Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 3 Flugfvirkjar vinna við smíði stjórnklefa Fokker-vélar Flugleiða. Styttist 1 afhendingn fyrstu Fokker 50 vélanna til Flugleiða FYRSTA Fokker 50 flugvél Flugleiða er nú i smíðum í Fokkerverksmiðjunum i Amst- erdam, en félagið fær fjórar vélar af þessari gerð eftir næstu áramót. Fyrsta vélin verður afhent 14. febrúar og kemur hún skömmu síðar inn í innanlandsáætlun félagsins. Ný Fokker 50 skrúfuþota kost- ar i dag um 900 miiyónir króna, en Flugleiðir leigja vél- arnar til 10 ára, og hafa þá rétt til að kaupa þær á fyrir- fram ákveðnu verði. Fokker 50, sem er af nýrri kynslóð skrúfuþota, leysir af hólmi F-27 flugvélar félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum hefst þjálfun flug- manna og tæknimanna á nýju Fokker 50 vélarnar nú með haustinu. Stjórnklefabúnaður nýju flugvélanna byggir á nýj- ustu rafeindatækni og er hlið- stæður því sem er um borð í nýja millilandaflotanum. Vélarn- ar taka 50 farþega og hafa flug- drægi til Bretlands, Noregs, Sví- þjóðar, Danmerkur, Grænlands og Færeyja, og er félaginu því kleift að nýta þær til sérstakra verkefna í millilandaflugi, auk þess sem þær fljúga til áætlunar- staða félagsins innanlands. Þeg- ar vélarnar koma hingað til lands í febrúar til apríl á næsta ári verða þær í öðruvísi litum en millilandaflugfloti félagsins. Lánasjóður íslenskra námsmanna: 125 mílljónír króna í útgjöld vegna falsaóra leigusanuiinga Sljórn Fram- kvæmdasjóðs: Tvær leiðir færar til að loka sjóðnum STJÓRN Framkvæmdasjóðs hefur skilað forsætisráðherra útfærðum tillögum um hvernig starfsemi sjóðsins verði lögð niður en for- sætisráðherra óskaði eftir tillög- unum í seinasta mánuði. Um tvær leiðir er að ræða, annars vegar að loka sjóðnum eða hætta lánastarfsemi hans og færa sjóðinn til annarrar stofnunar þar sem hann yrði látinn fjara út, að sögn Hreins Loftssonar aðstoðarmanns forsætis- ráðherra. Stjórn Framkvæmdasjóðs mælir frekar með síðarnefndu leið- inni. Tillögurnar verða til skoðunar í forsætisráðuneytinu en ekki hefur verið tekin afstaða til þeirra. Mun ríkisstjórnin taka ákvörðun um hvor leiðin verður valin síðar í þessum mánuði. Samkvæmt úttekt Ríkisendur- skoðunar á Framkvæmdasjóði, sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið í seinasta mánuði, er eigið fé sjóðsins neikvætt um 1,2 milljarða króna. Vaxtamunur sjóðsins er of lágur og lagði Ríkisendurskoðun til að sjóður- inn yrði lagður niður. 5.000 hafa séð myndir Muggs í Listasafninu UM 5.000 manns hafa Jþegar séð sýningu Listasafns Islands á myndum Guðmundar Thorsteins- son, Muggs, sem opnuð var síð- astliðinn laugardag. Að sögn Beru Nordal, forstöðumanns Listasafnsins, er þetta óvenju- mikil aðsókn. „Yfirleitt er aðsóknin mest um helgar, en síðan -sýningin var opn- uð, hefur fjöldi manns komið hingað á hveijum degi. Það eru alls ekki eingöngu hópar skólafólks, sem koma á virkum dögum, heldur venj- ulegt fólk af götunni," sagði Bera í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt upplýsingum frá Listasafninu muna sumir sýningar- gesta Mugg úr barnæsku sinni, en listamaðurinn dó 1924. Meðan á sýningunni stendur er sýndur lit- skyggnuþáttur um list Muggs og kvikmyndin Saga Borgarættarinn- ar frá 1919, sem Muggur lék í. Þá mun Björn Th. Bjömsson listfræð- ingur halda fyrirlestur um lista- manninn, ævi hans og list. Almenn leiðsögn um sýninguna er á hveijum degi kl. 15. Sýningunni lýkur 3. nóvember. GERA MÁ ráð fyrir að þeir 600 námsmenn sem grunaðir eru um að hafa falsað leigusamninga hafi fengið 125 milljónir umfram það sem þeim bar úr Lánasjóði íslenskra námsmanna á siðasta ári. Lárus Jónsson, stjórnarfor- maður sjóðsins, segir að munur á láni til námsmanna í heimahús- um og þeirra sem leigðu hafi verið of mikill en nú hafi hlutfall- inu verið breytt og lánin hækkuð og þá um leið frítekjumark yfir sumarmánuðina. Akveðið hefur verið að óska eftir því við skatt- yfirvöld að þau staðfesti búsetu stúdenta. Að sögn Gests Stein- þórssonar, skattstjóra í Reykja- vik, er öllum landsmönnum skylt að gefa upp húsaleigu og leigu- tekjur. Verði farið að staðfesta leigusamninga stúdenta verði auðvelt að bera saman húsaleigu og leigutekjur húseigenda á skattskýrslum. Lárus Jónsson segir, að í tíð Svavars Gestssonar menntamála- ráðherra hafi lán til námsmanna í foreldrahúsum verið lækkuð veru- lega. Ef-'miðað er við stuðulinn 1 þá var hlutur nemenda í heimahús- um 0,7 en var lækkaður niður í 0,5 eða hálft lán. „Þar með segja regl- urnar að frítekjumark lækki einn- ig,“ sagði Lárus. „Þannig að ef lán- ið er til dæmis 50.000 krónur á mánuði og ef námsmaður hafði stuðulinn 1, hafði hann frítekju- mark yfir sumarmánuðina þrjá og mátti vinna fyrir 150.000 krónum. En tekjur yfir frítekjumarki skerða lánin. Áður skertist það um 75% en núna er skerðingin 50%. Náms- menn hafa því meira svigrúm núna til tekna á sumrin.“ Þeir nemendur sem féllu undir stuðulinn 0,7 fengu 35.000 krónur á mánuði en sú upphæð var lækkuð Húsbréfin: 9% ávöxt- unarkrafa - súhæsta frá upphafi ÁVÖXTUNARKRAFA hús- bréfa hækkaði í gær úr 8,8% í 9% hjá Landsbréfum hf. og er nú hærri en nokkru sinni frá því húsbréfakerfið var sett á laggirnar. Með hækkuninni aukast afföll af bréfunum við sölu úr um 22% í 24% þegar söluþóknun er meðtalin. Þetta er önnur hækkunin á skömmum tíma en í síðustu viku hækkaði krafan úr 8,6% í 8,8%. Hækkun ávöxtunarkröfunnar má að einhveiju leyti rekja til mikils innstreymis húsbréfa sem gefin hafa verið út að undanförnu vegna greiðsluerfiðleikalána, að sögn Sigurbjörns Gunnarssonar, deildarstjóra hjá Landsbréfum. Sigurbjörn segir að sala hús- bréfa hafi ekki verið nægjanlega mikil þrátt fyrir að þau hafi verið boðin með 8,5 - 8,8% raunávöxt- un. Hins vegar hafi salan tekið við sér eftir hækkunina í gær þannig að hugsanlega muni ávöxt- unarkrafan lækka á nýjan leik á næstu dögum. Önnur verðbréfafyrirtæki fylgdu í kjölfar Landsbréfa í gær og hækkuðu ávöxtunarkröfuna í 9%. niður í 25.000 krónur, sem leiddi til þess að frítekjumarkið varð 75.000 krónur í stað 150.000 króna. „Ef sumarlaunin fóru ýfir 70.000 krónur fór lánið að skerðast," sagði Lárus. „Afleiðingin varð sú að það varð akkur í því fyrir námsmenn að segjast leigja úti í bæ. Þá fengu þeir 150.000 króna frítekjumark og 50.000 króna lán í staðinn fyrir 25.000 krónur. Munurinnn á því að búa í leiguhúsnæði og leigja var þar með aukinn verulega. Þess vegna var ákveðið að herða eftirlit með búsetu námsmanna með því að færa stuðulinn úr 0,5 í 0,7 til þeirra sem búa í foreldrahúsum. Þannig er nú svipaður munur og áður var milli þessara tveggja hópa.“ Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Haustlitir í Dimmuborgum Haustið er farið að setja blæ sinn á umhverfi og gróður. I Dimmuborgum, þar sem myndin var tekin í vikunni, voru andstæður í litum miklar. Þar bar fölgult haustlaufið við svarta hraundranga. Siglingamálastofnun: Skoðunarmenn kanni hitaskynjara 1 bátum „ÉG BÝST við að sú leið verði farin að fela skoðunarmönnum okkar að kanna þessa hitaskynjara við næstu bátaskoðun," sagði Ólafur Aðal- steinsson, fulltrúi hjá Siglingamálastofnun, þegar hann var inntur eft- ir því hvort gripið yrði til sérstakra ráðstafana vegna frétta um hættu á leka með hitaskynjurum í bátum. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær kom það fram við sjó- próf vegna leka að Ragnari GK fyrr í vikunni að lok á hitaskýnjara hefði losnað og sjór þá flætt inn í bátinn. Hitaskynjarar þessir eru tengdir sjó- hitamælum. Eftir að þessi niðurstaða lá fyrir kom í ljós að lok á sams konar búnaði á öðrum bát frá Sand- gerði var laust. Ólafur Aðalsteinsson sagði að Siglingamálastofnun hefði ekki upp- lýsingar um hversu margir bátar væru búnir slíkum hitamælum. „Þessi búnaður er settur í báta án þess að það sé tilkynnt til stofnunar- innar. Við þurfum að kanna hvort þarna er um að kenna handvömm við ísetningu eða galla í hlutunum og höfum þegar lagt drög að því að fá slíkan búnað til athugunar. Ég býst við að viðbrögð okkar verði þau að beina þeim tilmælum til skipa- skoðunarmanna okkar að þeir kanni frágang hitaskynjaranna sérstak- lega,“ sagði Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.