Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 nm íiucuifi Verð sem vekja athygli! Lambakjöt á tilboðsverði: Hryggur 498. "j*. Grillleggir 468 ,pr,kg. Kótilettur 595 . P*-kg- Lambakjöt af nýslátruðu ATH. Síðustu dagar Læri 598. SU. I STARMYRI2 Nýtt © slátur 5saman 2.595“ Allt tíl sláturgerðar Kjúklingar 439.00 pr.kg. Lifur Hjörtu Nýru Mör Nálar Vambir Þindar Hálsæðar Sláturgarn Nýsviðin svið Rúgmjöl Heilhveiti Haframjöl Rúsínur Frysti- og kælipokar Ljómasmjörlíki 98.“,*. Coka cola 2 ltr. 139" Sprite 2 ltr. 139” SunC djús 1 ltr. 98.” USARúsínur 425 g. 79” Strásykur 1 kg. 69.” 00 00 Libbys tómatssósa 98.” 640 g Cheerios 425 g 189.' Whiskas hundamatur Vi dós 79.” 00 Frón mjólkurkex 126“p,pk' Frón matarkex 126“prpl Hversdagsís 1 ltr. 199.' Hversdagsís 2 ltr. 327J 4 rúllur WC pappír 147.' 2 eldhúsrúilur 89.” Prik þvottaduft 70 dl. 3892 C11 þvottaduft 3 % 3992 Pampers bleiur 1.198“pk Pedigree kattamatur Vi dós 79.” 00 00 MA TVÖRUVERSLUNIN Verið vandlát - það erum við! OPIÐ Á HÁALEITISBRAUT 68 OPIÐ I STARMYRI 2 VIRKA DAGA KL. 13-18.30 FÖSTUD. KL. 13-19 VIRKA DAGA KL. 9-18.30 FÖSTUDAGA KL. 9-19 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10 -16 \mm uuíuuf Rauðir tónleikar Sinfómuhljómsveitarínnar: Nýtt íslenskt tón- verk eftir Þorkel Sigurbj örnsson eftir Rafn Jónsson Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands skiptast í fjórar tónleikar- aðir í vetur og hefur hver röð sinn lit. Á tónleikum hljómsveitarinnar fimmtudaginn 18. október í Há- skólabíói verða fyrstu tónleikamir í rauðri tónleikaröð og hefjast þeir klukkan 20.00. Einleikarar setja svip sinn á þessa röð og verður Erling Blöndal Bengtsson, selló- leikari, sá sem ríður á vaðið í Selló- konsert Saint-Saens. Tónleikarnir .hefjast hins vegar með nýju verki eftir Þorkel Sigurbjömsson, sem hann nefnir Trífóníu. Lokaverkið verður Sinfónía nr. 2 eftir Rak- hmanínov. Hljómsveitarstjóri verð- ur Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri. Þorkell lauk við samningu Trífóníu í sumar, en verkið hefur verið í smíðum meira og minna í 5-6 ár. Það tekur um 20 mínútur í flutningi í einum þætti. Hann sagði í stuttu spjalli að tónverkið byggðist á þrennum, væri þijár raddir, þrísöngur eins og nafnið bendir til. í hljómsveitinni væru að jafnaði þrjú hljóðfæri af hverri gerð fyrir utan strengi vitaskuld. Það er auðvelt að fylgjast með þessu verki, sagði Þorkell. Það er blátt áfram og ekki flókin tónlist að mínu viti og byggir mikið.á endurtekningum. Það sker sig é.t.v. ekki mikið úr öðrum tónverk- um mínum, enda margt líkt með skyldum. Þó má segja, sagði Þor- keli, að í þetta sinn liggur ekki einhver sérstök saga á bak við til- urð verksins. Þetta er hljómsveitar- verk, sem gerir álíka miklar kröfur til allra hljóðfæranna, án þess að um einleik nokkurs þeirra sé að ræða. Petri Sakari hljómsveitarstjóri segir að verkið sé erfitt í flutningi fyrir hljómsveitina og fyrir hana sé þetta verk, sem sýni vel hvers hún er megnug í flutningi verka sem geri miklar kröfur til hljóð- færaleikara, sérstaklega í takt- skiptingum. í fyrra frumflutti Sin- fóníuhljómsveitin flautukonsertinn Tilbrigði um silfur eftir Þorkel. Þorkell Sigurbjörnsson er fædd- ur 1938. Hann lærði á fíðlu, píanó og orgel í Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði nám í tónsmíðum í Hamline-háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum og rafeindatónlist í háskólanum í 111- inois. Hann var einn stofnenda Musica Nova í Reykjavík. Auk þess að vera eitt afkastamesta tón- skáld okkar í dag, kennir hann við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann var um tíma formaður Tón- skáldafélags íslands og Bandalags íslenskra listamanna og er nú for- maður Tónverkamiðstöðvarinnar. Sellókonsert franska tónskálds- ins Camille Saint-Saéns nr. 1 í a-moll er næstum 120 ára gömul tónsmíð, en alltaf jafnvinsæl. Saint-Saéns var eitt af undraböm- um tónlistarinnar; 5 ára lék hann opinbérlega á píanó og 6 ára var hann byijaður að skrifa tónverk. Aðeins 11 ára kom hann fram sem fullgildur píanisti. Saint-Saéns starfaði lengi sem organisti og átti ríkan þátt í þróun tónlistarlífs í Frakklandi. Samt naut tónlist hans framan af meiri hylli í Þýska- landi en í Frakklandi. En hann hlaut samt margháttaða viður- kenningu fyrir störf sín að tónlist í heimalandi sínu. Píanósnillingurinn Sergei Rakh- manínov samdi sinfóníu nr. 2 í Dresden í Þýskalandi 1908 þar sem hann bjó um skeið, eftir að hafa horfíð frá störfum sem hljómsveit- arstjóri Keisaralega stórleikhúss- Þegar vorið var ungl Ljóðabók eftir Önriu S. Snorra- dóttur komin út Út er komin ljóðabók eftir Önnu S. Snorradóttur og nefnist Þegar vorið var ungt. Bókin skiptist í þijá kafla og heitir sá fysti Gimbur- skeljar, og er þar ort um bernsku höfundar á Flateyri í Önundarfírði. Annar kafli nefnist Staðir, og í honum eru ljóð frá ýmsum stöðum, bæði hér á landi og á fjarlægum slóðum. Þriðji og síðasti kafli bók- arinnar ber sama nafn og bókin Þegar vorið er ungt og hefír að geyma ýmis ljóð. Alls eru í bókinni 46 Ijóð ort á árunum 1984-1990. Bókin er prentuð hjá Prentsmiðj- unni Eddu hf., en kápan hjá Korp- us í Reykjavík. Bókaútgáfan Fjörð- ur gefur bókina út en Sólarfilm annast dreifíngu hennar. Anna hefír skrifað í blöð og tímarit frá því að hún var ung. Hún hefir samið margs konar efni og flutt í útvarp allar götur frá upphafi sjöunda áratugarins og Anna S. Snorradóttir fengist við ljóðagerð um alllangt skeið en ekki gefíð neitt út fyrr en nú. (Fréttatilkynning) Word-PerSect 5.0 Innritun stendur yfir. Bq Tölvuskóli Reykfavikur ilBorgartúnl 28, S.687590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.