Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 VELVAKANDI SVARiR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS wtiSuUauiá Við jólabaksturinn og matseldina verður að gæta þess vel að hrærivélin sé ekki í gangi, þurfi að bregða sér frá. Böm geta sem best klifrað upp á eldhúskollinn og fest litlar hendur í þessum heimilistækjum. Sýnið varkámi. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. Kærkomin hækkun Kæri Velvakandi. Þar sem ég er fædd 1901 og frá þeim tíma þegar manni var kennt að þakka fyrir sig væri manni eitt- hvað gefið eða greiði veittur, vfi ég biðja þig, Velvakandi góður, að koma á framfæri innilegasta þakk- læti frá mér til Tryggingastofnunar ríkisins og fjármálaráðherrans, fyr- ir þá hækkun sem kom á launa- seðli mínum þann 9. desember sl. í nóvember fékk ég greiddar frá Tryggingunum kr. 35.852 en í des- ember kr. 35.980. Hækkunin nemur kr. 128. Þessi hækkun kom sér afar vel fyrir mig núna fyrir þessi jól, þar sem ég hef verið veik í 3 mánuði, þar af 5 daga á sjúkrahúsi, og þurfti að hafa afnot af sjúkrabíl, greiða auka læknisaðstoð og meðöl. Fyrir þessa rausn og þetta ör- læti hlýt ég að þakka. Ragnheiður Brynjólfsdóttir Þessir hringdu .. Lof um Berlínarmúrinn Ellilífeyrisþegi hrindi: „Nú þegar Berlínarmúrinn er úr sögunni þá finnst mér mér fróðlegt að fá að lesa umsagnir um þetta einstaka mannvirki í þágu kúgunar- innar. Birta þyrfti lofið sem birtist í Þjóðviljanum. Þá geta þeir sem ekki muna þennan tíma fræðst um þá sem þá lofuðu byggingu Berlín- armúrsins. Mér finnst þeir eigi ekki að deyja í syndinni." Köttur Lítill, gæfur, svartur og hvítur köttur er viltur einhvers staðar á Melunum í Reykjavík. Hann hefur hvíta höku, háls og bringu og hvíta rák undir miðjum kviði, sem mynd- ar tígul á maganum. Vinsamlegast hringið í síma 25858 ef kisi hefur einhvers staðar gert vart við sig. Veski Grátt seðlaveski með prófskír- teini, skilríkjum o. fl. tapaðist, sennilega við Kleppsveg. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 666492. Hjól Mudy Fox reiðhjól fannst fyrir utan Blómaval, Sigtúni, á sunnu- dag. Upplýsingar í síma 32434. Föt Plastpoki með karimannsbuxum, jóladúk o. fl. tapaðist á þriðjudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 6120.06. Veski Dökkbláu kvenveski var rænt af eldri konu í grennd við Landakotsspítala á laugardags- kvöld. í því var m.a. snyrtiveski, dökkrautt peningaveski, gleraugu í hulstri og gullarmband í hulstri. Vinsamlegast hringið í síma 40161 ef eitthvað af þessu hefur fundist. Víkverji skrifar Hin árlega bóksöluvertíð er í al- gleymingi og sjaidan hafa verið gefnar út eins margar bækur og fyr- ir þessi jól. Vonandi er að eftirtekja útgefenda verði í samræmi við það. Víkvetji hefur fylgst með umræð- um um tilnefningu tíu bóka til verð- launa sem Félag íslenskra bókaútgef- enda veitir og forseti Islands af- hendir í byijun nýs árs. Umræðan hefur skiljanlega fallið í tvo farvegi og hefur hærra látið í þeim sem andsnúnir eru verðlaunaveitingunni. Hinir sem sammála eru láta minna fara fyrir sér. Þeir sem gagmýna tilnefningu tíu bóka til verðlauna benda á að leikurinn sé fýrst og fremst gerður til að auka bóksölu, þar sem ekki sé hægt að leggja al- gildan mælikvarða á bókmenntir. Þetta má vera. En metsölulistarnir virðast ekkert breytast þrátt fyrir 10-bóka nefndina. Gjafabækur eiga að vera vinsælar, en ekki endilega einhver listaverk. Tíminn einn sér um þann „vinsældalista“ sem blífur! En fjölbreytt bókaútgáfa er i senn ánægjuleg og lítilli þjóð nauðsynleg ef við eigum að varðveita tunguna. XXX Engin bamabók er meðal þeirra tíu sem tilnefndar em til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan er trúlega sú að framboð íslenskra bamabóka er lítið. Það má svo velta því fyrir sér af hveiju ekki sé meira gefið út af frumsömdum íslenskum bamabókum en raun ber vitni. Ein ástæðan er, að almenningur vill ekki kaupa bamabækur á sama verði og „fullorðinsbækur", mönnum finnst að bamabækur eigi að vera ódýrari. Þetta segir e.t.v. meira um viðhorf okkar til bama fremur en nokkuð annað. Kostnaður við útgáfu bama- bóka er síst minni en annarra bóka. Höfundurinn þarf sitt, prentun og bókband kostar jafn mikið, hvort sem efnið er ætlað bömum eða fullonln- um, svo er og um kostnað forlagsins og síðast en ekki síst er söluskatts- prósentan sú sama. Þannig er því miður komið að útgefendur veigra sér við að gefa út frumsamdar ís- lenskar bamabækur vegna þessa. XXX Fyi'st Víkveiji er á annað borð farinn að ræða verðlagningu bóka er ekki úr vegi að minna (suma) útgefendur á að tilgi-eina verð bóka sinna í auglýsingum. Það er vægast sagt hvimleitt að áætla jólabókakaup sín með hliðsjón af auglýsingum þeg- ar verðsins er ekki getið. Reyndar dreifðu útgefendur bókaskrá í hvert hús fyrir nokkntm vikum, þar sem veið var tilgreint, en Víkvetji hefur á tilfinningunni að fleiri en hann hafi hent eða týnt því riti. Enda er Víkvetji þess fullviss að slík rit hafa lítið sem ekkert auglýsingagildi. Aug- lýsing í Morgunblaði dagsins er það sem virkar. Slík auglýsing margfald- ast að gildi sé verðs getið og á það auðvitað við fleira en bækur. xxx að kom þörf ábending frá Áfengisvamaráði í Morgunblað- inu sl. miðvikudag varðandi umræðu um aukið ofbeldi í miðbæ Reykjavik- ur. Bendir ráðið á, að miðbærinn stefiii í að verða kráahverfi; veitinga- stöðum hafi fjölgað stórlega og það sé reynsla annarra þjóða að slíkum stöðum fylgi ofbeldi. Hitt finnst Víkvetja aftur á móti einkennilegt að umræðan um ofbeldi skuli gjósa upp í tengslum við tímamörk á yfir- vinnukvóta lögregluntanna. Getur verið að þeir séu að nota ofbeldisum- ræðuna til að styrkja stöðu sína í kjarabaráttu? 7a - Hea/HAftn Með morgrunkiiffinu Áster tbtU ... adleyfa henni að reyna nýja bílinn. TM Reg. U.S. Pat Ott — all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate t/ROOM! Það er ömurlegt að sjá Og hvernig gengur? — fullorðinn mann gráta. Ágætlega. En þér? HÖGNI HREKKVÍSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.