Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 7

Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 7
MORGUNBLAÐI® FÖST-UDAGUR <9. MARZ 1990 7 Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir 10 manna samstarfsnefndin sem endanlega ákvað nafnið á nýja sveit- arfélagið. V estur-Skaftafellssýsla: Sveitarfélagið heit- ir Skaftárhreppur Kirkjubæjarklaustri. Hafskipsmál: Dómur hafiiar rann- sókn á gagnavörslu SAKADÓMUR í Hafskipsmálinu hefiir hafnað kröfu verjenda fjögurra sakbominga um að dómurinn hlutist til um rannsókn á hvemig yfir- töku og vörslu gagna úr þrotabúi Hafskips hafi verið háttað í skipta- rétti og hjá rannsoknarlögreglu. í bókun dómsins um þetta mál segir að rannsókn af þessu tagi sé Hafskipsmálinu óviðkomandi og verði ekki unnin sem hluti af því. RLR vinnur nú að því að afla þeirra við- bótargagna sem sakborningar hafa óskað framlagningar á. A FUNDI samstarfsnefndar um sameiningu Álftavers-, Skaftár- tungu-, Leiðvalla-, Kirkjubæjar- og Hörgslandshrepps í V-Skafta- fellssýslu 2. mars síðastliðinn var ákveðið að nýja sveitarfélagið skuli heita Skaftárhreppur. Eins og áður hefur komið fram var sameiningin ákveðin í kosning- um 25. nóvember síðastliðinn og tekur gildi um næstu sveitarstjórn- arkosningar eða 26. maí næstkom- andi. Efnt var til skoðanakönnunar meðal íbúa héraðsins um nafn á nýja sveitarfélagið og barst 21 til- laga. Að því búnu fór nefndin yfir nöfnin og valdi úr 7 nöfn sem íbúar kusu síðan um. Mikill einhugur var um nafnið Skaftárhreppur því af 265 atkvæðaseðlum sem bárust höfðu 141 sett það nafn í 1. sæti, næsta nafn fékk 43 atkvæði í 1. sæti. - HSH Þá segir í bókun dómsins að hinn 6. febrúar síðastliðinn hafi verið lögð fram ósk í 60 Iiðum um fram- lagningu gagna sem samdægurs hafi verið send sérstökum saksókn- ara og síðan rannsóknarlögreglu, sem síðan hafi unnið að öflun gagn- anna. Dómurinn segir að þar sé um umfangsmikið starf að ræða sem ekki hafi orðið óeðlilegar tafir á og segir að ekki hafi verið beðið um að gögnin yrðu lögð fram í mörgum hlutum jafnóðum og þau lægju fyr- Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á þriðjudag gerðu verjendur kröfu um ofangreinda rannsókn eftir heimsókn á föstudag í geymslu þá þar sem frumgögn Hafskips- málsins eru varðveitt. Töldu þeir að gögnin væru varðveitt það án nokkurs skipulags og að útilokað væri að átta sig á hver þeirra sem að rannsókninni vann hefði fengið hvaða skjöl til athugunar. Rann- sóknarlögreglan vinur nú að því að taka saman gögn í samræmi við óskir sakadóms. Tom Jones heldur fímm tónleika GENGIÐ var frá samningum í gær um tónleikahald söngvar- ans Tom Jones hér á landi í maí nk. Þessi heimsþekkti söngvari mun koma fram á fímm tónleikum á Hótel íslandi Að sögn Birgis Hrafnssonar markaðsstjóra Ólafs Laufdal verða tónleikar Tom Jones dagana 8., 9., 10., 11. og 13. maí. Með söngv- ■aranum kemur hljómsveit hans, sem skipuð er 15 mönnum. Fjöl- mörg laga Tom Jones hafa komizt í efsta sæti vinsældalista beggja vegna Atlantshafsins, t.d. Delilah, Green, Green Grass of Home og What’s New Pussycat. Byijað er að taka við miðapönt- unum á Hótel íslandi. ír. 14. Reykjavíkurskákmótið: A þriðja tug stórmeistara taka þátt FIMMTÍU erlendir skákmenn taka þátt í 14. Reykjavíkurskákmót- inu sem hefst 17. mars. Alls verða keppendur 87, þar af á þriðja tug stórmeistara og er þetta sterkasta Reykjavíkurskákmótið sem haldið heftir verið firá því það var opnað. Þrír íslenskir stjórmeistarar verða meðal þátttakenda, þeir Helgi Ólafsson, Margeir Péturs- son og Jón L. Ámason. Einnig verða íslandsmeistarinn, Karl Þorsteins, og Reykjavikurmeist- arinn, Þrostur Þórhallsson með, sem og unglingaheimsmeistararn- ir Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson. Sex af erlendu þátttakendunum hafa yfir 2600 skákstig. Þar er stigahæstur Valeríj Ivantsjúk með 2665 stig en Míkhaíl Gúrevítjs kemur næstu með 2645 stig. Tólf sovéskir stórmeistarar eru í hópi þátttakenda. Mótið fer fram í skákmiðstöð- inni að Faxafeni 12. Veitt verða 10 verðlaun, sem nema alls 1,8 milljónum króna. "9- ■.........................\ " j "I mtm ALVEG EINSTÖK GÆÐI KiiiJiiMiL; , , ' v sM ■jr*Vi ■1 SPl FARÐU VEL MEÐ MATINN ÞINN/ Æ' N0 Wfií AEG kœliskápar £ Rétt meðferð og geymsla á matvælum skiptir miklu máli um afkomu heimilisins. Þar verða allir heimilismenn að hjálpa tiL Það mæðir því mikið á kæliskápnum á bænum, en því miður kikna þeir sumir fljótt undan miklu álagi og misblíðum handtökum. AEG kæliskáparnir eru byggðir til að standa sig á „erfiðum heimilum“, þar sem hagsýnin er höfö í hávegum. Þeir fást í mörgum stærðum og eru á hagstæðu verði. AEG og ORMSSON - hagsýni í heimilishalái! bræðurnir t©) ORMSSON HF Lágmúla 9. Sími 38820 iiilil 111II i é 11111411 IMIIIf lilill fllilitÍiMI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.