingsins nú í vikunni, þegar hann stóð fyrir framan Míkhaíl Gorbatsjov og mælti með því að alræði kommún- istaflokksins yrði afnumið og veifaði skeytum sem honum höfðu borist, þar sem sá mál- staður er studdur. Skömmu áður en hann andaðist úr hjartabilun á heimili sínu, hafði hann tekið þátt í fundi um það, hvort stjórnarandstæðingar í Sovétríkjunum ættu að mynda með sér samtök. Er sagt frá þeim fundi á forsíðu Morgun- blaðsins í gær. Sakharov fór oftar en einu sinni í hungurverkfall til að árétta kröfur sínar og lagði hvað harðast að sér á árinu 1985, þegar hann barðist fyrir því að eiginkona hans, Jelena, fengi að fara til Vesturlanda til að leita sér lækninga. Hann var þá mjög hætt kominn eins og lýst var í átakanlegum bréf- um sem hann sendi frá sér og birtust meðal annars hér í blað- inu. Það er til marks um þá breytingu, sem hefur orðið á sovéskum stjórnarháttum á liðnum árum, að enginn telur annað nú en Sakharov hafi lát- ist af eðlilegum orsökum. Þegar litið er yfir ævi Sakh- arovs og hið ótrúlega þrek sem hann hefur sýnt jafnt í vísindum sem í mannréttindabaráttu sinni, verður ekki hjá því kom- ist að telja hann í hópi mikil- menna þessarar aldar og sög- unnar. Um leið og hans er get- ið minnast menn einnig Jelenu Bonner sem lifir mann sinn og átti ríkan þátt í því að Sakh- arov lét jafn mikið að sér kveða í andófi gegn alræði Kremlverja og raun bar vitni. Heimili þeirra í Moskvu var miðstöð frelsis- unnandi fólks, sem þorði að sýna í verki að það brotnaði ekki undan þunga hins mis- kunnarlausa valds. Eftir að Sakharov var laus úr einangr- uninni í Gorkí tók hann sér fyr- ir hendur að berjast fyrir frelsi annarra Sovétborgara sem sátu í fangelsum vegna skoðana sinna. Lokaþátturinn í ævi Sakh- arovs er ekki síst merkilegur. Hann lýsti óhikað trú sinni á, að Gorbatsjov vildi í raun breyta sovésku þjóðfélagi. Er ekki vafi á því, að með afstöðu sinni auðveldaði Sakharov sovéska flokksleiðtoganum að öðlast þó nokkurt traust meðal almenn- ings og menntamanna, sem telja alræði kommúnista af hinu illa. Síðustu misseri gætti þess hins vegar í vaxandi mæli, að Sakharov gagnrýndi Gorbatsj- ov og taldi hann ekki nægilega róttækan. Ágreiningur þeirra kom til dæmis greinilega fram á sovéska fulltrúaþinginu á þriðjudaginn, þegar rætt var um hvort tryggja ætti forystu- hlutverk kommúnistaflokksins með ákvæði í stjórnarskránni. Þá voru 839 fulltrúar fylgjandi skoðun Sakharovs og félaga hans um að ræða bæri á þing- inu um forræði flokksins, 1.138 studdu Gorbatsjov en 56 sátu hjá. Þessi atkvæðagreiðsla og niðurstaðan í henni er skyld öllu öðru ótrúlegu sem er að gerast í Austur-Evrópu og Sov- étríkjunum um þessar mundir. Þegar öllu er á botninn hvolft má segja, að Sakharov hafi verið ákaflega nærri því marki, þegar hann dó, að sigra for- ingja sovéskra kommúnista á vettvangi sem þeir sjálfir völdu. Um hitt er ekki deilt að hann sigraði þá siðferðilega. Siðferðilegur styrkur Andrejs Sakharovs var óum- deildur. Með hann að vopni bauð hann ráðamönnum öflug- asta einræðisríkis samtímans birginn. Á útfarardegi skal hann hylltur sem sönn hetja og drengskaparmaður. Fálm og fum á aðventu eftir Þorstein Pálsson Það er einatt handagangur í öskj- unni á Alþingi þegar dregur að jól- um. Jafnan er það svo að afgreiða þarf ýmis mikilvæg mál, þar á meðal fjárlög og lánsfjárlög, fyrir árslok. Að því leyti er þinghaldið nú ekki frábrugðið því sem venju- legt er. Vandræðagangur Á hinn bóginn einkennist þing- haldið nú af fumi og ráðleysi. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er engin verkstjórn. Fjármálaráðherrann er ýmist á leiðinni norður eða niður og um aðra forystu er ekki að ræða innan stjórnarliðsins. Stundum er það svo að stjórnar- andstöðuflokkar hagnýta sér tíma- skortinn fyrir jólaleyfi Alþingis. Fyrir kemur að það sé gert í þeim tilgangi að skapa óróa og spennu í kringum afgreiðslu mikilvægra mála. Að þessu sinni hefur ekkert slíkt gerst. Engar tilraunir hafa verið gerðar til að reyna að tefja fyrir stjómarflokkunum. Ringul- reiðin er öll innan þeirra sjálfra. Athyglisvert er að stjórnarflokkun- um hefur enn ekki tekist að Ijúka Evrópubandalagsumræðunni. Hér er um að ræða eitt mikilvægasta mál sem Alþingi hefur fengið til meðferðar. Ljúki umræðunni ekki fyrir sameiginlegan ráðherrafund EFTA pg EB nk. þriðjudag verður íslenski utanríkisráðherrann í þeirri stöðu að koma til þess fundar án þess að hafa lokið umræðu um málið á heimavelli. Kaup og sala Annað umdæmi um vandræða- gang stjómarflokkanna eru frum- vörp þeirra um breytingar á stjóm- arráðslögum er miða að stofnun nýs umhverfisráðuneytis. Löggjöf um skipan stjómarráðsins er með mikil- vægustu þáttum í íslenskri kaup- sýslu. Um það hefur verið all góð samstaða að hringla ekki með þá mikilvægu löggjöf eftir sviptivind- um stjómmálanna á hvetjum tíma. Núgildandi stjórnarráðslög eru tveggja áratuga gömul, þau voru sett fyrir forgöngu Bjarna Bene- diktssonar, þáverandi forsætisráð- herra. Sá málatilbúnaður allur var hinn vandaðasti svo sem vænta mátti bæði að því er varðaði undir- búning og afgreiðslu á Alþingi. Breyttir tímar kalla á hinn bóg- inn á endurskoðun á uppbyggingu og skipan stjómarráðsins. Full þörf er á vandaðri vinnu þar að lútandi. Reyndar hafa ýmsar tillögur verið gerðar á undanförnum árum í þeim tilgangi að endurskipuleggja stjórn- arráðið sjálft. Frumvörpin um umhverfisráðu- neyti eru hins vegar hluti af þeim hrossakaupum sem fram fóru sl. sumar. Þá þótti ríkisstjórninni nauðsynlegt að kaupa sér viðbótar atkvæði inni á Alþingi. Ljóst var að innan ríkisstjómarflokkanna allra var vaxandi óánægja með ríkisstjórnina og reyndar voru þá þegar komnar fram háværar kröfur um nýja efnahagsstefnu af hálfu einstakra þingmanna stjórnarliðs- ins. Óvönduð vinnubrögð Til þess að gera óþæga þingmenn stjórnarflokkanna áhrifalausa var ákveðið að kaupa fimm þingmenn Borgaraflokksins til Iiðs við stjórn- ina. Það er til marks um lítilsvirð- ingu forsætisráðherrans fyrir stjómarráðslögunum að draga þau inn í hrossakaup af þessu tagi. Hluti kaupverðsins var í því fólginn að þessar breytingar yrðu lögfestar fyrir áramót. En vegna fjarveru þeirra ráðherra sem hér eiga hlut að máli tók fyrsta umræða þess í neðri deild Alþingis rúman mánuð. Þar kom bæði til áhugaleysi þess sem greiða átti og hins sem taka átti við greiðslu. Þó að frestur sé á illu bestur reikna ég með að stjórnarliðið sam- þykki þessar breytingar einhvem tíma á næsta ári. Þær verða til mikils tjóns. í fyrsta lagi er óskyn- samlegt að fjölga ráðuneytum. Meiri þörf er á að fækka þeim. Við Sjálfstæðismen höfum sýnt fram á með flutningi frumvarps um stjórn- skipulega meðferð umhverfismála að þeim má koma fyrir á ódýrari hátt í stjórnarráðinu og á þann veg að sú skipan skili meiri árangri varðandi umhverfisvernd en stofn- un hins nýja ráðuneytis eins og að þeim málum er staðið. Frumvarp það sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi um þetta efni er hin mesta hrákasmíð. Fyrir utan hrossakaupin er það höfundum til vansæmdar fyrir þá sök að það mun auka á rugling í stjórnkerfinu og skapa meiri óvissu en áður. Falsanir og ruglandi Fjármálaráðherra markar svo á hveijum degi ný spor í villandi upp- lýsingum, hálfsannleik, fölsunum og ruglandi. Sama dag og meiri- hlutinn í fjárveitínganefnd upplýsir að fjárlagafrumvarpið hafi verið svo illa úr garði gert að gera hafi þurft leiðréttingar upp á rúman einn milljarð króna kemur fjármálaráð- herrann fram segist nú ætla að spara nokkur hundruð milljónir króna. Spamaðartillögumar eru að mestu leyti fólgnar í því, að því er virðist, að bijóta það samkomulag sem Alþingi hafði gert við sveitarfé- lögin í landinu um nýja verkaskipt- ingu á milli ríkisins og sveitarfélag- anna. Það er fmmlegt í meira lagi að spara með því að velta greiðslum af ríkinu yfir á sveitarfélögin. Alþýðuflokkurinn er vanur að dansa eftir hveiju fmmhlaupi fjár- málaráðherrans. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort félagsmála- ráðherrann, sem fer með málefni sveitarfélaganna, kyngir því að vera gerður brotamaður gagnvart því samkomulagi sem gert var og lög- fest. Fari svo að fjármálaráðherr- ann nái sínu fram eins og venjulega gagnvart Alþýðuflokknum verður fróðlegt að fylgjast með sveitar- stjórnarmönnum þess flokks þegar dregur að sveitarstjómarkosning- um á vori komanda. Sárt enni Alþýðuflokksins í einhveijum taugaæsingi á dög- unum fékk fjármálaráðherrann Al- þýðuflokksmenn til þess að kyngja stórhækkun á tekjusköttum ein- staklinga. Fjármálaráðherrann full- yrti þá að ríkissjóður myndi tapa um tveimur milljörðum króna með því að þá var ákveðið að hækka virðisaukaskattinn úr 22% í stað 26% eins og áður hafði verið ráð- gert. Þingflokkur Alþýðuflokksins Þorsteinn Pálsson „Ljúki umræðunni ekki fyrir sameiginlegan ráðherrafimd EFTA og EB nk. þriðjudag verð- ur íslenski utanríkis- ráðherrann í þeirri stöðu að koma til þess fimdar án þess að hafa lokið umræðu um málið á heimavelli.“ lét fjármálaráðherrann leiða sig í þessa gildru. Rúmri viku seinna játar fjár- málaráðherrann svo að allar fullyrð- ingar hans um tveggja milljarða tap af þessum sökum hafi verið rang- ar. Verslunarráð íslands hafði reyndar áður bent á að með 24,5% tapaði ríkissjóður engu frá því sem söluskatturinn gefur núna. For- sendur eru því með öllu brostnar fyrir tekjuskattshækkuninni. En Alþýðuflokksmennimir sitja eftir með sárt ennið. Þingmenn Alþýðuflokksins loka augunum fyr- ir refskap fjármálaráðherrans og dæma þar með launþega til að taka á sig stórkostlegar skattahækkanir ofan á 14% kaupmáttarrýrnun. Stefiiir I óefiii Þrátt fyrir þessar gífurlegu skattahækkanir er ljóst að margra milljarða halli verður á ríkissjóði á næsta ári. Viðskiptahalli fer vax- andi og einsýnt er að sett verður nýtt íslandsmet í erlendum skuld- um. Ríkisstjómin ætlar að svíkja fyrirheit sín um endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti til sjávar- útvegsins. Þar vantar á um 100 milljónir króna vegna birgða og um 190 milljónir vegna framleiðslu í þessum mánuði. Þegar uppbætur úr verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins falla niður um áramót verður fiskvinnslan komin í verulegan hallarekstur að óbreyttu gengi krónunnar. En eins og sakir standa er nokkur halli á rekstri f isk- vinnslunnar þó að síðbúin gengis- breyting hafi bætt nokkuð úr síðustu mánuði. Ekkert af því sem ríkisstjórnin er með á pijónuum bætir úr þess- ari stöðu. Þvert á móti sýnist stefna í meira óefni en við blasir um þess- ar mundir. Fjármálaráðherrann hefur haft forystu um þá efnahags- stefnu sem leitt hefur til þessarar niðurstöðu. Forsætisráðherrann hefur séð um horssakaup til þess að tryggja ríkisstjórninni atkvæði á Alþingi og Alþýðuflokkurinn hefur þakkað fyrir þá náð að fá að fórna stefnu og hugsjónum fyrir ráð- herrastóla. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Ferill Andrejs Sakharovs: Lifandi tákn baráttu lýð- ræðissinna gegn alræðinu HUNDRUÐ manna söfhuðust saman í gær fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem mannréttindaírömuðurinn og vísindamaðurinn Andrej Sak- harov bjó síðustu árin í Moskvu. Sakharov lést úr hjartaslagi seint á' fimmtudagskvöld en fréttin barst ekki vestrænum fjölmiðlum fyrr en um hálfímmleytið aðfaranótt fostudags. Að sögn eiginkonu hans, Jelenu Bonner, hafði Sakharov ætlað að hvíla sig áður en hann semdi ræðu er hann hugðist flytja á fúlltrúaþingi Sovétríkjanna um efhahagsvanda ríkisins. Hann hafði lengi verið hjartveikur og hrakaði heilsu hans mjög er hann var í útlegð í borginni Gorkí árin 1980 - 1986. Syrgjend- ur lögðu blóm í snjóinn fyrir utan híbýli þjónanna og margir grétu. Andlát Sakharovs er talið þungt áfall fyrir hreyfingu róttækra umbóta- sinna í Sovétríkjunum. Á Brezhnev-árunum gekk hann ótrauður fram fyrir skjöldu og varði rétt einstaklinganna, þrátt fyrir rætnar árásir og svívirðingar í opinberum fjölmiðlum. Andófsmaðurinn Natan Sharan- sky, sem nú býr í ísrael, hyllti í gær baráttu Sakharovs fyrir rétti gyðinga til að flylja frá Sovétríkjunum. „Ég held að hann hafi breytt öllu andrúmslofti í Sovétríkjunum með baráttu sinni og áhrifamætti," sagði Sharansky. Félagar í forsætisnefnd Sovétríkjanna og þingmenn á fulltrúaþinginu votta minningu Andrejs Sakharovs virðingu sína með einnar mínútu þögn. Andrej Dmitríjvitsj Sakharov var fæddur í Moskvu 21. maí árið 1921 og var því 68 ára er hann lést. Hann lauk námi við Moskvuháskóla 1942 og hlaut skjótan frama í fræðigrein sinni, kjarneðlisfræði. Aðeins 26 ára að aldri var hann sæmdur doktors- nafnbót, sem í Sovétríkjunum er yfirleitt aðeins veitt háttsettum vísindamönnum, og frá 1948 tók hann þátt í viðamikilli áætlun sem hafði það að markmiði að ná jafn langt og Bandaríkjamenn í smíði kjarnorkuvopna. Fýrsta sprengja Sovétmanna var sprengd ári síðar og 1953 tókst sovésku vísindamönn- unum að búa til vetnissprengju, að- eins fáeinum mánuðum síðar en Bandaríkjamenn. Almennt er talið að Sakharov hafi átt mestan þátt í smíði vetnissprengjunnar og sama ár varð hann yngsti félagi í sovésku vísindaakademíunni frá upphafi. Síðar hlaut hann Lenínorðuna og margs konar annan heiður en var sviptur öllu slíku síðar. Honum var þó aldrei vikið úr akadem íunni þrátt fyrir að forystumenn hennar gagnrýndu hann af mikilli heift. Kerfið skprað á hólm Árið 1968 kom út á Vesturlöndum lítið kver eftir Sakharov, þar sem hann lýsti skoðunum sínum á heims- málunum, þ. á m. sambúð risaveld- anna og nauðsyn á samvinnu þeirra til að hindra kjarnorkustríð. Höfund- urinn, sem verið hafði lítt kunnur utan heimalands síns, varð nú skyndilega heimsþekktur og má full- yrða að hann hafi síðan verið lifandi tákn um baráttu lýðræðissinna gegn alræði kommúnista í Sovétríkjunum. Sakharov sagði í síðari skrifum sínum að Vesturveldin ættu að hafna bættri sambúð við Kremlveija nema þeir kæmu á auknu frelsi í landinu. Sovétstjórnin hóf þegar ófrægingar- herferð gegn Sakharov og fjölmiðlar birtu lesendabréf frá verkamönnum, starfsbræðrum vísindamannsins og fleiri aðilum, þar sem hann var for- dæmdur fyrir skrif sem reyndar höfðu aldrei komið fyrir almennings- sjónir í Sovétríkjunum sjálfum! Ekk- ert fékk þó bugað hann og árið 1975 fékk hann friðarverðlaun Nóbels fyr- ir baráttu sína. Viðbrögð í Kreml, þar sem Leoníd Brezhnev reið nú húsum eftir að hafa snúið á keppina- uta sína, voru þau að segja Sak- harov „aðhyllast fasisma." í desember 1979 var Sakharov handtekinn á götu í Moskvu og skip- að að dvelja framvegis í borginni Gorkí, um 400 km frá Moskvu. And- ófsmaðurinn hafði gagnrýnt innrás Sovétmanna í Afganistan um þetta leyti og fannst Brezhnev þá mælirinn fullur. Seinni kona Sakharovs, Je- lena Bonner, var nú eini tengiliður hans við umheiminn; hann sendi með henni bréf til vina og kunningja í Moskvu en 1984 var henni einnig bannað að yfirgefa Gorkí. 1981 fóru þau hjón í hungurverkfall til að leggja áherslu á kröfu um að eigin- kona stjúpsonar Sakharovs fengi að fara til eiginmanns sins sem þá var kominn til Bandaríkjanna. Yfirvöld létu undan eftir 17 daga en skömmu eftir að Bonner var kyrrsett í Gorkí fór eiginmaður hennar í annað hung- urverkfall svo að kona hans fengi að léita sér lækninga á Vesturlönd- um. Aftur lét Kreml undan síga. Einskis svifist Breski fréttamaðurinn Robert Evans, starfsmaður Reuters, var í Moskvu á áttunda áratugnum og fylgdist íneð baráttu Sakharovs. Hann minnist þess að hafa séð unga fauta, sem gerðir voru út af stjórn- völdum, veitast að vísindamanninum á götu í Moskvu, hrinda honum til og baula á hann. Sovéskir fjölmiðlar kölluðu hann „svikara“ og eftir bylt- ingu herforingja í Chile árið 1973 fölsuðu þeir símskeyti sem hann sendi Augusto Pinochet en þar bað hann einræðisherrann að ofsækja ekki vinstrimenn. í breyttu útgáf- unni virtist Sakharov lýsa stuðningi við herforingjana og fjöldi manna á Vesturlöndum lagði trúnað á þennan áróður. „Þetta er rugl,“ sagði hann við erlenda fréttamenn sem heim- sóttu hann og oft urðu fyrir því að bílar þeirra voru skemmdir meðan þeir ræddu við andófsmanninn. „Þetta sýnir að þeir eru þrotnir að röksemdum og þetta mun ekki stöðva mig.“ Er Sakharov reyndi eitt sinn að vera viðstaddur réttarhöld yfir þrem andófmönnum var honum vísað hryssingslega á brott af ungum lögeglumanni. „Mér kemur ekkert við hver þú ert,“ sagði maðurinn. „Þú færð ekki að fara inn.“ Sak- harov virtist ekkert láta það á sig fá að missa öll þau fríðindi sem fylgdu því að vera háttsettur. Ibúð þeirra hjóna virtist alltaf opin þeim sem orðið höfðu fyrir barðinu á ómannlegu valdakerfinu og litu á Sakharov sem einu von sína. Evans sá Nóbelsverðlaunahafann oft gefa gestunum tesopa úr eldgömlum katli í eldhúsinu, hlusta af þolinmæði á hörmungasögur þeirra af hvers skyns ofsóknum og skjóta inn hugg- andi orðum. Daginn eftir fór hann á opinberar skrifstofur til að reyna að tala máli gestanna og stöku sinn- um gat hann orðið þeim að liði með því að beita einfaldlega kraftmiklum persónuleika sinum og tala yfir hausamótum skriffinnanna. Hringnum lokað í árslok 1986 hringdi Míkhaíl S. Gorbatsjov í Sakharov til að segja honum að hann mætti flytjast aftur til Moskvu. Þar hóf Sakharov aftur vísindastörf en tók jafnframt virkan þátt í stjórnmálaumræðunni sem hafin var með glasnost og perestroj- ku nýja leiðtogans. Á blaðamanna- fundi sem hann hélt eftir komuna til Moskvu sagðist hann dást að Gorbatsjov og hyllti umbætur hans en sagðist eftir sem áður myndu beijast fyrir því sem hann tryði sjálf- ur á. Hann krafðist þess að allir pólitískir fangar yrðu þegar látnir lausir. Sakharov var síðan kjörinn einn af fulltrúum vísindaakade- míunnar á fulltrúaþingi Sovétríkj- anna á síðasta ári og var í forystu- sveit róttækra umbótasinna á þing- inu. Það var dæmigert fyrir Sak- harov að er hann sté fyrstur manna í ræðustól á nýja þinginu lagðist hann gegn því að Gorbatsjov yrði einn í kjöri til embættis forseta. Hann lét sig engu skipta mótmæla- köll og baul annarra þingmanna og krafðistþess að fá að ljúka máli sínu. Síðastliðinn þriðjudag deildi Sak- harov við Gorbatsjov á fulltrúaþing- inu um það, hvort þar ætti að ræða um forræði kommúnistaflokksins. Vildi Sakharov að það yrði afnumið með breytingu á stjórnarskránni. Gorbatsjov var andvígur umræðum um málið og bar sigur úr býtum með 1138 atkvæðum en 839 studdu málstað Sakharovs. Þegar Sakharov lést var hann nýkominn heim af fundi, þar sem rætt var um að stofna formlega stjórnarandstöðu í Sov- étríkjunum. „Áf öllum fulltrúum á þinginu gerði hann allra síst kröfu til emb- ætta eða valda. Hann var mikil- rnenni," sagði Gavríl Popov, félagi Sakharovs í samtökum umbóta- sinna. Jelena Bonner og Andrej Sakharov í íbúð sinni við Tkjkalova-stræti í Moskvu. Myndina tók Arni Þórður Jónsson fyrir Morgunblaðið. Heimsókn til Sakharovs: Fundum strax þá ró sem staf- aðiafhonum MÁNUDAGINN 2. mars árið 1987 heimsótti Björn Bjarnason, aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins, Sakharov-hjónin í Moskvu ásamt Robert Evans hjá Jíeuters-fréttastofunni og Árna Þórði Jónssyni, sem þá var fréttamaður á Bylgjunni en starfar nú hjá Ríkissjónvarpinu. Björn skrifaði grein um þessa heimsókn í Morgunblaðið 11. mars og sagði meðal annars: „Við ókum sem leið liggur eftir innri hringveginum í Moskvu en við þann hluta hans sem heitir Tsjkalova-stræti búa Sakharov- hjónin. Mér varð hugsað til kvik- myndarinnar um Sakharov sem til er hér á myndbandaleigum en þar leikur Jason Robards Nóbelsverð- launahafann. Þar eru atriði sem eiga að vera tekin á heimili þeirra hjóna. Skyldi þetta vera eitthvað líkt því? Yrði eitthvað gert til að meina okkur inngöngu? Ung hjón með hund voru á gangi fyrir utan húsið. Þau virtust einfald- lega vera að viðra húsdýrið í um 20 gráðu frostinu. Á gangstéttinni lá brotin vodka-flaska, sem einhver hafði misst og innihaldið myndaði taum sem við stigum yfir. Mér var hugsað til biðraðanna við vodkabúð- irnar og þess, sem eigandinn hlyti að hafa lagt á sig fyrir flöskuna áður en hún datt í stéttina. Þarna var eins og annars staðar leðja, sambland af leir og því sem borið er á stræti og torg í snjó og frosti. ... Upp stigann á undan okkur gekk gamall maður. Við fórum upp á næsta stigapall; þar var önnur lyfta. Hún var gangfær og við tók- um hana upp á sjöttu hæð. Fundum réttu dyrnar, hringdum og Jelena Bonner kom til dyra. Gamli maður- inn, sem var á leiðinni upp stigann, kom á eftir okkur inn. Jelena kall- aði í Sakharov, sem sneri sér að gamla manninum. Hún benti á blauta leðjuna á skónum okkar; við fórum úr þeim, áður en við gengum inn í litla stofuna. Boðið til stofii Gangurinn var þröngur og þar ægði mörgu saman. Bækur voru settar, þar sem þær komust. Bréf frá barni með teikningum og texta á ensku hékk við spegilinn; liklega frá barnabarni í Ameríku, hugsaði ég. Svart tjald var fyrir glugganum og því var troðið í hornin á sól- bekknum til að veijast kuldanum. ... Bækurnar voru auðvitað flestar rússneskár en þó mátti sjá enska titla eins og Gorky Park og Papilli- on. Jelena sagði að það væri margt fólk sem leitaði til þeirra. Það vildi fá margvíslega aðstoð bæði fyrir sjálft sig eða til bjargar öðrum. Einnig vildu ýmsir ræða um fræði og vísindi við Sakharov. Nágrann- arnir kvörtuðu ekki síst undan því, hve mikil óþrif væru vegna þessa fólks í stigaganginum. Hún yrði líklega að fara þrífa hann ein. Hún kveið þvi greinilega og auðvelt var að álykta af útliti hennar, að hún hefði enga heilsu til þess. Sakharov hafði nú kvatt gamla manninn, sem fylgdi okkur inn. Þetta var í þriðja sinn sem hann heimsótti þau. Hann taldi sig hafa gert merkilega vísindalega upp- götvun og vildi fá álit Sakharovs. Þetta sagði Sakharov um leið og hann heilsaði okkur afsakandi með hlýju handtaki og miklu brosi. Hann er dálítið hokinn en ber sig vel. Honum hefur verið lýst á þann veg að hann þoli einsemd betur en flest- ir aðrir. Hann búi yfir ótrúlegu hugaijafnvægi. .. . Við fundum strax þá ró sem stafaði frá honum. Hann sat lengst af með vísifingur undir kinn. Eins og til að undir- strika innra þrek sitt og hugarstyrk sagði hann að það gæti beinlínis verið hættúlegt fyrir suma að verða of uppteknir af vísindalegum upp- finningum. Það er greinilega kært með þeim hjónum. Þau tókust ástúðlega i hendur þegar umræðumar bárust að ólíkum bókmennta- og lista- smekk þeirra. Jelena Bonner hefur nýlega gefið út bók, Alone toget- her, sem mætti kalla Tvö ein saman á íslensku, og hefur hún fengist hér í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar. Kveðjustund Um það bil sem kvikmynd virtist vera að byija í sjónvarpinu, fannst okkur tími kominn til þess að“þakka fyrir okkur og kveðja. Þau höfðu ekki boðið okkur neitt nema návist sína. Það var líka það eina, sem við vildum. Ferðinni til Moskvu var borgið. Hvernig gat mig órað fyrir því, þégar ég sat og þýddi Sak- harov-greinarnar í Morgunblaðið fyrir rúrnu ári og fylltist hryllingi yfir þeim ósköpum, sem hann mátti þola fyrir jafn sjálfsagðan hlut og þann að koma konu sinni undir læknishendur, að ég ætti eftir að sitja í stofu þeirra hjóna? Ekki síst þess vegna þótti mér þetta allt næsta ótrúlegt og óraunverulegt, en þó var það staðreynd, eins og ljósmyndin sýnir, sem Árni Þórður tók með myndavélinni minni. Við kvöddumst með orðunum Auf Wied- ersehen. Það voru margir lásar á útidyra- hurðinni á íbúð þeirra og hún var hulin með dúk til að halda kuldanum úti og hlýjunni inni. Sakharov hjálp- aði okkur með lásana og við geng- um út í kuldann. Enginn beið okkar fyrir utan húsið og enginn hafði skorið gat á bíldekkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.