Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 Svæðisskrif- stofa iðnað- arins á Norð- urlandi opn- uð formlega SVÆÐISSKRIFSTOFA iðnað- arins á Norðurlandi var form- lega opnuð á fostudag, en þá skrifuðu Landsamband iðnað- armanna, Meistarafélag bygg- ingarmanna á Norðurlandi og Meistara- og verktakasamband byggingarmanna undir samn- ing um rekstur sameiginlegrar skrifstofu á Akureyri. Haraldur Sumarliðason forseti Landsambands iðnaðarmanna sagði að með því að opna skrif- stofu á Akureyri væri efld starf- semin úti á landsbyggðinni. Mikil- vægt væri að tengsl á milli lands- byggðar og suðvesturhorns lands- ins yrðu bætt og kvaðst hann von- ast til að opnun skrifstofunnar yrði skref í þá átt. A skrifstofunni verða unnin sér- verkefni fyrir Meistarafélag bygg- ingarmanna á Norðurlandi og fyr- ir önnur meistarafélög í bygg- ingariðnaði á svæðinu, en einnig verða unnin þar sameiginleg verk- efni fyrir Landsamband iðnaðar- manna, s.s. almenn þjónusta við aðildarfyrirtæki LI og félagsmenn, söfnun hugmynda félagsmanna. Þá munu fundir verða haldnir reglulega í einstökum byggðalög- um á svæðinu og þá verða þar skipulagðir almennir fundir og fræðslufundir á vegum LI og að- stoð veitt við samstarf fyrirtækja í markaðsmálum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fengu gullmerki ÍSÍ í lokahófi vetraríþróttahátíðar ÍSÍ, sem haldin var í Sjallanum á sunnudagskvöld, sæmdi Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ þá Óðin Árnason, Ingólf Ármannsson, Guðmund Pétursson og Þröst Guðjónsson gullmerki íþróttasambands íslands fyrir vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar. Þeir Óðinn og Þröstur hafa mikið unnið að málefnum skíðaíþróttarinnar, en Ingólfur og Guðmundur hafa unnið að eflingu skautaíþróttarinn- ar um árabil. Hraðfrystihús Ólafsgarðar: Þungur róður framundan á rekstri Olafs bekks OF Sjálfetæðis- menn opna kosninga- skrifstofu Sjálfstæðisfélögin á Akureyri opnuðu kosningáskrifstofu sína vegna bæjarstjórnarkosninga í vor nú um mánaðamótin. Skrifstofan er í húsakynnum flokksins í Kaup- angi við Mýrarveg og verður hún opin alla virka daga frá kl. 16-19. Verður Óli D. Friðbjörnsson við á skrifstofunni á þeim tíma. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hafliða vel fagnað Hafliði Hallgrímsson stjórnaði Kammerhljómsveit Akureyrar á tón- leikum í Akureyrarkirkju á sunnudag, en sveitin lék m.a. verkið Fjöldi dagdrauma sem Hafliði samdi er hann dvaldi í Davíðshúsi á Akureyri í fyrrasumar. Verkið tileinkaði hann Kammerhljómsveit Akureyrar. Hafliða var fagnað með langvinnu lófataki að tónleikun- um loknum. Hlutaflársjóður fær tvo menn í stjórn á þessy ári,“ sagði Gunnar Þór. Hvað Útgerðarfélag Ólafsfirðinga, sem gerir út togarann OÍaf bekk ÓF, varðar sagði hann að róðurinn væri þungur og ljóst að aflaheim- ildir skipsins væru of litlar, þannig að til einhverra ráðstafana þyrfti að grípa. Á síðasta ári fiskaði Olaf- ur bekkur 2880 tonn og fór sá afli að mestu til vinnslu hjá frysti- húsinu. Loðnuvertíðin brást í haust, þannig að lítið var um að vera í loðnubræðslu HÓ en rækjuvinnsl- an var starfrækt í nokkra mánuði. REKSTUR Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar skilaði 26,6 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir og Qármagnsgjöld á síðasta ári, en þegar þeir liðir eru teknir með í dæmið var reksturinn neikvæður um 28 milljónir króna. Á síðasta ári greiddi HÓ 86 milljónir króna í fjármagnskostnað. Vinnsla hófst í frystihúsinu um •nánaðamótin mars/apríl í fyrra, pannig að það var einungis í gangi 3 mánuði ársins. Gunnar Þór Magnússon stjórnarformaður sagði að reksturinn hefði í heildina gengið þokkalega, en fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins hefði tekið lengri tíma en áætlað Framhaldsaðalfundur HÓ fyrir árið 1988 og aðalfundur fyrir síðasta ár var haldinn á föstudags- kvöld, þar sem þessar upplýsingar komu fram. Á fundinum komu tveir nýir menn inn í stjómina og sitja þeir fyrir Hlutafjársjóð, en það eru þeir Jón Þórðarson og Jón Ellert Lárusson báðir á Akureyri. Aðrir í stjórn eru Gunnar Þór Magnússon formaður stjórnar, Bjarni Kr. Grímsson og Björn Þór Ólafsson. var. Ýmsar aðgerðir, lenging og skuldbreytingar lána hafí ekki að fullu komið til framkvæmda fyrr en undir áramót. „Reksturinn gekk eftir aðstæð- um vel á síðasta ári og mér sýnist allt stefna í að þetta verði ágætt Háskólinn áAkureyri Laus er til umsóknar staða fulltrúa á skrif- stofu skólans. Laun samkvæmt kjarasamn- ingum opinberra starfsmanna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsókn- arfrestur er til 11. apríl. Upplýsingar um starfið gefur skrifstofustjóri. Háskólinn á Akureyri, sími 96-27855. Fóðurstöðin lokuð: Bændur fá fóður frá Skagafirði FÓÐRI var ekið til loðdýrabænda í Eyjafirði firá Melrakka á Sauð- árkróki á laugardag, en svo sem áður hefur verið sagt var Fóður- stöðin á Dalvík innsigluð í siðustu viku. Loðdýrabændur héldu fund á föstudag, þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að opna stöðina svo bændur gætu fengið þar fóður. Fóðurstöðin var ekki opnuð í gær. Von er á hagfræðingi frá land- búnaðarráðuneyti norður í dag og mun hann ásamt aðilum frá Byggðastofnun og Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar fara yfir stöðuna. Loðdýrabændur í Eyjafirði hafa farið fram á að gerð verði úttekt á þessum tveimur fóðurstöðvum, á Dalvík og á Sauðárkróki. Jón Hjaltason formaður Loðdýra- ræktarfélags Eyjafjarðar sagði að von væri á fóðurbíl úr Skagafirði aftur í dag. „Við höfum verið að ræða það hér, fyrst verið er að út- vega okkur fóður vestan úr Skaga- firði, hvort ekki hafi verið einfald- ara og ódýrara að greiða skuld Fóðurstöðvarinnar við hið opinbera. Það hefur þegar verið ákveðið að veita 35-40 milljónum króna til fóð- urstöðvanna og það er spurning hvort ekki megi taka þessar 600 þúsund krónur sem stöðin skuldar af þeirri fjárveitingu,“ sagði Jón Hjaltason. Á fundi bændanna á föstudag kom fram verulegur áhugi margra á að heijast þegar handa og slátra stofninum, en ákveðið var að bíða fram í þessa viku og sjá hvort eitt- hvað yrði úr efndum stjórnvalda. Bændur munu hittast aftur í Iok vikunnar og ráða ráðum sínum. Alþýðubandalagið: Sigríður og Heimir í efetu sætin Alþýðubandalagið á Akureyri hefur gengið lrá framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor, en fjórir efstu mennirnir á listanum eru þeir sömu og skip- uðu listann í síðustu kosningum. Sigríður Stefánsdóttir bæjarfull- trúi er í 1. sæti, Heimir Ingimars- son bæjarfulltrúi í 2. sæti, Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur í 3. sæti, Þröstur Ásmundsson kennari í 4., Elín Kjartansdóttir iðnverka- kona í 5., Guðlaug Hermannsdóttir kennari í 6., Hilmir Helgason, vinnuvélstjóri í 7., Kristín Hjálmars- dóttir formaður Iðju í 8., Hulda Harðardóttir fóstra í 9., Guðmundur Ármann Siguijónsson myndlistar- maður í 10., Guðmundur B. Frið- finnsson húsasmiður í 11., Hugrún Sigmundsdóttir fóstra í 12., Pétur Pétursson læknir í 13. sæti, Bragi Halldórsson skrifstofumaður í 14., Kristín Aðalsteinsdóttir sérkennari í 15., Kristinn Torfason starfsmað- ur á Sólborg í 16., Sigrún Jónsdótt- ir fóstra í 17., Kristján Hannesson sjómaður í 18., Hrafnhildur Helga- dóttir starfsleiðbeinandi í 19., Ragnheiður Pálsdóttir húsmóðir í 20., Haraldur Bogason bílstjóri í 21. og Einar Kristjánsson rithöf- úndur í 22. sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.