Morgunblaðið - 09.03.1990, Page 18

Morgunblaðið - 09.03.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 Frá æfingu fyrir Herranótt. Dagxir Eggertsson sem Falstaff og Jón Oddur Guðmundsson í hlutverki hr. Vaðs. Shakespeare sýnd- ur á Herranótt MR HERRANÓTT Menntaskólans í Reykjavík frumsýndi í gærkvöldi gleðileikinn Vindsór konurnar kátu, eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp hér á landi, segir í frétt frá Leikfélaginu. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Verkið er sýnt í Iðnó. Næsta sýning verður á morgun klukkan 20.30. ANDRI BA, íslenska verk- smiðjuskipið sem verið hefiir við strönd Alaska frá áramótum, er nú á leið til hafiiar í Banda- rikjunum eða Kanada og á með- an vinna eigendur skipsins að því að finna verkeftii fyrir skip- ið. Að sögn Haraldar Haralds- sonar stjórnarformanns útgerð- arinnar er meðal annars hugað að verkeíhum í Suður Ameríku, Nýja Sjálandi og Afríku, auk þess sem ekki heftir enn verið gefin upp öll von um vinnslu- leyfi í bandarísku lögsögunni. Andri BA hafði byijað tilrauna- vinnslu á kola við strönd Alaska, en ekki hafði verið unninn nema smáslatti þegar veiðiheimildir voru afturkallaðar vegna þess hve hátt hlutfall var af öðrum fiski í aflan- um. Þegar bannið gekk í gildi var Andri í höfn og segir Haraldur að góður fyrirvari hafí verið á bann- inu. Andri er nú á leið til vestur- strandar Bandaríkjanna eða Kanada og hefur ákvörðunarstaður ekki verið ákveðinn. Skipið á um viku siglingu eftir. Tíminn verður notaður til að reyna að finna skipinu verkefni, bæði á fyrrgreindum svæðum og annars staðar. Haraldur segir að útgerð skipsins_, íslenska úthafsút- gerðarfélagið, ISÚF, hafi ekki enn gefið upp alla von um að fá vinnslu- leyfi innan bandarísku fiskveiðilög- sögunnar. Hann segir eigendurna trúa j)ví að í gildi sé samningur milli Islands og Bandaríkjanna um þessar heimildir og þeir trúi því ekki enn, að fullreynt sé að Banda- ríkjamenn ætli að bijóta þann samning. Þrír af flytjendum Sonnetta Shakespeares, talið frá vinstri: Snorri O. Snorrason, Arnar Jónsson og Oliver Kentish. Sonnettur og tónlist frá endurreisnartímanum SUNNUDAGINN 11. mars næst- komandi kl. 20.30 verður dag- Austur-Þjóðverjar taka ekki við laxi Austur-þýsk stjórnvöld hafa í bréfi til íslenska utanríkisráðu- neytisins lýst yfir stuðningi við viðleitni til að hindra brot á sátt- málanum til vemdar lax í Norð- ur-Atlantshafi, NASCO-sáttmá- Sumarbækling- ur Sögu kominn út Ferðaskrifstofan Saga hefúr gefið út nýja og fjölbreytta ferðaáætlun, „Sögulegt sum- arfrí“, fyrir sumarleyfisferðirnar í ár. ferðir þangað á komandi sumri í samvinnu við Ferðamálaráð Möltu. Loks mun Saga reka Hótel Garð í sumar, eins og síðastliðin 2 ár. (Fréttatilkynning) lanum. í bréfinu segir jafnframt, að engir aðilar hafi leitað til Austur-Þýskalands um leyfi til löndunar eða sölu á laxi. Laxveiðibátamir, sem undanfar- ið hafa veitt á Norður-Atlantshafi, austur af íslandi, hafa landað afla sínum í Póllandi sem ekki er aðili að NASCO-sáttmálanum. Pólsk stjómvöld hafa heitið íslenskum stjómvöldum að stöðva þær landan- ir, og utanríkisráðuneytið hefur gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að önnur Evrópulönd, sem ekki hafa skrifað undir sáttmálann, taki við afla laxveiðibáta, ef Pólland lokar sínum dyrum. Evrópubanda- lagið er aðili að sáttmálanum. Samkvæmt fréttum hafa lax- veiðibátamir landað í Póllandi á síðustu dögum, þrátt fyrir loforð pólskra stjómvalda. Þegar Morgun- blaðið spurðist fyrir um þetta hjá pólska sendiráðinu á íslandi, feng- ust þau svör, að pólska samgöngu- ráðherranum hefði verið tilkynnt um þessar fregnir, en þær hefðu ekki verið staðfestar frá Póllandi. Laxveiðibátamir eru flestir skráðir í Panama sem ekki hefur heldur skrifað undir NASCO-sátt- málann. Utanríkisráðuneytið hefur beðið bandarísk stjómvöld fara þess á leit við stjómvöld í Panama að þau skrifi undir sáttmálann. skrá í Hafiiarborg, Hafiiarfirði, þar sem nokkrar af Sonnettum Shakespeares verða fluttar, bæði á frummálinu og í íslenskri þýðingu Daníels A. Daníelsson- ar. Flytjendur eru Oliver Kentish sem flytur enska textann og Arnar Jónsson sem flytur íslenska text- ann. Camilla Söderberg, blokk- flautuleikari, Ólöf Sesselja Óskars- son, er leikur á Víola da Gamba, og Snorri Öm Snorrason, lútuleik- ari, flytja tónlist frá endurreisnar- tímanum. Miðar verða seldir í Hafnarborg laugardag og sunnudag frá kl. 14-19. INNLENT Andri BA: Verkefiia leitað um víða veröld Tvær af reyndustu ferðaskrif- stofum landsins, Saga og Úrval- Útsýn munu í sumar samnýta krafta sína og hyggjast bjóða ein- hveija hagstæðustu ferðamögu- leika, sem landsmönnum hafa lengi staðið til boða. Ferðaskrifstofan Saga býður nú í fyrsta skipti sólarferðir til Mall- orka og Portugal í leiguflugi, en áður bauð stofan aðeins upp á ferð- ir til Costa del Sol í leiguflugi. Þá er boðið upp á sumarhúsaferðir til fleiri staða en áður. Rútuferðir eru á boðstólum, nýjung er er Jó- góslavía — Grikkland — Albanía. Boðið er upp á málaskóla í Eng- landi, Frakklandi, Þýskalandi, It- alíu, Austurríki og á Spáni. Sumar- búðir bama er er nýjung. Skipaferð- ir með Eimskip og ferðir í Kerlinga- fjöll er einnig nýjung hjá Sögu. Saga er að ganga frá samningum við Möltubúa og mun bjóða upp á Fræðslurit um Evrópubandalagið: V erðum að taka örlagaríkar ákvarðanir á næstu misserum - segir höfundurinn di\ Gunnar G. Schram EVRÓPUBANDALAGIÐ, bók eftir Gunnar G. Schram lagaprófessor við Háskóla íslands kom nýlega út á vegum Háskólaútgáfúnnar. Bókin er fyrsta almenna upplýsingaritið um Evrópubandalagið og í henni er gerð grein fyrir uppbyggingu þess, stofiiunum, starfsemi og helstu verkefinum. Bókin er 202 síður að stærð og er skipt í sex kafla. Formála ritar Einar Benediktsson, sendiherra íslands hjá Evrópubandalaginu í Brussel. Höfundurinn sagði í viðtali við Morgun- blaðið að bókin væri hugsuð sem upplýsingarit fyrir almenning og til notkunar í skólum. „í bókinni er útskýrt hvað Evr- ópubandalagið er og aðdragandann að stofnun þess rakinn. Þá er í öðru lagi fjallað um stofnanir þess, ráðherraráðið, framkvæmdastjórn- ina í Brussel, Evrópuþingið og Evr- ópudómstólinn sem setur aðild- arríkjunum tólf sérstök lög. Það sérstaka við þessi lög er að ef til árekstra kemur á milli landslaga aðildarríkjanna og EB-laganna þá eru það síðamefndu lögin sem gilda. í þriðja kafla er fjallað um stefnu bandalagsins og starfsemi. Það sem íslendingar hafa mestan áhuga á er sameiginleg sjávarútvegsstefna bandalagsins en hún felur í sér að fiskveiðilögsaga ríkjanna skuli vera opin öðrum aðildarríkjum. í viðræð- um EFTA-ríkjanna við EB hafa íslensk stjómvöld einmitt gert fyrir- vara við þetta ákvæði og hafa lýst því yfir að þau geti ekki sætt sig við frjálsan aðgang aðildarríkja að auðlindum íslands. 60% alls okkar útflutnings er til EB-landa og þau eru langstærsti viðskiptaaðili ís- lendinga. Þess vegna er afar áríð- andi að menn geri sér grein fyrir því hvaða fyrirbæri þetta er sem EFTA-þjóðimar munu ef til vill tengjast að einu eða öðm leyti í nánustu framtíð." „Greint er nokkuð ítarlega frá stöðu samningamála íslands við EB í lok bókarinnar. Einnig er skýrt frá stefnu EB í landbúnaðarmálum og skattamálum, en ráðgert er að samræma virðisaukaskatt í aðild- arríkjunum. Þá er greint frá nánu samráði þjóðanna í mennta- og umhverfismálum, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Gunnar. „Það stendur til að stofna Um- hverfismálastofnun Evrópu á veg- um bandalagsins á næstu mánuðum Gunnar G. Schram. og verður EFTA-ríkjunum að öllum líkindum boðin aðild að stofnun- inni. I bókinni er einnig greint frá sameiginlegu peningakerfi banda- lagsins sem stefnt er að setja á laggirnar. Síðan en ekki síst er fjall- að um innri markað bandalagsins sem kemur til framkvæmda í árslok 1992. Þá á að vera búið að afnema allar þær hömlur sem eru á flutn- ingi vinnuafls á milli þjóðanna og gera fjármagnsflutning milli þeirra fqálsan. Landamæri á milli EB- landanna tólf munu með öðrum orðum þurrkast út,“ sagði Gunnar. Gunnar taldi að nokkuð skorti á að landsmenn byggju yfir nægri þekkingu á Evrópubándalaginu. „í könnun sem félagsvísindadeild Há- skólans gerði síðastliðið haust kom fram að aðeins tíundi hver íslend- ingur kunni nokkur skil á Evrópu- bandalaginu. Fræðslan hefur verið alveg i lágmarki sem er kannski eðlilegt þar sem við erum ekki aðil- ar að bandalaginu. Nú er Evrópa að renna saman í eina heild og Austur-Þýskaland verður sjálfkrafa aðildarríki með sameiningu þýsku ríkjanna. Ungveijar og Pólveijar hafa lýst yfir áhuga á aðild og Austurríkismenn sótt um aðild. Hlutirnir gerast mjög hratt núna og íslendignar komast ekki hjá því að taka mjög örlagaríkar ákvarðan- ir á næstu misserum sem hafa áhrif langt fram í framtíðina. Eg tel hins vegar að íslendingar geti ekki gengið í Evrópubandalag- ið nema samið verði um þá fyrir- vara sem íslendingar hafa þegar gert varðandi takmarkanir á að- gangi útlendinga að auðlindum landsins."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.