Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 49 HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN Aftur unnu KA-menn í Garðabæ BikarmeistararVals lentu í kröppum dansi með 2. deildarlið HK í Kópavogi KA-menn frá Akureyri sýndu í gær að sigur þeirra á Stjörnunni í Garðabæ á laugardagin, í 1. deildinni, var engin tilviljun. Þeir komu í heimsókn á ný í gærkvöldi og sigruðu aftur, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. Þá komust bikarmeistarar Vals íhann krappann, er þeir sóttu 2. deildarlið HK heim í Kópavoginn. HK hafði góða forystu þegar stutt var til leiksloka, en Hlíðarendalið- ið sigraði naumlega. Fyrri hálfleikurinn í Garðabæ var mjög jafn og spennandi. Staðan var 11:11 er blásið var til leikhlés, en eftir hléið tóku Norða- menn góðan kipp, náðu mest fjög- urra marka forskoti, 20:16. En með mikilli baráttu tókst leikmönnutn Stjörnunnar að jafna, 21:21, þegar fímm mín. voru eftir. En KA-menn voru sterkari á endasprettinum og náðu sigri — 23:22. Mikil harka einkenndi leikinn síðustu mínúturnar; og það voru ekki einungis leikmenn sem vildu taka þátt í baráttunni. Einn áhorf- enda gerði sér lítið fyrir og ýtti við einum leikmanna Stjörnunnar, sem HANDBOLTI „Hörmung" Íslenska .kvennalandsliðið í handknattleik fékk slæman skell gegn holl- enska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í sex þjóða móti, sem hófst í Rotterdam í gærkvöldi. Hollensku stúlkurnar gerðu 37 mörk gegn 8 mörkum íslenska liðsins. „Hörmung. Það er það eina sem hægt er að segja um þennan leik,“ sagði Inga Huld Pálsdóttir, leikmaður Fram og landsliðsins, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. íslenska liðið var hvorki fugl né fiskur í þessum leik og réði ekki við hraða hollensku stúlknanna, sem gerðu flest marka sinna úr hraðaupp- hlaupum. íslensku stúlkurnar gerðu aðeins tvö mörk utan af velli, hin voru gerð úr vítaköstum. Mörk íslands: Halla M. Helgadóttir 4/3, Inga Lára Þórisdóttir 3/3 og Sigrún Másdóttir 1. féll við. Magnús Sigurðsson var marka- hæstur í liði Stjörnunnar með 10 mörk en Guðmundur Guðmundsson skoraði mest KA-manna, 8 mörk. Valsmenn lentu í erfiðleikum með lið HK, sem fyrr segir. HK-menn voru einu marki yfir í leikhléi, 8:7, og staðan var 13:11 þeim í hag þegar skammt var til leiksloka. En reynsla Valsmanna vóg þungt í lok- in; þeir gerðu þrjú síðustu mörkin ogunnu 14:13. Magnús Stefánsson, markvörður HK, var mjög góður og varði m.a. fímm vítaköst. ■Sjá önnur úrslit hér til hliðar. Morgunblaöiö/Sverrir Erlingur Kristjánsson, þjálfari og leikmaður KA-liðsins, fór öðru sinni fyr- ir sínum mönnum gegr. Stjömunni í Garðabæ á fímm dögum — og í baeði skiptin stóðu Akureyringarnir upp sigurvegarar. Hér undirbýr Erlingur skot að marki í gærkvöldi. ÚRSUT KNATTSPYRNA Evrópukeppni landsliða - 2. riðill: Rúmenía-Búlgaría....................0:3 -Kasimir Balakov (28.), Nikolai Todorov (48., 77.) Áhorfendur: 25,000 Skotland-Sviss.................... 2:1 Robertson (vsp. 35.), Gary McAUister (53.)—Adrian Knup (vsp. 65.) Ahorfendur: 27,740 , 3. riðill: U ngverjaland-í talía...............1:1 Laszlo Disztl (16.)— Roberto Baggio (vsp. 54.) Áhorfendur: 30,000 4. riðill: N.-írland-Danmörk...................1:1 Colin Clarke (58.)—Jan Bartram (vsp. 11.) Áhorfendur: 10,000 5. riðill: Wales-Belgía...................,....3:1 Ian Rush (29.), Dean Saunders (82.), Mark Hughes (87.)—Bruno Versavel (24.) Áhorfendur: 15.000 6. riðill: Portúgal-Holland....................1:0 Rui Aguas (53.) Áhorfendur: 35.000. 7. riðill: Írland-Tyrkland.................“...5:0 John Aldridge (15., 57., 72. vsp.), David O’Leary (40.), Niall Quinn (66.) Áhorfendur: 46,000 England-Pólland.....................2:0 Gary Lineker (vsp. 39.), Peter Beardsley (90.) Áhorfendur: 77,040 Úrslitaleikur EM 1988-'90 U-21 Sovétríkin-Júgóslavía...............3:1 Sovétríkin unnu fyrri leikinn 4:2 og sigruðu — þar með 7:3 í úrslitaviðureigninni. IIANDBOLTI Alþjóðlegt mót kvennalandsliða í HoUandi: Holland-ísland...................37:8 Noregur-Pólland..................10:13 Rúmenía-Belgía............(18:2 í hálfl.) Bikarkeppni HSÍ, 32-liða úrslit: ÍHb-ÍR..........................14:50 Stjaman b-Víkingur..............22:36 Valurb-ÍBV......................22:37 HK-Valur........................13:14 Stjarnan-KA.....................22:23 ÍBK-FH..........................17:26 Haukar-Fram.....................26:20 Haukar b-Ármann....(22:22,25:25) 29:30 UBK b-Grótta.................. 18:39 2. deild kvenna ÍBK-Ármann......................18:15 í kvöld Körfuknattleikur: Einn leikur verður leikinn í úrvalsdeildinni í kvöld kl. 20. ÍR leikur gegn Snæfelli í Seljaskóla. Douglas Shouse, erlendi leikmaðurinn sem ÍR- ingar fengu í herbúðir sínar í vikunni, leikur þá með liðinu í iyrsta skipti. Péturí uppskurð? Pétur Pétursson, landsliðs- maður úr KR, verður að öllum líkindum að fara í upp- skurð á ökkla á næstunni. Pétur meiddist á æfingu í Sevilla fyrir landsleik íslands og Spánar í síðustu viku og gat því ekki leik- ið með. Pétur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að allt benti til þess að hann þyrfti að fara í uppskurð, en það kæmi í ljós í dag. „Þetta eru svipuð meiðsli og ég lenti í 1988, en þá slitn- uðu þijú liðbönd í ökklanum.“ Ef Pétur verður skorinn verður hann sex vikur í gifsi. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA „Get skorað á þessum vettvangiá< sagði John Aldridge, sem var með þrennu fyrir íra gegn Tyrkjum Írar eru góðir heim að sækja, en þeir sýndu Tyrkjum enga gest- risni í leik þjóðanna í Dyflinni í gærkvöldi — heimamenn unnu 5:0 og hafa aðeins einu sinni áður sigr- að með svo miklum mun undir stjórn Jacks Charltons, sem hefur verið við stjómvölinn í fjögur og hálft ár. John Aldridge var hetja íra, gerði þrjú mörk. „Jack hefur haft mikla trú á mér undanfarin ár og nú hef ég borgað til baka. Ég hef oft hugsað um að svona dag ætti ég ekki eftir að upplifa, en hef nú sannað fyrir sjálfum mér að ég get skorað á þeæum vettvangi,“ sagði framherji írlands, sem átti aðeins þijú landsliðsmörk að baki í 35 leikjum. Englendingar og Pólveijar léku einnig í sjöunda riðli og unnu heimamenn á Wembley, 2:0. Line- ker fyrirliði kom liði sínu á bragðið, gerði 37. landsliðsmark sitt, en var borinn meiddur af velli í byijun seinni hálfleiks. Fékk spark í andlit- ið og þurfti að sauma átta spor. Búlgaría á óvart Landslið Búlgaríu gerði góða ferð til Rúmeníu og vann heimamenn 3:0 í Búkarest. Þjálfari gestanna sagði fyrir leikinn að lið sitt ætti enga möguleika, en annað kom á daginn — stærsti sigur gegn Rúm- eníu í 65 ár, en landslið þjóðanna hafa mæst 32 sinnum. Skotland er ósigrað í 2. riðli, vann Sviss 2:1 í Glasgow. Heima- menn hafa samt oft leikið betur og Svisslendingar kvörtuðu yfir dóm- gæslunni, en einum þeirra var vikið af velli. Finnski dómarinn Esa Palsi fór af velli í lögreglufylgd. Uli Stielike, þjálfari Sviss, var argur. „Dómarinn var slæmur fyrir bæði lið, en dómgæslan kom meira niður á okkur og brottvísunin var mjög ströng." ítalir sluppu með skrekkinn í Búdapest og máttu þakka fyrir 1:1 jafnteflið gegn Ungveijum. Heima- menn sóttu stíft í fyrri hálfleik og varnarmenn gestanna áttu í mestu erfiðleikum, en fengu aðeins á sig eitt mark. „Við höfum veitt stuðn- ingsmönnum trú á ungverska knattspyrnu á ný,“ sagði þjálfari heimamanna. Reuter Tyrkir virtust vera færri en írar í viðureign þjóðanna í gærkvöldi. Hér beij- — ast Mick McCarthy og Hami Mandirali um boltann, en Andy Townsend er ekki langt undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.