Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 61

Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 61 Þórir Aðalsteins- son - Kveðjuorð Fæddur 1. janúar 1968 Dáinn 3. desember 1990 Vinur okkar og félagi Þórir Aðal- steinsson er nú óvænt horfinn sjón- um og er víst að hann mun skilja eftir sig stórt skarð í hjörtum okkar. Fyrstu kynni okkar af Þóri voru þegar hann flutti í Lundarbrekkuna í Kópavogi fjögurra ára gamall. Fljótlega myndaðist góður vinahóp- ur í þessu nýja hverfi sem var að byggjast upp. Þessi vinahópur átti eftir að njóta æskunnar saman í léik og starfi. Við félagarnir stúnd- uðum saman áhugamál okkar af miklu kappi og var þar efst á baugi alls kyns spilamennska og mikil knattspyrnuiðkun. Þörir æfði að auki knattspyrnu með ÍK og þótti firnasterkur varnarmaður og var meðal annars valinn besti leikmaður keppnistímabilsins í liði 4. aldurs- flokks 1982. Hann var líka fyrirliði í Svaninum sem var knattspyrnulið hverfisins. í spilamennskunni var aðaláherslan lögð á tölvuspil, brids og póker þar sem fótboltamyndir voru lagðar undir. Hann var einn af aðalmáttarstólpum þessa samfé- lags okkar og ávallt var hann til í tuskið ef átti að gera eitthvað skemmtilegt með félögunum. Þegar á þessum árum var Þórir búinn a'ð gera upp hug sinn um að gera flugið að ævistarfi. Fljótlega eftir að hann hafði náð tilskildum aldri þyijaði hann að læra á flug- vél. Samfara námi í Verslunarskóla íslands og viðskiptafræði í Háskóla íslands vann hann hörðum höndum til að geta borgað dýrt flugnámið. Flugið átti hug hans allan. A sorgarstundu sem þessari koma upp í huga okkar minnisstæð- ir atburðir sem tengjast samskipt- Kveðjuorð: Svava Sveinsdóttir Fædd 12. september 1909 Dáin 9. desember 1990 í þann mund sem jólaljósin voru tendruð, eitt af öðru, hér allt um kring, slokknaði lífsljós Svövu, mágkonu á Landspítalanum, eftir stutta legu þar. Hún var búin að vera hinn mesti lasarus allt frá byrjun þessa árs, sárþjáð og áhyggjur miklar útaf Magnúsi manni sínum, en hann hefir verið sjúklingur sl. tvö ár. Magnús og Svava gengu í hjóna- band 3. júní 1933 og eignuðust tvo syni en þeir eru Asgeir Haukur, giftur Jónu Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni, Sigurður viðskipta- fræðingur giftur Svövu Birgisdótt- ur, hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn og Magnús hljómlistar- maður giftur Kim Magnússon lög- fræðingi, en þau em öll búsett í Ástralíu. Jón Hákon giftur Áslaugu Harðardóttur og eiga þau tvö börn, Áslaugu Svövu og Hörð Hákon. Foreldrar Svövu voru Rannveig Hálfdánardóttir Örnólfssonar í Bol- ungarvík og Sveins Árnasonar bú- fræðings að Hvilft í Önundarfirði, fimm börn þeirra náðu fullorðins- aldri: Mikkalína ekkja Sigurðar Gröndal skólastjóra framleiðslu- manna, Áslaug ekkja Sigurðar Þórðarsonar skrifstofustjóra RÚV og söngstjóra, Hálfdán skólastjóri á Akranesi, kona hans var Dóróthea Erlendsdóttir, bæði látin, og Karl, yngstur, skrifstofustjóri hjá Hval hf., giftur Bergþóru Sigmarsdóttur, Karl er látinn. Systkinabörn Svövu er stór hópur bráðmyndarlegs dugnaðarfólks og miklir vinir henn- ar. Svava var ógleymanleg hvað yndisþokka, glaðværð og allt mann- legt var ríkt á allri hennar lífsferð. Blessuð sé minning góðrar konu. Guðmundur Kristjánsson + Öllum þeim, sem séndu mér og fjölskyldu minni samúðarkveðjur og blöm vegna andláts eiginkonu minnar, JÓRUIMNAR JÓHANNSDÓTTUR, sendi ég mínar innilegustu þakkir og óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Tryggvi Jónsson, / Sognstúnil, Dalvik. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓSAFATS SIGFÚSSONAR, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra á Sauðárkróki. Jónanna Jónsdóttir, Bragi Jósafatsson, María Guðmundsdóttir, Guðrún Jósafatsdóttir, Björn Arason, Jón Jósafatsson, Sigrfður Ingimarsdóttir, Ingibjörg Jósafatsdóttir, Sveinn Friðvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. um okkar við Þóri. Þórir bjó yfir mörgum kostum sem prýða góðan vin. Hann var hlédrægur og rólegur á yfirborðinu ení hópi góðra vina var hann opinskár og gamansamur. Hann var traustur vinur og góður drengur. Minningin um hann mun lifa áfram í hugum okkar. Við vott- um ijölskyldu hans dypstu samúð. Jón Hersir, Oli, Auðunn, Ingi, Úlfar og Arnoddur Unnur Thorodd- sen - Kveðjuorð Þegar ég kvaddi Unni í haust, grunaði okkur báðar að við mynd- umm ekki sjást framar. Hvorug okk- ar gat trúað því. Ég fregnaði lát hennar einn morguninn og ranglaði í skólann með símskeytið í hend- inni. Þau urðu vandræðaleg skóla- systkini mín þegar ég fór allt í einu að skæla. Er hún að gráta út af prófínu í gær, spurði einhver. Ég útskýrði málið og fór að segja þeim frá Unni, minni hjartkæru vinkonu og vináttu okkar. Þetta unga fólk frá hinum ýmsu heimshornum hlust- aði með athygli og mér gekk allt í einu ágætlega að tala spænsku. Hún hlýtur að hafa verið þar og hjálpað mér og hlegið svolítið að mér líka. Ég kveð elsku Unni mína og þakka fyrir allt. Vinátta hennar er eitt það dýrmætasta sem ég hef eignast. Elsku Ragna og Guðmundur, dýpstu samúðarkveðjur sendi ég ykkur og fjölskyldum ykkar, ykkar missir er mikill. Orri og Ýmir þakka Unnu sinni fyrir allt. Þeir segja að hún sé í Nangiala, en þangað kom- ast aðeins þeir sem hafa gott hjarta og miklar gáfur. Malaga, 3. des. ’90, Ingrid og synir. 5 I ATHYGUSVERÐAR BÍLDUDALSKÓN GURESÍN ATHAFNASAGA PÉTURS J. TH0RSTEINSS0NAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji í atvinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öílugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri í einkalffinu. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á undan sinni samtfð. Meðal annarra rit- MYNDIR ÚR LÍFIPÉTURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN OG ALVARA PÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lffi sínu sem lítill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðrurn viðhorfum en nú líðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis- þjónustunni og gefist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum íjölda fólks, sem hann segir frá f þessari bók. gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson miðtll; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti ílífinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF KENNARI Á FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starfi sínu í öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.