Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBBR 1990 Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Skipveijar á Þórshamri GK gæða sér á rjómatertu. Fyrsta loðnan á Þórshöfn Þórshöfn. ÞÓRSHAMAR landaði sl. mánudag'skvöld rúmlega 200 tonnum af loðnu á Þórshöfn. Hún veiddist við Kolbeinsey og var blönduð að stærð. Jón Eyfjörð, skipstjóri á Þórs- hamri, sagði að þeir hefðu leitað að loðnu í 3 vikur og veður hefði verið slæmt á miðunum. Þó Þórshamar hefði ekki komið með fullfermi af stórri loðnu eins og um sama leyti í fyrra þá voru skipverjar kátir, enda voru mót- tökur góðar hér. Forstöðumenn loðnuverksmiðju og hraðfrysti- stöðvar tóku á móti þeim með stórri ijómatertu og stóð kaffí- veislan yfir í Þórshamri, þegar fréttaritari mætti á staðinn. Loðnuverksmiðjan hér er tilbú- in’ til að taka á móti meiri loðnu, en þróarrými er fyrir 3.800 tonn. - L.S. Svik við allt sem við höfum sagt ef við gefum eftir gagnvart sjómönnum - segir Einar Oddur Kristjánsson formaður VSI EINAR ODDUR Kristjánsson formaður Vinnuveitendasambands ís- lands segir að sjómenn hafi fengið kauphækkanir langt umfram aðra á þessu ári, vegna þess að samkvæmt hlutaskiptasamningum hafi þeir notið hækkandi afurðaverðs. Vinnuveitendur geti því ekki gefið neitt eftir gagnvart sjómönnum án þess að það væru svik við aðra launþega og sjómenn eigi að sjá að sér og skrifa undir þá lqarasamn- inga sem hafi verið dlbúnir til undirskriftar þegar verkfallið var boðað. Einar Oddur segir einnig að verðbólguviðmiðun fjárlagafrum- varpsins fyrir næsta ár sé of há, og það sé fáránlegt hjá ríkisvaldinu að ætla að bæta nýjum sköttum á sjávarútveginn sem þurfi nú að taka á sig olíuverðshækkun. Farmanna- og fískimannasam- bandið hefur boðað verkfall yfír- manna á fískiskipum frá og með 20. nóvember og er það gert til að knýja á um lausn í deilu um endurskoðun á kostnaðarhlutdeild í olíukostnaði skipa. Einar Oddur Kristjánsson seg- ir hins vegar að í samningsdrögum sem liggja fyrir hafí hlutaskiptaregl- VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 18. OKTOBER YFIRLIT í GÆR: Yfir fslandi er hæðarhryggur, sem þokast austur og vaxandi lægö yfir suðvestanverðu Græniandshafl hreyfist norð- austur. SPÁ: Sunnan- og austanátt, stinningskaidi eða allhvasst vestan- lands en hægari austan til. Rigning sunnanlands og vestan en að mestu þurrt norðan- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnan- og suðaustanátt, víða nokkuð hvöss, einkum vestaptil. Rigning um alit sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustanlands. Hiti 5-10 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg suðvestanátt og heldur kólnandi veöur. Skúrir sunnan- og vestanlands en léttir til norð-aust- anlands TAKN: Heiðskírt <ák Léttskýjað A 'ö Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: U vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celsíus Y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða Súld 5 5 f OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður * *>£M aS > '4, VEÐUR VÍÐA m HEIM Ku lHtUu / ye&f m ao isi, iima veOur Akureyri +1 léttskýjað Reykjavik +i léttskýjað Bergen 11 skýjað Helsinki 11 þoka Kaupmannahöfn 12 þokumóða Narssarssuaq 6 úrkomafgrennd Nuuk 3 rjgning á sið.klst. Ostó 16 skýjað Stokkhólmur 14 léttskýjað Þórshðfn 7 alskýjað Algarve vantar Amsterdam 13 rigning Barcelona 22 léttskýjað Berlín 18 mistur Chlcago 18 skýjað Feneyjar 16 þrumuveður Frankfurt 18 mistur Otasgow 11 rigníng Hamborg 18 skýjað LasPalmas vantar London 17 mistur LosAngeles 16 mistur Uixemborg 16 rigningáeíð.klst. Madrid 16 skýjað Malaga 21 skýjað Mallorca 23 skýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 21 skýjað Róm 21 súld á síð.klst. Vín 18 heíðskírt Washington 11 aiskýjað Winnipeg vantar an verið tryggð í sessi, þrátt fyrir andstöðu margra. „Það var mjög eðlilegt að aðrir launþegar ættu erfítt með að skilja hvers vegna ekki mætti raska skiptakjörunum og að sjómenn nytu þarna sérstöðu," sagði Einar Oddur við Morgunblaðið. „Það var einnig andstaða meðal atvinnurekenda og í ríkisstjóm gegn því sjónarmiði, og talið að gera ætti samninga við sjó- menn ætti að gera út frá sömu sjón- armiðum og við aðra launþega. Hins vegar eru skiptakjörin aðferð til að greiða sjómönnum laun, sem á sér þúsund ára hefð. Og það var fátt sem okkur lá meira á í íslensku efnahagslífi en að tryggja í sessi fijálsa verðmyndun á fiski. ■ Nú hafa sjómenn notið þess að afurðaverð erlendis hefur hækkað um 28% á þessu ári og verðlag á innlendum mörkuðum hefur fylgt þeirri hækkun. Þetta þýðir einfald- lega að sjómenn hafa fengið um 28% launahækkun á þessu ári. En sam- kvæmt þeirra samningi gjalda þeir þess nú að olíuverð hefur hækkað og það Jiefur fært þá niður um 7%. Eigi að síður sitja þeir eftir með yfir 20% kauphækkun, sem er að minnsta kosti 13% kaupmáttaraukn- ing á meðan kaupmáttur annara launþega hefur staðið í stað. Þótt sjómenn séu ekkert ofsælir af sínum launum þá eiga þeir að sætta sig við þau, því þeir hafa feng- ið meiri kjarabót en nokkrir aðrir launþegar. Þeir höggva því sem hlífa skyldú ef Farmanna- og fiskimanna- sambandið brýtur niður launastefn- una. Og það myndi særa hvern ein- asta mann holundarsári, ef að við gæfum eftir, þótt ekki væri nema stafkrók. Þá væri búið að stefna allri okkar vinnu í upplausn og allt sem við höfum sagt og gert til þessa værii svik,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði vinnuveitendur óttast, að menn sæu ekki hvaða ógn staf- aði af verkfallsboðun Farmanna- og fískimannasambandsins. Nú þegar væru menn að famir að bregðast við verkfallsboðuninni, og keyra skipin út svo hægt sé að ná sem mestum afla fyrir 20. nóvember. „Nú þegar beita menn sóknar- mætti íslenska fískveiðiflotans af öllum mætti til að tryggja að leyfí- legur kvóti náist fyrir verkfallsboð- unina, því nú stendur svo á að á næsta ári er að byija nýr kvóti og það er ekki heimilt að geyma kvóta frá fyrra ári. Þess vegna vil ég ekki trúa öðru en að sjómenn sjái hvað hangir á spýtunni, sjái að verkfallsboðun er frumhlaup og afboði verkfall strax. Því það þýðir ekkert að afboða verk- fallið 19. nóvember; þá verður allur flotinn búinn að veiða og fyrirsjáan- legt að fískvinnslan mun stöðvast. Og komi til verkfalls 20. nóvember er alveg víst að enginn hreyfír sig til að leysa það, það sem eftir er þessa árs, og mjög lítill áhugi verður á því í byijun næsta árs. Auk þess væru það svik atvinnurekenda við aðra Iaunþega hvað lítið sem þeir hreyfðu sig gagnvart sjómönnum. Þeir myndu allir segja sínum samn- ingum lausum um leið,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði að sjómenn ættu þá leið út úr málinu, að skrifa undir samninginn sem hefði verið tilbúinn til undirskiftar þegar verkfall var boðað. I þeim samningsdrögum hefði Einar Oddur Kristjánsson ,verið tekið tillit til þess að gengi Bandaríkjadollars hefði fallið. Þessi samningsgrundvöllur hefur verið til umræðu milli Farmanna- og físki- mannasambandsins og Landssam- bands íslenskra útvegsmanna síðan í maí. Fáránlegt ef stjórnvöld ætla að auka skatta á sjávarútveg Þegar Einar Oddur var spurður um stöðu sjávarútvegsins sagði hann að svigrúm hans til að mæta áföllum væri nánast ekkert, þrátt fyrir við- skiptakjarabata. Hins vegar væri engin önnur leið en að láta sjávarút- veginn taka á sig olíuverðshækkun- ina.* „Hefðu viðskiptakjörin ekki batn- að á þessu ár stæðum við frammi fyrir hruni vegna olíuverðshækkun- innar nú. Með kjarasamningunum í febrúar vorum við að láta sjávarút- veginn bera miklar byrðar, vegna þess að við gerðum ráð fyrir bættum viðskiptakjörum, og hann er langt frá því að vera sloppinn fyrir horn. Skuldsetningin var orðin svo mikil, að mjög mörg fiskvinnslufyrirtæki eru enn rekin með tapi, og þau fyrir- tæki sem standa með nasirnar uppúr mega ekki við miklu. Þannig að hæfni sjávarútvegsins til að taka á sig áföll er nánast engin. Hins vegar er engin önnur leið en að láta sjávar- útveginn bera olíuverðshækkunina, en þá er líka fáránlegt af ríkinu að búa til tvo nýja skatta á sjávarútveg- inn, sem eru 1% launaskattur og 560 milljóna króna hafnargjald á útgerð- ina,“ sagði Einar Oddur. Hann benti einnig á, að í fjárlaga- frumvarpinu væri gert ráð fyrir 7% verðbólgu a. „Ef það gengur eftir þýðir það að framleiðslan á íslandi mun á næsta ári búa við um 8% kostnaðaraukningu samfara stöð- ugu gengi. En það er engin fram- leiðniaukning þannig að ekki er ver- ið að skapa ný verðmæti til að mæta þessu heldur eru aðeins fleiri hendur að vinna. OECD-ríkin eru að reikna með 5,5-6% verðbólgu á næsta ári og 2% framleiðniaukningu að jafnaði. Það þýðir að kostnaðarauki þeirra er 4% á móti 8% hér. Þetta er of mikill munur og íslensk framleiðsla getur ekki þolað hann. Þetta er bara leiðin inn í gömlu víxlverkunina og gengið mun láta undan fyrr eða síðar. Alger hámarksstærð verðbólg- unnar á næsta ári er 6% og að sjálf- sögðu verður að falla frá fyrirhugð- umum nýjum sköttum á atvinnu- reksturinn. Síðan getur ríkið stoppað eyðslu sína með tvennu móti, þ.e. hætt við eyðsluáform í þjónustu og fallið frá framkvæmdum, sama hvað þær heita. Það vantar ekkert svo mikið á íslandi að ekki sé hægt að fresta því. En þótt takist að ná kostnaðar- hækkuninni niður í 6% á næsta ári, mun það kosta mikil mikil átök inní í fyrirtækjunum og ljóst að mörg standast þau ekki,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.