Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 algerlega ókunn. Ég var samt áhyggjulaus því ég vissi að Lalla þekkti þar allar götur, en leit þó hálft í hvoru á hana sem krakka, því ég hafði nokkur ár umfram hana. En sú skoðun breyttist fljótt og mér varð ljóst að hún var ekkert barn í andlegum skilningi. Hér var ég að tala við gáfaða og hugsandi stúlku, sem heillaði mig með skemmtilegum frásagnarmáta og spurulum athuga- semdum. Hún var þyrst í viðræður og við leituðum sameiginlega að lífs- visku og svörum við hinum mörgu óráðnu gátum tilverunnar meðan hestarnir runnu áfram eftir grýttum troðningunum. Fyrr en okkur varði vorum við komnar inn á Þórarinsdal og stóð- hrossin tóku á rás yfir mela og móa. Eltingarleikur hófst og endaði með sigri okkar Löllu. Okkur tókst að króa þessa villtu hlaupara við girð- ingu og innan stundar var Jarpur orðinn bandingi. Með gljáandi augu og titrandi eyru horfði hann á félaga sína grípa stökk- ið og slá neista úr gijóti meðan hans eigin frelsisvon dó út í niðurbældu hneggi. Stundin snart okkur báðar. Við héldum þögular heimleiðis. Og árin liðu. Við Lalla sáumst ekki oft. Þó man ég að hún gisti einu sinni heima á Álftá og þá spjöll- uðum við margt og aldrei skorti okk- ur umræðuefni. I einu bréfi, löngu síðar, minnist hún á hvað það hefði verið notalegt að sofna við árniðinn, sem barst inn um opinn gluggann á herberginu þar, sem hún svaf. Þótt ég væri gift og búsett i Kefla- vík var ég heima á Álftá á sumrin og Lalla var enn að einhveiju leyti heima. Og um þessar mundir skipt- umst við á löngum bréfum. Lalla þráði að menntast og víkka sjóndeildarhringinn. Svo kom að því að hún fór á Kvennaskóla í Reykja- vík og var þar einn vetur. Annan vetur var hún á Staðarfellsskóla. Og einn góðan veðurdag var hún farin að vinna á ritsímanum í Reykjavík. En einhver þráður lá alltaf í loftinu á milli okkar - áttum eitthvað sam- eiginlegt. Við vorum báðar náttúru- böm, en kannski vorum við eins og - Ekkjan við ána. „Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett..." (G. Friðjónss.) Lalla elskaði dalinn sinn og ég elskaði hraunið mitt. En árið 1951 var Lalla komin til Englands og farin að læra leiklist og 1954 giftist hún Richard John Statman og settust þau að í Eden- borg. Nokkuð löngu seinna frétti ég hjá bræðrum Löllu að hún væri orð- in ekkja. Svo var það vorið 1981 að ég fékk bréf, skrifað í Norwich í Englandi Fiskveiðasjóður íslands mun vera elsta stofnun enn starfandi tengd Sjávarútveginum hér á landi, en hann var stofnaður með lögum árið 1905. Fyrstu áratugina var starfssvið hans takmarkað við vélbátaútgerð, sem þá var að byggjast upp sem þýðingarmikill þáttur sjávarútvegs- ins og átti Fiskveiðasjóður mikinn þátt í uppbyggingu þeirrar greinar útgerðarinnar fyrstu fimm áratugi aldarinnar. Smámsaman breyttist starfsvið sjóðsins og tók til fleiri greina sjávarútvegsins svo sem fiskvinnslunnar og skipin stækk- uðu, en það var þó ekki fyrr en með skuttogaraöldinni á áttunda áratugnum að togararnir fengu inni í sjóðnum og síðan má segja, að hann þjóni öllum greinum sjávarút- vegsins , þ.e. veiðum og vinnslu. Þetta er merkileg saga, þar sem tvinnaSt saman saga sjóðsins og sjávarútvegsins um nærri níu ára- tuga skeið. Nafn eins manns er svo mjög bundið við langt skeið í þessari sögpi, að þegar saga sjóðsins er riij- uð upp kemur það ósjálfrátt í huga manns. Hér er átt við Elías Hall- dórsson sem nú er nýlátinn níræður að aldri. Langar mig af þessu til- efni að minnast hans með fáum orðum. og undirskriftin var, Lalla frá Hítard- al. Hún vissi ekki heimilisfang mitt og bað Teit bróður sinn að koma bréfinu. Ég varð bæði hrifin og undrandi. Tilefni bréfsins var að Teitur sendi henni, nokkru áður, blað með mynd af foreldrum mínum ásamt smá grein og kvæði, sem ég hafði gert í 100 ára minningu þeirra. Þetta gladdi hana og leiddi huga hennar heim á æskuslóðir. Setningin: „Geng ég týndar götur ...“ í kvæð- inu, Til baka, sagði hún að hefði sérstaklega höfðað til sín. í sama bréfi segir hún mér af fjöl- skyldu sinni: „Ég á þijú börn. Ingrid, sem er 21 ára og lýkur háskólanámi í frönsku og leiklist í júní. Helen er 18 ára og er að taka stúdentspróf í júní og mun fara í leikskólanám ’82. Richard er 13 ára og augasteinn okkar allra, því hann er líkur föður sínum sem dó löngu áður en hann fæddist. Ég fluttist til Norwich, sem er gömul borg nálægt austurströndinni, 1968. Ég byijaði hér nýtt líf með þijú börn, þijá ketti, einn hund og vinnugleði sem ég erfði frá bemsku minni, ég þekkti engan, en tveim árum seinna giftist ég góðum manni, efnafræðingi, sem heitir John Boul- ton og hann tók okkur öll að sér og hefur lært dálítið í íslensku." Það má segja að Lalla hafí tengt þráðinn á milli okkar yfír hafið, með þessu fyrsta bréfí frá Énglandi. Síðan hefur hann verið að styrkjast með ári hveiju. Með hjálp pennans, höfum við getað rætt saman um huglæg efni, eins og áður fyrr hér heima. Núna, þegar ég horfí út í garðinn finnst mér fuglarnir ekki vera jafn glaðir og léttfleygir eins og þeir voru fyrir nokkmm dögum, enda var hi- minninn þá heiður og blár. Freysteinn Gunnarsson sagði svo fallega í ljóði: „Nú sit ég í rökkrinu og rísla mér við / að raða brotunum saman.“ Ég sit með bréfín hennar Löllu, raða þeim saman og les. Enn verður fyrir mér kafli úr fyrr- nefndu bréfí: „Mig hefur alltaf lang- að til að skrifa bók, áður en ég dey, en ég hef fallið á milli tveggja steina. íslenskan mín er orðin gamaldags og ég held að enskan mín sé ekki nógu góð. Þótt fólk sé það kurteist að segja að ég hafi stíl. Mín lífstaug hefur verið að mennta börnin mín vel. Ég hef alltaf unnið úti’ síðan Richard litli var fímm ára, til að hjálpa til að borga námsgjöldin fýrir bömin, því við sendum þau í prívat- skóla, þau fá betri menntun þar. Ég hef unnið allt mögulegt." Þess utan hafði Lalla stórt heimili og gestagangur var mikill svo þreyt- Elías hafði verið starfsmaður ís- landsbanka á ísafirði frá unga aldri og síðar útibússtjóri bankans á Seyðisfirði og sýnir sá starfsferill hvers trausts hann naut þegar á unga aldri. Árið 1931 tekur hann svo við starfi við Fiskveiðasjóð, sem þá var kominn í hinn nýstofnaða Útvegsbanka. Hann var vel undir þetta starf búinn eftir að hafa haft margvísleg kynni af vélbátaútgerð á Vestljörðum, þar sem var vagga þessarar útgerðar og á Austfjörð- um, þar sem uppbygging hennar var ör á þessum ámm. Arið 1949 var hann svo skipaður fyrsti for- stjóri Fiskveiðasjóðs og gegndi því starfí þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1970 og hafði þá í raun stjórnað sjóðnum um nær 40 ára skeið. Löngu áður en ég kynntist Elíasi persónulega hafði ég haft spurnir af farsælu starfí hans fyrir Fisk- veiðasjóð og þeim góða orðstír sem hann hafði unnið sér hjá viðskipta- vinum sjóðsins. Alþekkt er hversu sveiflukenndur getur verið rekstur útgerðar á ís- landi og erfiðleikarnir skella oft yfir fyrirvaralítið. Að stjórna lána- sjóði útgerðar getur því verið mik- ill vandi og það reyndi Elías oft. Hann reyndi vissulega að leysa vanda manna þegar svo bar undir an gerði vart við sig. Því voru sum- arfríin frekar notuð til hvíldar á ein- hverri sólarströnd heldur en til ís- landsferðar og Lalla segir: „Ef ég fer heim, er ég svo þreytt á eftir að ég þarf að fara í frí!“ Seinna þegar heimilið fór að létt- ast, fór hún að gefa sér tíma til að mennta sig, eins og hún hafði alltaf þráð, og horfði þá með trega til upp- vaxtaráranna sem eyddust án telj- andi ménntunar. Veturinn 1985 var hún að lesa enskar bókmenntir og langaði að reyna við stúdentspróf í þeirri grein. Að auki las hún listasögu og sumar- ið áður fór hún til Ítalíu á námskeið í þarlendri tungu. Nám í því máli stundaði hún að einhveiju leyti með- an ævin entist. I síðasta bréfínu til mín, minnist hún á dagbók, frá æskuárunum í Hítardal og segir: „í þessari bók er ég alltaf að bíða eftir póstinum, sem kom aðeins hálfsmánaðarlega upp í dalinn! Einmanaleikinn er svo mikill, að ég ákvað að láta eitthvað gerast. Ég er alltaf að skrifa leikrit og sög- ur og senda þær í barnatímann til Þorsteins Ö. og sr. Jakobs J. Á einum stað hef ég skrifar, sr. Jakob hefur svikið mig! Ekkert bréf kom. Svo kom heilmikið hrós-bréf frá honum. Hann hafði sýnt leikritið Brynjólfí Jóhann- essyni en það komst ekki í útvarpið." Én á síðari árum tók hún aftur upp þráðinn og skrifaði nokkrar barnasögur, nokkrar þeirra, Freyju- sögur, voru lesnar í útvarpið eftir síðustu áramót og munu þær verða gefnar út í haust. Þar var Löllu mikil þörf og lífsfyll- ing að skrifa og á korti fyrir síðustu jól, segir hún: „Mig langar til að byija á skáldsögu, byggðri að sumu leyti á mínum æviferli, en ég hef ekki byijað ennþá.“ Já, það varð of seint. Ég efast hinsvegar ekki um að sú saga hefði orðið athyglisverð og skemmtileg. Þótt ég sakni þess að fá ekki oft- ar bréf með undirskriftinni: Lalla frá Hítardal, þá þarf ég ekki að kvarta, því hún skildi mér eftir ijársjóð í minningum og svo öll sendibréfin. Ég er henni þakklát fyrir allar þær góðu gjafír og sendi henni kveðju mína og blessunaróskir yfír móðuna miklu. Bræðrum hennar, öðrum vandamönnum og vinum, votta ég innilega samúð. Lóa Þorkelsdóttir Fleiri greinar um Kristínu Finnbogadóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga og réði mönnum heilt, en fyrst og síðast hugsaði hann um hag Fisk- veiðasjóðs, sem honum hafði verið trúað fyrir. Okkar samstarfs að málefnum Fiskveiðasjóðs naut að vísu ekki við nema um rúmlega þriggja ára skeið, þar til hann lét af störfum, en það var mér að mörgu leyti lærdóms- ríkt. Naut ég þá yfirgripsmikillar reynslu hans að störfum við sjóðinn og mikillar þekkingar hans á högum viðskiptavina sjóðsins. Það sam- starf var mér allt ánægjulegt og nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir sam- fylgdina á þeirri leið. Þessu fylgja samúðarkveðjur okkar Ágústu til Evu og fjölskyld- unnar. Davíð Olafsson. Elías Halldórs- son - Kveðjuorð + Ástkær eignimaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON fyrrv. vörubílstjóri, Miðvangi 11, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 6. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmunda Loftsdóttir, börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR LILJA GUÐLAUGSDÓTTIR, lést 7. ágúst. Fróði Brinks Pálsson, Eðvarð Þór Jónsson, Sigrún Símonardóttir, Páll Fróðason, Ása Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR SÖLVI JÓNSSON, Brúnavegi 3, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 7. ágúst sl. Ásta Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Halldór I. Hansson, Theódór Gunnarsson, Þ. Ósk Kristinsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGGERT ELLERTSSON, Langholtsvegi 56, andaðist að morgni 8. ágúst í Landakotsspítala. Sigríður Elísabet Sæmundsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUÐRÚNAR MARKÚSDÓTTUR, Garðvangi, Garði. Magnús Jónsson, Málfríður Agnes Daníelsdóttir, Sigurborg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Sonur okkar, sonarsonur, bróðir og mágur, SVEINN PÉTURSSON, lllugagötu 56, Vestmannaeyjum, er andaðist þann 3. ágúst, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. Pétur Sveinsson, Henný Ólafsdóttir, Sveinn Matthíasson, María Pétursdóttir, María Pétursdóttir, Davfð Einarsson, Aðalheiður Pétursdóttir, Friðjón Jónsson, Erla Björg Pétursdóttir, Sigurður Freyr Pétursson, Guðni Þór Pétursson. + Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURJÓNS JÓHANNESSONAR, Fálkagötu 10a, Reykjavík. Matthildur Kristmannsdóttir, Helena Kristmannsdóttir. Sigriður Guðmannsdóttir. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar vegna jarðarfarar NÖNNU SNÆLAND frá kl. 13.00 ídag, föstudag. Lögþing hf., Kurant hf. og 12 réttirhf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.