Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOSTUDAGUR 9. AGUST 1991 43 HAINÍDKNATTLEIKUR Tonar byijaður aðæfameðHK TÉKKNESKI landsliðsmaður- inn Michael Tonar er kominn til landsins og byrjaður að æfa með HK, en með þeim mun hann leika í vetur eins og við skýrðum frá í síðustu viku. ikki, eins og strákamir í HK kalla hann verður 22 ára í september en hefur engu að síður leikið 60 A-landsleiki með Tékkum auk 25-30 unglingalandsleikja þannig að hann er gífurlega mikill fengur fyrir HK. Tonar hefur leikið þrjá landsleiki með Tékkum gegn íslendingum, á Friðarleikunum í Bandaríkjunum og svo hér á landi í janúar 1990 og nóvember 1991. Hann er örv- hentur og geysilega nákvæm skytta auk þess sem hann er sterkur varn- armaður. Búið er að ganga frá öllum mál- um við Skoda Pilsen, félag hans í Tékkóslóvakíu, en HK-menn eiga enn eftir að ganga frá hlutunum við tékkneska handknattleikssam- bandið. Unnusta hans, Miroslava Ma- rikova kom til landsins með honum og ætlar að leika blak með HK- stúlkum og er víst að hún styrkir lið þeirra mikið. Það er mikill hugur í HK-mönn- um og verið er að selja velunnurum félagins ársmiða á leiki liðsins í vetur auk þess sem leitað hefur verið til gamalla félaga um stuðning og hafa móttökur verið góðar. Morgunblaöiö/SUS Michael Tonar ásamt Miroslovu Marikovu unnustu sinni eftir æfingu með HK í gærkveldi. Hún ætlar að leika blak með HK-stúikum í vetur. KNATTSPYRNA / U-16 ARA ■ ^ Ú'* '', ' r', / V' ' * . , \ ■ ■ i', ' - -i' -•< 'í , u. . ■ • • • • ■•* ■ •>: : * •v*^ ■'4' tiSrr’JZ Morgunblaðið/S.G.G. Gunnar Sigurðsson markvörður íslenska liðsins hefur aðeins fengið á sig eitt mark á NM í Eyjum. Hér er hann að hita upp fyrir leikinn gegn Dönum í gær. „Sætur sigur“ - sagði Kristinn Björnsson þjálfari U-16 ára liðsins eftir sigurinn á Dönum ISLENSKA drengjalandsliðið gerði sér lítið fyrir og sigraði Dani 1:0 á Norðurlandamóti drengja 16 ára og yngri íVest- mannaeyjum ígærkvöldi. Danir höfðu áður rúllað Englending- um upp daginn áður, 4:1. Islenska liðið lék mjög vel og voru nær því að bæta við mörkum en Danir að jafna. Sigurmarkið kom á upphafsmínútum leiksins. Sigurður Hreiðarsson tók aukaspyrnu úti á vinstri kanti, sendi boltann inn að marki og þar hitti hann fyrir Guðjón Jóhannsson sem átti ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Ólafur Stígsson fékk síðan tvö gullin færi, eitt í hvorum hálfleik til að bæta við en markvörð- ur Dana, Bo Andersen, sá við hon- um í bæði skiptin. „Þetta var sætur sigur. Leikur okkar var vel útfærður. Rétt eins Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar og í síðasta leik skoruðum við snemma en núna var baráttan í lið- inu í lagi og hélst út allan leikinn," sagði Kristinn Björnsson, þjálfari íslenska liðsins. „Við náðum einnig að sigra Dani á síðasta Norðurlandamóti, en þá urðu þeir meistarar. Leikur þeirra hentar okkur vel og við virðumst hafa tak á þeim. Það er of snemmt að fara að spá í lokastöðuna þetta er allt opið og fljótt að breytast. En við erum komnir með 3 stig og erum því á góðri leið. Næsti leikur gegn Englendingum verður eflaust erfíður. Þeir gefa engan frið og það á eftir að koma í ljós hvernig leikað- ferð þeirra henta okkur,“ sagði Kristinn. Önnur úrslit á mótinu í gær voru þau að Englendingar unnu Svía, 2:0 og Finnar sigruðu Norðmenn, 3:2. Ekkert er leikið á NM í dag, en síðan leikið á laugardag, sunnudag og mánudag. URSLIT Knattspyrna 1. deild kvenna: Þróttur - Týr..............2:0 Anna Jónsdóttir, Inga Birna Hákonardóttir Utandeildakeppni: TFL-KMF...................2:1 NM U-16ÁRA í EYJUM ÍSLAND- FINNLAND....:..........1:1 NOREGUR- SVÍÞJÓÐ .........0:0 DANMÖRK- ENGLAND .........4:1 iSLAND- DANMÖRK......... 1:0 ENGLAND - SVÍÞJÓÐ ........2:0 NOREGUR- FINNLAND ........2:3 Fj. leikja U J T Mörk Stig FINNLAND 2 1 1 0 4: 3 3 ÍSLAND 2 1 1 0 2: 1 3 DANMÖRK 2 1 0 1 4: 2 2 ENGLAND 2 1 0 1 • 3: 4 2 NOREGUR 2 0 1 1 2:3 1 SVIÞJÓÐ 2 0 1 1 0: 2 1 í kvöld Knattspyrna 2. deild karla: Sauðárkróksv. Tindastóll-ÍA ....kl.19 Grindav. Grindavík-Haukar ,...kl,19 Selfossv. Selfoss-ÞrótturR .... kl. 19 ÍR-völlur ÍR-Fýlkir ....kl.19 3. deild: Dalvík - BÍ ...kl. 19 ReynirÁ. - Völsungur ...kl. 19 Skallagrímur - KS ...kl. 19 4. deild karla: Laugardalsv. Leiknir K.-TBR.... ....kl.19 Eskifjarðarv. Austri-Leiknir F. . ....kl.l 9 Vopanfj. Einheiji - Huginn ...kl. 19 GOLF / LANDSLIÐIÐ Tvær breytingar TVÆR breytingar voru gerð- ar á karlalandsliðinu í golfi sem tekur þátt í Norður- landameistaramótinu sem fram fer um næstu helgi í Danmörku. Ragnar Ólafsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Tryggvi Traustason úr Keili koma inn í liðið fyrir Svein Sigurbergsson úr Keili og Þorstein Hallgrímsson úr Vestmannaeyjum. Aðrir í landsliðnu eru Úlfar Jónsson, Guðmundur Sveinbjöms- son og Björn Knútsson úr Keili og Sigurjón Arnarsson úr GR. í kvennaliðinu eru Karen Sæv- arsdóttir úr Gotfklúbbi Suður- nesja, Ragnhildur Sigurðardóttir og Ásgerður Sverrisdóttur úr GR og Þórdís Geirsdóttir úr Keili. Mótið hefst á laugardag og verða leiknar 36 holur þá og aftur á sunnudaginn og samkvæmt ný- legum breytingum á Norðurlanda- móti mega menn ekki hafa kylfu- sveina þannig að kylfingarnir verða sjálfir að draga sínar kerrur. ÍÞRDntR FOLIC ■ JONATHAN Bow hefur ákveðið að ganga til liðs við körfu- knattleikslið ÍBK, en Bow lék með KR sl. keppnistímabil og þar áður með Haukum. M VÉSTEINN Hafsteinsson náði sínum_ besta árangri í ár á kast- móti IR á miðvikudagskvöld, sel^' fór fi’am á Laugardalsvelli. Hann kastaði kringlunni 65.36 metra. Á þriðjudagskvöld var einnig kastmót á vegum ÍR og þá kastaði Vésteinn 63,90 metra. MSIGURÐUR Matthíasson varð í 8. sæti á Grand Prix-mótinu í Mónakó sem fram fór á laugardag. Hann kastaði spjótinu tæpa 75 metra. Sigurvegari var Mike Hill frá Bretlandi með 86,32 metra. ■ ARNÓR Guðjohnsen og félag- ar í Bordeaux töpuðu fyrsta leik sínum í frönsku 2. deildinni um síðustu helgi er þeir biðu lægri hlut fyrir Strassborg á útivelli, 2TI. Keppt er í tveimur riðlum í 2. deild- inni og er Bordeaux í þriðja sæti í B-riðli með 6 stig eftir fjóra leiki, en Strassborg og Istres eru efst með 7 stig. ■ JÓN Kristjánsson handknatt- leiksmaður úr Val er löglegur með sínu nýja félagi, HSV Suhl í Þýska- landi. I grein um félagskipti í blað- inu í gær var sagt að hann væri einn þeirra sem ekki hafi fengið undirskrift frá félagi sínu, þ.e.a«fe- Val. Það er ekki rétt því búið er að ganga frá öllum samningum varðandi félagaskipti hans og leið- réttist það hér með. M TSG LYSS frá Sviss er í heim- sókn hjá FH-ingum. Lyss er hand- knattleikslið þar í landi sem íslend- ingurinn Guðmundur Magnússon þjálfar. Lyss hefur leikið tvo leiki í ferðinni, tapaði bæði fyrir ÍR og FH. Liðið leikur á Akureyri í dag og á morgun. ■ MANCHESTER United hefur fest kaup á Peter Schmeichel, markverði Bröndby í Danmörku. United greiddi rúmlega 50 milljórrí<!c*' ÍSK fyrir Schmeichel, sem hefur leikið 40 landsleiki fyrir Dani. Hann hefur verið við æfíngar hjá enska liðinu í nokkrar vikur. United skuld- bindur sig einnig til að leika tvo æfingaleiki við Bröndby þar sem danska liðið fær allan hagnaðinn. H VLADO , brasilíski landsliðs- maðurinn sem lék með Benfica í Portúgal, hefur ákveðið að leika með París St Germain í frönsku 1. deildinni. Fyrir hjá franska félag- inu eru Brasilíumennirnir Geraldao og Ricardo. Ekki er endalega búið að ganga frá samningum milli fé- laganna, en talið er að franska liðið þurfí að greiða 25 milljónir fyrir Valdo, sem er 27 ára. Hann mun líklega leika fyrsta leik sinn með PSG gegn Mónakó 17. ágúst. KORFUBOLTI Tap gegn Hollandi ÍSLENSKA unglingalandsliðið í körf uknattleik tapaði öðrum leik sínum í undankeppni Evr- ópumótsins, gegn Hollandi 60:77. 4T Islenska liðið hélt lengi vel í við hávaxna Hollendinga og ísland var einu stigi yfír í ieikhléi, 32:31. Um miðjan síðari hálfleikinn skildi sundur með liðunum og sigur Holl- ands var öruggur í lokin. Sigfús Gissurarsson var at- kvæðumestur í íslenska liðinu með 15 stig, Pétur Vopni Sigurðsson gerði 13 og þeir Bragi Magnússon og Brynjar Karl Sigurðsson gerðu tíu stig. Næsti leikur íslands er í dag, þá leikur liðið gegn heimaliðinu, Port- úgal sem sigraði Wales örugglega í gær 134:49. Hraðmót í knattspyrnu (firmakeppni) á Víkurvelli, Vík í Mýrdal, laugardaginn 17. ágúst. Upplýsingar og skráning í síma 98-71279 fyrir miðvikudag 14. ágúst. Allir velkomnir. _ vikurprjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.