Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 41
41 Loðnulöndun á Raufarhöfn. Morgunblaðið/Ólafsson MORGUNBLAÐIÐ LAUQARDAGUR 16. DESEMBER 1989 SkoðanaJkönnun DV á fylgi stjórnmálaflokkanna: 47% óákveðnir eða svara ekki en í kosningunum. Enginn sem spurður. var sagðist ætla að kjósa Borgaraflokk eða Flokk mannsins. Borgaraflokkur fékk 10,9% atkvæða í síðustu alþingiskosningum 'og Flokkur mannsins 1,6%. DV gerði skoðanakönnunina í vik- unni. I úrtakinu voru 600 manns. NÆRRI helmingur þeirra sem DV leitaði til í skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna, eða 47%, voru óákveðnir eða vildu ekki svara spurningu um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef kosið yrði nú. Tæp- lega helmingur þeirra sem afstöðu tóku sögðust styðja Sjálfstæðis- flokkinn, eða 49,4%, sem er 10% minna en í síðustu könnun DV en hátt í tvöfald meira fylgi en flokkurinn fékk í síðustu alþingiskosningum. Samkvæmt þessu fengi' Sjálfstæðisflokkurmn meirihluta þingmanná ef kosið yrði nú. Framsóknarflokkurinn á stuðning 20,8% þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, það er rúmum 7% meira en í könnun DV í október og 2% meira en í síðustu alþingiskosning- um. Alþýðubandalag styðja 11%, það er 1% meira en í október en 2% minna en í kosningunum. Kvenna- lista sögðust 9,1% kjósa, það er svip- að fylgi og í október en 1% minna en í kosningunum. 6,9% þeirra sem af- stöðu tóku sögðust myndu kjósa Alþýðuflokk. Það er 1% meira en í síðustu könnun DV en aðeins tæpur helmingur af fylgi flokksins í síðustu kosningum. Þjóðarflokkur á stuðn- ing 1,6% þeirra sem afstöðu tóku, það er heldur meira en í síðustu kosningum og fengi flokkurinn mann kjörinn á þing ef kosið yrði nú samkvæmt útreikningi DV. Frjálslyndir hægri menn fengju 0,6% atkvæða og er það jafn mikið fylgi og mældist í síðustu könnun blaðs- ins. 0,6% segjast styðja Stefán Val- geirsson. Það er tvöfalt meira en í síðustu könnun en helmingi minna Kringlan: Bílastæðum íjölgar um 850 BÍLASTÆÐUM við Kringluna hefur fjölgað um 850 til að mæta aukinni þörf í jólaösinni. Aðstandendur Kringlunnar bjóða viðskiptavinum sínum í jólainn- kaupum aðgang að 850 bílastæðum til viðbótar við þau 2.000 sem fyrir voru. Er þetta gert í góðri samvinnu. við borgaryfirvöld. Stæðin eru á grasflöt norðan við Hús verslunar- innar, í kjallara húss Sjóvá/Al- mennra á lóð Morgunblaðsins, í kjallara Kringlunnar 4—6 og á lóð Verslunarskóla Islands. Kindakjöt: 925 tonn seld- ust í nóvember ÁÆTLUÐ sala á kindakjöti í nóvember var samtals um 925 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnað- arins seldust um 410 tonn af nýju kjöti í mánuðinum, en um 515 tonn seldust af birgðum firá 1988. Gert var ráð fyrir að selja um 800 tonn af kindakjöti frá 1988 á sérstöku tilboðsverði í nóvember, en þar sem salan var minni en búist var við hefur verið ákveðið að til- boðsverðið gildi áfram út desember. Morgunblaðið/Þorkell Gallar hafa komið í ljós á Læknagarði, húsi læknadeildar Háskóla íslands. Meðal annars hefúr enn ekki verið gengið endanlega frá leiðslum úr gaskútum i gámi utan við húsið en til stendur að flytja þá í sérstaka byggingu. LANGUR byggingatími, auknar kröfúr og reynsla sem fengist hefúr af Læknagarði liafa leitt í ljós galla á byggingunni og telur Orn Bjartmars Pétursson forseti tannlæknadeildar Háskóla Islands að sumir þeirra séu hættulegir en aðrir valdi mönnum óþægindum. Að sögn Hallgríms Snorrasonar formanns Yfírsfjórnar mannyirkja- gerðar á Landspítalalóð, hafa þegar farið fram nokkrar úrbætur. Þá liggja fyrir tillögur að breytingum sem fallist hefúr verið á af háffú notenda og vinnueftirliti og hefjast þær framkvæmdir á næst- unni. Heildarkostnaður er áætlaður tæpar 6 milljónir króna, þar af eru kostnaður við tengingar við gasgeymslu rúmlega 1,6 milljón- ir sem ekki telst til kostnaðar vegna byggingagalla. „Það eru ýmsir ágallar á bygg- ingunni enda hefur töluverðum tíma verið eytt í það undanfarna mánuði að fara yfir þessar um- kvartanir og ábendingar,“ sagði Hallgrímur. Meðal atriða sem bent hefur verið á er að gasleiðslur liggi samhliða rafmagnsleiðslum, ryk falli úr lofti og að gólfdúkur á göngum sé úr ósléttu efni og því ekki hægt að aka viðkvæmum tækjum á milli herbergja. „Sum þessara mála eru gamalkunn úr umræðunni um tannlæknadeildina og hafa verið tekin til meðferðar áður en verið afgreidd með þeim hætti sem tannlæknum hefur ekki líkað. Á það sérstaklega við um gólfdúkinn og plöturnar í loftinu en gaslekinn og loftinntakið kom ekki til umfjöllunar fyrr en á þessu ári.“ Hallgrímur benti á að byggingin er hönnuð á árunum eftir 1970 og miðuð við þá staðla sem þá voru í gildi en eru ekki lengur. „Bygging- artíminn hefur reynst langur og eins og oft er um opinberar bygg- ingar þá eru þær teknar í notkun smátt og smátt en ekki flutt inn í fullbúið hús,“ sagði Hallgrímur. „Byggingin er því enn í smíðum og hefur ekki verið tekin endanlega út. Þau atriði sem talað er um sem hönnunargalla eru það í raun ekki, heldur er fyrst og fremst um að ræða auknar kröfur miðað við þær sem farið var eftir þegar byggingin var hönnuð." Það er embætti húsameistara ríkisins sem hefur hannað bygging- una og sagði Garðar Halldórsson húsameistari, að sum þeirra atriða sem væru gagnrýnd væru til komin vegna fjárskorts. Til dæmis hefur í nokkur ár verið beðið eftir að hægt yrði að ganga frá gas- geymslu sem nú er í gámi utan- húss. „Áður en húsið er hannað eru menn yfirleitt með gaskútana inni í húsunum en síðan verður stefnu- breyting og við hönnun hússins vildu menn vanda sig og mæta auknu öryggi með því að setja kútana út og leggja lagnir frá þeim upp í gegn um húsið,“ sagði Garð- ar. „Það er svo frágangur þessara lagna sem menn vilja bæta með því að setja á þá sérstaka skynj- ara, sem gera vart við ef einhver gasleki finnst og þá lokast sjálf- krafa fyrir gasflæðið.“ Garðar sagði um kvartanir vegna gólfdúksins, að hann hefði fyrst og fremst verið valinn vegna slitþols. Hann er í aðalinngangi, stigagangi og á göngum inn á hverri deild en ekki á vinnusvæð- um. „Við unnum að þessu með notendum hússins á þeim tíma og þeim eða okkur kom ekki til hugar að hann gæti valdið þeim vanda sem síðar kom í ljós þegar vagnar voru keyrðir á honum,“ sagði Garð- Bræla á loðnunni BRÆLA rak loðnuflotann í land í fyrri nótt, en síðustu dægrin fóru 9 bátar í land með samtals 2.750 tonn. Þrátt fyrir að dregið hafi fyrir tungl, grynnkaði loðnan ekki á sér og telja menn að hlýsjávarlag haldi loðnunni fyrir neðan 60 til 70 faðma. Eftirtaldir bátar hafa tilkynnt hamar 200 og Björn Jónsdóttir um afla frá því árdegis á fimmtu- 300 tonn til Þórshafnar, Súlan 250 dag: Sjávarborg 450, Albert 450 til Krossaness og Vikurberg 200 og Erling 100 tonn til Raufar- til Siglufjarðar með rifna nót efti.r hafnar, Guðmundur Ólafur 500 til hval. Ólafsfjarðar, Húnaröst 300, Þórs- ar. „Hvað loftplöturnar varðar þá hef ég ekki fengið nein fullnægj- andi rök fyrir að rykið komi úr plötunum. Það eru ýmsir aðrir möguleikar fyrir hendi eins og utan frá lóðinni sem ekki hefur fengist fé til að ljúka við frágang á. Ég hef trú að þetta geti verið ástæðan þó svo að ég sé ekki viss en sams- konar plötur eru í loftunum á efri hæðum hússins, þar sem ekki hafa komið fram athugasemdir." Nokkur ár eru síðan tannlækna- deildin flutti inn í húsið en rann- sóknarstofur læknadeildar á þriðju og fjórðu hæð voru teknar í notkun í fyrra og á þessu ári. Eftir er að ganga frá rými í kjallara og hluta suðurkjarna byggingarinnar. Sam- kvæmt kostnaðaráætlun sem gerð hefur verið er gert ráð fyrir að kostnaður vegna breytinga á loft- ræsikerfi verði kr. 277 þús., kostn- aðúr vegna þrýstiloftskerfis verði rúm 1,6 milljón, kostnaður vegna gaslegna rúmar 2,5 milljónir, vegna rafkerfis kr. 350 þús., kostnaður við nýjan dúk 1,1 milljón og máln- ing á loftplötur kr. 50 þús. Bygg- ingarkostnaðurinn er greiddur af Háskóla Islands og ráðast fram- kvæmdir af ráðstöfunarfé háskól- ans hveiju sinni. Ákveðið hefiir verið að setja upp gasskynjara og neyðarrofa við gasleiðslurnar á hverri hæð. Hefur vinnueftirlitið samþykkt að raf- og gaslagnir liggi í lagna- skáp ef skápar verða opnaðir niður við gólf. Starfsmenn Þjóðleikhússins hlynntir tillögu um endurbætur LEIKARAR og tæknimenn Þjóðleikliússins telja tillögu byggingar- nefndar um framkvæmdir í fyrsta áfanga endurbóta á húsinu gera það að betra leikhúsi bæði fyrir flyljendur leiklistarinnar og leikhúsgesti. Hafa félög starfsmanna sent frá sér stuðningsyfir- lýsingu við framkvæmdirnar með óskum um að þær nái sem fyrst fram að ganga og skora jafnframt á stjórnvöld að samþykkja til- lögu nefiidarinnar. Í frétt frá Þjóðleikhúsinu segir að, fundarhöld og skoðanaskipti hafi átt sér stað meðal starfs- manna í rúmt ár um breytingar á starfi og byggingu hússins. Þijár nefndir hafa verið skipaðar af menntamálaráðherra og hafa þær allar átt nokkra fundi með starfsmönnunum, þar sem ítarleg- ar umræður og skoðanaskipti hafa farið fram. Hefur einnig ver- ið tekið tillit til skýrslu leikhús- byggingarsérfræðingsins Miklos Ölveczkys um ástand hússins og möguleika á endurbótum. Eftir fund í Leikarafélagi Þjóð- leikhússins var samþykkt stuðn- ingsyfirlýsing við framkvæmda- áætlun byggingarnefndar. Er vonast til að stuðningurinn geti orðið til þess að auðvelda nefnd- inni framkvæmdir, svo breyting- arnar nái fram að ganga á tilskild- um tíma. Þá lýsti fundur í Félagi Tæknimanna yfir eindreignum stuðningi við teikningar, verk- þáttaröð og tímaáætlun bygging- arnefndar. Aiiknar kröfur á bygging- artíma kalla á breytíngar Aætlaður kostnaður við breytingar á Læknagarði tæpar 6 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.