Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 41

Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 41 Uppboði á eigum Viking Brugg frestað: Tvö áfrýjunar- mál komin fram Hug-sanlegl að málið bíði á annað ár SÍÐASTA uppboði á fasteign Vik- ing Brugg við Norðurgötu 57 á Akureyri og tækjum verksmiðj- unnar sem vera átti í gær var frestað, en lögmaður uppboðs- þola hafði áfrýjað úrskurði sem gekk á öðrii uppboði sem var í nóvember. A uppboðinu í gær var ákveðið að fresta sölu þar til dómur gengi í áfrýjunarmálinu, en lögmaður Landsbanka Islands áfrýjaði þeim úrskurði og bað um dómsgerð í málinu. Tvö áfrýjun- armál eru því í gangi vegna fyrir- hugaðs uppboðs á eigum Viking Brugg. A öðru uppboði sem haldið var 30. nóvember síðastliðinn var farið fram á frestun, en úrskurður sem þá var upp kveðinn var á þá leið að uppboði skyldi fram haldið. Lög- maður uppboðsþola, Hrafnkell Ás- geirsson, áfiýjaði þeim úrskurði í fyrradag og á þriðja og síðasta upp- Frá uppboðsfundi í húsakynnum boði í gær var ákveðið að fresta sölu þar til dómur gengi í áftýjunar- málinu í Hæstarétti. Lögmaður Landsbanka Islands, Gunnar Sól- nes, mótmælti frestuninni og bað Leikfélag Akureyrar: Gleðileikurinn Ættarmótið frumsýndur þriðja dagjóla LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir nýjan íslenskan gleðileik, „Ættarmótið", 27. desember næstkomandi. Verkið er eftir Rýmri af- greiðslutími verslana Verslanir á Akureyri verða opnar fram eftir næstu kvöld. Opið verður til kl. 22 i kvöld, fimmtudagskvöld, og einnig verður opið til 22 annað kvöld, föstudags- kvöld. Á lauga.rdag verða verslanir opnar frá kl. 10 til 23, en lokað verður á sunnudag. Á aðfangadags- morgun verður opið frá kl. 9 til 12. Böðvar Guðmundsson og færði hann félaginu það að gjöf síðast- liðið vor er hann kom til að horfa á uppsetningu LA á „Fátæku fólki“ í leikgerð hans eftir endur- minningabókum Tryggva Emils- sonar. Leikritið fjallar um ættarmót, eins og nafnið bendir til, og er það haldið á óðalinu í Fljótavík, ótiltekn- um stað í sveit á Suðurlandi. Þar safnast saman afkomendur Hall- giíms Hallssonar til að halda upp á að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. Afkomendurnir eru um 300 og er ætlun þeirra að afhjúpa minn- isvarða um gamla manninn, halda uppboð á munum úr eigu hans, syngja lög eftir ættarskáldið og skemmta sér ærlega með skyldfólk- inu eina helgi. Týndur ættingi frá Ameríku birtist í gleðskapnum og óboðinn gestur setur mjög svip sinn á mótið. Leikstjóri sýningarinnar er Þrá- inn Karlsson, leikmynd og búninga gerir Gylfi Gíslason, tónlist semur Jakob Frímann Magnússon og lýs- ingu hannar Ingvar Björnsson. Þátttakendur í sýningunni eru vel á þriðja tuginn, sá yngsti 12 ára og sá elsti yfir sjötugt. Meðal leik- enda eru Ragnhildur Gísladóttir, Valgeir Skagfjörð, Björn Björnsson, Jón St. Kristjánsson, Þórey Aðal- steinsdóttir, Sunna Borg, Björn Ingi Hilmarsson, Nanna Ingibjörg Jóns- dóttir, Marínó Þorsteinsson, Krist- jana Nanna Jónsdóttir og Árni Val- ur Viggósson. Verkið verður sem fyrr segir frumsýnt 27. desember og eru fjór- ar sýningar áætlaðar á milli jóla og nýárs. TISSOT GÆÐIOG GLÆSILEIKI •I! S. 96-25400, Lifslíðardðmur Morgunblaðið/Rúnar lJór Viking Brugg í gær. um úrskurð vegna frestunarmálsins. Elías I. Elíasson bæjarfógeti úr- skurðaði síðar um daginn að fresta bæri frekari framkvæmdum upp- boðsins þí-.r til lyktir málsins lægju fyrir. Þeim úrskurði áfiýjaði Gunnar Sólnes, fyrir hönd Landsbankans, þannig að tvö áfrýjunarmál vegna fyrirhugaðs uppboðs á eigum Viking Brugg eru nú í gangi. Ástæða þess að lögmaður upp- boðsþola fer fram á frestun er sú, að hann telur uppboðið ekki hafa verið nægilega auglýst. Auk þess sem það var auglýst í Lögbirtinga- blaðinu var það einnig auglýst í Degi. Hrafnkell Ásgeirsson, lög- maður uppboðsþola, sagði í gær að hann teidi ekki nægilegt að auglýsa uppboðið einungis í svokölluðu stað- arblaði, heldur þyrfti að auglýsa það í íjölmiðli sem næði til landsins alls. Gunnar Sólnes lögmaður telur hins vegar að auglýsingin í Degi nægi og sagði hann að gengið hefði dómur þar sem uppboð hefði einung- is verið auglýst í Austra auk Lög- birtingablaðsins og það talið full- nægjandi. Fram kom í máli Hrafnkels í gær að áfrýjunarmál hans yrði þingfest í Hæstarétti 1. febrúar næstkom- andi og eftir það yrði gefinn fjög- urra mánaða frestur til að ganga frá dómsgerðum, þá fengist einnig frestur til að ganga frá málinu til flutnings. Hann sagði aðspurður, að hugsanlegt væri að málið myndi frestast í á annað ár. I6laeiöfin i ái 4 nýjar í pakka kr. 1.750. Gullfallegar jólagjafir yacMri^ 1 lerrabud y in i Hafnarstræti 92 Sími 96-26708 Akurevrinaar - Narélendinoar Allúr okkar verslanir veróa opnar sem hér segir: Fimmtudag 20. des. kl. 9-22 Föstudag 2l.des.kl. 9-22 Laugardag 22.des.kl. 10-23 Mónudag 24.des.kl. 9-12 ^ Kaupfélag Eyfirðinga Kaupmannafélag Akureyrar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.