Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 10
II oeei jííma .8 íiuoAauuíiíW aiaAjanuoflOM itHiimiii iiusmvimii n«i 10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 681066 Leitið ekki langt yfir skammt Oskum eftir fasteignum á sölu- skrá okkar. Sérstaklega vantar fyrir ákv. kaupendur: Einbýli i Setbergslandi, Hafnarfirði 2ja herb. íb. i miðbæ Rvíkur 3ja-4ra herb. ib. i Vesturbæ Rvikur 2ja-3ja herb. íHraunbæ m. stórri stofu 3ja-4ra herb. i Austurbæ Rvikur. Garðabær - óskast Höfum fjárst. kaupanda að einbhúsi i Garðabæ. Mjög góðar greiðslur í boði. Hraunbær 80 fm 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð með suðursvölum. Ný teppi, nýmáluð. Laus strax. Verð 4,5 millj. Stóragerði 93 fm góð 3ja herb. íb. m/íbherb. i kj. Baðherb. endum. Ákv. sala. Verð6,0rrr. Ljósheimar 100 fm 4ra herb. íb. Áhv. hagst. lang- tímalán. Útb. á árinu ca 2 millj. Laus strax. Öldutún - Hf. 140 fm 5-6 herb. efri sérh. með bílsk. Verð 7,7 millj. Þingholt Til sölu nýl. einbhús með tveimur ib. auk mögul. á lítilli íb. á jarðhæð. Tvöf. innb. bílsk. Eignask. mögul. Verð 15 millj. Grafarvogur - óskast Höfum kaupanda að 4ra herb. ib. íGraf- arvogi. Engihjalli 100 fm 4ra herb. íb. á 5. hæð i lyftuh. Vandaðar innr. Fallegt útsýni. Þvottah. á hæðinni. Verð 6,2 millj. Garðhús - raðhús 200 fm endaraðh. m/innb. bílsk. Afh. fullfrág. að utan, fokh. að innan. Skipti mögul. á 2ja-3ja herb. íb. Teikn. á skrifst. Verð 7,0 millj. Miðvangur - Hf. Til sölu verslpláss i þjónustukjarna t.d. fiskbúð, vefnaðarvöruversl. o.fl. Leiðhamrar Glæsilega staðsett einbhús m. innb. bílsk. Mikið útsýni. Selst fokh. eða lengra komið. Uppl. og teikn. á skrifst. Eignask. mögul. Söluturn Til sölu góður söluturn i Hafnarfirði. Velta ca 4 millj. á mánuði. Eignask. mögul. Vesturbær - verslun Til sölu eða leigu matvöruverslun vel staðsett í verslunarkjarna við Dunhaga. Húnsæðið leigist eða selst með. Til afh. strax. Húsafell FASTBGNASALA Langholtsvegi 115 (BæiarieiSahúsinti) Sáni: 681066 Þorlákur Einarsson, Bergur Guðnason hdl., Þórey Aðalsteinsd., lögfræðingur. Sjöundi ára- tugurinn ________Myndlist______________ BragiÁsgeirsson Á Listasafni íslands stendur yfir samnorræn sýning sem hefur að markmiði að vera úttekt á nývið- horfum í myndlist sjöunda áratug- arins. Þetta er umfangsmikil sýning enda kemur það fljótlega fram að 'listasafnið er of lítið fyrir hana alla og hefur því ékki í þessu tilfelli sniðið sér stakk eftir vexti. Maður verður fljótlega var við að það vantar inn á sýninguna, ef mark má taka á sýningarskránni, en löngu fyrr tekur maður eftir því hve margt vantar sem alls ekki sér stað eða rétt er vikið að í sýningar- skrá. Að sjálfsögðu er það góðra gjalda vert að gera úttekt á þessum við- burðaríka áratug sem mikil og hröð uppstokkun einkenndi — sennilega meiri og hraðari en nokkru sinni fyrr á öidinni. Svo mikið var að gerast að jafn- vel hefði verið æskilegt að skipta sýningunni í tvennt og gera fyrri helming áratugarins ítarleg skil, en taka síðan fyrir seinni helminginn. Það má og strax koma fram að maður furðar sig á að sýningin skufi ná fram á áttunda áratuginn eða til 1972, og jafnvel hafa ein- stakar myndir ártalið 1973! Þá fer maður að hugieiða til- ganginn og grunar fljótlega að hér sé meira verið að koma að vissum miðstýrðum einkaviðhorfum og for- sjárhyggju, en að bregða upp sann- verðugri mynd af þróuninni og því sem umræðu vakti á tímabilinu í hveiju landanna fyrir sig. Þetta er víst í stíl við þá vísu landsfeður sem þykjast vera færir um að framlengja jólunum og þá sólhvörfunum um leið! Víst kannast maður við heilmikið af því sem til sýnis er frá sýning- um, sýningarskrám norrænna sýn- inga, tímaritum og bókum frá ára- tugnum, en það er mun meira sem maður kannast lítið við og ekki vakti athygli nema í mjög þröngum hópi innvígðra. Mikil áhersla er lögð á hið svo- nefnda neðanjarðartímabil eða frá Bítlum til hippa og þannig er hin svonefnda hasskynslóð ríkulega kynnt, en margir aðrir atkvæða- miklir listamenn tímabilsins, sem ekki ánetjuðust hassi, fíkniefnum neins konar, austurlenzkum trú- argrillum og tötrasósíalisma eru sem statistar. Tímabilið einkenndist vissulega að hluta til af blómabörnum, bítlum og hippum og þeirra hlutur skal ekki fyrir borð borinn því að margt merkilegt kom þar fram. í upphafi virtist allt í sómanum hjá þessum náttúrubörnum en afleiðingarnar voru hrikalegri en þeir svartsýnustu létu sér detta í hug. Leitin að friði og lífshamingju í Indlandi kostaði hundruð þúsunda unglinga og ann- að fólk lífið og flest af því endaði sem betlarar, tannlaust og rænu- laust í rennusteininum. Afleiðing- arnar hlóðu á sig og menn eru enn- þá að berjast við vandamálin sem tímabilið skapaði varðandi neyslu fíkniefna og ræktun þeirra víða um heim. Ekki er mögulegt að kenna end- urreisn mannlífs né myndlistar við þetta fólk, en öllu frekar upplausn, eins og t.d. er öll tæknibrögð voru bannlýst, klaufinn og klastrarinn ieiddur til öndvegis, og flóð af léleg- um og innihaldslausum málverkum, rýmisverkum og ljósmyndum fyllti sýningarsali undir hugtakinu list. Það er óhætt að skilgreina þenn- an áratug sem tímabil algerrar upp- stokkunar gilda í iistinni en hér var það sjálft neysluþjóðfélagið, ný- tækni og auglýsingaiðnaðurinn sem lögðu þyngsta lóðið á vogarskálina. Þá var þetta einnig tímabil meiri markaðssetningar myndlistar en nokkru sinni fyrr oggrundvöllurinn að síðari tíma þróun og öfgum lagð- ur. Þar voru á ferð fjármálafurstar markaðsþjóðféiagsins, en síst af öllu eignalausir hippar. Án þessara manna og stuðnings þeirra við list- ir hefði þróunin orðið önnur, því öll list er háð fjármagni og listmiðlur- um eigi hún að lifa. Skilin á milli sjötta og sjöunda áratugarins voru svo mikil að þau minna meira á aldaskil, því að slík var uppstokkunin, og því skiljanlegt að margur sat eftir í þróuninni eða skildi hana alls ekki. Menn voru furðu fljótir að taka við sér á Norðurlöndum og um sumt t.d. mun fyrr en þeir í París, sem missti við það forustuna, sem hún hefur nú fyrst möguleika til að hrifsa til sín aftur vegna mikilla fjárframlaga til menningar hin síðari ár, frjálslyndis stórhug og Málverk og svartkrít Myndlist Bragi Asgeirsson í listhúsinu einn einn að Skóla- vörðustíg 4 sýnir Krístbergur Pét- ursson málverk og svartkrítar- myndir fram til 4. apríl. Kristbergur er aðallega þekktur fyrir framiag sitt á sviði grafík- Matvöruverslun - Austurbær Til sölu mjög góð matvöruverslun miðsvæðis í Austur- bænum. Stuttur opnunartími. Góð velta miðað við verð. Verð 9 millj. Eignaskipti möguleg. Húsafell ^ FASTEKjNASALA Langhoitsvegi 115 Þorlákur Ernarsson, (Baeiarteiðahúsmu) Smii:681066 Berflur Guana60n hdU Þórey Aðalsteinsdóttir lögfræðingur. lista, en hann mun fyrst og fremst menntaður á því sviði. Það má og strax kenna grafík- listamanninn á myndunum á sýningunni, sem allar eru í dökkum tónum og margar hveijar frekar þungar í viðkynn- ingu. Einkum á þetta við um krítar- myndirnar en formin í þeim eru yfírleitt þung, stíf og óvægin og lítið um ávalar, spengilegar línur og fjörlega og blæbrigðaríka grá- tóna. Það er þannig ekki mögulegt að kalla þetta lifandi og skemmtilega list þótt að myndrænt séð kunni þær fyllilega að standa fyrir sínu og umgerð þeirra gerir þær og ekki léttari, en á líkan veg römmuðu menn einmitt inn grafískar royndir í gamla daga og þótti sígilt. Ég er þess fullviss að með létt- ari umgerð kæmist boðskapur Kristbergur Pétursson myndverkanna betur til skila — að því er virðist hinn harði og óvægi boðskapur. Það er mun léttara yfir málverk- unum og í þeim meiri lífrænn hrynj- andi og satt að segja þóttu mér þær myndir á sýningunni áhugaverðast- ar, sem búa yfir mestu innbyrðis spili og lífsmögnum. Ég er nefnilega ekki á því að persónueinkenni Krist- bergs séu einmitt falin í þessum þungu og eintóna formum heldur frekar í dulmögnuðum kyngimætti, og sá er annað og meira en einung- is svartir og harðir skuggar. Einnig dýpt, sveigjanleiki og lifandi blæ- brigði. Er gjaldkerastarfið flókið? Við greiðum úr því. Æði margir gjaldkerar húsfélaga og félagasamtaka vita hvernig það er að sitja fram á nótt við að reikna út greiðslur og skrifa gíróseðla eða kvittanir. Vera svo jafnvel andvaka yfir öllu saman. Núna höfum við hjá sparisjóðunum endurbætt félaga- og húsfélagaþjónustuna. Við reiknum saman gjöld og skiptum þeim niður á greiðendur, skrifum gíróseðla með fullum upplýsingum og sjáum um innheimtu. Með tengslum við Símabanka sparisjóðanna er hægt, hvenær sem er, að fá upplýsingar um reikninga félagsins, hreyfingu o.fl. » SPARISJÓÐIRNIR -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.