Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTOBER 1990 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hríngdu ... Góð þjónusta Matargestur hringdi: „Eg vil þakka fyrir góða þjón- ustu hjá veitingastaðnum Hólmi í Seljahverfi. Þarna er boðið upp á ódýrar og góðar veitingar og átti ég þar skemmtilega stund.“ Köttur Svartur og hvítur köttur tapað- ist frá Víkurási 4, miðvikudagin 10. október. Síðast sást til hans við Skalla í Hraunbæ, föstudaginn 12. október. Vinsamlegast hringið í Hrefnu í síma 674393 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Kettlingur Þriggja mánaða læða, angóra að hálfu leyti, fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 98-22779. Högni Hálfvaxinn högni, gulur að lit með bláa hálsól sem við er fest hálf málmtunna, hefur verið í óskilum að Efstasundi 31. Eigndi hans er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 685278. Stendur við orð sín Kona hringdi: „Ég vill þakka Jóhönnu Sigurð- ardóttir fyrir að standa við orð sín og sínar hugsjónir. Óskandi væri að fleiri þingmenn vildu standa við orð sín, standa við það sem þeir hafa sagt fyrir kosning- ar.“ Óheppilegur tími Leikhúsgestur hringdi: „Við hjónin keyptum kort á frumsýningar í Borgarleikhúsinu en það hefur spillt dálítið ánægjunni hjá okkur að frumsýn- ingarnar eru alltaf á fimmtudög- um. Ég et venjulega ekki laus úr vinnu fyrr en kl. 19 á virkum dögum og gefst því ekki mikill tími til að undirbúa sig fyrir leik- sýninguna. Eins eru fimmtudags- kvöld ekki skemmtileg til að fara út að borða eins og margir geya fyrir eða eftir leiksýningu. Ég yrði mjög þakklátur ef Borgar- leikhúsið sæi sér fært að hafa a. m. k. sumar frumsýningar á föstu- dags- eða laugardagskvöldum." VILLANDIAUGLÝSINGAR Til Velvakanda. Ég var að lesa sögu „Ferða- langs" í Velvakanda 3. október, þar sem hann segist m.a. hafa greitt helming utanlandsferðar með Visa til að fá ferðatrygginguna frítt, en þegar til kom greiddi Visa ekki fyrir óhapp sem fjölskyldan lenti í. I góðri trú í sumar þá tryggði ég fjölskylduna með þessum tveim- ur tryggingum og hélt mig vera tryggða fyrir öllu m.a. eftir að hafa lesið klausuna í viðaukabæklingn- um um farangurstryggingu, en þar stendur með stóru letri: „Ef farang- ur þinn týnist, bætir Viðaukatrygg- ing Visa m.a. notaða hluti með nýjum, hafi þeir ekki verið eldri en 2 ára“. Nú, ég hafði hringt inn trygging- una og þar spurði ég einfaldlega hvað væri algengast að fjögurra manna fjölskylda tryggði sig fyrir háa upphæð og svarið var kr 4.320 lyrir þriggja vikna ferð. ' Svo kemur það upp að við týnum vídeóupptökuvél og ætlum auðvitað að sækja okkar rétt til Visa. En þá var okkur bent á að í smáa letr- inu stóð: „Hámarksbætur fyrir ein- stakan hlut, par eða samstæðu er 25% af vátryggingarupphæðinni", en vélin sem var u.þ.b. tveggja ára var metin á 80.000 kr., þannig að hámarksbætur fyrir hana gátu aldr- ei orðið hærri en 25.000 og þar af fóru 25% í sjálfsábyrgð þ.e. 6.250 kr. Svo bæturnar fyrir vélina góðu urðu aðeins 18.750 kr. Fyrir svo utan tryggingakostnaðinn sjálfan, 4.320 kr., þá segja 18.750 lítið upp í nýja vél. Mín mistök voru að láta blekkj- ast af auglýsingum um „filllkomna ferðatryggingu" Visa, eins og segir á einum stað í bæklingnum góða, og Iesa „stóra letrið" vel sem lofaði góðu, en lesa „smáa letrið" ekki nægilega vel til að gera mér grein fyrir staðreyndum. Fyrir svo utan það að starfsmaður Visa sem skráði trygginguna benti mér ekki á að dýra hluti þyrfti að tryggja sérstaklega. í öllum þessum frumskógi trygg- inga má ekki blekkja fólk með vill- andi auglýsingum, því almenningur hefur ekki tíma og tækifæri til að fylgjast með hvaða rétt hann á gagnvart tryggingarfélögunum og hvaða trygging sé honum fyrir bestu. Svo nú segi ég við Visa, breytið letrinu í bæklingunum. Gerið „smáa letrið“ stórt og „stóra let,rið“ smátt. Eitt að iokum. Þegar á þessu vesini stóð benti tjónaritari hjá Vísa (Sjóvá - Alm.) mér á að miklu skyn- samlegra væri að tryggja sig svo- kallaðri Lausafjártryggingu, sem gilti alls staðar, allt árið og kostaði álíka mikið og þessar merkilegu Visa-tryggingar í þijár vikur. K.S.G. Þakkir til Gísla og Helgn í Hveragerði Dagana 15.-25. september sl. dvöldum við sex konur í Áshvoli í Hveragerði á vegum frú Helgu og hr. Gísla Sigurbjörnssortar for- stjóra. Nutum við þar frábærrar gistivináttu heimiiisins og góðs við- urgjörnings. Þökkum af alhug öllu því ágæta fólki sem að þessari heimsókn stóð. Bestu blessunaróskir og þakkir. F.h. Mæðrastyrksnefndar Rvíkur Kristín Halldórsdóttir LedursófaseH til sölu Til sölu ónotað franslct leöursófasett. Tegund: Ligne Roset. Litur: Svartur. Verö: 275.000- (hólfviröi) Upplýsingar i síma 621177 fró kl 9-17 ii KJÓSENDUR í prófkjöri sjálfstæðismanna Hef opnað kosningaskrifstofu með stuðningsmönnum mínum, þar sem verður starfað fram á kjördag og við fögnum öllum sem vilja leggja okkur lið. Ég óska eftir stuðningi í 3.-5. sæti listans. Skrifstofan er á Laugavegi 170 (eldra Hekluhúsinu), 1. hæð og er opin f rá kl. 14-21 á virkum dögum en 10-18 um helgar. Símar: 25820 og 25821. Björn Bjarnason. EEE... Dikk!!! Go-Gó hér... Gómes... Er alveg í skýjunum hér í New York ...uppi í Kræsler byggingunni. Verð yfir helgina... óver-end-át! Það er allt í himnalagi Gó-Gó! Dlkk var þar í síðustu viku því helgarpakkinn, þrjár nætur, kostar kr. 42.490. FLUGLEIÐIR Fljótari en byssukúla Irlii í húsgagnaleit? 2. 3. Svefnsófinn sem beðið vareftir Ný sending af 2ja manna svefnsófum með rúmfata- geymslu. 4 gerðir. Stærðir 190x130 og 190x120 Hagstætt verð Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.