Morgunblaðið - 13.09.1991, Síða 13

Morgunblaðið - 13.09.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 13 Minning: Gunngeir Péturs- son, skrifstofustíórí Fæddur 28. janúar 1921 Dáinn 5. september 1991 Tengdafaðir minn, Gunngeir Pétursson, er látinn. í september fyrir ári veiktist hann suður á Spáni, þar sem hann dvaldi í or- lofi. Var í fyrstu talið að um vírus væri að ræða, en er heim var kom- ið fór hann í rannsókn og reyndist þetta þá vera krabbamein. Síðan er liðið eitt ár, í baráttunni við ógnvaldinn mikla, sem endaði með ósigri. Hugurinn leitar 30 ár aftur í tímann, er ég kynntist Gunngeiri fyrst. Eg sé hann ljóslifandi fyrir mér í stærðfræðitíma í Versló. Þar er skyndipróf og Gunngeir situr í púltinu, með þverslaufu og stríðnislegt bros. Á þeim tíma brosti maður sjálfur, maður þóttist kunna þetta og var fljótur að skila. Þetta líkaði Gunngeiri, hefur eflaust haldið að séní hafi sest í fyrsta bekk í Versló. Hitt vissi hann ekki, að maður var búinn að læra þetta allt saman árið áður, þar sem ég hafði setið hálfan vetur í landsprófi. Gunngeir var stunda- kennari um árabil í Verslunarskó- lanum og vinsæll mjög af nemend- um. Eftir Versló hafði ég ekkert af Gunngeiri að segja í ein þijú ár, eða þar til dóttir hans, Herdís, fór að vinna á sama stað og ég, sem endaði með því að hún plataði strákinn og giftist honum. Sem eðlilegt framhald af þessu fæddist fyrsta barnabarnið, sem var auð- vitað skírt í höfuðið á afa sínum, Gunngeir, og voru þeir þá orðnir tveir nafnarnir á öllu landinu. Gunngeir litli var varla farinn að pissa undir er í ljós kom hvílíkur barnakarl afi hans var. Kom þetta sér aldeilis vel fyrir okkur ungu hjónin, við þurftum varla nokkurn tímann að biðja um pössun, heldur var það afinn sem spurði hvort við ætluðum ekki að drífa okkur eitt- hvað, svo hann gæti passað nafna sinn. Alltaf tók hann strákinn heim til sín og ömmu og var gott ef stráknum var skilað aftur sömu helgina. Var svo komið að manni var næstum hætt að standa á sama hversu mikið hann lét með fyrsta barnabarnið. Ári eftir að við hjónin giftum okkur var ráðist í það að koma sér upp þaki yfír höfuðið og til að spara var flutt inn á afa og ömmu þar sem við bjuggum í eitt ár, eða þar til við fluttum í eigið húsnæði. Þetta líkaði afanum held- ur betur og má segja að hann hafí haft meira af stráknum að segja þetta árið en pabbinn, sem vann fram á nótt í byggingunni. Er bömunum íjölgaði þá endurtók sig sama sagan, afínn var alltaf á fjórum fótum að leika sér við barnabömin. Gunngeir starfaði allan sinn starfsferil á skrifstofu byggingar- fulltrúa og em þeir ófáir sem hafa leitað til hans á liðnum ámm með ólíklegustu mál, sem hann lagði sig fram um að leysa, svo öllum mætti líka. Hann hafði einfaldleik- ann að leiðarljósi, vildi ekki flækja hlutina, heldur gerði sér far um að fínna einföldustu lausnina og má segja að hann hafí starfað og lifað samkvæmt því. Gunngeir gerði ekki miklar kröfur til lífsins og sóttist ekki eftir veraldlegum auði. Hann lifði rólegu lífí, undi sér við bóklestur og að stúdera skák- og spilaþrautir. Hans helstu áhugamál voru skák og brids. Gunngeir var með afbrigðum bón- góður og minnist ég þess ekki að hann hafi neitað nokkmm manni um greiða, sama hversu fáránlegur hann var. Um síðustu áramót ætlaði Gunngeir að láta af störfum, sök- um aldurs, og horfði hann með til- hlökkun til þess tíma, að hann gæti farið að sinna áhugamálum sínum meira og gera hitt og þetta, sem ekki hafði unnist tími til í dagsins önn. Lét hann þá oft hug- ann reika suður á bóginn, þar sem hann undi sér best, við það að vera bara til og njóta lífsins. Á stundu sém þessari er maður óþyrmilega minntur á það sem oft vill gleymast, það að lifa lífínu lif- andi, að segja og gera það sem manni býr í bijósti, en ekki geyma það, þar til það er um seinan. Börnin okkar, Gunngeir, Ásgeir og Sigurrós, kveðja ástríkan afa sinn, þakka honum alla umhyggj- una og hlýjuna og við biðjum góð- an guð að blessa sálu hans og styrkja ömmu í sorg hennar. Friðrik Björnsson Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni — hætti við að falla héldist í loftinu kyrr - þannig fer unaðssömum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. (Hannes Pétursson) Það var vissulega með nokkrum hjartslætti, sem ung stúlka austan úr sveitum mætti augum tilvon- andi tengdaföður síns í fyrsta sinn fyrir meira en tuttugu árum. Áreið- anlega höfðu mörg hjörtu slegið nokkur aukaslög við að mæta þess- um augum þótt af öðrum ástæðum væri. Fyrsta handtakið var hlýtt, og öll sem á eftir komu. Og unga stúlkan sameinaðist fjölskyldunni og eignaðist ekki aðeins tengdaforeldra, heldur líka bestu vini sem npkkur maður eign- ast á lífsleiðinni. Þau voru glæsileg hjón, Sigurrós Eyjólfsdóttir og Gunngeir Péturs- son og samband þeirra var ein- stakt. Fyrst í stað bjuggum við hjónaleysin á heimili þeirra. Sagt er, að oft sé erfítt fyrir tengdadótt- ur að búa á heimili tengdaforeldr- anna til lengdar, en það kannast ég ekki við. Mér var tekið eins og dóttur, og komið fram við mig sem slíka. Vinir bama þeirra voru líka aufúsugestir í Steinagerði 6. Þar var ekkert kynslóðabil. Hispurs- leysi og glaðværð einkenndi allt heimilislíf. Þau voru vinmörg og vinföst. Gunngeir var einstakt ljúf- menni sem laðaði alla að sér sem honum kynntust. Þeir tímar komu, að unga fólkið leitaði til hans um ýmislegt sem bjátaði á í hinu dag- lega amstri. Alltaf réði hann okkur heilt, af ástúð og skynsemi. Það kom varla fyrir að hann hallmælti nokkrum manni, en bar ósjaldan í bætifláka fyrir þá sem áttu sér formælendur fáa. Hann var örlynd- ur og tilfinningaríkur, fljóthuga og glaðsinna. Alltaf sá hann spaugi- Jóhannes Hjalta- son — Minning Fæddur 20. nóvember 1972 Dáinn 29. ágúst 1991 Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri; sofínn er nú söngurinn Ijúfí í svölum fjalldölum, ‘ grátþögull harmafulg hrípir á húsgafli hverjum. (J. Hallgr.) Það er bankað á dyr og frammi stendur Jóhannes, sonarsonur minn, kominn til að kveðja mig því hann er að halda utan næsta dag til Portúgals með skólasystkin- um sínum í svokallaða stúdenta- ferð — menn taka forskot á sæluna — því það er ekki fyrr en næsta vor sem þeim áfanga er náð. Hann er kátur og hlakkar mikið til að sjá sig um f heiminum — ætlar endilega að fara minnsta kosti tvær ferðir — aðra til Lissa- bon, og þangað fór hann, hina til Sevilla ef það reyndist ekki alltof dýrt. Það var orðið framorðið þegar hann fer því við þurfum margt að tala. Við erum sammála um að hann verði að varast flugnabit og mat sem gæti valdið matareitrun. Svo að hann geti notið ferðarinnar út í ystu æsar. Auk_ þess bið ég hann lengst allra orða að vera ekkert að þvælast um einn síns liðs og hann lofar því upp á æru og trú um leið og hann hleypur hlæjandi niður stigann og veifar mér í neðstu beygjunni. Hann er á leiðinni til pabba síns til að kveðja mannskapinn — og þar gistir hann um nóttina. Það næsta sem við fréttum af Jóhannesi er að hann sé dáinn. Hafi fundist liggjandi á jörðunni og hafí að öllum líkindum fallið úr stiga eða af þaki. — Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram svo að við vitum því er allt á huldu um aldurtila hans. Hér þýðir ekki um að tala og engu verður um breytt. Aðeins er hægt að sýna þeim sem sárast eiga um að binda dýpstu samhygð S harmi þeirra. Þó má segja að það sé huggun harmi gegn hve hreinan skjöld Jóhannes bar til hinstu stundar. Blessuð sé minning hans. Björg, amma Jóhannesar. legu hliðina á öllum hlutum og var kankvís og stríðinn, og kom ósjald- an fyrir að þeir sem ekki þekktu hann vel, áttuðu sig ekki alveg á því, hvenær alvörunni lauk og spaugarinn tók við. Barnabömunum var hann ein- stakur afí. Hann lék við þau lítil, kenndi þeim að spila og tefla, gladdist yfír framförum þeirra og þroska til líkama og sálar, og vakti yfír velferð fjölskyldu sinnar til hinstu stundar, sem bar að allt of fljótt. Engin orð fá lýst söknuði okkar við fráfall hans. Á kveðju- stundu streyma minningamar fram, perlur sem enginn getur frá okkur tekið. Ég kveð tengdaföður minn með djúpu þakklæti, virðingu og ást, og mun alltaf minnast hans eins og ég sá hann fyrst, með kankvís- an glampa í bláustu augunum í bænum. Blessuð sé minning hans. Halla Guðmundsdóttir Mig setti hljóða er mér var til- kynnt andlát Gunngeirs Pétursson- ar skrifstofustjóra. Það vill oft fara svo að andlátsfregnir koma manni á óvart, þótt mann renni í grun að hvetju stefnir. Gunngeir hafði bar- ist við veikindi sín í um ár. Hann fór til sólarlanda í september í fyrra og kom þaðan fárveikur og átti ekki afturkvæmt til starfa. Raunar urðum við samstarfsmenn hans varir við að hann gekk ekki heill til skógar um sumarið, en Gunn- geir var ákaflega dulur um eigin hag og sótti hann vinnu sína af samviskusemi allt til brottfarar- dags. Þijú dauðsföll hafa orðið í starfsl- iði byggingarfulltrúa að undan- förnu. Fyrstur féll frá Guðmundur Hjaltason vorið 1989, en hann hafði starfað hjá embættinu í um þijú ár. Þá kvaddi okkur Cecilía Þórðar- dóttir, Cilla eins og hún var alltaf kölluð og nú Gunngeir hálfu öðru ári síðar. En Cilla og Gunngeir höfðu starfað lengst allra hjá emb- ættinu eða á fjórða áratug og voru gjörkunnugust öllum innviðum þess. Þetta er mikið áfall fyrir emb- ættið. Gunngeir fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Péturs Zophonias- sonar ættfræðings og Guðrúnar Jónsdóttur. Systkini voru 10, 6 bræður og 4 systur, og var Gunn- geir yngstur bræðranna. Hann lauk stúdentsprófí frá MR 1941 og stundaði síðan nám við verkfræði-. deild HÍ í tvö ár. Gunngeir kvæntist ungur eftirlif- andi konu sinni Sigurrósu Guð- björgu Eyjólfsdóttur eða Sirrý, eins og hún er alltaf kölluð, og eignuð- ust þau tvö börn, Herdísi Björgu og Viðar. Aðalstarfsvettvangur Gunngeirs var hjá embætti byggingarfulltrúa, en hann war ráðinn skrifstofustjóri þar í október 1955 og gegndi því starfi til dauðadags. Aður hafði hann starfað öðru hverju hjá emb- ættinu allt frá 1945 með kennslu, sem var hans aðalstarf í nokkur ár. Eftir að hann varð skrifstofu- stjóri hætti hann að mestu kennslu, en var þó stundakennari alllengi við Verslunarskólann og kenndi einnig við Meistaraskólann í Reykjavík frá stofnun hans 1959 til 1983, en byggingarnefnd átti mikinn þátt í að koma þeim skóla á stofn. Gunngeir þótti mjög góður stærðfræðikennari og hafa márgir gamlir nemendur hans lokið lofsorði á kennslu hans í mín eyru. Þegar frá byijun varð hann hægri hönd byggingarfulltrúa. Auk þess að sinna ýmiss konar fyrir- spurnum og kvörtunum frá borgur- um, varð hans aðalstarf að undirbúa fundi byggingarnefndar með bygg- ingarfulltrúa og reikna út stærðir bygginga, eins og gert er ráð fyrir í byggingarsamþykkt og reglugerð. Allan þennan tíma hefur hann verið ritari byggingarnefndar. Það gefur að skilja að margt hefur breyst á þessum langa tíma eða 36 árum. Þegar Gunngeir hóf störf hjá byggingarfulltrúa voru þar fyrir fjórir starfsmenn, byggingar- fulltrúi, skrifstofustúlka og tveir úttektarmenn. Við starfslok hans er fastráðið starfsfólk fjóitán að tölu. Með tímanum hefur þjóðfélag- ið orðið flóknara og aukin verkefni hlaðist á embættið. Undirrituð hóf störf hjá bygging- arfulltrúa í janúar 1958 og höfum við Gunngeir því verið nánir sam- starfsmenn í yfír þijá áratugi. Það er óhjákvæmilegt að menn kynnist kostum og göllum hvors annars við svo löng kynni. Gunngeir var mörg- um góðum kostum búinn til þess ævistarfs, sem hann hafði valið sér. Hann var afburða reiknings- glöggur og mjög fljótur að setja sig inn í hin flóknustu viðfangsefni. Hann vildi leysa vanda hvers manns sem til hans leitaði og sannaðist það best í því, hy.e margir spurðu um líðan hans í veikindum hans síðasta árið og báðu fyrir hlýjar kveðjur. Gunngeir hafði mjög gaman af alls konar stærðfræðiþrautum, svo og brids- og skákþrautum og var hann allra manna fljótastur að leysa slíkar þrautir. Hann var um árabil meðal okkar snjöllustu bridsmanna og auk þess mjög gjaldgengur skák- maður. Þessum hugðarefnum hélt hann áfram að sinna til dauðadags, þótt hann hætti keppni. Að lokum vil ég og fjölskylda mín ásamt starfsfölki mínu og byggingarnefnd votta Sirrý og börnum þeirra okkar dýpstu samúð. Ingibjörg Ólafsdóttir Kveðja frá Lions- klúbbnum Frey Látinn er góður félagi okkar og vinur Gunngeir Pétursson. Hann andaðist 5. september síðastliðinn. Honum auðnaðist því ekki að byija nýtt starfsár í Lionsklúbbnum Frey. Gunngeir gekk í Frey haustið 1971 og starfaði alla tíð síðan í klúbbnum. Hann gegndi ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir Frey og var formaður hans 1982-83. Ætíð er það þannig að þegar við missum félaga og vin látum við hugann reika aftur í tím- ann. Við eigum ljúfar minningar af dagfarsprúðum og góðum dreng. Hann vann störf sín ákveðið en hljóðlega fyrir klúbbinn. Við Freysfélagar þökkum fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast og starfa með svo ágætum fé- laga sem Gunngeir var. Við vottum eiginkonu hans, Sigurrósu Eyjólfs- dóttur, börnum þeirra og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. F.h. Lionsklúbbsins Freys, Egill Ingólfsson formaður. ;vem gírmótorar rafmótorar Þýsk gæöavara á góöu veröi. Einkaumboö á íslandi. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN %L.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.