Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 19 Eituráhrif metanóls Matskeiðin Gosið Flestir þekkja metanól undir heit- inu tréspíri og er þekkt að efnið getur valdið skemmdum á sjón og í alvarlegum tilfellum blindu og dauða. Þessi áhrif koma hins vegar eingöngu fram þegar umtalsverð hækkun verður á metanóli í lík- amanum. Þau mörk sem vitnað er til í umræðuþætti, eru þau sem þar voru kynnt sem viðmiðunargildi fyrir eit- uráhrif metanóls. Með öðrum orð- um, nái neysla metanóls eða mynd- un efnisins í líkamanum þessum mörkum getur það valdið skaða á heilbrigði. Mörkin eru 200—500 mg metanóls á hvert kíló líkamsþyngd- ar, eða 12.000—30.000 mg af met- anóli fyrir 60 kg mann. Ein matskeið af metanóli (15 ml) samsvarar u.þ.b. 12 g metanóls, þ.e. 12.000 mg af efninu. Þetta nægir til að ná neðri viðmiðunar- mörkum, sem tilgreind voru í þætt- inum fyrir 60 kg mann. Skal því engan undra að eituráhrif geti kom- ið fram. Af ummælum viðmælanda má hins vegar skilja að hann telji eina matskeið af metanóli vera miklu minna magn eða „allt önnur mörk“ eins og áður er nefnt. í þættinum var gerð grein fyrir því að 10% af aspartam breytist í metanól við efnaskipti líkamans. Einn lítri af sykurlausum gosdrykk, sem inniheldur mest 500 mg aspart- am, gefur þannig 50 mg metanóls. Ef þetta er borið saman við 12.000 mg metanóls í einni matskeið, er ljóst að myndun metanóls úr lítra af gosdrykk nægir ekki til að væta skeiðina. Staðreyndin er sú, að það þarf 240 lítra af gosdrykk til að myndun metanóls geti orðið 12.000 mg, þ.e. jafngildi einnar matskeiðar af metanóli. Matskeiðar af metanóli er einfalt að neyta í einum skammti, en hitt þarf ekki að orðlengja. Tilgátur Sami viðmælandi í áðurnefndum umræðuþætti hefur komið á fram- færi tilgátum um eituráhrif metan- óls vegna neyslu aspartams og haft þær í frammi í blöðum, útvarpi, nú sjónvarpi og víðar. Af þvi sem hér er nefnt, er ljóst að hann gerir sér ekki grein fyrir því magni aspart- ams, sem þarf til myndunar metan- óls í magni sem nálgast ofangreind viðmiðunarmörk. Dæmið um gosdrykkinn sýnir að það er með öllu óraunhæft að ætla að neysla aspartams geti orðið slík, að myndun metanóls af þess völdum hafi áhrif á heilbrigði. Afstaða Hollustuverndar í spurningu til eins þátttakenda í umræðunum, sagði stjórnandi þáttarins eftirfarandi: „Það hefur til dæmis komið fram í bréfi frá Hollustuvernd varðandi þessa um- fjöllun, að það gæti augljóslega y „Fiskur úr firðinum“ Notið FLORU smjörlíki og ljúfmetið verður enn Tjúffengara! ,,Fiskur úr firðinum" Skerið 500 g rauðsprettu- eða ýsuflök í stykki. Þeytið saman 1 egg og 2 msk mjólk. Blandið saman 8 msk brauðmylsnu, 1 tsk. salti og V<* tsk. pipar og veltið fiskstykkjunum upp úr blöndunni. Bræðið 200 g Flóru smjörlíki á pönnu og brúnið fiskinn á báðum hliðum, steikið áfram við minni hita í 3—4 mín. Berið fram með soðnum kartöflum og hrásalati. Verði ykkur að góðu! ígóðan mat! SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri Matskeið af metanól og einn lítri af gosdrykk eftirJón Gíslason Umræðuþáttur um gervisætuefni í umræðuþætti um gervisætue.fni í beinni útsendingu RUV-Sjónvarps þriðjudaginn 27. mars sl., var ekki gerð athugasemd við eftirfarandi ummæli eins viðmælenda: „Við höf- um í læknisfræðinni sjúkdómsein- kenni af metanóleitrun allt niður í 15 ml eða eina matskeið af metan- óli, sem er allt önnur mörk heldur en Jón nefnir í sínu máli.“ Þessi ummæli komu fram vegna umræðu um myndun metanóls eftir neyslu gervisætuefnisins aspartam (Nutra- Sweet), og eru þess eðlis að þeim verður að svara. Rétt er að taka fram að mikill munur er á því hvort metanóls er neytt í einum stórum skammti, eða hvort efnið berst í líkamann eða myndast við efnaskipti hans í smáum skömmtum yfir lengri tíma. í fyrra tilvikinu getur verið hætta á metalóneitrun en ekki í því síðara þegar smærri skammtar efnisins ganga inn í eðlileg efnaskipti lík- amans. reynst erfitt fyrir neytendur að meta hvað sé rétt í málinu og að ekki sé rétt að láta þeim eftir að meta hvað sé rétt og rangt.“ Þarna er veigamiklum orðum í bréfi Holl- ustuverndar til RÚV-Sjónvarps sleppt, auk þess sem stjórnandi færir í stílinn, þannig að merking orðanna verður önnur en til var ætlast. í bréfi Hollustuverndar segir orðrétt: „Það getur ekki þjónað mik- ilvægu fræðsluhlutverki sjónvarps- ins að láta lækni koma með beinar rangfærslur um áhrif sætuefna á líkamann og láta síðan neytendum eftir að meta hvað sé rétt og hvað rangt.“ Á þessu er mikill og augljós merkingarmunur. Lokaorð Það er rétt að hafa það sem sann- ara reynist, hvort sem umfjöllunin beinist að gervisætuefnum eða bréfaskriftum og öðrum samskipt- um ríkisstofnana. Fræðslustörf eru „Það er rétt að hafa það sem sannara reynist, hvort sem umfjöllunin beinist að gervisætu- efiium eða bréfaskrift- um og öðrum samskipt- um ríkisstoftiana.“ hluti af verksviði Hollustuverndar og RÚV-Sjónvarps og þessar stofn- anir ættu því að vinna saman að fræðslumálum á eins breiðum grundvelli og mögulegt er. Slíkt samstarf gæti komið neytendum til góða með því að auka þekkingu þeirra á samsetningu matvæla og stuðla þannig að vönduðu fæðuvali. Höfiindur er starfsmaður HoHustuverndar ríkisins og formaður aukefnanefhdar. famiiy & PACK Bragðgott og brakandi Jón Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.