Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 I j KNATTSPYRNA / MJÓLKURBIKARKEPPNI KSI Hörður kom FH í úrslit „ÞETTA var ákaflega erfitt, en sigurinn var líka sætureftir því,“ sagði Hörður Magnússon markakóngur FH-inga sem skoraði þrjú mörk gegn Víðis- mönnum í Garðinum í gær- kvöldi og kom þar með liði sínu í úrslit Mjólkurbikarkeppninn- ar. Lengi vel leit þó út fyrir að mark Hlyns Jóhannssonar dygði heimamönnum til að komasti úrslit, en Hörður náði J?' að jafna metin á síðustu mfnútu leikins og fframleng- ingunni bætti hann við tveimur mörkum. Tveimur Víðismönn- um var vísað af leikvelli í síðari hálfleik og voru þeir æfir út i' dómara leiksins vegna síðari brottvikningarinnar. FH-ingar hófu leikinn með mikl- um látum og gerðu harða hríð að marki heimamanna fyrstu mínú- turnar. En síðan fóru Víðismenn að láta meira að sér Björn kveða og þeir fengu Blöndal bestu marktækifæri skrilarfrá hálfleiksins, en ekk- Kefíavík ert yarð úr - Síðari hálfleik byijuðu FH-ingar líkt og þann fyrri en síðan komu heimamenn meira inn í leikinn og náðu að lokum forystunni. En ekki var liðin nema ein mínúta frá því þeir skoruðu þar til að Sigurði Magn- ússyni var vikið af Ieikvelli fyrir brot á sóknarmanni FH þar sem hann hafði áður fengið að sjá gula spjaldið. Nokkur harka færðist í íeikinn undir lokinn og þegar 10 mínútur voru til leiksloka fékk Björn Vil- hjálmsson að líta rauða spjaldið aug- um fyrir að slá til varnarmanns FH. •'Sá hafði áður stuggað við Birni en það sáu hvorki dómarinn né línuvörð- ur sem gerði dómaranum viðvart um síðara brotið. Útlitið var því ekki gott hjá Víðismönnum sem börðust af miklum eldmóði, en þeir náðu ekki að stöðva Hörð á síðustu mínú- tunni og þegar til framlengingar kom varð fljótlega ljóst að enginn má við margnum. „Víðismenn er erfiðir andstæðing- ar og mér var ekki farið að lítast á Morgunblaðið/Bjarni Rekistefna við dómarann. Leikmenn Víðis og FH þurftu oft að funda með Eyjólfi Ólafssyni dómara í gær. Hér hefur verið brotið á Herði Magnússyni sem gerði öll þijú mörk FH. blikuna, en það sannaðist enn einu sinni að leik er ekki lokið fyrr en dómarinn hefur flautað hann af og það var notaleg tilfinning að sjá á eftir boltanum í markið," sagði Hörð- ur Magnússon um jöfnunarmarkið. „Við erum að vonum vonsviknir með þessi úrslit því það munaði svo litlu, “sagði Guðjón Guðmundsson leik- reyndasti maður Víðis. „Við erum líka bæði reiðir og gramir yfír dóm- gæslunni sem að okkar mati kostaði okkur sigur. Fyrst var Sigurði vísað af leikvelli fyrir vægt brot, síðan var brotið illilega á Birni innan vítateigs en ekkert dæmt og þegar hann í hita leiksins svaraði fyrir sig var honum umsvifalaust vísað útaf. Þetta var vendipunktur leiksins og ekki í fyrsta sinn í sumar sem við verðum undir vegna lélegrar dómgæslu," sagði Guðjðón ennfremur. Steinar Ingimundarson átti laglega fyrirgjöf fyrir mark FH ■ frá hægri og Hlynur Jóhannsson náði að skalla boltann af krafti sem fór af varnarmanni, sem reyndi að veija á línu, í stöng- ina og inn. 1m Æ Hörður Magnússon jafnaði metin með glæsilegu marki. ■ I Hann fékk boltann fyrir utan vítateig, sneri af sér varnar- mann og sendi boltann með föstu skoti upp í hornið fjær án þess að Jón Örvar Arason í marki Víðis gerði minnstu tilraun til að veija. 1m 0% Hörður Magnússon skoraði sitt annað merk með hnitmið- uðu skoti frá markteig eftir fyrirgjöf. 1m Hörður Magnússon var enn á ferðinni og hann þurfti ekki ■ W annað en að renna boltanum í netið eftir fyrirgjöf, þar sem Víðisvörnin var víðsfjarri. ÍÞRÚmR FOLX ■ ANTONY Karl Gregory var ekki með Valsmönnum í gær vegna veikinda og eru jafnvel taldar litlar líkur á því að hann verði meira með í sumar. ■ GUNNAR Gunnarsson var í fyrsta sinn í byijunarliði Vals, lék í stað Antonys Karls. ■ JULIUS Tryggvason er víta- skytta Þórsliðsins. Hann tók fyrstu vítaspymuna í gærkvöldi en þrum- aði yfir markið. Víðir-FH 1:3 Víðisvöllur, Mjólkurbikarkeppnin undanúrslit, fímmtudaginn 8. ágúst 1991. Mark Víðis: Hlynur Jóhannsson (67.) Mörk FH: Hörður Magnússon (89. 120. og 125.) Gult spjald: Sigurður Magnússon Víði, Hall- steinn Amarson FH. Rautt spjald: Sigurður Magnússon og Bjöm yilhelmsson Víði. Áhorfendur: Um 800 Dómari: Eyjólfur Ólafsson. Lið Víðis: Jón Örvar Arason, Klemenz Sæ- mundsson, Sigurður Magnússon, Ólafur Ró- bertsson, Daníel Einarsson, Vilberg Þorvalds- son, Steinar Ingimundarson (Guðjón Guð- mundsson 85.), Hlynur Jóhannsson, Karl Finn- bogason (Björgvin Björgvinsson 105.), Bjöm Vilhelmsson, Sævar Leifsson. Lið FH: Stefán Amarson, Bjöm Jónsson, Ólaf- ur Jóhannesson, Andri Marteinsson, Guð- mundur V. Sigurðsson (Magnús Pálsson 65.), Hallsteinn Amarson, Izudin Dervic, ólafur Kristjánsson, Pálmi Jónsson (Hlynur Eiríksson 100.) Hörður Magnússon, Þórhallur Víkings- son. Þór-Valur 0:0 Valur vann eftir vítaspyrnukeppni, 4:3. Akureyrarvöllur, undanúrslit í Mjólkurbikar- keppni KSÍ, fimmtudaginn 8. ágúst 1991. Gult spjald: Sævar Jónsson, Val (79.). Dómari: Þorvarður Bjömsson. Áhorfendun 2.008 og stemmningin á vellin- um mjög góð. Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Sveinn Pálsson, Júlíus Tryggvason, Þórir Áskelsson, Nói Bjömsson, Láms Orri Sigurðsson, Hlynur Birgisson, Þorsteinn Jónsson, Birgir Þór Karls- son, (Ásmundur Amarsson 65), Bjami Svein- bjömsson og Halldór Áskelsson. Lið Vals: Bjami Sigurðsson, Jón S. Helgacon, Amaldur Loftsson, Magni Blöndal Pétursson, Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Steinar Adólfsson, Jón Grétar Jóns- son, Gunnar Gunnarsson; (Gunnar Már Más- son 97.), Gunnlaugur Einarsson, (Öm Torfa- son 20.). ) Gunnar Már baðumaðtaka síðasta vflið Valsmenn slógu Þórsara út í vítaspyrnukeppni „ÉG ákvað að hafa skotið fast og niðri — það er erfiðast fyrir markmenn að ráða við þannig skot. En Friðrik er einn besti markvörður landsins, þannig að ég vartiltölulega stressaður fyrir skotið," sagði Gunnar Már Másson, sem tók síðustu víta- spyrnu Vals á Akureyri er bikarmeistararnir slógu 2. deildarlið Þórs út úr Mjólkurbikarkeppninni. Eftir markalausan leik þurfti vítaspyrnukeppni til og tíu skot - Valsmenn sigruðu 4:3 og fá þar með tækifæri til að verja titilinn. Skapti Hallgrimsson skrifarfrá Akureyri Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gunnar tekur mikilvæg víti fyr- ir Val. Hann tók fímmtu spyrnu liðs- ins í vítaspyrnukeppni eftir seinni úrslitaleikinn gegn KR í fyrra og bað um að taka síðasta vítið á Akureyri í gærkvöldi ef með þyrfti. Skot hans var fast en ekki utarlega og Friðrik Þórsmarkvörður Friðriksson sagði hafa verið sann- færður um að veija - fór í rétt horn, og litlu munaði að hann verði. En boltinn skaust undir hann og í netið, tVjg sunnanmenn fögnuðu vel og lengi. „Svona eiga bikarleikir að vera. Það er gaman þegar spennan er svona mikil, sérstaklega fyrir áhorf- endur. Mér fannst við eiga skilið að fara alla leið, en Þórsarar eiga hrós skilið. Eg var ánægður með þá, mér finnst þetta framtíðarlið og það verð- ur gaman að fá þá upp í 1. deild ■ aftur," sagði Gunnar Már. Leikurinn var ákaflega bragðdauf- ur. Hvorugt lið þorði að taka mikla áhættu, eins og oft verður þegar mikið er í húfí. En það voru Þórsar- ar sem fengu hættulegri færi í leikn- um og því voru Valsmenn heppnir að komast í framlengingu og víta- keppni. Þórsarar byijuðu með látum og á fyrstu tíu mín. tvisvar munaði litlu að þeir skoniðu. Fyrst átti Júlíus Tryggvason bylmingsskot í þverslá beint úr aukaspyrnu og síðan varði Bjarni mjög vel frá Halldóri er hann komst einn í gegn. Upp úr því var skoti Þorsteins Jónssonar svo bjarg- að nánast á marklínu. Eftir þetta komu gestirnir meira inn í leikinn en nánast engin hætta skapaðist. Liðin náðu að leika þokka- lega saman úti á velli en herslumun vantaði oft. En á síðustu mín. leiks- ins fékk Bjarni Sveinbjömsson gott færi er hann komst inn á teig, reynd- ar aðþrengdur en skot hans fór yfír nafna hans Sigurðsson sem kom út á móti, og einnig yfir markið. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Halldór Áskelsson og Öm Torfason í baráttu um knöttinn. Örn og félagar úr Val höfðu betur í vítaspymukeppni. í fyrri hluta framlengingar gerðist það helst markvert að Þórsarinn Ásmundur Arnarson fékk mjög gott færi en Bjami varði laust skot hans auðveldlega. Eftir hlé varði Friðrik síðan mjög vel fast skot Ágústar Gylfasonar og Gunnar Már skaut síðan yfir úr þröngu en þokkalegu færi. Vrtaspyrnukeppni oft reynst okkur vel „Bæði lið spiluðu mjög varlega. Þeir byijuðu af miklukm krafti en svo fjaraði þetta út hjá þeim og við komum meira inn í leikinn," sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals á eftir. „Vítaspyrnukeppni hefur reynst okkur vel og því var ekki óeðlilegt að við sættum okkur við hana. En Þórsarar eru með mjög gott lið — það verður gaman að fá þá upp í 1. deildina aftur næsta ár,“ sagði Ingi Bjöm. Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, Vítaspyrnukeppnin Júlíus Tryggvason, Þór..........skot yfir Steinar Adólfsson, Val...........0:1 Sveinn Pálsson, Þór..............1:1 Einar Páll Tómasson, Val.........1:2 Þórir Áskelsson, Þór.............2:2 Jón G. Jónsson, Va!..............2:3 Þorsteinn Jónsson, Þór....Bjarni ver Sævar Jónsson, Val...........Friðrik ver Bjarni Sveinbjömsson, Þór........3:3 Gunnar Már Másson, Val...........3:4 var ekki eins hress. „Það var sárt að tapa þessu. Hryllilegt að detta út í vítaspyrnukeppni þegar við vorum komnir svona langt. En nú er bara að klára erfítt dæmi í deildinni," sagði hann. Þórsarar, sem eru í öðru sæti 2. deildar, eiga að mæta Keflvík- ingum, sem em í þriðja sætinu, strax á sunnudag á útivelli. ■■■■■ IIM—iIMitMiiÍtHI 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.