Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 Júlíus Cesar í Óperunni eftirÁrna Tómas Ragnarsson I kvöld, þriðjudagskvöld, klukk- an 22.00 mun Styrktarfélag Ís- lensku óperunnar sýna óperuna Júlíus Cesar eftir Handel af mynd- bandi. Óperutónskáldið Handel Þegar Georg Friedrich Hándel kom til Englands árið 1710 var hann 25 ára gamall og þegar orð- inn vel þekktur fyrir óperur sínar. Næstu 30 árin skrifaði hann fjöru- tíu óperur til viðbótar í Englandi, allar við ítalskan texta. Operur hans eru að formi til s.k. „opera seria“ eða „alvarlegar" óperur, en það form er ítalskt að uppruna. Handel var tvímælalaust fremsta óperuskáid heims á þessu sviði og lenti hann í þeirri einkennilegu aðstöðu að vera helsti fulltrúi ítal- skrar óperu í Englandi, þó hann væri sjálfur Þjóðverji og áheyrend- ur hans gætu fæstir skilið ítölsku. Opera seria • Um þetta leyti voru Englending- ar með algera dellu fyrir ítölskum söngvurum og voru „castrati“ söngvarar (geidingar) í mestum metum af þeim öllum. Vinsældir Hándels byggðust m.a. á því, að hann var meistari í að skrifa þann- ig tónlist að raddfegurð söngvar- anna fengi notið sín sem beset. Opera seria formið gaf einnig söngvurunum sérstök tækifæri til þess, m.a. með því að „da capo“ arían, sem tíðkaðist í þeim óperum, var sérstaklega hugsuð í því skyni. í „da capo“ aríu syngur söngvarinn sjálft „lagið“ einu sinni á venjuleg- an hátt, en svo aftur og skreytir það þá með alls kyns trillum og flúri eftir sínum eigin smekk og getu. Þótt Hándel væri snillingur í að skrifa fyrir raddir, var hann ekki síðri þegar kom að hljóðfærun- um og kunni hann að flétta þessu tvennu saman betur en önnur tón- skáld. „Göfugar“ óperur Óperur Hándels nutu mikilla vin- sælda á sínum tíma, en féilu síðan í nokkra gleymsku nema einstaka aríur, sem ætíð hafa verið mikið sungnar. Reyndar á þetta við um nær allar þær óperur, sem heyra undir opera seria stílinn, því þær þóttu ekki bjóða upp á þá „dram- atík“, tilfinningaofsa og raunsæi, sem síðar var krafist. Viðfangsefni opera seria voru hinar hreinu og göfugu tilfinningar manna og vandamál þeirra voru mest siðferði- legs eðlis. Tónskáldin notuðu staðl- aðar aðferðir til að láta persónur verka sinna koma hinum ýmsu til- finningum til skila og mikil form- festa einkennir stíl þessara ópera. Tilboðársins Við höfum gert góða samninga í þína þágu. Allt sem þú þarft í einum pakka. Tölva Hyundi hágæðatölva, AT.286.40 mb/diskur 25 millisec. 1 mb. vinnsluminni. Einstaklega vandaðar og öruggar tölvur. Prentari Hyundi grafískur prentari með gæðaletri og ýmsum öðrum möguleikum. Telefax Vandað og gott tölvuborð. Locitech mús Mes.t seldu tölvumýs í heimi. Efax-88 telefaxtæki. Hágæða tæki með öllum möguleikum. Þetta er tilboð, sem gerir þér mögulegt að tæknivæðast fyrir ótrúlega lágt verð. Allt vönduð tæki með ábyrgð og vandaðri þjónustu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Fjárhagsbókhald Fullkomið bókhaldskerfi, sem sér um bókhaldið og virðisaukaskattinn. Yiðskiptamannabókhald Sér um allt, sem tengist viðskiptamönnum, útskrift reikninga, dráttarvexti o.fl. Tengt við fjárhagsbókhaldið. Samráð Ritvinnsla, töflureiknir, síma- skrá, gagnagrunnur, dagbók og samskiptahugbúnaður. Rétt verð á þessum pakka er kr. 361.906,- Þú hagnast um 72.000,- Allt verð með vsk. Við getum aðeins boðið^tfpakka á þessu einstaka verði. Því er um að gera að hafa snör handtök og hafa samband við okkur strax í síma 91-688277 eða líta við í Skipholti 33 (v/hliðina á Tónabíó). Pegasus hf., Skipholti 33,105 Rvk., sími 91-688277. Fax 621232. Telex 2238jayell is. Kleopatra og Cesar (Valerie Masterson og Janet Baker). Persóna verks er t.d. fyrst látin sýna reiði sína, þá örvæntingu og svo andans ró, en ekki er sýnt hvernig þessar tilfinningar þróuð- ust með henni. Opera buflfa Um miðja 18. öld varð til nýtt ítalskt óperuform, „opera buffa“ eða gamanóperan, sem fjallaði um líf og vandamál venjulegs fólks á raunsæjan og gamansaman hátt, og naut hún flótlega slíkra vin- sælda að opera seria féll í gleymsku. Hin fyrsta vel þekkta ópera í þessum stíl var „La Serva Padrona" eftir Pergolesi, sem var frumflutt 1733, en síðan fyldgu fleiri í kjölfarið. Þessi tegund óperu náði mestri fullkomnun með óper- um Rossinis á fyrri hluta 19. aldar. Sendiráð Austur-Þýska- lands hættir starfsemi SENDIRÁÐ Austur-Þýskalands að Ægissíðu 78 hætti starfsemi sinni frá og með 1. apríl. Starf- semin fluttst í sendiráð Austur- Þýskalands í Osló. í fréttatilkynningu frá sendiráð- inu er þeim sem þurfa á vegabréfs- áritun til Austur-Þýskalands að halda bent á, að svo kallað „Transit-Visa“, það er vegabréfsá- ritun sem leyfir að farið sé við- stöðulaust til Vestur-Berlínar eða lands sem liggur að Austur-Þýska- landi, sé veitt á landamærastöðv- um. Ef ætlunin sé að fara til Pól- lands eða Tékkóslóvakíu sé einnig nauðsynlegt að hafa vegabréfsárit- un til þeirra landa. Vegabréfsáritun á vörusýning- una í Leipzig, sem haldin er í mars og september, er einnig hægt að fá á landamærastöðvum, með því skilyrði að keypt séu skilríki sem leyfa ingöngu á sýningar- svæðið. Vegabréfsáritun til skamm- tímadvalar (eins til tveggja daga með einni gistingu) á eyjunni Rúg- en, í Bad Doberan, Greifswald, Rostock, Stralsund, Schwerin og Wismar, fá íslenskir ríkisborgarar á landamærastöðvunum í Sassnitz og Warnemúnde. Vegabréfsáritanir fyrir ferða- menn til lengri dvalar fást í sendi- ráðinu í Osló eða á landamæra- stöðvunum gegn framvísun stað- festingar á bókun hótels eða tjald- stæðis gegnum ferðaskrifstofu. a og nyrra ■ i ínu lífi. a etra verð og góðj Hver nemandi hefur i ísími: 67 14 66, opið til kl 22i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.