Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 43
M'ORGLÍrtókAÐIÐ ijÚjGAliÖAGtlR 16. ÓÉIíEMBÉR'W89 43 Morgunblaðið/Rúnar Þór Sunnubólskrakkarnir völdu sérjólatré Krakkarnir á dagheimilinu Sunnubóli fóru með fóstr- um sínum og nokkrum mömmum að velja sér jóla- tré hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga í Kjarnaskógi í gærdag. Farið var með rútu frá dagheimilinu og inn í Kjarnaskóg, þar sem jólatrén voru skoðuð í krók og kring. Eftir vandlega leit fannst myndar- legt jólatré sem allir voru sammála um að myndi sóma sér vel á litlujólunum sem haldin verða í næstu viku. Þegar búið var að koma trénu fyrir í farangursrými rútunnar héldu krakkarnir í leiðang- ur um skóginn og léku sér um stund í leiktækjunum sem þar eru. Bæjarstjórn Dalvíkur: * Utsvarsprósentan verði sú sama og á þessu ári eða 7,5% F asteigiiaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar BÆJARSTJÓRN Dalvíkur samþykkti á fúndi sínum í fyrradag að útsvaF-v sáiagning skyldi vera sú sama fyrir næsta ár og gildi á þessu ári, eða 7,5%. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar nokkuð frá því sem var á þessu ári, en aftur á móti hækkar fasteignaskattur á atvinnuhús- næði, þannig að tekjur bæjarsjóðs vegna fasteignaskatta verða svipað- ar á næsta ári og á því scm nú er að líða. Þá var ákveðið að fasteignaskatt- ur á íbúðarhúsnæði skyldi verða 0,4% á næsta ári, en til að halda sama álagningarhlutfalli og á þessu ári hefði skatturinn þurft að vera 0,417%. Fasteignaskattur á íbúðar- húsnæði lækkar því nokkuð að raun- tölu á milli ára. „Okkur fannst við ekki geta gengið nær fólki en þetta,“ sagði Trausti Þorsteinsson forseti bæjarstjómar Dalvíkur. Fasteigna- skattur á atvinnuhúsnæði er ívíð hærri fyrir næsta ár en fyrir það sem nú er að líða, en bæjarstjóm sam- þykkti að hann skyldi verða 1,0% á næsta ári. „Tekjur bæjarsjóðs af fast- eignagjöldum munu verða þær sömu á árinu 1990 og vom á þessu ári,“ sagði Trausti. Bæjarstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um álagningu aðstöðu- gjalda, en Trausti sagði að það yrði gert fljótlega. Þá hefur heldur ekki verið tekin ákvörðun um vatns- og fráveitugjald, en Dalvíkurbær hefur nýtt sér heimild til aukavatnsskatts vegna mikilia framkvæmda við vatnsveituna í bænum. Trausti sagði að rætt hefði verið um að sú heimild yrði ekki nýtt á næsta ári, eða þá að þessi skattur yrði lækkaður, en endanleg ákvörðun þar um lægi ekki fyrir. „í heildina þýðir þetta að útgjöldin verða heldur minni hjá bæjarbúum á næsta ári, en hvað varðar telqur bæjarsjóðs þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um aðstöðugjöld og þau kunna að verða hækkuð nokkuð,“ sagði Trausti. Hugmyndir um gervigrasvöll: Kjarnalundur: Fyrsti áfangi tekinn í notkun FYRSTI áfangi á efstu hæð Kjarnalundar er nú fullfrágenginn og hef- ur verið tekin í notkun, en þar er um að ræða 50 fermetra sal. Fram- reiknað stcndur þarna 70 milljón króna mannvirki tilbúið undir tré- verk, skuldlaust með öllu. Þar hafa margir lagt hönd á plóg og stöð- ugt styttist að lokatakmarkinu að Heilsulindin í Kjarnalundi standi fullbúin í fögru umhverfi Kjarnaskógar. í samvinnu við NFLÍ, sem á þessu ári leggur fram 5 milljónir króna til byggingarinnar, verður kapp lagt á að þoka verkinu sem hraðast fram og er ætlunin að Heilsulindin í Kjamaskógi starfi í náinni samvinnu við Heilsuhælið í Hveragerði. Heilsulindin í Kjarnaskógi verður þarfur hlekkur í uppbyggingarkeðju Akureyrarbæjar, bæði sem vinnu- veitandi og greiðandi skatta til bæj- arfélagsins og með auknum viðskipt- um við marga aðila í bænum. í frétta- tilkynningu frá NFLA segir starf- semin muni rejmast sem segull, draga fólk og fjármuni til bæjarins og auka hróður hans. Því sé mikil- vægt að menn standi saman um uppbygginguna þar sem NFLA hafi engan bakhjarl að leita til. Úr fréttatilkynningu frá NFLA NÝJAR BÆKUR ALLT STAKAR SÖGUR asutgafan FAANLEGAR4IPAKKAAKR. 1.750. Aðstaðan óviðunandi - segir Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA FORMENN knattspyrnudeilda íþróttafélaganna KA og Þórs segjast vonast til þess að hugmyndir um gerð gervigrasvallar á Akureyri verði að veruleika. Málið sé aðkallandi, þar sem norðlenskir knatt- spyrnumenn sitji ekki við sama borð og þeir sem aðgang hafí af slíkum völlum. Skýrsla samstarfsnefndar félaganna um gervigra- svöll er nýkomin út og þar kemur m.a. fram að kostnaður við upphit- un slíks vallar er mun minni en menn álitu. Sigurður Arnórsson formaður knattspyrnudeildar Þórs sagði eðli- legt að gerður yrði slíkur völlur á Akureyri. Akureyrskir knatt- spyrnumenn kæmu verr undan vetri en sunnlenskir þar sem þeir gætu ekki í sama mæli og þeir stundað æfingar. „Við höfum skroppið suð- ur til æfinga einu sinni til tvisvar á vetri, því það er leiðigjarnt til lengdar að hlaupa upp og niður kirkjutröppumar," sagði Sigurður. Hann sagði íþróttamönnum á Akur- eyri ekki gert jafnhátt undir höfði og til að mynda íþróttamönnum á Reykjavíkursvæðinu, þar væru bæj- arfélög að afhenda félögunum hús- næði og aðstöðu til íþróttaiðkana. „Ég tel að við verðum að knýja á um stefnumörkun bæjarins í íþróttamálum,“ sagði Sigurður. Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA sagðist vera hlynntur því að gerður yrði gervi- grasvöllur á Akureyri, en hins veg- ar ef langt um liði að ákvörðun þar um .yrði tekin vildi hann sjá ein- hveija aðra lausn. „Þetta er aðkall- andi mál og ef einungis er um að ræða eitthvað sem á að verða í framtíðinni þá verður annað að koma til. Það verður að skapa knattspyrnumönnum viðunandi að- stæður til æfinga,“ sagði Stefán. AUKAÚTGÁFA í GÓÐU BANDI Q* ásútgáfan ATH! VERÐA EKKI GEFNAR ÚT í VASABROTI! AÐEINS KR. 1.850,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.