Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Skóverksmiðjan Strikið: Hlutafé verður auk- ið um 15 milljónir AUKA á hlutafé í skóverksmiðj- unni Strikið um 15 milljónir króna og hefur þegar verið ákveðið að Framkvæmdasjóður Akureyrar- bæjar leggi fram 3 milljónir króna. Jákvæð svör hafa fengist frá ýmsum aðilum sem leitað hef- ur verið til vegna hlutafjáraukn- Sumarsýningn fer að ljúka SUMARSÝNINGU sex myndíist- armanna sem staðið hefur yfir í Myndlistarskólanum á Akureyri lýkur um helgina. Aðsókn að sýningunni hefur ver- ið ágæt, en hún hefur staðið yfir í þrjár vikur. Á sýningunni eiga verk myndlistarmennirnir Helgi Vilberg, >Dröfn Friðfinnsdóttir, Guðmundur Ármann, Kristinn G. Jóhannsson, Jón Laxdal og Rósa Júlíusdóttir. Sýningin verður opin í dag, föstu- dag, og um helgina frá kl. 14 til 18. Þýsk málm- blásarasveit 'á sumar- tónleikum Málmblásarasveit Paul Schemm leikur á sumartónleik- um í þremur kirkjum á Norðaust- urlandi um helgina. Fyrstu tón- leikarnir verða í Húsavíkur- kirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30, á sama tíma á laugar- dagskvöld verða tónleikar í Reykjahlíðarkirkju í Mývatns- sveit og kl. 17 á sunnudag leikur blásarasveitin kirlyu. - Málmblásarasveit Paul Schemm var stofnuð árið 1980 í Naustadt/ Aisch í Franken-héraði, en tónlist- armennirnir koma úr ýmsum blása- rasveitum héraðsins. Á verkefnaskrá sveitarinnar er tónlist frá 5 öldum, en aðalviðfangs- efni tónlistarmannanna eru frá renaissance- og barrok-tímanum. Blásarasveitin hefur haldið fjölda tónleika í Þýskalandi og hlotið lof- samlega dóma. Hún leikur nú í fyrsta skipti á íslandi, en auk sum- artónleikanna á Norðurausturlandi spilar hún einnig í Norræna húsinu og í Hallgrímskirkju síðar í mánuð- inum. ingarinnar. Fyrri hluti árs var fyrirtækinu nokkuð erfiður, snjó- léttur vetur skilaði ekki eins mik- illi sölu og reiknað hafði verið með, en aðal sölutíminn hvað skó- fatnað varðar fer nú í hönd. Haukur Ármannsson fram- kvæmdastjóri Striksins sagði að ekki væri ástæða til annars en bjart- sýni á framtíð skóverksmiðjunnar. Fyrirtækið velti um 100 milljónum króna á ári og hefði það skilað hagnaði fyrir fjármagnsgjöld á síð- asta ári. Sex einstaklingar eiga fyrirtækið og sagði Haukur valið nú standa um að minnka umsvifin niður í þá stærð sem þeir réðu við, eða fá inn nýja hluthafa og halda úti svipuðum rekstri og verið hefði, en hjá fyrir- tækinu starfa 44 menn. „Við viljum reyna allt sem við getum til að halda áfram með fyrirtækið í þeim farvegi sem það er í og geta á þann hátt skapað þessa atvinnu, þess vegna erum við nú að vinna í því að auka hlutafé í verksmiðjunni," sagði Haukur. Framkvæmdasjóður Akureyrar- bæjar hefur samþykkt að leggja fram 3 milljónir króna, að því til- skildu að hlutafé verði aukið í 15 milljónir og sagð.i Haukur að leitað hefði verið til nokkurra aðila varð- andi hlutafjáraukninguna og já- kvæð svör fengist. Það skýrðist betur á næstu vikum og mánuðum hvaða aðilar hugsanlega koma inn í fyrirtækið. „Það er enginn bilbugur á okkur, við erum sannfærðir um að grund- völlur er fyrir rekstri skóverksmiðju hér á landi og reynslan hefur kennt okkur að stíla ekki um of á kulda- skóna, þannig að við munum í aukn- um mæli fara út í framleiðslu á öðrum tegundum, svo sem inni- og heilsuskóm og einnig spariskóm," sagði Haukur. Hópur Slóvena sem nú er á ferð um landið var fyrsti hópur erlendra ferðamanna til að gróðursetja plöntur í Nonnalund við Þela- mörk, en þar gróðursetti hópurinn um 70 plöntur á laugardaginn og var lundinum gefið nafn við það tækifæri. Erlendum ferðamönn- um verður gefinn kostur á að gróðurselja plöntur í Nonnalund er þeir eru á ferð um Island. Slóvenar gróðursettu í Noimahmdi HÓPUR Slóvena, sem nú er á ferð um landið, gróðursetti um 70 plöntur í reit við Þelamörk á laugardaginn. Við það tækifæri var reitnum gefið nafnið Nonnalundur. Slóvenarnir eru fyrstir útlend- inga til að gróðursetja í Nonnalund, en ætlunin er að gefa erlend- um ferðamönnum kost á að gróðursetja tré í lundinum í framtíð- Helena Dejak framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofunnar Nonna skipulagði ferð Slóvenanna hing- að til lands, en þeir dvöldu þijá daga á Akureyri og fóru í skoðun- arferðir, m.a. var farin dagsferð til Grænlands og helstu staðir í nágrenni bæjarins skoðaðir. Helena sagði að Sióvenarnir hefðu skipulagt íslandsferð sína fyrir alllöngu og því hefði mikil óvissa komið upp er styijöld braust út í Júgóslavíu og á tíma- bili leit út fyrir að þeir kæmust hvergi. Er vopnahlé komst á í landinu og landamærin opnuðust ákváðu þeir að taka áhættuna og fara til Islands, en þeir fóru með rútu úr landinu. Helena, sem sjálf er Slóveni og hefur verið búsett hér á landi í 16 ár, skipulagði ferð hópsins, sem og gróðursetningu tijá- plantnanna í Nonnalundi. Hún sagði að við Þelamörk væri mikið landrými til ráðstöfunar, sem í framtíðinni yrði að skógi sem er- lendum ferðamönnum yrði gefinn kostur á að planta í er þeir eru á ferð um Norðurland. „Fólk sem plantar í lundinn hefur eflaust áhuga á að koma aftur til ís- lands, kannski tíu árum síðar, til að skoða skóginn sem það hefur átt þátt í að rækta,“ sagði Helena. Akureyrar- Norrænt þing uni umferðarlækningar: 600 mílljónir sparast ef dregið úr slysum uin 10 af hundraði KOSTNAÐUR í kjölfar umferð- arslysa á árinu 1989 nam um 6 milljörðum króna, en það er svip- uð upphæð og gert er ráð fyrir að kosti að reka ríkisspítalana hér á landi á þessu ári. Ef hægt Skýfall á Námafjalli: Tjón í kartöflugörðum vegna mikils vatnsflaums Björk, Mývatnssveit. MJOG mikil umferð var á veg- um hér í Mývatnssveit um verslunarmannahelgina, enda veður eins og best verður á kosið. Talið er að öll tjaldsvæði hafi verið fullsetin. Ekki er vitað um nein umferðaróhöpp. Miklar skúrir gerði hér í sveit- inni síðastliðinn mánudag, svo virðist sem skýfall hafi orðið á Námafjalli. Þar hefur vatns- fláumurinn grafíð djúpa skurði niður hlíðar fjallsins bæði að aust- an og vestan og borið leir niður í Bjarnarfiag og jafnvel spillt vegum þar. Nú rækta Mývetningar kartöfl- ur í Bjarnarflagi, eitthvað hefur vatnið grafíð sundur garða og gera má ráð fyrir að nokkurt tjón hafi orðið af þeim sökum, þó það sé ekki fullkannað. Oft hefur ver- ið mikið vatnsrennsli í leysingprm á vorin í Námafjalli, en menn minnast ekki eins mikils úrrennsl- is á þessum slóðum vegna rign- ingar um hásumar og nú. Kristján væri að minnka útgjöld vegna umferðarslysa um 10% m.a. með markvissum áróðri lækkaði þessi upphæð um 600 milljónir króna. Þetta kom fram í erindi sem Lára Margrét Ragnarsdóttir liagfræðingur flutti á þingi um umferðarlækningar, sem nú stendur yfir á Akureyri. Um er að ræða norrænt þing um um- ferðarlækningar, hið sjötta í röð- inni, en á því verða flutt um 35 erindi um slys á landi, lofti og á sjó, afleiðingar þeirra sem og sjúkraflutninga og björgunarað- gerðir. Lára Margrét gerði á blaðamann- afundi í gær grein fyrir könnun sem hún vann fyrir Umferðarráð um kostnað við umferðarslys og sagði að fólk gerði sér almennt ekki grein fyrir hversu mikill kostnaður vegna þeirra væri. Á árinu 1989 slösuðust 3.986 manns í umferðarslysum og þegar ýmsir beinir og óbeinir þætt- ir sem þeim tengjast væru athugað- ir kæmi í ljós að kostnaður Islend- inga vegna þeirra hefði verið um 6 milljarðar króna á þessu ári. Um- ferðarslysin hefðu því kostað lands- menn jafnmikið og kostar að reka ríkisspítalana á þessu ári. Hægt væri að spara 600 milljónir króna ef hægt væri að draga úr slysunum um 10%, m.a. með áróðri til öku- manna. Slíkur áróður hefði sannað gildi sitt um nýliðna verslunar- mannahelgi. Auður Þóra Árnadóttir verkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins hefur gert könnun á vegum í Húnavatns- sýslu, sem hún sagði þá einu hér á landi sem stæðust tiltekna staðla sem hægt væri að yfirfæra á banda- ríska vegi. Vegir í sýslunni væru góðir, en hins vegar hefðu brýmar alveg gleymst er þeir hefðu verið byggðir upp. Brýr í sýslunni væru miklar slysagildrur, þær væru ein- breiðar og menn sæju nú að það hefði verið röng ákvörðun að byggja þær þannig. Reyndar hefðu þær verið byggðar á þeim tíma er há- markshraði var 70 kílómetrar, hann hefði nú verið hækkaður í 90 kíló- metra og það skipti sköpum. Öku- menn kæmu að þeim á meiri hraða en áður og margir áttuðu sig ekki á hversu mjóar þær væru. Á fundinum var einnig greint frá könnun á umferðarslysum í Húna- vatnssýslu og í ljós kom að í 20% tilvika hefðu ökumenn sofnað undir stýri. Er leitað var skýringa á því kom fram að ökumenn væru illa undir akstur búnir vegna þreytu. í athugun á bílveltum í Eyjafirði kom í ljós að ekki væri um að ræða fólk sem ókunnugt væri staðháttum, sem í þeim lenti, heldur fyrst og fremst unga karlmenn sem byggju ♦■ 4-» ■ Maraþonhlaup á hjólaskautum NOKKRAR listhlaupastúlkur munu á morgun, laugardag þreyta maraþonhlaup á hjóla- skautum á skautasvæðinu á Krókeyri. Þær hefja hlaupið kl. 8 um morg- uninn og stefna að því að halda út til miðnættis. Stúlkurnar eru að fara í æfingaferð í listhlaupi á skautum til Glasgow í Skotlandi síðar í mánuðinum. Með maraþon- hlaupi á hjólaskautum eru þær að leita eftir stuðningi við þessa æfing- aferð og er fólk því hvatt til að líta við á skautasvæðinu á laugardag- inn, en þar gefst því kostur á að styrkja stúlkurnar með áheitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.