Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Kvótabrask, sið- leysi og- sægreifar eftirJón Bondó FISKURINN í sjónum er það sem við íslendingar byggjum velferðar- kerfi okkar á (ef við getum talað um velferðarkerfi á íslandi í dag). Skynsamleg stjórnun fiskveiða og góð nýting sjávarfangs er forsenda þess að á íslandi búi frjáls þjóð í fijálsu landi. Sú stefna sem fylgt er í fiskveiði- stjórnun í dag er ekki þess eðlis að ofangreind markmið náist. Hún felur það í sér að miklum afla er hent fyrir borð og verðmætatap er mikið. Um töluverðan tíma hafa þær raddir gerst háværar í þjóðfélaginu, sem vilja að upp verði tekið sér- stakt aflagjald í formi veiðileyfa sem gefin yrðu út til langs tíma. Ég er algjörlega á móti slíkri sölu á auðlindum okkar Islendinga og gildir einu hvort þær eru til sjávar eða sveita. Fiskinn í sjónum má alls ekki selja. Slíkt hefði í för með sér að allur fískveiðikvótinn lenti í höndunum á fáum mönnum og gerði hina ríku ríkari. Einnig óttast ég að með sölu veiðileyfa muni laun til sjómanna lækka stórkostlega sökum þess hve útgerðarmenn eru lagnir við að láta sjómenn taka þátt í útgerðarkostnaði með góðum stuðningi Alþingismanna. Þar á ég t.d. við olíukostnað og verðjöfnun- argjald, en báðir þessir stóru kostn- aðarliðir eru teknir af óskiptum afla. Þetta gerist þrátt fyrir að í samningum okkar sjómanna segi að sjómenn taki ekki þátt í útgerð- arkostnaði. Ég skil nú af hveiju stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins var algjört fyr- ir síðustu Alþingiskosningar, því kæmust þeir til valda eftir kosning- ar átti bara að taka upp stefnu Framsóknarflokksins, eins og Þor- steinn Pálsson hefur nú gert. Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Því spyija margir: hvemig getur sam- eign þjóðarinnar gengið kaupum og sölum? Ég vil láta í ljós áhyggjur mínar, sem reyndar ýmsir aðrir hafa gert að undanförnu, vegna þess að fisk- veiðikvóti landsmanna sé í æ ríkara maeli að safnast á æ færri hendur. „Hér á landi er að verða til ný yfir- stétt örfárra manna, sem gjarnan eru nefndir sægreifarnir." Ég tel að stóru útgerðaraðilamir, kvóta- hafamir, búi hér við forréttindi sem nálgast að vera algjört siðleysi. Ég tel að hér sé á ferðinni stórhættu- legt fyrirbæri sem fái í raun ekki staðist samkvæmt lögum um stjórn- un fiskveiða, sem komu til fram- kvæmda 1. janúar 1991, en öðlast gildi frá Alþingi frá 5. maí 1990. Ég mun beita mér fyrir því innan minna sambanda að það verði kann- að hvort hér sé ekki um algjört brot á stjórnarskránni að ræða. Ég tek að þeir stóru stjórni verð- mynduninni og kaupi fiskiskipin á uppsprengdu verði, til þess að kom- ast yfir kvótann. Þetta mun auðvit- að heita á pappírum kaup og sala á fiskiskipum, en er ekkert annað en kvótakaup. Hveijir era það sem hafa verið stærstu kvótakaupendur? Jú, það era stóra útgerðaraðilamir eins og Grandi, Samheiji, Skag- strendingur, Útgerðarfélag Akur- eyrar og fleiri sem stöðugt hafa’ verið að auka við sig kvóta með kvótakaupum. í DV þann 14. nóvember 1990 skrifar Gylfi Kristjónsson frá Akur- eyri. „Útgerðarfyrirtækin tvö á Akureyri, Samheiji hf. og Útgerð- arfélag Akureyringa hf., hafa aukið kvóta sinn umtalsvert frá árinu 1989 til ársins í ár. Þrátt fyrir að úthlutun til þeirra hafi nær staðið í stað á þessum tíma. í fyrra fékk Útgerðarfélag Akur- eyriringa úthiutað 18.900 t eða um 14.900 þorskígildum, í ár nam út- hlutun til ÚA 18.600 t eða um 15.000 þorskígildum. Með kaupum á kvóta og togaranum Aðalvík, sem félagið keypti frá Keflavík á árinu, nemur sá kvóti sem skip ÚA mega veiða í ár um 22.600 tonnum eða um 19.000 þorskígildum. Samheiji hf., sem er ungt fyrir- tæki, jók kvóta sinn verulega árið 1987 er fyrirtækið keypti togarann Þorstein. Á síðasta ári bættist ann- að skip í flota Samheija hf. Ef heild- arafli togara Samheija hf. er reikn- aður til þorskígilda, nam hann um '10.000 t árið 1989 en árið 1990 um 11.000 t. Inn í þessar tölur kemur ekki togarinn Víðir, sem Samheiji hf. eignaðist á dögunum með kaupum á fyrirtækinu Hva- leyri í Hafnarfírði. Ef þessar tölur era teknar saman kemur í ljós að skip fyrirtækjanna tveggja máttu veiða á árinu 1989 um 26.000 þorskígildi en árið 1990 um 30.000 þorskígildi. Sé togarinn Víðir, sem Samheiji hf. keypti, tekinn með inn í þessi dæmi, hefur kvóti þessara fyrirtækja aukist um 5.000-6.000 tonn í þorskígildum." Tilvitnun Gylfa lýkur. En hvað hafa Akureyringar þurft að borga fyrir þann kvóta sem þeir hafa keypt með þessum hætti? í ágústmánuði 1990 var kvóti þessi seldur á 160 kr. kílóið, þá gera 5.000-6.000 tonn 800-960 milljónir. Hefur útgerðin efni á slíkum kaup- um? Jú, í sumum tilfellum. Sjáum hvað Ellert Eiríksson hafði um kaupin á togaranum Aðalvík til Akureyrar að segja. „Fá Akureyringar Aðalvíkina endurgjaldslaust? Kvóti sem er 2.000 tonn er verðlagður í dag, 22. ágúst 1990, á 160 kr. kílóið, það gera 320 milljónir. Akureyringar kaupa það sem kallast ójafnað tap fýrri ára sem er allt að 500 milljón- ir. Fyrir það borga þeir 75 milljón- ir. Þetta ójafnaða tap fyrri ára get- ur fyrirtækið, sem hefur hagnað, nýtt sér til að fá hagnaðinn niður- felldan, þ.e.a.s. — þú borgar ekki skatt af tapi. Ef þú hefur grætt 400 milljónir og átt 400 milljóna Jón Bondó „Eg tel að stóru út- gerðaraðilarnir, kvóta- hafarnir, búi hér við forréttindi sem nálgast að vera algjört siðleysi. Ég tel að hér sé á ferð- inni stórhættulegt fyr- irbæri sem fái í raun ekki staðist samkvæmt lögum um stjórnun fisk- veiða.“ tap frá HK, þá er það núll og eng- inn skattur. Þeir fá sumsé 250 millj- ón króna skattafslátt út á þetta 500 milljóna króna tap. Mismunur á 250 milljónum og 75 milljónum eru 175 milljónir. Ef þú leggur það við kvótaverðið þá er þetta komð í 495 milljónir. Miðað við það sem Akur- eyringar létu af hendi standa eftir 30 milljónir. Þannig að þeir borga 30 milljónir fyrir skipið.“ Þá segir Ellert það hugsanlegt að ÚA fái skipið alveg endurgjaldslaust ef heildar viðskiptin verði þeim það hagstæð að þeir geti notað sér upp- safnaðan halla, sem gæti orðið 550 milljónir. í Fiskifréttum 30. nóvember 1990 segir. „Um 200 trillukvótar seldir fyrir hálfan milljarð króna. Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sagðist í samtali við Fiskifréttir álíta að þessi tala væri ekki ijarri lagi. Erfitt væri að segja til um hversu mikill aflakvóti hefði skipt um eigendur með triilukaupunum, en varlega áætlað væri það a.m.k. 3-4 þúsund tonn í þorskígildum. Það nálgast því að vera árskvóti tveggja meðaltogara, en það era einkum togaraútgerðir sem safnað hafa að sér trillukvótum." í Sjávarfréttum 2. tbl. 1991 bls. 38 segir. „Samkvæmt samantekt sem Bjöm Jónsson í Sjávarútvegs- ráðuneytinu hefur gert um samein- ingu veiðiheimilda frá upphafi kvótakerfisins 1984 til ársloka 1990 hafa liðlega 50 skip fengið kvóta af öðram skipum og sameinað hann sínum kvóta, alls eru þetta liðlega 7.000 þorskígildi í botnfiski. verð á varanlegum þorskkvóta hefur verið á þessu ári 155-160 kr.kg.“ Hér tel ég að Bjöm Jónsson fari með rangt mál og tel ég það mjög ámælisvert ef að menn í Sjávarút- vegsráðuneytinu þora ekki að fara með rétt mál, því það á ekki að ljúga að fólkinu í landinu sem á kvótann og byggir afkomu sína á þeim kvóta sem veittur hefur verið skipum í þeirra heimabyggð. Þetta brask, svindl og svínarí með kvótann á ekki að vera neitt feimnismál. Þetta er mál þjóðarinnar allrar en ekki bara mál sægreifanna. Hveijir eru það sem bera ábyrgð á þessum sið- lausu kvótaskiptum? Ég segi það vera stjórnvöld og LÍU. Hér að framan hef ég aðeins nefnt örfá dæmi um siðleysi í kvóta- braski, þó ég hafi mörg önnur und- ir höndum og mun birta þau síðar ef mér þykir þörf á. „Skipstjórar ættu ekki að vera ' stéttarfélagi“ segir Kristján Ragn- arsson formaður LÍU í viðtali í Þjóð- viljanum 24. nóvember 1990. í sjálfu sér fin'nst mér fráleitt að vera að semja við skipstjóra í deilu sem þessari. Þeir eru nánast fram- kvæmdastjórar fyrirtækjanna um borð í skipunum og ættu ekki að vera í stéttarfélagi. En hvað finnst Kristjáni um að sægreifanir séu í LÍU. Eru þeir ekki framkvæmda- stjórar og stjórnarformenn frysti- húsanna, eru þetta ekki mennimir sem ganga hvað harðast í því að halda fiskverði í lágmarki hér í þessu landi, era þetta ekki mennirn- ir sem stjóma LIU ásamt Kristjáni Ragnarssyni og eru að drepa niður einkaframtakið í útgerðarrekstri. Gönguferð um gosbeltið, 9. ferð eftir Sigurð Kristinsson Draugatjörn-Heng-ill -Dyradalur Frá Draugatjöm er best að ganga upp Húsmúla að klettum vestan við Sleggjubeinsskarð. Nefnast þeir Sleggja og skal haldið upp á þá. Síðan tekur við samfelld hamrabrún Vestur- Hengils og má nærri því fylgja henni að grunnu skarði vestan við hæsta hluta Hengils. Þar má finna dálítinn slakka í klettana og farið þar upp. Er þá komið bak við Skeggja sem gnæfir á norðurbrún eins og voldug nautskrúna gegn kuldaáttum og sést víða að. Þessi leið upp á Hengil er ein sú glæsilegasta á Suðvesturlandi vegna frábærrar útsýnar, hvort sem er af Vestur- Hengli eða Há-Hengli. Á Há- Hengli þarf að gefa sér góðan tíma til að virða útsýni fyrir sér. Þar uppi þarf helst að ganga milli brúna háfjallsins til að fá sem fyllsta mynd af umhverfinu. Á niðurleið má t.d. fara með- fram Kýrgili sem er í austurbrún Hengils sunnanverðri, ganga Á slóöum Feröafélags íslands síðan norður með háfjallinu nokkuð fyrir ofan virkjanasvæð- ið og að Háhrygg sem er vestan þess. Síðan er gengið eftir Há- hryggnum sem stefnir til land- norðurs. Er þá komið á nýja Nesjavallaveginn og er ágætt að enda göngu á því að fara smá- spöl eftir honum vestur í Dyrad- al. Önnur leið á Hengil er að fara upp Sleggjubeinsskarð, þaðan eftir Innstadal og upp vestan við Hveragil í suðurbrún Háhengils. í suðaustanátt, þoku og regni má auðveldlega fara vestan Engidalur. - Á leið í Marardal Hengiis og leita íyrir sér í dölum og hálsum Dyrafjalla. En af Háhrygg verður útsýn skemmti- legust þegar upp rofar. Brottför í ferðina er sunnudaginn 11. ágúst kl. 10.30 frá BSI. Marardalur-Dyradalur Marardalur leynist bak við lág fell undir Hengli skammt austan Engidals. Gangan hefst við Draugatjörn og liggur leiðin inn með Húsmúlanum og um áður- nefndan Engidal inn með Hengli í Marardalinn. Marardalur er rennisléttur og algróinn í botninn en fellin í kringum hann naktir og gróðurlausir móbergshálsar. Frá Marardal era um það bil 4 km til landnorðurs í Dyradal. Fara má hvort heldur er eftir hálsinum vestan dalsins eða háls- inum austan hans og verður þá Skeggjadalur á hægri hönd. Sú leið liggur hærra en er vart til trafala frískum göngumönnum og að síðustu má ganga í „ró og næði“ vestan allra hálsa og koma á Nesjavallaveg þar sem hann liggur upp í hálsinn vestan Dyradals. Þarna má því velja um leiðir eftir hentugleikum og getu. Brottför í þessa göngu er á sunnudaginn 11. águst kl. 13 frá BSÍ, austanmegin. Hittumst heil. Iiöfundur er fyrrverandi kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.