Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Inga Rósa Loftsdóttir Listamennirnir Elías Hjörleifsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir og- Gunnar Örn Gunnarsson við uppsetningu sýningarinnar. Sumarsýning á Hellu Myndlist Eiríkur Þorláksson Menntamálaráðuneytið hefur nokkur undanfarin ár staðið fyrir menningarhátíðum úti um land, svoköliuðum M-hátíðum. I ár hefur þessi hátíð farið fram á Suður- landi, og tengt saman atburði inn- an héraðs og þá sem koma utan frá til sýningarhalds og tónleika. Meðal helstu kosta þess að halda hátíðir af þessu tagi hefur verið að með þeim er hægt að virkja framtak fólks heima í héraði á hinum ýmsu sviðum lista og menn- ingar; tónleikum fjölgar, leiksýn- ingar verða fleiri og myndlistar- sýningar, sem eru allt of fáar utan höfuðborgarsvæðisins, skjóta upp kollinum. Sumarsýningin á Hellu er ein- mitt af þessu tagi. Þrír Iistamenn, sem búa í héraðinu, hafa tekið sig saman og ákveðið að bjóða ná- grönnum sínum sem og öðrum gestum að sjá hvað þau eru að vinna við í myndlistinni, og njóta til þess stuðnings M-hátíðarnefnd- ar og ráðuneytis. Þetta 'eru þau Elías Hjörleifsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir og Gunnar Öm Gunnarsson. Sýningarhúsnæði var fundið í fyrrum kjötvinnslu við þjóðveg eitt, og kemur bara þokka- lega út, einkum stærri salirnir; þama sést að það er mögulegt að finna frambærilegi aðstöðu fyrir myndlistarsýningar út um allt land, ef að menn eru tilbúnir til að hafa aðeins fyrir hlutunum. Elías Hjörleifsson er á vissan hátt nýliði á íslenskum myndlistar- vettvangi, þar sem hann hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt í sýningu hér á landi. Hann var hins vegar búsettur í Danmörku í rú- man aldarfjórðung, og tók þar bæði þátt í samsýningum og hélt einkasýningar. Hann er nú búsett- ur á Hellu, og því er þetta góður vettvangur fyrir hann til að sýna á. Elías á flest verkin á sýning- unni, en þau eru yfirleitt smá í sniðum. Myndir hans eru afar lit- ríkar, og teikningin er oftast gróf og afar flúmð - minnir jafnvel á hvernig Kjarval lagði eitt mynstur af öðru í hraunmyndir sínar á stundum. Stundum tekst Elíasi vel upp með þessu, eins og t.d. í „Tón- aflóð (nr. 28), en stundum ekki. Einfaldara myndmál, eins og í „Sjálfsmynd (nr. 11), ermun sterk- ari miðill í hans höndum. Guðrún Svava Svavarsdóttir vinnur mikið í flokkum mynda, þar sem hún leiðir myndefni til lykta eða notar ákveðna aðferð. Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna að nærri helmingum verkanna hér bera einfaldlega heitið „Mynd (og síðan númer); þetta eru abstrakt myndir gerðar með vatnslitum, þar sem litimir leika oft skemmtilega saman í fletinum. Þekktustu verk Guðrúnar Svövu eru samt þeir myndaflokkar, þar sem ákveðin viðfangsefni eru leyst. Einn fallegasti flokkurinn hér er „Frelsi (nr. 15), þar sem fiðrildi er leyst úr viðjum manns, flatar og loks ramma í þremur myndum; þessi athöfn á sér síðan andstæðu í „Frelsi II (nr. 24) þar sem fiðrild- ið er fjötrað á ný. Myndaflokkarn- ir sem byggja á keiluforminu eru einnig skemmtilega framsettir í einföldu formi. Gunnar Öm Gunnarsson er sennilega þekktastur þeirra þre- menninga, enda hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um lönd. í gegnum árin hefur ætíð mátt merkja vissa þróun í verkum hans, og nú síðustu ár hefur landslagið og hulduheimar þess orðið æ meira áberandi í málverkunum. Flest verkin sem hann sýnir hér eru frá þessu ári og hinu síðasta, og hér getur að líta margþætta-og flókna heima; náttúruvættir hafa tekið völdin í landslaginu, og blasa alls staðar við áhorfandanum út úr klettum, fossum, gljúfrum og skýj- um. Titlamir sjálfir benda einnig sterklega til þeirra (Skýjasvipir, Mosavera, Fjallasvipir, Steinandlit o.s.frv.). Þessi verk em flest hver litrík og margþætt, og í hinum bestu næst fram sterkt jafnvægi, eins og t.d. í „Tónaberg (nr. 21) og „í Rangárheimi (nr. 15). í sumum stóm myndanna verður fjölbreytn- in hins vegar of rnikil, og mynd- byggingin leysist upp í ringulreið. Hins vegar er hér einnig að fínna nokkrar smáar fígúru- og andlits- myndir, sem koma sterkt út í þeim einfaldleika, sem þær geta borið fram einar og sér. Eins og oft vill verða um fyrstu sýningar á nýjum stöðum, em viss- ir byijunarhnökrar á framkvæmd- inni, sem eflaust verða lagfærðir á næstu sýningu. Þó að húsnæðið hér geti hentað ágætlega undir listsýningar, er því einfaldlega of- boðið að þessu sinni; það ber ekki með góðu móti þær nærri eitt hundrað og fimmtíu myndir, sem settar hafa verið upp. Það væri betra að hafa færri verk og mark- vissara úrval til að gefa gestum glögga mynd af listafólkinu. Engu að síður er þessi sumar- sýning á Hellu ótvíræður fengur fyrir myndlistarlífið í landinu, og ber að hvetja alla Rangæinga og þá sem eiga leið um Hellu að líta við á sýningunni, sem er opin dag- lega og lýkur sunnudaginn 11. ágúst. Það getur verið erfitt fyrir fólk í listaheiminum að halda sínu striki yfir hásumarið, þegar góða veðrið freistar, fjallvegir eru opnir og náttúran er í fullum blóma; sumar- leyfin nota menn til að leggjast í ferðalög, og sýningarferðir verða í lágmarki. Þetta er oft og tíðum miður, því það er einmitt helst á sumrin sem byijendurnir, unga fólkið, fá tækifæri til að komast inn í sýningarsalina með sínar fyrstu einkasýningar. Þar getur oft að líta hógværa byijun á því sem koma skal í myndlistinni, og ef til vill brumið að næstu bylgjum í listinni. Þv'í er full ástæða til að hvetja fólk til að skjótast á sýning- ar á þessum árstíma, þó margt annað kalli til sín. Nú stendur yfir í FIM-salnum við Garðastræti sýning á verkum ungrar listakonu, Ingu Rósu Loftsdóttur. Hún stundaði listnám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1983-87, en næstu þijú ár á eftir var hún við nám í lista- skólum í Rotterdam og Enscheden í Hollandi. Þetta mun vera fyrsta einkasýning hennar. I stað þess að einbeita sér að ákveðnum þætti listsköpunarinnar og kynna hana vel hefur Inga Rósa valið að gefa áhorfendum tækifæri til að sjá sem mest af því sem hún hefur fengist við í list sinni. Þarna getur að Iíta olíu- málverk á striga, blekteikningar, einþrykk, ætingar, vatnslitamynd- ir o.fl. Verkin eru einnig fjölbreytt að stærð, en flest smá, og því komast tæplega níutíu myndir fyr- ir á sýningunni. Það eru nokkur stærri verk í efri salnum, en þorri smærri myndanna eru niðri, þann- ig að ágætis heildarmynd fæst á báðum stöðum. Gestir taka fljótt eftir að lista- konan metur einfaldleikann mik- ils; form eru fábreytt, og stakir litafletir, einfaldar línur og jafnvel Inga Rósa Loftsdóttir: Án titils. auðir fletir eru helstu aðferðir þess myndmáls, sem hún notar. Þetta er sjálfsagt og eðlilegt í teikningunum, en óvanalegra í málverkunum, þar sem striginn sjálfur gegnir jafnvel miklu hlut- verki, ómálaður og óvarinn. Þegar sýningin hefur öll verið skoðuð kemur í ljós að þessi ein- faldleiki er styrkur, sem gerir verkin vel læsileg. Flestar mynd- anna eru án titils, þannig að mynd- efnið stendur eitt sér, án stuðn- ings; þetta verður til þess að fín- gerðir drættir margra litlu teikn- inganna (t.d. nr. 22 og 24) njóta sín mjög vel. Hið sama má segja" um vatnslitamyndirnar, eins og t.d. nr. 54 og 58. Þrátt fyrir að listafólk vinni jafnt á mörgum sviðum myndlist- arinnar, líta sýningagestir oft fyrst og fremst til málverka sem mælikvarða á hæfileika þess, en telja teikningar aðeins vísbending- ar. Hversu einhliða sem þetta við- horf kann að vera, þá er erfitt að breyta því. En jafnvel á þennan mælikvarða hefur Ingu Rósu tek- ist að með einföldu myndmáli að skapa heildstæðar myndir. „Alda Kærleikans (nr. 11) er skýr í myndbyggingu, og óhefðbundin litanotkun gefur henni þá yfir- færðu merkingu sem hæfir. Ein- faldir prófílar í nr. 5 og nr. 7 eru að sama skapi grípandi, þó á ólík- an hátt sé. Loks má nefna að myndin „Eitt eilífðar smáblóm (nr. 66) skapar skemmtilega sífellu, sem hæfir viðfangsefninu vel. Hin unga listakona kemst nokk- uð vei frá þessari frumraun sinni í sýningarhaldinu. Árstíminn gerir ef til vill að aðsókn verður minni en æskilegt væri, en það er full ástæða til að fólk leggi leið sína í FÍM-salinn við Garðastræti síð- ustu sýningarhelgina. Sýningu Ingu Rósu Loftsdóttur lýkur sunnudaginn 11. ágúst. Eitt verka Jóns Þórs Gíslasonar. Hafnarborg: Málverkasýning Jóns Þórs Gíslasonar JON Þór Gíslason sýnir nú verk sín í kaffistofu Hafnarborgar. Jón Þór er fæddur í Hafnarfirði 1977 og útskrifaðist úr málara- deild 1981. Fram til ársins 1989 starfaði hann hér heima og hélt sýningar m.a. í Djúpinu, Hafnarstræti árið 1983, í Hafnarborg 1984, í Gallerí Borg 1988. Árið 1989 hóf Jón Þór framhalds- nám við Die Staatliche Akademie ■ VINIR DÓRA og gestir verða með blústónleika á Púlsinum föstudaginn 8. ágúst og laugardag- inn 9. ágúst. Það virðist ganga ein- hver blúsfaraldur í Reykjavíkurborg um þessar mundir ef marka má aðsóknina undanfarið á hljómleika Vina Dóra og Tregasveitarinnar á Púlsinum. Má geta þess að uppselt var bæði föstudags- og laugardags- kvöld á Blúsmannahelgina sl. helgi. Vini DÓra skipa: Andrea Gylfa- dóttir, söngur, Ásgeir Óskarsson, trommur, Guðmundur Péturs- son, gítar, Haraldur Þorsteins- son, bassi, og sjálfur foringinn, sem spilar á gítar og munnhörpu, auk þess að syngja, Halldór Bragason. der Bildenden Kunste í Stuttgart, Þýskalandi. Þar stundar hann enn nám hjá prófessor Erich Mansen. Sýning Jón Þórs stendur til 25. ágúst og verður opin virka daga frá kl. 11-19 en kl. 14-19 um helgar. Fjölnir: Fj ölskylduhlaup í Grafarvogi BLÓMAHAFIÐ, blómaverslunin við Gullinbrú, og frjálsíþrótta- deild Fjölnis í Grafarvogi gang- ast fyrir fjölskylduhlaupi laug- ardaginn 10. ágúst nk. Hlaupið hefst við Blómahafið kl. 14.00 og þaðan liggur leiðin yfir Gullinbrú inn fyrir Grafar- vogsbotn og vestur Stórhöfða að marki við Blómahafið, alls um 3,5 km. Öllum, stórum sem smáum, er heimil þátttaka í heilsuhlaupinu og fá allir verðlaunapening að lo- knu skeiðinu ásamt gosdrykk frá Sól hf. og birkiplöntu frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur. Þátttökugjald er kr. 500. Skrán- ing er meðal annars við Blómahaf- ið föstudag kl. 11-20 og laugardag frá kl. 12.30. Trausti Steinsson Ný ferðabók ÚT KEMUR um þessar mundir bók sem heitir „Á slitnum skóm“, reisubók eftir Trausta Steinsson. Bókin segir frá eins mánaðar ferð sem höfundurinn fór í þvert yfir Evrópu, frá Amsterdam til Tyrklands, sumarið 1990. Það er nýr forleggjari, Guðsteinn, sem gefur bókina út. Bókin mun fást í bókaverslunum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.